Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 J7 inni; Richard Bonynge stj./ Sin- fóníuhljómsveit Lundúna leikur syrpu af jólalögum í útsetningu Peters Hope; Colin Davis stj./ Hallé-hljómsveitin leikur „Snjókornavalsinn" úr „Hnotu- brjótnum“ eftir Tsjaíkovskí; Maurice Handford stj. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Við jólatréð — Barnatími í útvarpssal Stjórnandi: Gunnvör Braga. Kynnir: Edda Heiðrún Bach- man. Agnes Löve stjórnar hljómsveit og Helga Gunnars- dóttir stjórnar kór Melaskólans í Reykjavík. Séra Jón Helgi Þórarinsson tal- ar við börnin. Lesin verður sag- an „Jólin allra barna“ eftir Hreiðar Stefánsson, sungin verður syrpa af lögum úr barna- söngleiknum „Grámanni í Garðshorni“ eftir Magnús Pét- ursson. Jólasveinn kemur í heimsókn og sungin verða barna- og göngulög við jólatréð. 17.45 Hafliöi Hallgrímsson leikur á selló verk eftir Corelli, Béla Bartok, Saint-Saéns og Rakhm- aninov og spánskt þjóölag í eig- in útsetningu. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. (Hljóðritun frá tónleik- um í Gamla Bíói 12. júní sl.) 18.05 Hjónin á Hallormsstað. Ald- arminning Sigrúnar og Bene- dikts Blöndal. Vilhjálmur Hjálmarsson setur saman Jþátt- inn og les ásamt Sigrúnu Arna- dóttur og Þórhalli Guttorms- syni. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.25 Kristinn Sigmundsson syng- ur í útvarpssai lög eftir Svein- björn Sveinbjörnsson, Árna Thorsteinsson, Karl O. Runólfs- son, Franz Schubert og Tsjaíko- vskí og þjóðlög í útsetningu Benjamins Brittens. Jónas lngi- mundarson leikur með á píanó. 19.50 Þorlákur helgi Gunnar F. Guðmundsson tekur saman þáttinn og fléttar inn í hann kirkjutónlist frá miðöld- um. 20.20 Frá tónleikum Strengja- sveitar Tónlistarskólans í Reykjavík í Bústaðakirkju 5. aprfl í vor. Stjórnandi: Mark Reedman. a. Chaconna í g-moll eftir Henry Purcell. b. Adagio í B-dúr K. 287 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. c. Serenaða op. 20 eftir Edward Elgar. 21.15 Drengurinn og ströndin Hjörtur Pálsson samdi textann og valdi tónlist. Lesari ásamt honum: Steinunn Jóhannesdótt- ir. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.25 „Magnificat" eftir Johann Þórhallur Sigurðsson fer með hlutverk Sveins í jólaleikriti sjónvarpsins „Hver er ... “ eftir Þorstein Marelsson. Hér er hann ásamt Jóni Viðari Jónssyni sem leikur skólastjóra heimavistarskólans sem Sveinn ræður sig við. „Hver er Jólaleikrit sjónvarpsins kl. 22.25: á annan jóladag: — leikrit eftir Þorstein Marelsson um popptónlistarmanninn Svein sem ger- ist kennari í heimavistarskóla Jólaleikrit sjónvarpsins er eftir Þorstein Marelsson og nefnist „Hver er...“ Upptökur fóru fram í fyrrasum- ar, leikstjóri og upptökustjóri var Hrafn Gunnlaugs- sonar. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) fer með aðalhlut- verk. „Leikritið fjallar um gamlan poppara sem hefur orðið fyrir þeirri gæfu eða ógæfu að semja vinsælt popplag," sagði höfund- ur, Þorsteinn Marelsson í viðtali við Mbl. „Honum dettur í hug í framhaldi af því að semja mikið og merkilegt tónverk, alvarlegs eðlis. Ekki verður honum mikið úr verki en talar þess meira um það við vini og kunningja. Fyrir vikið verður hann að algjöru at- hlægi og kennir öllum öðrum um en sjálfum sér. Þar á meðal eiginkonu sinni og enda átök þeirra hjóna á töluverðu slysi. Sveinn ákveður þá að skipta um umhverfi og taka sig á við tónsmíðina. Hann ræður sig sem kennara við heimavistarskóla út á landi en það dugar ekki til. Hann lætur hverjum degi nægja sína þjáningu, er kærulaus í meira lagi og fyrir þær sakir er Sveinn ásamt einum nemanda sínum, Ólöfu. Þórhallur og Ylfa Edelstein í hlutverkum sínum. einum nemanda vikið úr skólan- um. Þá ætlar hann að halda áfram flóttanum og flytja aftur suður en hættir við á síðustu stundu. Endirinn er svo skilinn eftir opinn. Hvenær varð þetta leikrit til? „Kveikjan að því var nám- skeið sem sjónvarpið hélt fyrir leikritahöfunda fyrir nokkrum árum. Þar samdi ég drög að þessu verki og var það valið til að verða að sjónvarpsleikriti. Ákveðið var þá þegar að Hrafn Gunnlaugsson myndi leikstýra því og ráðfærði ég mig við hann er ég vann leikritið frekar. í ágústbyrjun 1982 var svo valið í hlutverk og farið að æfa. Mikið af krökkum tekur þátt í þessu og var sérstaklega gaman að vinna með þeim. Ég fylgdist með bæði æfingum og upptökum og var það mjög lærdómsríkt fyrir mig og samstarfið við Hrafn var sérstaklega ánægjulegt." Útvarp kl. 17.40 á annan jóladag: Afircim hœr'Y'ci „Áfram hærra, nefnist þáttur um kristileg málefni sem verður á dagskrá útvarps- ins kl. 17.40 annan í jólum. Meðal efnis í þættinum er upplestur úr verkum íslenskra höfunda, viðtöl við unga og aldna og hugvekja um jól og áramót. Þá verða leikin jóla- lög íslensk og erlend. Umsjón- armenn þáttarins eru: Ásdís Emilsdóttir, Gunnar H. Ingi- mundarson og Hulda H.M Helgadóttir. Útvarp kl. 22.35 áannan jóladag: Dans- og dægurlög Hátíðarhressing verður í útvarpinu að kveldi ann- ars jóladags klukkan 22.35. Dans- og dægurlög verða leikin til klukkan tvö eftir miðnætti og verður þáttur- inn, að sögn umsjónarmanna, í höndum góðra gesta og heimafólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.