Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 299. tbl. 70. árg. FOSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Miklu aflaári lýkur í Noregi Samdráttur varð þó í þorsk- og ýsuveiðum OnIó, 29. deflember. Frá frétUriUra Mbi., Jan-Erik Lauré. HEILDARFISKAFLI Norðmanna á yfirstandandi ári, að bræðslufiski undanskildum, var 300.000 tonnum meiri en f fyrra. Aflamet var sett í Jólahátíð á klósettinu Ósló, 28. deaember. Frá Jan Erik Lauré, frétUriUra Mbl. ÞAU URÐU ekki beint skemmtileg jólin fyrir konu nokkra f Ósló, sem varð fyrir því óláni að læsa sig inni á baðherberginu og fara þannig á mis við allan jólamatinn, að ekki sé nú minnst á gjafirnar góðu. Konan býr með annarri í íbúð- inni og höfðu þær í sameiningu þrifið íbúðina hátt og lágt og baðherbergið líka en á hurðina vantaði húnana þannig að ekki mátti leggja hana að stöfum. Á aðfangadag, þegar sambýl- iskonan var farin til fjölskyldu sinnar, brá hin sér á klósettið til að snyrta sig aðeins þvi að hún ætlaði einnig að vera að heiman á jólunum. Henni brá hins vegar í brún þegar hún ætlaði út aftur því dyrnar höfðu lokast á eftir henni. 1 tvo daga og tvær nætur var konan á klósettinu og þótt hún hrópaði og lemdi hurðina sundur og saman kom það að engu haldi. Jólunum varð hún að eyða á klós- ettinu og svona til hátíðabrigða fékk hún sér stundum vatnssopa úr krananum. Sambýliskonan kom heim á annan dag jóla og varð þá Ijóst hvað gerst hafði. Henni tókst þó ekki að opna hurðina og leitaði á náðir nágranna, sem kom þegar til hjálpar. Honum tókst strax að opna hurðina og sagði, að með því að beita hyggjuvitinu eilítið hefði auðveldlega mátt opna hurðina innanfrá með tann- burstaskafti. rækju- og loðnuveiðum en samdrátt- ur varð í þorsk- og ýsuveiðum. Heildarfiskaflinn á árinu fyrir utan bræðslufisk varð 2,9 milljónir tonna og er aflaverðmæti upp úr sjó rúmir 15 milljarðar ísl. kr. Rækjuaflinn er nú 75.000 tonn, hef- ur aukist um 23.500 tonn milli ár- anna, og loðnuaflinn nærri fimm milljónir lesta, 350.000 lestum meiri en í fyrra. Á þessu ári jókst síldaraflinn um 400.000 lestir. Mikill samdráttur varð í þorsk- og ýsuveiðum á árinu. Ýsuveiðin var helmingi minni en í fyrra og í ár veiddust 276.000. tonn af þorski en 343.000 tonn á árinu 1982. Af öðrum bolfiski var aflinn nokkurn veginn sá sami. Norðmenn óttast nú, að þeir verði að hætta rækjuveiðum í Bar- entshafi og kenna um mistökum við gerð fiskveiðisamningsins við Sovétmenn í lok síðasta mánaðar. Það hefur alltaf gilt, að ef mikið er af þorsk- og ýsuseiðum á rækju- miðum skuli veiðunum hætt en í síðasta mánuði var karfaseiðum bætt við. Þau eru hins vegar úti um allt og nú örvænta Norðmenn um framhald rækjuveiðanna nema á þessu verði ráðin bót. Ungu brúðhjónin veifa af svölum furstahallarinnar. Karólína giftist í trássi við kirkjuna Monte Carlo, Mónakó, 29. desember. AP. KARÓLÍNA prinsessa af Mónakó og ungur og auðugur Itali voru í dag gefin saman í hjónaband f fursta- höllinni í Mónakó. Vígslan, sem var borgaraleg, fór fram f speglasal hallarinnar undir mynd af móður Karólínu, Grace heitinni prinsessu. Að vígslunni lokinni gengu ungu hjónin, Karólfna og Steph- ano Casiraghi, út á hallarsvalirn- ar og veifuðu til fólks, sem safn- ast hafði saman til að samfagna þeim. Karólína verður 27 ára gömul 23. janúar nk. en Stephano er ekki nema 23 ára gamall. Að- eins nánustu ættingjar og vinir voru við vígsluna en nokkru fleiri í veislunni á eftir. Þetta er annað hjónaband Karólínu að veraldlegum lögum en ekki kirkjulegum, því kaþólska kirkjan hefur ekki fallist á að ógilda fyrra hjónaband hennar og franska glaumgosans Philippe Junot, sem var 17 árum eldri en hún. Af þessum sökum fyrst og fremst var vígslan jafn látlaus og raun bar vitni og þeir 50 frétta- ritarar, sem margir komu langan veg til Mónakó, fengu lítið fyrir sinn snúð. Þeir komust að því, að brúðkaupstertan hefði verið þriggja laga og með súkkulaði- bragði. Öðru ekki. ísraelskar herþotur ógnuðu Sýrlendingum Jerúsalem, Beirút, 29. desember. AP. ÍSRAELSKAR flugvélar steyptu sér yfir stöðvar Sýrlendinga í Bekaa-dal í dag án þess að meira væri að gert. Sýrlendingar brugðust við aðgerðun- um með ákafri loftvarnaskothríð. Að- stoðarutanríkisráðherra Egypta átti f dag viðræður við ísraelska embætt- ismenn í Jerúsalem. Miklar deilur eru nú í ísraelsku stjórninni vegna sparnaðartillagna fjármálaráðherr- ans. ísraelsku flugvélarnar gerðu þrisvar í dag sýndarárásir á borgir í Suður- og Austur-Líbanon og stöðvar Sýrlendinga í Bekaa-dal og svöruðu Sýrlendingar með ákafri skothríð. ísraelsku flugvélarnar slepptu fjölda loftbelgja til að villa um fyrir flugskeytum og er ekki vitað til, að nein vélanna hafi orðið Sovéskur liðhlaupi í viðtali við austurrískt blað: „Blekkingarvefurinn raknaði á blóðvöllunum í Afganistan" Vin, 29. desember. AP. í VÍN í Austurríki var í dag birt viðtal við sovéskan hermann, liðhlaupa, sem leitaði á náðir frelsissveitamanna í Afganistan. Segir hann þar, að eiturlyfjaneysla sé orðin algeng meðal sovéskra hermanna og baráttuand- inn enginn. Þegar hermennirnir snúi heim skilji þeir eftir blekkingarvef hins sovéska kommúnisma innan um blóði drifin Ifk kvenna og barna í bæjum og borgum Afganistans. Viðtalið við sovéska hermann- inn, Vladislav Naumov að nafni, birtist f Vínarblaðinu Kurier en ekki var þess getið hvar hann væri nú niðurkominn. Að sögn Naumovs ríkir óskaplegt hatur meðal Afgana f garð Sovét- manna, sem réðust með hervaldi inn í landið fyrir fjórum árum. Segir hann, að mannfall meðal sovésku hermannanna sé miklu meira en af sé látið en tölur um það séu hins vegar hernaðar- leyndarmál. „Sjúkrahúsin eru öll yfirfull af særðum mönnum, ekki aðeins í Afganistan heldur einnig í Usbekistan, Tadzhikistan og öðrum héruðum í Sovétríkjunum. Um það má þó ekki tala, heryfir- völdin gæta þess,“ segir Naumov. „Hermennirnir nota hass og önnur eiturlyf," segir Naumov, „og jafnvel foringjarnir ota þeim að hermönnunum áður en mann- drápin hefjast." Naumov var f vélhjóladeild sovéska herliðsins f borginni Jalalabad skammt frá landamærunum við Pakistan „og þar kynntist ég fyrst hatrinu, sem Áfganar leggja á Sovét- Sovéskir hermenn í Afganistan. menn“. „Ég er því feginn að ég hljóp úr Rauða hernum. 1 þessu stríði deyja svo margir og ör- kumlast." „óttinn við að deyja og and- staðan við tilgangslausum fjölda- morðum vex stöðugt meðal sov- ésku hermannanna f Afganistan," segir Naumov. „Blekkingarvefur hins sovéska kommúnisma um mikilfengleik sinn og réttsýni var fljótur að rakna á blóðvöllunum í Afganistan.“ fyrir skoti. Sýrlendingar sendu nokkrar véla sinna á loft en ekki kom þó til átaka í lofti. Er litið á þessar aðgerðir ísraela sem aðvör- un til Sýrlendinga vegna aukinna umsvifa skæruliða á yfirráðasvæði Israela i Líbanon. Safi Abdel-Hamid, aðstoðarut- anríkisráðherra Egyptalands, ræddi í dag við ísraelska embættis- menn og ráðherra í Jerúsalem og var umræðuefnið sem fyrr friður í Miðausturlöndum. Hefur svo hátt- settur Egypti ekki komið til ísraels í rúmt ár en ísraelar segja hann vera að endurgjalda líka heimsókn til Kairó í fyrra mánuði. 1 Kairó er því hins vegar hvíslað, að Mubarak, Egyptalandsforseti, vilji á þennan hátt þakka ísraelsstjórn, að hún skyldi leyfa 'Arafat og mönnum hans að fara óáreittum frá Tripoli eins og Mubarak bað um. í ísrael vill þó enginn láta það á sannast. Þrír smáflokkar, sem standa að ísraelsku stjórninni, hótuðu í dag að hætta stuðningi sínum við hana ef fjármálaráðherrann, Yigal Co- hen-Orgad, fengi sparnaðartillög- um sínum framgengt. Setja þeir fyrir sig hugmyndir um að hætt verði við frekara landnám á Vest- urbakkanum í eitt ár, niðurskurð á framlögum til tryggingamála, sem kæmi illa við Sephardim-gyðinga, fólk frá Arabalöndum, sem er fá- tækari hluti landsmanna, og tillög- ur um að foreldrar taki þátt í kostnaði við menntun barna sinna. Shamir forsætisráðherra ætlaði síðar í dag að setjast á rökstóla með ráðherrum sínum um stjórn- arkreppuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.