Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
7
Flugelda-
sala
Óskum velunnurum félagsins og ödrum
landsmönnum árs og friöar.
Erum meö ódýra en fjölbreytta fjölskyldu-
poka á kr. 300 og 600 auk mikils úrvals í
lausasölu í Framheimilinu viö Safamýri.
Fram
A
FULHUFA
RAKETTIIR
MEDFJÖRHM
FLUGELDAMARKAÐIR
HJÁLPARSVEITA SKÁTA
Ár kjarnorkudeilna
Hafi eitthvert eitt málefni sett svip sinn á
umræður um heim allan á því ári sem nú
er að líða eru það kjarnorkuvopnin. Hinn
20. nóvember var frumsýnd í Bandaríkj-
unum sjónvarpskvikmynd sem er af-
sprengi þessara umræðna. Um þessa
mynd er fjallað í Staksteinum að þessu
sinni. Er meðal annars vakin athygli á því
að líklega hefur fjölmiðlaskrumið dregið
úr áhrifamætti myndarinnar eins og svo
mörgu öðru. Loks er greint frá því að
sovéska sjónvarpiö vill ekki sýna mynd-
ina enda finnst Kremlverjum best að hún
veki einungis ótta og hræðslu á Vestur-
löndum.
Um myndina
„Daginn eftir“
í bréfi fri New York
sem birtist í Morgunblaö-
inu í gsr segir Hallberg
llallmundsson meðal ann-
ars frá viðbrögðum við
hinni margræddu mynd
„Daginn eftir“, þar sem
lýst er hörmungum kjarn-
orkustyrjaldar. Mikið veð-
ur var gert út af þessari
mynd áður en hún var sýnd
og telja nú ýmsir að fjöF
miðlafárið hafi í raun kom-
ið meira róti á hugi fólks
en myndin sjálf og sam-
ræmist það vel þeirri kenn-
ingu að nú sé það helst i
tísku hjá þeim fjölmiðla-
mönnum sem telja sig best
hæfa til að hafa vit fyrir
öðrum að skrifa um þær
þjáningar sem menn eigi
kannski eftir að þola ef
þeir taki ekki mark á öllu
því stóru og smáu sem
þessir sömu fjölmiðlamenn
hafa til málanna aö leggja.
I krafti friðarhreyfinganna
hóta þeir mannkyni öllu
gjöreyðingu, hvorki meira
né minna.
Um áhrif myndarinnar
„Daginn eftir" á sig segir
Hallberg Hallmundsson:
„Sjálfum þótti mér myndin
hvergi nærri eins hryllileg
og ég hafði búist við og í
rauninni fremur máttlaus,
en kannski hefur það dreg-
ið úr áhrifunum að ég sá
hana á svart-hvítum
skermi; kaun og blóðslett-
ur eru alltént raunverulegri
í litum." Eins og fiestir vita
er ónauösynlegt að kastað
sér kjarnorkusprengjum I
kvikmyndum til að þar
fbeði allt í blóði. En hvað
um það þá tókst banda-
rískum fjölmiðlum að fá
fieiri Bandaríkjamenn til
að horfa á þessa mynd en
flestar aðrar sem þar eru
sýndar í sjónvarpi og er
það afrek út af fyrir sig.
I»essi sama mynd hefur
ekki vakið jafn mikla at-
hygli og í Bandaríkjunum
þar sem hún hefur verið
sýnd í Evrópu, enda taka
evrópskír fjölmiðlar öðru
vísi á málum en hinir
bandarísku og eru ekki
eins opnir fyrir alls kyns
þrýstihópum sem oft tekst
að magna áhrif sín með
margvíslegum fjölmiðla-
brögðum. Eftir að myndin
var sýnd í breska sjónvarp-
inu komst Ian Davidson,
blaðamaður, svo að orði í
Kinaneial Times, að það
ætti svo scra ekki að koma
neinum á óvart að afleið-
ingar kjarnorkustríðs yrðu
ógurlegar og líklega mætti
það helst að myndinni
finna. aö hún lýsti þeim
ekki með nægilega ógn-
vænlegum hætti. Hið sama
kemur fram í New York-
bréfi Hallbergs Hall-
mundssonar. í Bretlandi
hættu menn unnvörpum að
horfa á myndina „Daginn
eftir" og völdu annað efni
frekar að sögn blaðsins
Wall Street Journal.
Ekkert erindi
til Sovét
llmræður um myndina
„Daginn eftir" munu halda
áfram á meöan hún er enn
sýnd í kvikmyndahúsum
og sjónvarpsstöðvum víða
um heim. Sovésk stjórn-
völd hafa ákveðið að
myndin eigi ekki erindi tii
sjónvarspáhorfenda eða
kvikmyndahúsagesta í Sov-
étríkjunum. Nýlega lét Vla-
dimir Posner, fréttaskýr-
andi í sendingum Moskvu-
útvarpsins á ensku, þau
orð falla um „Daginn eft-
ir“, að sovéska þjóðin gæti
ekkert lært af þessari
mynd.
„I>ar sem hér gera menn
sér glögga grcin fyrir ógn-
arlegum afleiðingum kjarn-
orkustríðs flytur myndin
ekkert nýtt," sagði Posn-
er. Jafnframt sagði hann
það ámælisvert hve oft
ýmsir bandarískir emb-
ættismenn hefðu reynt að
telja öðrum trú um að sov-
ésk alþýða fengi ekki
fulla vitneskju um hörmu-
leg áhrif kjarnorkustríðs.
„Þetta segja þeir," sagði
Posner, „af því að sovésk
alþýða fer ekki í göngur
til að mótmæla stjórninni
og stefnu hennar eins og
almcnningur ( Vestur-
Evrópu og æ fleiri gera í
Bandaríkjunum. I»eir
segja að við munum aldrei
sýna „Daginn eftir" í sov-
éska sjónvarpinu, af því
við viljum ekki segja fólk-
inu frá kjarnorkuhörm-
ungunum," sagði Posner í
útvarpssendingu sem ætl-
uð var hlustendum ( Norö-
ur-Ameríku.
Og Posner hélt áfram:
„Kaunar er málum þannig
háttað að það er ekki sov-
ésk alþýða sem þarf að
fræðast um raunverulegar
afieiðingar kjarnorku-
stríðs heldur hin banda-
ríska." Sovéskir leiðtogar
teldu að kjarnorkustríð
yrði hömlulaust og enginn
gæti sigrað í því. Banda-
rískir ráðamenn hefðu á
hinn bóginn reynt að telja
þegnum sínum heima fyr-
ir og í Vestur-Evrópu trú
um að sigur mætti vinna í
kjarnorkustríöi, það væri
unnt að takmarka slíkt
stríð og bjarga sér undan
geisla-ryki og roki með
auðveldum hætti. Athygl-
isvert er í þessu sambandi
aö minnast þess að helsta
gagnrýnin sem fram hefur
komið á myndina „Dag-
inn eftir" er einmitt sú, að
þar er gert ráð fyrir að
unnt sé að heyja takmark-
að kjarnorkustríö.
Nigel W'ade, fréttaritari
Daily Telegraph í
Moskvu, en á frásögn
hans hefur verið byggt hér
að ofan, segir að áhuga-
leysi sovéskra stjórnvalda
á því að sýna „Daginn eft-
ir“ endurspegli þá skoð-
un, að myndin sé góð til
að ýta undir ótta og
hræðslu á Vesturlöndum
— og einungis á Vestur-
löndum.
^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamióill!
l iFlugeldar
1 til sölu á Lækjartorgi.
Fjölskyldupakkar frá kr. 200 — 600.
Fallhlífar, rakettur 6 í pakka á 200 kr.