Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 Seðlabankabyggingin: Fjögur tilboð bárust í glugga og álkápu — eitt frá íslenzku fyrirtæki, þrjú frá vestur-þýzkum í samvinnu við íslenzk FJÖGIIR tilboð bárust í glugga nýju Seðlabankabyggingarinnar og álkápu á hluta byggingarinnar. Kitt tilboðanna er frá Gluggasmiðjunni í samvinnu við sænskt fyrirtæki, en hin þrjú eru frá vestur-þýzkum fyrirtækjum í samvinnu við íslenzk. Tilboðin eru öll í kringum 30 millj. kr. en það er ekki langt frá kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið er frá Glugga- smiðjunni, 30,1 millj. kr., sem er frávikstilboð, en aðaltilboð Gluggasmiðjunnar var hins vegar næsthæst eða 33,2 millj. kr. Hæsta tilboðið, 33,4 millj. kr., er frá Koller í Vestur-Þýzkalandi í samvinnu við ístak. Hin tilboðin sem eru á milli lægsta og hæsta, eru frá Feldhaus Fenster und Fassaden í Vestur-Þýzkalandi í samvinnu við íslenzka fyrirtækið Töggur hf. og Georg Glos, einnig í Vestur-Þýzkalandi, í samvinnu við Blikksmiðjuna Vog. Að sögn Stefáns Þórarinssonar hjá Seðlabankanum var lögð áhersla á það í útboðinu, að inn- lendi hluti verksins yrði sem stærstur. Á næstu dögum verða hinir ýmsu þættir tilboðanna at- hugaðir og bornir saman og sagði Stefán að á þessu stigi væri ekki hægt að segja um, hvert þeirra væri hagkvæmast. Verk þetta innifelur gler og gluggakarma í alla nýbygginguna og álkápu á hluta hennar, þ.e. á fimm hæða skrifstofubyggingu. Gluggakarmar verða úr áli og er gert er ráð fyrir lituðu og sér- staklega styrktu gleri á neðstu hæð. Orgeltónleikar í Kristskirkju BJÖRN Steinar Sólbergsson heldur orgeltónleika í Kristskirkju, Landa- koti, annan dag jóla klukkan 18. Á efnisskránni eru verk eftir Bach og frönsku tónskáldin Dupré, Messiaen og d’Aquin. Björn stundar nám í orgelleik í París um þessar mundir en nam áður orgelleik í Rómaborg. Myndin sýnir aðstæður, þar sem bifreiðin hrapaði fram af klettunum. Ljósm.: Jón Svavarsson. Bifreið hrapaði 15—20 metra: Móðir haföi nýtekið barn sitt úr bílnum HONDA-bifreið gereyðilagðist þegar hún hrapaði 15 til 20 metra niður af klettabeltinu við Vatna- garða og niður á athafnasvæði Kimskipafélags Islands við Sunda- höfn. Ung kona var á bifreiðinni og lagði henni við Vatnagarða. Hún var með ungbarn í bílstól í aftursæti bifreiðarinnar og hugðist skreppa frá og sinna erindum sín- um. Á leiðinni snerist henni hugur og sótti barn sitt og sinnti erind- um sínum. Skipti það engum togum að skömmu síðar rann bifreiðin af stað og hrapaði fram af hamrabeltinu og gereyðilagð- ist. Atburðurinn átti sér stað á þriðja tímanum í gær. Mynd Mbl. Jón Svavarsson Gjaldeyrisöflun landsmanna eftir atvinnugreinum: Hlutur þjónustugreina fer stöðugt vaxandi — Mestur samdrátturinn í sjávarafurðum HLUTIIR þjónustu í gjaldeyrisöflun landsmanna hefur farið mjög hratt vaxandi síðustu árin, sem sést bezt á því, að hlutur þjónustunnar var 23,3% árið 1980, 26,5% árið 1981 og á árinu 1982 var hlutfallið komið upp í 35,1%. Þessar upplýsingar er að finna í Hagtölum iðnaðarins, sem Félag íslenzkra iðnrekenda gefur út. Hlutur „vara“, þ.e. sjávaraf- urða, iðnaðarvara, landbúnaðaraf- urða og annarra vara hefur hins vegar á sama tíma farið minnk- andi. Hlutur „vara“ var 76,7% árið 1980, 73,5% árið 1981 og var komið niður í 64,9% á síðasta ári. Ef einstakir þættir eru skoðaðir kemur í ljós, að aðalsamdráttur- inn er í sjávarafurðum, en hlutur þeirra var 57,5% árið 1980 og reyndar sá sami 1981, en féll síðan niður í 48,7% á síðasta ári. Hlutur iðnaðarvöru hefur hins vegar ver- ið breytilegur. Var 16,6% árið 1980, 14,2% árið 1981 og síðan 14,5% á síðasta ári. Hlutur landbúnaðarafurða hef- ur stöðugt farið minnkandi síð- ustu árin. Á árinu 1980 var hlutur landbúnaðarafurða um 1,3%, árið 1981 var hlutur þeirra í heildinni kominn niður í 1,0% og á síðasta ári var hlutdeild landbúnaðaraf- urða um 0,8%. Hlutur svokallaðra annarra vara var 1,3% árið 1980, 0,8% árið 1981 og 0,9% árið 1982. í þjónustunni gefa samgöngur mest af sér, en hlutur þeirra í heildinni var 10,7% árið 1980, var síðan 13,6% árið 1981 og síðan 17,5% á síðasta ári. Gjaldeyrisöfl- un vegna varnarliðsins hefur einn- ig farið vaxandi. Hlutur varnar- liðsins í heildinni var 5,7% árið 1980, 5,6% árið 1981 og síðan 8,3% á síðasta ári. Aðrir liðir eru minni. Safnaði fé á fölskum forsendum MAÐUR var handtekinn í Þingholtunum í gær þegar hann var að safna fé á fölskum forsendum; kvaðst vera á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar að sækja söfnunarbauka. „Maðurinn kom til mín og kvaðst vera að reka á eftir fólki þar sem það hefði trassað að leggja fé inn á banka úr söfnunarbaukum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hann falaðist eftir fé, en ég sagði að maðurinn minn hefði farið í banka og lagt féð inn á banka,“ sagði Ragnheiður Davíðsdóttir, lögreglukona í samtali við Mbl. en hún lét vita af ferðum mannsins, sem síðan leiddi til handtöku hans. „Ég gerði mér grein fyrir að það Ragnheiður við. Maðurinn hafði var maðkur í mysunni og lét því safnað saman eitthvað um 800 lögregluna vita og maðurinn var krónum þegar hann var gómaður. handtekinn skömmu síðar," bætti Dregið í síma- happdrættinu DREGIÐ var í gær hjá borgarfóg- eta í Símanúmerahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra. Dregið var um 6 F’IAT Uno- bifreiðar og komu upp eftirtalin númer; 96-44189, 91-25536, 91- 39519, 92-2538, 91-10750 og 96- 25822. (Birt án ábyrgðar.) Tilmæli þjóðkirkjunnar: Tendrum friðarljós í kvöld ÞJÓÐKIRKJAN hvetur alla lands- menn til þess að tendra friðarljós í kvöld, aðfangadagskvöld, klukkan níu. Að menn haldi á lifandi Ijósi úti við glugga, fyrir utan dyr eða hvar sem það helst ber fyrir sjónir nágrannans, sem tákn um vináttu og frið við alla menn fjær og nær. Þessi athöfn er þáttur í friðarjól- um, sem nú eru haldin víða um heim í annað sinn. Upphaf friðarjólanna má rekja til hreyfingar sem hófst í borgarhverfi í Genf í Sviss á að- fangadagskvöld árið 1979. Söfn- uðir kaþólskra og mótmælenda höfðu byggt þar saman kirkju- miðstöð. Eitt af hinum sam- eiginlegu verkefnum safnaðanna var að endurbyggja sjúkrahús. Til þess að lýsa samstöðu sinni var ákveðið að tendra samtímis jólaljósið á heimilum umrætt aðfangadagskvöld. Var það gert JÓL 1983 Friðarloginn, tákn friðarjólanna. þannig að fólkið hélt ljósinu út að glugganum og lét það lýsa út til nágrannans. Þessi einfalda og látlausa at- höfn hafði geysileg áhrif. Óper- sónulegt og drungalegt borgar- hverfi ummyndaðist á svip- stundu. Jólaljósið og uppljómun borgarhlutans greip hugi manna og staðfesti samstöðu sem myndast hafði. Á næstu jólum gerðist hið sama. Hreyfingin um friðarjólin náði brátt mikilli út- breiðslu og líknarþjónustan varð víðtækari. Nú hafa allar kirkju- deildir lýst áhuga á þátttöku sinni. Alþjóðlegar stofnanir, eins og Alkirkjuráðið og ýmsar stofnan- ir Sameinuðu þjóðanna, hafa veitt stuðning til þess að „ljósa- keðja friðarins umvefji heiminn á aðfangadagskvöld," eins og segir í frétt frá Þjóðkirkjunni. Að lokum er rétt að minna fólk á að fara varlega með log- andi ljós, sérstaklega í gluggum, því eldhættan leynist alls staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.