Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 31 Bráðum koma blessuð jólin börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt í það minnsta kerti og spil. Jólavísurnar hans Jóhannesar úr Kötl- um kunna allir og þykir vænt um þær og börnunum mest. Ég á eins von á því, að þær séu sungnar hvarvetna þar sem geng- ið er í kringum jólatréð á annað borð. Kannski vegna þess að þær hlaupa í fangið á manni eins og Fljúga hvítu fiðrildin eða Fuglinn segir bí, bí, bí og vekja gleði og kátínu, en skírskota samt til boðskapar jólanna. Allir eiga að gleðjast og gleðja aðra. Hannes Pétursson segir á einum stað um Jóhannes, að hann hafi alla stund bor- ið „í brjósti heitt hjarta skálds, sem er lofsöngvari öllu öðru fremur, hrifnæmur lofsöngvari þess sem bjart er og gott í náttúrunni og mannlegu lífi“. Það er oft sagt, að enginn geti notið jóianna né skilið inntak þeirra nema hann taki á móti þeim fagnandi eins og barn. Það sjáum við líka fljótt, ef við rifjum upp jólaljóð skáidanna, að endurminningin sækir að þeim og að líkingarnar eru sóttar til bernskuáranna. Oft snýst ljóðið upp í dýrðaróð til móðurinnar. Ingólfur Krist- jánsson yrkir kvæðið Jólin heima, en þar segir m.a.: í huganum ég horfi heim í gamla bæinn, sem í æsku ól mig út við bláan sæinn. Ástúð skín úr augum, ylrík hjörtu mætast. Allir sáttir sitja, saman vinir kætast. Ég minnist þess, er mamma mælti einu sinni: „Þegar eitthvert angur amar sálu þinni, þú kveikja skalt á kerti, svo komi jól í huga; — þá mun heilög hugsun harma yfirbuga." Og Guðmundur Frímann segir: Heimþrá býður, heimþrá ræður, hún er ferðagjörn. Við skulum gista gamla dalinn, gerast aftur börn. Barnið og kertið, — sakleysið og birtan, fyrirheitið. Jólaljós Þorsteins Valdimars- sonar hefst á þessari stöku: Enn fagnar heimur helgri nótt; á himni stjörnur skína rótt, og kertaljósin lýsa húm á litlum kveik við barnsins rúm. Og kvæðið rekur sig aftur til daga Her- ódesar konungs og staldrar við þrönga jötu í borg Davíðs. Þaðan stafar sá bjarmi, sem gefur þjáðum von og tign því lífi, sem lægst er virt. Fyrirheitið um frið á jörðu hefur verið gefið og gerir frelsið lýðum ljóst og leggur elsku þeim í brjóst. Sá mæti maður Sigurður O. Björnsson prentmeistari á Akureyri kom mér fyrir tæpum aldarfjórðungi í kynni við aldraðan verkamann á Akureyri, Sigurð Svein- björnsson, sem um þær mundir var að gefa út sína seinni ljóðabók, Á svölu hausti. Hann yrkir oft undra vel og aðal ljóða hans er, að hann horfir á yrkisefnin frá öðrum sjónarhól en þeim, sem þau skáld eins í koti og höllum, hafa, sem notið hafa æðri menntunar eða þeim, sem eiga þrána, hlotið veglegra hlutskipti í lífinu en hann: þurfamönnum öllum. En þjónslund traust er það, sem koma skal, og það sem fyrst. Öll störf eru jafnmikils virði í sjálfu sér og þýðing þess, að þau séu vel af hendi leyst. Hinn lægsti ann ekki síður landi sínu og þjóð en hinir, sem hærra eru settir, og vill rækja skyldur sínar, þótt hann hafi brá til að spreyta sig á öðru stærra. Jóla- ljóð Sigurðar ber heitið Heilög stund og annað erindið er þannig: Lyft er tímans tjaldi. Tindar bjartir rísa upp úr aldasænum. Ótal kyndlar lýsa andans þungu örbirgð, Ég hitti frænda minn Barða Friðrikssort við Austurvöll í þeim svifum sem ég var að búa mig undir vísnaleikinn og sagði hon- um hvað stæði til. Þá rifjaði hann upp erindi úr sálmi eftir Valdemar Briem, sem hann lærði barn: Hve sælt er sérhvert hús, þótt sé það þröngt og smátt, ef hver af hjarta fús þar hefur frið og sátt. Ei finnast þrengslin þar, og þeim ei amar neitt, er allt til ununar hver öðrum geta veitt. Ekki verður meira kveðið að sinni. Gleðileg jól! Halldór Blöndal Heidrekur Guðmundsson: Jólaminning Þegar berast glæstar gjafir góðra vina heim til þín, viltu sjá til samanburðar sextíu ára jólin mín? Mamma bar á borðið heima bestu föng, sem voru til, lagði svo í lófa mína lítið kerti og barnaspil. Enginn mátti, Guð minn góður, grípa í spil á jólanótt. Aður en kertið út var brunnið að mér læddist svefninn hljótt. Meðan draumadísin góða drenginn bar um fjöll og höf, geymdi hann í læstum lófa lengi þráða jólagjöf. Hún var smá, en hefur ornað hjarta mínu í sextíu ár. — Þó er mörg úr gildi gengin gjöf, sem metin var til fjár. Áramótastemmning frá Suöur-Trýrol í Bláa lóninu Siguröur Demetz mætir meö gítarinn sinn og sér um hressilega stemmningu. Sniöug tilbreyting yfir áramótin, aö bregöa sér í Bláa lóniö og dvelja þar í góöu yfirlæti. % Sími 92—8650 Endaðu árið vel — endaðu það í Bláa lóninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.