Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 | Einsog mér sýnist .... Gísli J. Ástþórsson Þegar menn sjá rautt þegar þeir sjá svart „Fáránleiki, forheimskun, spilling og sóun“ Afþví þaö er nú þessi dagur ætla ég aö mér leyf- ist kannski aö fara fáein- um orðum um umburöar- lyndiö sem mönnum verö- ur stundum svo tíörætt um, en þó einkanlega þeg- ar þannig stendur á aö mannkynið er nýbúiö aö brenna hálfa veröldina ofanaf sér vegna skorts á fyrrnefndu umburöarlyndi. Venjulega krossa menn sig þá í bak og fyrir og eru aldeilis dolfallnir yfir þessu háttalagi; og þaö vantar svosem ekki aö menn lofi bót og betrun, enda er þaö altalað svona fyrsta kastiö aö minnstakosti aö mannfólkiö geti aö sjálf- sögðu lifað saman í sátt og samlyndi ef þaö leggi sig bara fram um þaö. Ja, flestra manna mál er líklega vissara aö oröa þaö. Sumir smjúga úr rústunum og laumast í skjól, svosem einsog gest- apomennirnir og þeirra líkar sem stukku sumir hverjir alla leið til Suöur- Ameríku þarsem jaröveg- urinn var ennþá frjór fyrir þesslags hugarfar og þesskonar vinnubrögð sem þeir kunnu best aö meta. Það er dáltið óhugnan- legt (og veit raunar alls ekki á gott) aö sumir af þessum böölum skyldu aö auki fara frjálsir feröa sinna fyrir atbeina sigur- vegaranna: hálir og kald- hæönir og gjörsamlega siöspilltir menn sem runnu ýmist austur á bóginn og tóku upp þráöinn þar und- ir ööru einræðismerki eöa komu sér j mjúkinn hjá nýju herrunum fyrir vestan tjald og geröust viljug handbendi þeirra. Þar má nefna til menn einsog Klaus Barbie, „slátrarann frá Lyon“ einsog Frakk- arnir kölluöu hann og sem þeim tókst loksins aö kló- festa snemma í vor eftir öll þessi ár; en þaö er önnur saga, þetta meö stríös- glæpamennina sem skiptu bara um ríkisfang og hús- bændur einsog þegar naöran skiptir um ham. Þaö sem einkanlega er að hrærast í kollinum á mér í svipinn og sem varö kveikjan aö þessum vangaveltum um umburö- arlyndiö og misjafnt gengi þess gegnum tíöina er sú árátta örfárra landa okkar aö geysast framá ritvöllinn á svosem tveggja til þriggja ára fresti og biöja okkur hin einsog guö sér til hjálpar aö láta ekki „lit- uöu kynþættina", einsog þaö heitir venjulega i svona fjasi, „spilla" hinum göfuga íslenska stofni. Þaö eru blökkumennirnir á Vellinum oftastnær sem valda skriffinnunum mestu hugarangri: þeir gætu sem best „óhreinkaö" hið göf- uga íslenska blóö og sem hreinræktaöir aríar (eöa er þaö ekki?) ber okkur vit- anlega skylda til aö varö- veita bláa blóöið. Eöa svo heitir þaö. Þessum þeldökku her- mönnum þarna útá nesinu er semsagt guövelkomiö aö láta skjóta sig fyrir okkur ef svo slysalega skyldi takast til aö mannskepnan þyrfti einn ganginn enn aö brenna ofanaf sér; en vildu þeir samt ekki vera svo vænir aö láta skjóta sig ann- arsstaöar? Hitt vill gleym- ast hjá mannræktarmönn- unum (og ég nota orðiö í samskonar merkingu og til dæmis nautgripa- eöa sauöfjárrækt) aö dátarnir sem þeir eru að amast viö, og vegna hörundslitarins nota bene, eru bornir og barnfæddir á þeim slóöum þarsem þjóöernum og 'kynþáttum hefur einmitt veriö hrært hvaö ræki- legast saman, og veit ég þó ekki betur en afleiöing- in viröist einkanlega hafa orðið sú aö þar sé nú þaö samfélagiö til góös eöa ills sem er auöugast og vold- ugast í víöri veröld. í söngleiknum „South Pacific" eftir Rodgers og Hammerstein segir á ein- um staö: „You’ve got to be taught to hate“, sem skilar sér líklega skást á íslenskunni meö því aö út- leggja þaö sisona: „Hatur er ekki meöfætt; það veröur að lærast.“ Hvíti hermaðurinn á Kyrrahafs- eyjunni er hér aö gráta ör- lög sín og innfæddu stúlk- unnar sem hann gerir sér Ijóst aö hann getur ekki eignast vegna rótgróinna fordóma landa hans og skorts þeirra á umburöar- lyndinu sem hér er til um- ræðu. Þaö er heilmikið til í þessu hjá Rodgers og Hammerstein meö innræt- ingarhliöina á óvildinni. Hún kviknar ekki af sjálfu sér og heföirnar, uppeldiö, skólunin og svo istööu- leysi múgsálarinnar koma þar mikiö viö sögu. Þetta hef ég meira aö segja reynt á sjálfum mér, þvíaö leiö mín lá einmitt til heim- kynna hermannsins í söngleiknum um það leyti sem styrjöldin á Kyrrahafi var aö komast i algleym- ing; og meö því aö engum haföi hugkvæmst hér heima aö upplýsa mig um þaö aö ég yröi einskonar æöri vera, einskonar súp- erman, á meöal svertingj- anna þarna í suöurríkjum Bandaríkjanna, þá um- gekkst ég þá einsog hverja aöra menn, alsæll í þeirri trú aö það væri nán- ast sjálfsagöur hlutur. Þaö haföi aldrei verið brýnt fyrir mér aö fyrirlíta hör- undsdökkt fólk. Og þaö tók mig óratíma aö átta mig á því aö mér bar samt víst aö gera þaö einsog allt var í pottinn búiö — óratíma afþví enginn kunni alminlega viö aö taka mig í ofboöi útundir vegg og segja til dæmis meö skelf- ingarsvip: „Eruö þér gengnir af göflunum, mist- er Asthorson? Þér stóöuö upp fyrir svartri konu í bössinum.“ Ég eignaöist meira aö segja í einfeldni minni svona hálfgildings kunn- ingja á umferðarmiöstöö- inni þarna í háskólabæn- um þarsem sópararnir og buröarkallarnir voru aö sjálfsögöu svartir; ég var svo mikill græningi fram- anaf aö ég vaknaöi ekki einu sinni til meövitundar t um yfirburöi mína þegar ég geröi þá uppgötvun aö þaö voru tvö sett af sal- ernum þarna á stasjóninni líkt og er í Suöur-Afríku enn í dag: annaö og þaö veglegra fyrir okkur út- valda fólkiö og hitt og sýnu óhrjálegra fyrir úr- kastið. Ætli ég hafi bara ekki hugsaö sem svo, ný- kominn frá sakleysingjun- um noröur viö Dumbshaf: Kyndugt uppátæki. Ætli þeir hafi líka spes flór fyrir gráar beljur og spes fyrir rauöar? Allavega gekk mér böslulega aö vera hortug- ur og yfirlætisfullur viö negra og kynblendinga, þóaö þaö rynni smásaman upp fyrir mér aö það voru fleiri merkir staöir en náöhúsin sem þeir þóttu ekki verðugir aö deila meö hvítingjunum. Þaö kom líka á daginn aö þeim var meinaöur aögangur aö sömu guöshúsum og hvíta fólkinu og aö hvítum og svörtum var jafnvel stíað í sundur í tukthúsunum, og aö í réttarsalnum sem ég þurfti stundum aö heim- sækja í sambandi viö blaöamennskunámiö var „lituðum“ ætlaöur sér- stakur bás sem þeir uröu aö kúldrast í ef þá langaöi aö forvitnast um hvernig réttvísin væri á litinn í heimabæ þeirra. Dómar- anum lýsti- ég eftir á aö hyggja löngu seinna í pöntuöu greinarkorni. „Hann var vænsti maöur,“ hef ég skrifaö, „en ákaf- lega stuttur; og hann sat viö svo hátt og viröulegt púlt í réttarsalnum aö þaö voru áhöld um hvort þaö var hentugra fyrir hann aö beygja sig fram og horfa undir Ijósakrónuna eöa teygja ögn úr álkunni og horfa fyrirmannlega yfir hana.“ Ef það sem hér hefur veriö sagt hljómar einsog síöbúin ofanígjöf, þá er þess aö gæta aö nú er sagan bara hálf. Þetta er nefnilega einungis fyrri parturinn af sögu sem byrjaöi illa en endaði vel. Þetta var fyrir fjórum ára- tugum. Æruveröugir öld- ungar svartir geröu mann feiminn og kvikindislegan -meö því aö víkja úr vegi fyrir manni á gangstéttun- um, og verkakonurnar í bláu pokalegu verka- mannafötunum, sem maö- ur sá útum gluggann á lestinni þegar hún nálgaö- ist járnbrautastööina í Raleigh, voru allar sem ein af „litaöa“ kynþættinum. Sumar máttu þó heita hvítar, og þá sást þaö helst á lófum og nöglum og hári, einsog manni læröist meö tímanum, og heyröist auk þess á mál- farinu og málhreimnum hvort konan taldist hvít eöa ekki og þarafleiðandi hvort menn áttu aö vera kurteisir eöa durtslegir viö hana. Mikiö hvort þetta voru ekki fyrstu konurnar af út- skúfaöa kynþættinum sem ég sá þarna suðurfrá: þær voru á ýmsum aldri og til- heyröu vinnuflokki sem sá um viðhaldiö á undirstöö- um járnbrautateinanna og mokuöu grúsi allan daginn og roguöust meö níö- þunga burðarbita undir teinana, en verkstjórinn, „bossinn", var ævinlega kallmaöur og ævinlega hvítur. Þóaö þaö væri heimsstyrjöld og þeir í Washington væru sífellt aö heita á kvenfólkiö aö þaö gæfi sig fram til starfa fyrir fööurlandið, þá var þaö ekki fyrr en maöur kom noröur á bóginn sem maður fór aö sjá hvítu kvenfólki bregöa fyrir inn- anum þaö svarta sem vann viö járnbrautirnar. Síöan geröist þaö ein- faldlega meö árunum (og þaö er góöi parturinn sög- unnar) aö menn strikuðu yfir fortíöina, afneituöu herraþjóöarkenningunni, hættu þessari endemis vitleysu. Það gerðist ekki átakalaust einsog ýmsum er eflaust í fersku minni, og því fer svosem fjarri því miöur aö enn séu allir þarna suöurfrá sáttir viö þau sannindi aö manngild- iö fari ekki eftir hörunds- litnum. En í bænum og héraöinu þarsem ég kynntist þessum málum ungur og sá þaö og upp- liföi hvílíkur fáránleiki, for- heimskun, spilling og sóun er samfara kynþáttamis- réttinu, þar eru nú allar gáttir opnar svörtum sem hvítum — allt frá lágkúru- legustu salernum uppí veglegustu háskóla. Ég hef sannreynt þetta meö heimsókn og hef aö auki alla tíö kappkostaö aö halda sambandinu viö skólann minn; og einn góöan veöurdag bárust mér þau tíöindi aö þeir í skólanum heföu sett punktinn yfir i-iö einsog danskurinn segir, staöfest hugarfarsbreytinguna, meö því aö velja sér feg- uröardrottningu úr hópi „lituðu” nemendanna. Þaö er sjálfsagt einkan- lega vegna þessarar reynslu minnar sem mér finnst þaö svo hlálegt þeg- ar íslenskir menn eru aö hiröa fordómana úr rusla- tunnu suöurríkjamannsins og taka þessi ógnarlegu viöbrögö og hafa af því opinberar áhyggjur í reiöi- lestrum aö hiö göfuga ís- lenska blóö hins göfuga íslenska stofns kunni aö „óhreinkast“ ef viö gætum ekki aö okkur. Ég kom þar á Lækjar- torgi fyrir skemmstu sem krakkar úr barnaskóla höföu slegiö upp sölutjaldi og þustu milli vegfarenda meö tilhlýöilegum ærslum og buöu fram heimabakaö góögæti; voru vísast aö safna til jólaskemmtunar- innar eöa í einhvern feröa- sjóöinn. Þá birtist fyrir framan mig hnáta meö kaffibrún hindaraugu og ávalt andlit og biksvart sindrandi hár langt niörá bakiö. Hún hét á mig aö versla viö þær á reiprennandi íslensku, enda vísast búin aö vera hérna uppá Fróni síöan hún man eftir sér. Augun og háriö og andlitsfalliö sögöu manni á hinn bóg- inn að hún væri ættuö austan úr Asíu. Og hún var fjarskalega sæl og fjarska- lega falleg. En ef ég skil mennina með þjóðernishrokann rétt, þá var þaö misráöiö af okkur aö leyfa henni aö veröa Islendingur. Mér skilst hún sé aö þeirra dómi óæskilegur islend- ingur. Þessvegna skrifa ég þennan pistil, og þeim til óþurftar aö ég vona í ofanálag. Viö höfum yfriö nóg af hleypidómum, aö viö förum ekki líka aö basla viö aö flytja þá inn frá útlandinu. Auk þess er þetta tíma- skekkja hjá blessuðum mönnunum. Umburðar- lyndiö er aö skáka for- dómunum meö þeim þjóö- um sem þegar allt kemur til alls eru okkur helst að skapi. Stykkishólmur: Bíóhúsið endurnýjað Slykkishólmi, 20. desember. BÍOHÚSIÐ sem bindindismenn reistu hér um aldamótin eða fyrir þau hefir nú verið endurnýjað allt að innan og er orðið verulega smekklegt. I»að hafa verið keyptir nýir stólar í húsið og þegar byrjað á kvikmyndasýningum. Þá er húsið hugsað sern félags- miðstöð og að þar verði opið hús fyrir ungdóm þessa bæjar þar sem hollar skerhmtanir og tómstundaiðkun geti átt sér stað. Gunnar Atlason verður umsjónarmaður með þessu og hefir mikinn áhuga. Þetta hús á sér langa og góða sögu. Þarna hafa um árin farið fram öll fundahöld, skemmtanir svo sem árshátíðir o.fl. o.fl. Er undravert hversu hægt var að koma þar fyrir leiksýningum og mörg stór stykki voru þar leikin og eiga Hólmarar góðar og lit- ríkar endurminningar um sam- skipti sín við leikfélög og leik- hópa. Árið 1943 var húsið stækk- að og þá settar í það kvikmynda- vélar og hafa þær þjónað húsinu síðan. Ýmsir höfðu orð á að best væri að fjarlægja þetta gamla hús, en þegar að því kom þá fannst ráða- mönnum bæjarins að verðugra væri að leyfa því að halda áfram á menningarþrautinni og hefir endurnýjunin tekist það vel að ég veit að ánægja verð-j með þetta. 'rni-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.