Morgunblaðið - 30.12.1983, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
Samband eggjaframleiðenda klofnaði um dreifingarstöðina:
Ráðherra að ákveða hvort
stöðin verður stofinsett
SAMBAND eggjaframleiðenda klofnaði á fundi sínum í Reykjavík í gær-
kvöldi. Fyrir fundinum lá tillaga framkvæmdanefndar sambandsins um
stofnun eggjadreifingarstöðvar, sem mjög hefur verið umdeild á undanförn-
um mánuðum og misserum. Einnig kom fram frávísunartillaga frá 25 fram-
leiðendum en þegar hún hafði verið felld með 21 atkvæði gegn 18 í leynilegri
atkvæðagreiðslu gekk formaður félagsins af fundi og með honum þeir
stuðningsmanna tillögunnar, sem sátu fundinn. Sögðu þeir þar með skilið við
sambandið. Alls gengu fimm af sjö stjórnarmönnum úr sambandinu á fund-
inum í gær.
„Þeir, sem sátu eftir, eru með
samtais 51.400 varp- og eldishæn-
ur. Við, sem studdum frávísunar-
tillöguna, erum með um 170 þús-
und fugla, þannig að minnihluti
þeirra, sem vilja stöðina, er mjög
mikill og augljðs," sagði Gunnar
Jóhannsson, hænsnabóndi á Ás-
mundarstöðum, einn stuðnings-
manna frávísunartillögunnar, í
samtali við Mbl. í gærkvöldi. „í
landinu eru um 300 þúsund fuglar
hjá eggjaframleiðendum og þau 80
þúsund, sem þarna ber á milli,
skiptast nokkuð jafnt á milli hóp-
anna, heldur fleiri eru okkar meg-
in. Af þessum 51.400 fuglum eru
að minnsta kosti 15—20 þúsund á
búum utan fyrirhugaðs dreif-
ingarsvæðis stöðvarinnar, sem á
að ná frá Mýrum austur að Lóma-
gnúp. Eftir standa þá um 30 þús-
und fuglar, eða um 10% fram-
leiðslustofnsins."
Gunnar sagðist telja það glóru-
lausa dellu ef stöðin yrði stofnuð.
„Nú er komið að landbúnaðarráð-
herra að ákveða, hvort þessir
framleiðendur fái óeðlilega fyrir-
greiðslu af hálfu stjórnvalda —
hvort hann staðfestir ákvörðun
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
um 5,3 milljóna króna fjárveitingu
til stöðvarinnar. Hann sagði fyrir
mánuði siðan, að hann myndi ekki
staðfesta fjárveitinguna nema
samstaða næðist um stöðina og
því trúi ég því ekki fyrr en á reyn-
ir, að dreifingarstöðin verði að
veruleika."
Jón Gíslason, bóndi á Hálsi í
Kjós, formaður framkvæmda-
nefndarinnar, var kjörinn í nýja
stjórn Sambands eggjaframleið-
enda á fundinum, sem stóð í um
fimm klukkustundir. Hann sagði í
samtali við blaðamann Mbl. í gær-
kvöldi, að nýkjörin stjórn myndi
koma saman fljótlega eftir ára-
mótin, skipta með sér verkum og
væntanlega senda frá sér yfirlýs-
ingu um málið.
„Það var samþykkt í febrúar sl.,
að þessi stöð yrði stofnsett," sagði
Jón. „Núna var verið að takast á
um fyrirkomulag og stærð. Eftir
þennan fund er það skýrt að því
miður verður ekki öll heildin með,
heldur aðeins um helmingur. Sam-
kvæmt okkar skýrslum eru eftir í
Sambandi eggjaframleiðenda þeir,
sem hafa um helming framleiðsl-
unnar. Hærri tölur, sem þeir gefa
upp hinir, hljóta að ná yfir ein-
hverja fugla, sem ekki er vitað
um.“
Jón sagðist ekki eiga von á öðru
en að ráðherra myndi staðfesta
ákvörðun Framleiðsluráðs land-
búnaðarins um fjárveitingu til
stöðvarinnar enda hefði ráðið
staðfest, að alls ekki væri ætlunin
að veita stöðinni einkasöluleyfi,
eins og stuðningsmenn frávísun-
artillögunnar héldu ákaft fram.
„Það er vissulega áfall að svo
stór hópur skuli nú hafa sagt skil-
ið við Samband eggjaframleið-
enda,“ sagði Jón Gíslason. „Við
hörmum auðvitað allir að þetta
hafi þurft að gerast en það var
einfaldlega ekki hægt að ná sam-
komulagi. Ég tel það hafa verið
einstrengingslega afstöðu að
hengja sig í frávísunartillöguna og
að málflutningur þeirra standist
ekki í öllu. Mér hefur sýnst að þeir
séu að gefa sér ákveðnar forsend-
ur með því að lesa á milli lína í
lögum og jafnvel stjórnarskrá.
Kjarni málsins er sá, að það
stendur ekki til að veita eggja-
dreifingarstöðinni einkaleyfi."
m m WJj -r MffT I1 ■ * ... iairo*-,...
40 fengu jólaglaðning
Morgunbladið/KEE.
Fjönitíu manns fengu jólaglaðning í gær er verðlaun voru afhent í versluninni Víði í Austurstræti í samkeppni, sem staðið hefur síðustu vikur. Keppnin
fólst í því að 10. desember voru settir sælgætiskassar í glugga Víðisverslana í Austurstræti og Starmýri. Getraunin fólst í því að geta rétt upp á fjölda
kassanna og spreyttu yfir átta þúsund manns sig á getrauninni. Aðeins þrír gátu upp á réttri tölu, en kassarnir voru 448. Hinir 37, sem einnig voru
verðlaunaðir voru með næstu tölur við, flestir 450. Verðlaunin voru myndarlegir kassar af Marabou Paradís- og Aladín-konfekti frá Vfði og Lorus-úr
frá Garðari Olafssyni úrsmið við Lækjartorg.
Stykkishólmsflugvöllur:
Arnarflugsvél hlekkt
ist á í lendingu í gær
FLUGVÉL FRÁ Arnarflugi með sex manns innanborðs hlekktist á við
lendingu í Stykkishólmi um klukkan 17 í gær. Vélin skemmdist nokkuð
en engan mann sakaði. Birgir Sumarliðason flugstjóri flugvélarinnar
sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að rangar upplýs-
ingar um mokstur flugbrautarinnar hefðu valdið óhappinu. Ekki hefði
verið rutt af allri brautinni, heldur aðeins rennu eftir henni endilangri,
sem ekki hefði verið nægilega breið fyrir vélina, sem er af gerðinni
Cessna 402. Vinstri vængur hefði því rekist í snjóruðninginn og hjól
brotnað af.
21. Which of thesc countries has the ■
largest foreign deht (a) in dollars. (b) asl
a proportion of gnp? @
Brazil. Philippines; France; Icelandjæ
Vrgentma
Erum við skulda-
kóngarnir?
VIÐ íslendingar erum alls staðar
fremstir í flokki, eins og öllum er
kunnugt, ef ekki fyrir tilverknað
höfðatölureglunnar þá fyrir til-
verknað einhvers annars.
Nýjasta dæmi þessa, sem fyrir
Morgunblaðið hefur borið, er I
The Economist frá því 24. des-
ember. Þar er að finna fréttaget-
raun og í 21. spurningunni, þar
sem spurt er um erlendar skuld-
ir, komum við íslendingar við
sögu. Spurningin er svohljóð-
andi: „Hvert þessara ríkja skuld-
ar mest erlendis a) í dollurum b)
sem hlutfall af vergri þjóðar-
framleiðslu?"
Það eru gefnir fimm kostir á
svari og hópurinn er þessi: Bras-
ilía, Filippseyjar, Frakkland, ís-
land, Argentína.
í næsta hefti The Economist
verður lausnin birt á getraun-
inni.
Birgir sagði vélina hafa verið
lenta og ekki á mikilli ferð er
óhappið varð. Hún hefði ekki
stungist á nefið eða breytt um
stefnu, heldur runnið áfram á
hjólabúnaðinum. Höggið hefði
verið það lítið að neyðarsendir
fór ekki í gang, og trúlega yrði
hægt að fljúga vélinni til
Reykjavíkur eftir viðgerð á
staðnum.
Kristinn Arnarson frá Ólafs-
vík, einn farþeganna í vélinni,
sagði í samtali við Mbl. að högg-
ið hefði verið lítið og engin
skelfing hefði gripið um sig
meðal farþega og flugstjórinn
hefði greinilega haft öll tök á
vél sinni. „Nú bíðum við þess að
sjá hvort ný vél kemur að sækja
okkur eða hvort við þurfum að
fara með rútu. Fari svo, að
flugvél komi í tæka tíð, vonum
við bara að við fáum sama flug-
stjóra áfram," sagði Kristinn.
Vélin var að koma frá Rifi til
Stykkishólms er óhappið varð
og átti að fara þaðan til Reykja-
víkur. Flugvélin tekur 9 farþega
en í gær voru í henni 5 farþegar
auk flugstjóra.
Pilturinn
sem lést
PILTURINN sem fannst látinn á
heimili sínu í Reykjavík síðdegis
á Þorláksmessu, hét Þórður
Jónsson, til heimilis að Fífuseli 7
í Reykjavík. Hann var 19 ára
gamall, fæddur 28. desember
1%3.
Garðabær:
Útsvör lækki
í 10,4%
GARÐBÆINGAR fá lækkun á út-
svarsprósentu úr 11% í 10,4% á kom-
andi ári samkvæmt frumvarpi til fjár-
hagsáætlunar fyrir árið 1984, sem lagt
var fram á bæjarstjórnarfundi í gær-
kvöldi. Aðstöðu- og fasteignagjaldapró-
sentur verða óbreyttar, en fasteigna-
gjöld eru með hæsta leyfilega afslætti.
Aðstöðugjöld verða því á bilinu
0,33% til 1,3%, fasteignagjöld íbúð-
arhúsnæðis 0,375% og 0,75% á at-
vinnuhúsnæði, en þar er í báðum til-
fellum veittur hæsti leyfilegi afslátt-
ur eða 25%.
Að sögn Jóns Gauta Jónssonar
bæjarstjóra í Garðabæ eru sameig-
inlegar heildartekjur samkvæmt
frumvarpinu áætlaðar rúmlega 115
milljónir króna, en lögbundin
rekstrarútgjöld eru rúmlega 91
millj. kr. Jón Gauti sagði ennfremur
að samkvæmt frumvarpinu yrði
verulegum fjármunum varið til að
rétta fjárhagsstöðu bæjarsjóðs, en
nokkur uppsafnaður vandi væri frá
síðustu tveimur árum, að mestum
hluta í formi skammtímalána.
Lögreglufélag
Reykjavíkur:
Krefst rannsókn-
ar vegna um-
mæla Þorgeirs
LÖGFRÆÐINGUR Lögreglufélags
Reykjavíkur hefur farið þess á leit við
ríkissaksóknara að fram fari opinber
rannsókn vegna ummæla Þorgeirs
iHtrgeirssonar, rithöfundar, sem hann
hefur látið falla í tveimur greinum í
Morgunblaðinu í desember.
Fyrri greinin birtist í Morgun-
blaðinu 7. desember undir yfirskrift-
inni: „Hugum nú að. Opið bréf til
Jóns Helgasonar dómsmálaráð-
herra" og sú sfðari þriðjudaginn 20.
desember og hét hún: „Neyttu á með-
an á nefinu stendur ..."
f bréfinu til ríkissaksóknara segir
meðal annars: „f greinum þessum
báðum, einkum þó þeirri fyrri, kem-
ur fram grófur áburður, dylgjur og
ærumeiðandi aðdróttanir, í garð lög-
reglumanna.
Álvarlegasti áburður greinarhöf-
undar er sá að ungur maður hafi
slasast svo af völdum lögreglu að
hann hafi hlotið af mikla og varan-
lega örorku.
Stjórn Lögreglufélags Reykjavík-
ur telur að hér sé um svo alvarlegar
ásakanir að ræða í einu viðlesnasta
blaði landsins að brýna nauðsyn beri
til að mál þetta verði rannsakað til
hlítar svo að stétt lögreglumanna
verði hreinsuð af áburði þessum.
Stjórn Lögreglufélags Reykjavík-
ur leggur einnig þunga áherslu á
það, að leiði rannsókn í ljós að ásak-
anir þessar séu réttmætar verði
þeim seka eða þeim seku stefnt til
fullrar ábyrgðar á verkum sínum."
Lögfræðingur Lögreglufélags
Reykjavíkur er Svala Thorlacius hdl.