Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 fHtfgtu Útgetandi tÞIafrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Kristin mannrækt Hver erum við? Hvert er hlutverk okkar, hvers og eins, í lífi og umhverfi? Hvert liggur leið? Þessar eða ámóta spurningar skjóta upp kolli í huga hvers manns af og til á lífsleiðinni. Það er hollt hverri manneskju að gera út- tekt á sjálfri sér, endrum og eins, horfa um öxl og fram á veg, setja sér lífsreglur og markmið. Flestum er sammerkt að vilja auka þekkingu sína, al- menna og sérhæfða; efla þroska sinn og starfshæfni; öðlast betri yfirsýn og skiln- ing á eigin lífi, samskiptum við annað fólk og umhverfi öllu. Flestum er sameigin- legt, hvort sem horft er þröngt í eigin barm eða vítt til samfélagsins í heild, að tryggja sér og sínum öryggi; nýta hug og hönd til að skapa eigin velferð og annarra. Alla heiðarlega hvata, sem í okkur búa til framtaks og dáða, þarf að efla og eggja. Átökin um auð og völd hafa hinsvegar leitt einstaklingar og þjóðir inn á hættulegar brautir, bæði fyrr og síðar. Ágirnd mannsins og ásókn í auðlindir umhverfis hafa ekki einvörðungu leitt eyð- ingarhættu yfir ýmsar sam- býlistegundir hans í lífríki jarðar, heldur og hann sjálf- an, gjörvallt mannkyn. Að þessu leyti sýnist siðferði okkar á sama stigi og á stein- öld, þó að vopnin í höndum okkar hafi breytzt. Maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman. Hugvit hans hans hefur, sem betur fer, þróazt í fleiri farvegi en þá, sem að brauðstriti lúta, svo miklvægir sem þeir þó eru. Hann leitast við að þróa líf sitt til fegurðar og fylling- ar um listir, skapandi og túlkandi: bókmenntir, tónlist, myndlist, byggingarlist, leik- list, o.s.frv. Á þessum vett- vangi, og í ýmsum afrekum raunvísinda og læknisfræði, rís maðurinn hæst. Mannkyn sem getur státað af því sem bezt hefur tekizt í listum og vísindum, er ekki heillum horfið, þrátt fyrir allt. Lífsfyllingu öðlast mann- eskjan þó ekki nema í trú og trúartrausti. Og á helgum jólum er okkur gefinn sá vegvísir, sem varðar leið okkar, bæði sem einstaklinga og heildar, frá vá til velferð- ar. Flest það fegursta í list- sköpun og samskiptum manna gegn um tíðina er reist á kristnum kenningum. Þær stundir koma og í lífi hverrar manneskju, að trú- arneistinn, sem blundað hef- ur í brjósti hennar, verður það haldreipi sem úrslitum ræður. Kristin mannrækt er tvímælalaust mikilvægast verkefni á líðandi stund. Þar hafa kirkjur samfélagsins og kristin samtök margs konar mikilvægu hlutverki að gegna. En mestu varðar að hver og einn rækti sinn garð, eigin hugarheim, og leggi stund á leitina að ljósi og sannleika. Kærleikur, velvilji og hjálpfýsi þurfa að ein- kenna viðmót okkar til náungans. „Heims um ból, helg eru jól“. Sálmurinn, sem þessi orð eru úr og flestir íslend- ingar syngja næstu daga, fjallar um „frið á jörð“ og „frelsun mannanna, frelsisins lind“. Hann spannar það í raun, sem mannkyn þráir heitast í dag: Frið með frelsi og mannréttindum. Friður án frelsis og mannréttinda er óhugsandi. Það er þunga- miðja í varnarsamstarfi vest- rænna ríkja að tryggja frið í heimi, þar sem fjálsir þegnar í frjálsum þjóðfélögum fá að lifa lífi sínu að eigin höfði, innan þess eðlilega laga- ramma, að ganga ekki á rétt og velferð samferðafólks. Þetta markmið, friður með frelsi, þýðir það, að við eigum að virða llfsviðhorf og skoð- anir annarra, einnig í trúar- legum efnum. Á erfiðum tímum þurfum við ekki sízt frið í þjóðfélagi okkar, frið á vinnumarkaði og í samskiptum starfsstétta þjóðfélagsins. Frið á heimil- um okkar og í samskiptum við aðra menn. Frið í okkar eigin sinni. Þrátt fyrir dimma skugga vetrarskammdegis, árferðis og ófriðar í veröldinni lýsir ljós í myrki. Okkur er á þess- um jólum, sem öllum öðrum, frelsari fæddur. Við byggjum trú okkar og traust á honum. „Lofið Guð sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húms- ins haf, allt er ljós og líf“. Morgunblaðið árnar les- endum sínum og landsmönn- um öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar. Myndlist Bragi Ásgeirsson Frá upphafi var það alveg salla- klárt, Jón Kaldal var minn ljós- myndari. Á einhvern dularfullan hátt tengist nafn hans einu ljósbliki frá árdögum ævi minnar og lengra man ég naumast til baka. Það var á sumardaginn fyrsta á miðjum fjórða áratugnum að faðir minn hafði tekið mig niður í bæ til að horfa á mannlífið og sjá víða- vangshlaupið, sem þá var mikill viðburður. Hann þekkti marga er á vegi okkar urðu sem hann kastaði á kveðju og rabbaði við í smástund. Þá var það, að ramma nafnið Kaldal greyptist í vitund mína. Ekki var það þó svo að hann væri þátttak- andi í hlaupinu, heldur var ein- hverra hluta vegna svo mikið um hann rætt þó meira en áratugur væri síðan hann hætti keppni. Þannig man ég nafnið ennþá, þótt fyrnst hafi yfir flest annað þennan dag, nema væri þegar hlaupararnir sáust koma, þá lyfti faðir minn mér á háhest svo ég sæi betur. Þóttu mér það mikil forréttindi að gnæfa svona yfir aðra og svo var það líka hitt, að við vorum tveir einir í fjöld- anum og ég hafði pabba útaf fyrh mig. Árin liðu og er ég stálpaður ungl- ingur þurfti fyrst að láta taka af mér röð ljósmynda með tilliti tii vaknandi sjálfsvitundar þá valdi ég Kaldal án umhugsunar. Bæði var, að ég átti leið framhjá ljósmynda- stofu hans nær daglega og hafði því nóg tækifæri til að verða fyrir áhrifum af myndum þeim er til sýn- is voru úti í glugga, — og svo hafði ég ótakmarkaðan áhuga á íþróttum sjálfur, afreksmönnum öllum, og leit upp til Kaldals. Mér þótti ljósmyndastofa hans ævintýri líkust og myndirnar á veggjunum höfðuðu firna sterkt til mín. Einkum man ég eftir myndum af forneskjulegum körlum, svo og af pari einu, sem mér þótti hafa svo yndislega fjarrænt yfirbragð og var sannfærður um að hér væri um út- lendinga að ræða. Löngu seinna, á árunum eftir Ungverjalandsupp- reisnina er ég bjó í Munchen, sá ég stundum fólki bregða fyrir á lítilli kjallarabjórkrá nálægt íverustað mínum á Isabellastrasse. Yfirbragð þess minnti mig einhvernveginn á þessa mynd Kaldals. Ég var þá við eins konar þýskunám á bjórkrám og gaf mig á tal við sem flesta og m.a. þetta fólk. Kom þá í ljós, að þetta voru Magyar — Ungverjar, nánar tiltekið, flóttafólk frá Ungverja- landi. Man ég sérstaklega vel eftir miðaldra manni er kynnti sig sem rithöfund og alltaf hafði tíma til að sinna mér er hann vissi að ég væri íslenzkur, — frá landi sagnafólks og Laxness. En það var hins vegar ekki fyrr en bókin um Kaldal kom út fyrir ári, að ég vissi að myndin héti „Ónafngreindir Ungverjar". Senni- lega heyrir þetta undir einhverja tegund þess er við nefnum mynd- minni. Á þessa veru hafa myndir Jóns Kaldals orkað á mig í gegnum tíðina og vakið upp í huga mér ýmsar hræringar myndrænna gjörninga, seiðs og galdra. — Það er eftirtektarvert, að eng- inn sést brosa og hvað þá hlæja á myndum Kaldals, — glott og grett- ur eru hér helgispjöll. Én yfir myndum hans er einhver upphafin mýkt, friður og ró, — líkast sem eilífðinni hafi þóknast að nema staðar eitt augnablik og til heiðurs fyrirmyndinni, eins og til að hægt væri að skrá hana niður hjá guði. Þannig eru myndir Kaldals skap- gerðarljósmyndir af hæstu gráðu og sem slíkur bar hann höfuð og herð- ar yfir alla samtíðarmenn sína í ljósmyndarastétt. Skilar eftirkom- endunum sálrænni umgjörð ótölu- legs fjölda fólks. Kaldal var ekki aðeins ljósmynd- ari heldur listamaður fram í fing- urgóma og bar það með sér allur. Hann skráði niður ásjónu fólks eins og aðrir nöfn og átti mikið safn ljósmynda, sem því miður glötuðust að hluta til í eldi. Hann kunni vísast vel við sig í návist listamanna, var vinur þeirra margra og kunningi fjölmargra. Þeir hændust líka að honum, því að þeir fundu að í þessum hógværa, látlausa og næsta feimna manni bjó mikil listamannssál. Þeir vissu einnig, að þeir færu ríkari af fundi hans eftir að hann hafði skjalfest þá í minnisbók framtíðarinnar með Norka — myndavéfinni er fylgdi honum alla tíð. Hér fór maður, er ekki þurfti að eltast við tækninýj- ungar, honum dugðu lágmark efni- viðar og fornleg tól ásamt vænum skammti af ævintýraþrá. Viðfangs- efnið hverju sinni var ævintýrið. Myndir Kaldals bera með sér ríka samkennd með mannlífinu, — hann töfraði fram svo mikinn innri frið og ytri ró, að honum var jafnvel líkt við málarann Rembrandt á ljós- myndasýningum erlendis. Hafi ein- hver málað í gegnum ljósmyndavél- ina þá var það Kaldal. Svo samsvar- andi var þessi samkennd öðrum gerðum Kaldals, að þegar hann eitt sinn reit um ljósmyndasýningu eina mikla er hér var á ferð fyrir rúmum aldarfjórðungi og bar nafnið „Fjöl- skylda þjóðanna" — þá reit hann stutta grein um sýninguna og höf- und hennar Edward Steichen — er varð frægt listaverk. Nokkru síðar barst honum svohljóðandi kveðja frá Steichen: Kæri hr. Kaldal. Fyrir velvild Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna hefur mér borist af- rit þýðingar á hinum fallegu um- mælum yðar vegna sýningarinnar „Fjölskylda þjóðanna". Meðal alls sem ritað hefur verið um sýninguna í ýmsum hlutum heimsins, finnst mér gagnrýni yðar rituð af ríkust- um næmleik og hún hlýjar mér mest um hjartarætur. Fyrir fjölmörgum árum sagði vin- ur minn einn, listgagnrýnandi, að listgagnrýni yrði aðeins fullgild ef gagnrýnandinn skapaði listaverk með gagnrýni sinni. Slíkt sköpunar- verk er yðar grein. Þakka yður. Með innilegum kveðjum og óskum. Yðar einlægur Edward Steichen — O — Grein Kaldals var svohljóðandi: „ — sem spegilmynd hinnar nauð- synlegu og óhjákvæmilegu einingar mannkynsins um heim allan." (Edward Steichen) „Þegar ég las um ljósmyndasýn- ingu Edward Steichens, „Fjölskylda þjóðanna", fyrir tveim árum, óraði mig ekki fyrir því að hún myndi koma hingað til okkar fámenna lands, allra sízt svo fljótt sem reynslan hefur sýnt. Á sama tíma biðu milljónaþjóðir eftir henni með óþreyju. Um það leyti sem verið var að setja myndirnar upp í Iðnskólanum, hitti ég af tilviljun einn af okkar snjöllu myndlistarmönnum. Hann hafði á ferðalagi sínu erlendis séð sýninguna. Hann sagði: „Ég sá margar sýningar erlendis, en engin hafði eins mikil áhrif á mig og þessi sýning." Hver er boðskapur þessarar sýn- ingar? Hann er hugkvæm ábending til allra um skyldleika manna hvar á jörðu sem er, og á meistaralegan hátt sýnt að tilfinningar eru þær sömu hjá öllum mönnum. En enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.