Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 27 Myndin að ofan er tekin í Amsterdam á dögunum er mikill eldur kom upp í næturklúbbi í hinu svonefnda „rauða hverfi" borgarinnar. Þrettán manns létu lífið í brunanum og sést eitt fórnarlambanna liggjandi á bakinu við neyðarútgang. Fleiri lík fínnast Madrid, 23. desvmber. Al*. Slökkvilirtsmenn fundu í dag lík tveggja pilta í rústum diskóteksins, sem brann í Madrid um síóustu helgi, og er tala þeirra sem fórust í brunanum því komin í 81. Líkin tvö fundust í lyftuhúsi og er talið að piltarnir hafi kafnað er þeir reyndu að brjótast út úr brennandi skemmtistaðnum í miðborg Madrid. Haldið er áfram leit að stúlku sem saknað er. Eigendur og fram- kvæmdastjóri diskóteksins, „Al- cala 20“, voru settir á bak við lás og slá meðan rannsókn á eldsvoð- anum stendur yfir. Slysið er eitt hið mannskæðasta á Spáni á þess- ari öld. Flúðu til V-Berlínar Berlín, 23. des. AI\ TVEIR austurþyzkir landamæra- verðir flýóu til Vestur-Berlínar snemma í morgun med því að synda yfir Teltow-skurðinn á mörkum austur- og vesturhluta borgarinnar. Þetta er fyrsti flóttinn, sem tek- izt hefur frá Austur-Berlín frá því í september sl., en þá tókst fjórum Austur-Þjóðverjum að komast heilu og höldnu til Vestur-Berlín- ar. Þremur skipum sökkt STYRJÖLD írana og íraka hefur harðnað síðasta sólarhring, á iandi, sjó og í lofti. írakar segjast hafa sökkt þremur írönskum herskipum og Iranar segjast hafa skotið niður eina íranska herdugvél. Báðir aðilar beittu stórskotaliði í átökum á víglínunni sem er 1,180 km löng. írakar sögðust hafa fellt 27 frana og íranar kváðust hafa fellt 25 íraka. Talsmaður írönsku herstjórnar- innar sagði að tveimur írönskum herskipum hefði verið eytt þegar þau sigldu frá smáeynni Khor Mousa skammt frá hafnarborg- inni Bandar Khomeini. Þriðja herskipi írana var sökkt þegar það var á leið til Bandar Khomeini. íranskar orrustuflugvélar skutu niður frakska MIG-23-herþotu syðst á vígstöðvunum. Borgin Basra á suðurvígstöðvunum varð fyrir harðri árás stórskotaliðs ír- ana og borgin Abadan, einnig á suðurvígstöðvunum, varð fyrir harðri stórskotaliðsárás íraka. Talsvert tjón varð á olíumann- virkjum og í íbúðarhverfum í Aba- dan. Falsari dæmd- ur í góðverk Noel, Mis.souri, 23. desembcr. AP. TIIGIR fjölskyldna stóðu í bið- röð til að fá ókeypis nýlenduvör- ur, leikfóng og fot á kostnað auð- ugs kaupsýslumanns, sem féllst á að veita snauðum ýmsar góð- gjörðir í stað þess að dúsa í fang- elsi fyrir ávísanamisferli. Kaupsýslumaðurinn, Donald O’Brien, játaði að hafa misnot- að sjóði bankans í Noel, sem hann er einn aðaleigandi að. Hlaut hann skilorðsbundinn dóm, sem m.a. gerði O’Brien að veita 100 fátækum fjölskyldum í McDonald-sýslu, sem er dreifbýlishérað í Missouri, ýmsan glaðning. Samtals verður O’Brien að leggja út 90 þúsund dollurum í þessu skyni. Verður hann að borga um 45 kíló af matvörum fyrir hverja fjölskyldu, þar af 20 kíló af skinku. Einnig verð- ur hann að leggja út fyrir leikföngum og fatnaði að upp- hæð 300 dollara á fjölskyldu, og loks verður hann að greiða hverri fjölskyldu sem svarar 500 dollurum vegna kostnaðar við vetrarkyndingu. Bankarán á Jótlandi kolding, 23. deuember. Al\ LÖGREGLA leitaði í dag með að- stoð þyrlu að bankaræningja, sem sleppti tveimur gíslum í morgun á Suður-Jótlandi. Bankaræninginn skaut a.m.k. tveimur skotum þegar hann rændi útibú Den Danske Bank í Frede- ricia. Engan sakaði og gíslarnir voru heilir á húfi þegar þeim var sleppt. Ostaðfestar fréttir herma að bankaræninginn hafi komizt und- an með tvær milljónir danskra króna. Ræninginn fór með gísla sína, bankavörð og starfskonu útibúsins burtu í blárri Fiat Ritmo-bifreið. Hann sleppti þeim síðan í Kolding hálfri klukkustund síðar. Bíllinn fannst yfirgefinn í nágrenninu skömmu síðar. Samkvæmt óstaðfestum frétt- um óskaði bankaræninginn gísl- unum gleðilegra jóla þegar hann lét þá lausa. Fyrr á þessu ári kynnti bankinn tölvuþjónustu fyrir húsfélög, sem hefur mælst mjög vel fyrir. Nú bjóðum við, enn með fulltingi tölvunnar okkar, nýja GIRO inn- heimtuþjónustu. Hún er sérstaklega sniðin fyrir þá sem þurfa að innheimta húsaleigu, félags- gjöld, áskriftargjöld og önnur afnotagjöld með reglulegu millibili. rwáðgé^ tölvan fyrir Þj9? 1. Hún skrifar út A-GIRO seðil sem sendur er til greiðenda. Giro- seðilinn má síðan greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Einn hluti seðilsins er kvittun til greiðanda og ber með sér skýringu á greiðslu. 2. Hún getur breytt upphæðum í samræmi við vísitölur og reiknað dráttarvexti, sé þess óskað. 3. Eigandi innheimtu getur fengið stöðulista skrifaðan úr tölvunni. Hann upplýsir m.a. hverjir eru búnir að greiða og hvenær síðast var greitt. GIRO innheimtuþjónustan er enn ein þjónustunýjungin frá Verzlunar- bankanum, kynntu þér hana. Upplýsingar eru fúslega veittar á öllum afgreiðslustöðum bankans. UŒZlUNflRBANKINN Bankastræti 5 Grensásvegi 13 Umferöarmiöstööinni Vatnsnesvegi 13, Keflavik Húsi verslunarinnar, Arnarbakka 2 Laugavegi 172 v/Hringbraut Þverholti, Mosfellssveit nýja miöbænum AUK hf Auglysingastofa Kristínar 43 52

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.