Morgunblaðið - 24.12.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 24.12.1983, Síða 32
óoö <@ull $c é>íUur b/f LAir.AVEC.I:« - KEMUAVÍK - S acJ62() TIL DAGLEGRA NOTA LAUGAKDAGUR 24. DESEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. British Airways, TWA og Pan Am lækka fargjöld á hafinu: Hefur lítil áhrif á markaðsstöðuna — segir Sigfús Erlingsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða „ÞESSI lækkun hefur lítil áhrif á markaös.stöðu okkar, enda er í raun um tvo nokkuA aðskilda markaði, annars vegar Bretlandi og hins veg- ar á meginlandi Evrópu, að ræða,“ sagði Sigfús Erlingsson, fram- kvæmdastjóri markaössviðs Flug- leiða, í samtali við blm. Mbl. í tilefni þess, að brezka flugfélagið British Airways og bandarísku félögin TWA og l’an Am hafa tilkynnt 14-31% lækkun fargjalda á Norður Atlants- hafinu á tímabilinu 9. janúar til 31. marz nk. Fargjaldið fyrir flug frá Banda- ríkjunum til London og til baka verður á bilinu 449—649 Banda- ríkjadollara og það sama ef flogið er frá London. British Airways gerir þá kröfu, að farþegar fari á mánudögum, þriðjudögum, mið- vikudögum og fimmtudögum. Þeir verða að dvelja a.m.k. yfir helgi, en ekki lengur en 15 daga. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar er lægsta fargjald Flugleiða á leiðinni yfir hafið og til baka 438 Bandaríkjadollarar, en venjulegt APEX-fargjald er hins vegar 449 Bandaríkjadollarar. Sparisjóðirnir taka upp gjaldeyrisviðskipti: Mun auka þjónustu við viðskiptavini verulega Senn líður að því að bið þessarar litlu stúlku, eins og annarra barna, eftir jólunum Ijúki. Hvort hún var að hvísla í eyra jólasveinsins óskum um innihald jólapakkanna vitum við ekki, en a.m.k. fór vel á með þeim. Morgunblað- ið óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. — segir Hallgrímur Sigurðsson, spari- sjóðsstjóri í Spari- sjóði vélstjóra ST/EKSTU sparisjóðir landsins hafa ákveðið, að taka upp gjaldeyr- isviöskipti á næsta ári, að sögn Hallgríms Sigurðssonar, spari- sjóðsstjóra í Sparisjóöi vélstjóra. „I upphafi munu sex stærstu sparisjóðirnir hefja viðskipti Jólafagnað- ur Verndar Jólafagnaður Verndar verð- ur haldinn í húsi Slysavarnafé- lags íslands á Crandagarði í dag, aðfangadag. Verður þar að venju síðdegiskaffi, kvöldmat- ur og kvöldkaffi. Allir, sem ekki hafa tæki- færi til að dveljast með vandamönnum eða vinum á þessum hátíðisdegi, eru vel- komnir á jólafagnaðinn. Húsið verður opnað klukk- an 3 síðdegis. Lóðaúthlutanir í Reykjavík 1983: Aukning f lóðaúthlutun 120,75% á milli ára SAMTALS hefur verið úthlutað 702 byggingarlóðum í Reykjavíkur- borg á þessu ári og eru þá taldar með úthlutanir til Verkamannabú- staðakerfisins, og þær úthlutanir sem afþakkaðar hafa verið, sam- kvæmt upplýsingum sem fram koma í Árbók Reykjavíkur 1983. með gjaldeyri upp úr 20. janúar nk., en það eru auk okkar Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrenn- is, Sparisjóður Kópavogs, Spari- sjóður Hafnarfjarðar, Sparisjóð- urinn í Keflavík og Sparisjóður Mýrasýslu. Síðan er gert ráð fyrir, að fleiri bætist við þegar fram líða stundir, en það er ljóst að allra minnstu sparisjóðirnir munu ekki fara út í þessi við- skipti alveg á næstunni," sagði Hallgrímur. Hallgrímur sagði að stefnt væri að því, að taka upp þessa starfsemi án þess að fjölga starfsfólki. „það verður reynt að tölvuvæða viðskiptin eins mikið og mögulegt er, en við fáum auk þess ákveðna þjónustu frá Landsbankanum." „Gjaldeyrisviðskiptin munu gera starfsemi okkar fjölbreytt- ari en hún er í dag og við getum veitt viðskiptamönnum okkar mun betri þjónustu, en verið hef- ur,“ sagði Hallgrímur Sigurðs- son, sparisjóðsstjóri, að endingu. Samtals er um að ræða 158 ein- býlishúsalóðir, 63 raðhúsalóðir og 481 íbúðum hefur verið úthlutað í fjölbýli. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1982 var úthlutað 318 byggingarlóðum, en aukningin á milli áranna er 120,75%. Ef tek- ið er maðaltal áranna 1978—1982 kemur í ljós að meðaltalslóða- úthlutun á vegum borgarinnar var þá 421 lóð á ári og er aukning á þessu ári miðað við fyrrgreint tímabii 66,74%. Lóðir þær sem úthlutað var á þessu ári skiptast þannig eftir hverfum og gerðum: í Grafarvogi var úthlutað 135 einbýlishúsalóð- um, 9 í Selási, 13 í Seljahverfi og 1 í Blesugróf. Af raðhúsalóðum var 20 úthlutað í Grafarvogi, 9 í Sel- ási, 28 á Ártúnsholti og 5 í Selja- hverfi. Hvað íbúðir í fjölbýlishús- um varðar, var alls 245 íbúðum úthlutað í Selási, 140 á Ártúns- holti og 96 í Nýjum miðbæ. Þá má að lokum geta þess, að alls var 413 úthlutuðum bygging- arlóðum skilað. Af einbýlishúsa- lóðum var flestum skilað í Graf- arvogshverfi, eða 291, 55 var skil- að í Selási og 11 í Seljahverfi. Hvað raðhúsalóðir varðar var 28 lóðum skilað í Grafarvogi, 23 í Sel- ási og 5 í Seljahverfi. Ef teknar eru þær lóðir sem úthlutað var og ekki tekið tillit til skila, kemur í ljós að alls var úthlutað 1.115 lóð- um, en hins vegar voru 1.480 lóðir til ráðstöfunar á árinu. Landhelgisgæslan: Tvær þyrlur frekar en ein? LANDHELGISGÆSLAN mun vænt- anlega skömmu eftir áramót leggja fram tillögur til dómsmálaráðherra og alþingis um kaup á nýrri þyrlu eða þyrlum. Tillögur Gæslunnar í þessu efni hafa þó enn ekki verið fullmótaðar, aö sögn Gunnars Bergsteinssonar, forstjóra Landhelg- isgæslunnar. „Við höfum enn ekki fengið all- ar upplýsingar, sem við viljum hafa. Það er verið að athuga alla möguleika í þessu en engar ákvarðanir hafa verið teknar, enda eru þær ekki á okkar valdi,“ sagði Gunnar í spjalli við blm. Morgunblaðsins í gær. Hann tók undir það, að hag- stæðara væri að reka tvær þyrlur en eina en vildi ekki staðfesta, að áhugi væri hjá Landhelgisgæsl- unni að kaupa tvær þyrlur frekar en eina. „Vissulega væri hag- kvæmara að reka tvær þyrlur en eina og enn frekar ef þær væru af sömu gerð,“ sagði Gunnar Berg- steinsson, „en um það verða réttir aðilar að taka ákvörðun." Reykjavíkurborg krefur Landsvirkjun um arð DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf, þar sem hann fer fram á, að stjórn fyrirtækisins ákveði arð- greiðslur til hluthafa þess, enda verði rekstri Landsvirkjunar og gjaldskrá þannig hagað, að afkoman leyfi slíkt. „Sú meginregla hefur gilt um langt árabili, að Borgarsjóður Reykjavíkur áskilur sér arðgjöf af fyrirtækjum í eigu borgarsjóðs, sem hafa sjálfstæðan fjárhag, þ.m.t. veitustofnunum Reykjavík- urborgar. Samkvæmt frumvarpi um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 1984 er arðgjöfin ákveðin 1% af endurmetinni eign fyrirtækj- anna í lok næstliðins árs, þ.e. nú í árslok 1982,“ segir í bréfi borgar- stjóra til Landsvirkjunar. Þá segir ennfremur í bréfinu: „Arðgjöf Rafmagnsveitu Reykja- víkur er þannig reiknuð af endur- metinni eign fyrirtækisins, þ.m.t. eignarhluta veitunnar í Lands- virkjun. Af hálfu Reykjavíkur- borgar hlýtur því einnig að vera lögð áherzla á, að þau fyrirtæki, sem borgin eða einstakar borg- arstofnanir eiga aðild að ásamt öðrum, skili eigendum sínum arði, a.m.k. sem nemur því lágmarki, sem borgaryfirvöld telja hverju sinni rétt að reikna vegna eigin fyrirtækja. í því sambandi skal tekið fram, að 1% af endurmet- inni eign er að sjálfsögðu langt undir eðlilegu marki, sem á að gera um arðsemi fjárfestingar." Loks segir í niðurlagi bréfs borgarstjóra til Landsvirkjunar: „Með tilvísun til ákvæðis 2. mgr. 5. gr. laga um Landsvirkjun frá 23. marz 1983 er því farið fram á, að stjórn Landsvirkjunar ákveði arðgreiðslur til eigenda, enda verði rekstri fyrirtækisins og gjaldskrá þannig hagað, að af- koman leyfi, sbr. 4. mgr. sömu lagagreinar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.