Morgunblaðið - 30.12.1983, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
11
Annáll úr
Skagafirði
— eftir Björn
Jónsson í Bœ
Árferði hér í Skagafirði 1983
hefir verið mjög óstillt svo að
óvenjulegt má teijast, t.d. snjóaði í
fjöll og jafnvel niður að sjó í öllum
mánuðum ársins. Vetrarmánuðina
voru þó ekki að jafnaði mikil snjó-
þyngsli nema þá helst í Austur-
Fljótum en mismunur þar og í
framhéraði getur verið ótrúlegur.
Ágæt snjómoksturstæki gerðu þó
flesta vegi færa vikulega þó byljir
kæmu í útsveitum. Vegir eru víð-
ast orðnir góðir og vel viðhaldnir
og smámsaman bætast við mal-
bikaðir kaflar t.d. inn frá Sauðár-
króki og á aðalvegi að sunnan. Það
er þó eins og hálka á vegum að
vetri fylgi betra vegakerfi og sama
má segja um aksturshraða bíl-
stjóranna. Á þessu ári hafa bílar
vitanlega stórskemmst í óförum,
en mér vitanlega ekki orðið bana-
slys af þeim sökum.
Rigningar og óþurrkar í sumar
voru með því mesta sem menn
muna, í júlí og ágúst voru nær 50
rigningardagar og aðeins þeir sem
bestan vélakost höfðu og súg-
þurrkun gátu náð inn frekar léleg-
um heyjum. f ágúst var orðið vel
sprottið og hey urðu víðast meiri
en árið áður en nýttust heldur illa.
í september gerði góða heyskap-
artíð og bjargaði það heyfeng
mjög margra.
Fallþungi dilka reyndist nokkuð
betri en árið áður. Var þetta þó
misjafnt eins og alltaf er.
Kartöfluuppskera var mjög rýr
og sumsstaðar var ekki tekið upp
úr görðum.
Það er að verða árvisst að
Skagafjörður sé fiskilaus og ekki
hafa komið fiskigöngur inn á
fjörðinn eins og áður var títt.
Þurfa því skagfirskir sjómenn frá
Sauðárkróki og Hofsósi að sækja
að mestu á togaramið sem einnig
hafa nú oft brugðist. Er því af-
koma sjómanna frekar rýr að
sögn.
Laxveiði var ekki mikil og sil-
ungsveiði í sjó um tíma sæmileg
en stóð stutt yfir vegna átuleysis
og kulda í sjónum. Grásleppuveiði
var sáralítil. Tekjur sjómanna
hafa því verið með minna móti og
þarafleiðandi hefir vinna land-
verkafólks við frystihúsin verið
nokkuð stopul.
Framkvæmdir í héraðinu eru
alltaf nokkrar en hafa þó heldur
dregist saman vegna fjár-
magnsskorts, t.d. er nú í bili stöðv-
uð bygging á dvalarheimilum á
Sauðárkróki og Hofsósi sem er þó
mikil þörf fyrir. Verið er að full-
gera Búnaðarbankahúsið á Hofs-
ósi og ráðgert að flytja í það á
þessum vetri.
Störf í félagsmálum eru alltaf
töluverð í héraðinu, söngmál eru
alltaf töluverð í framkvæmd, bæði
Karlakórinn Heimir og blandaðir
kórar syngja sig inn í hug fólksins.
Um mörg ár hafa Skagfirðingar
verið sem ein syngjandi fjöl-
skylda.
Lions-félagar í Skagafirði eru
vel starfandi og hafa til dæmis
gert mikið af því að styrkja og
gleðja aldrað fólk. Og þá má ekki
gleyma Hólum í Hjaltadal, en þar
fer nú fram mikil uppbygging
undir ágætri stjórn Jóns skóla-
stjóra Bjarnasonar.
Umsókn um skólavist var helm-
Björn í Bæ
ingi meiri en hægt var að taka við.
Kennsla í skólanum fer fram í
tveim önnum og fer nú kennsla
einnig fram á heimilum út um
sveitir. Gefur þetta góða raun.
Mikill gestagangur var þar í
sumar, þar fór fram Hólahátíð
eins og að venju 14. ágúst og
prestastefna daginn eftir. Hóla-
sundlaug reyndist vel og var tölu-
vert mikið sótt. Veit ég til að
„unglingar" yfir 80 ára prófuðu
hana.
Kirkjan rekur heimili á Löngu-
mýri á hverju sumri 10 daga í
senn og eru þar 30 til 40 aldraðir í
hvert skipti. Fyrir hönd kirkjunn-
ar stjórnar þarna með ágætum
Margrét Jónsdóttir. Er mikil
ánægja dvalargesta að njóta þess-
arar dvalar.
Skagfirðingar eru hátíðaglaðir
og samkomur yfirleitt vel sóttar.
Efnileg ungmenni vaxa hér upp,
og náttúran segir til sín því að
sagt er mér að fleiri fæðist en
deyi. Læknisþjónusta er góð og
fólkið verður eldra en áður. Elsti
maður Skagfirðinga er nú Sigurð-
ur Þorvaldsson, Sleitustöðum, sem
verður 100 ára nú um áramótin.
Gengur hann ennþá beinn og
óstuddur.
Morgunblaðsfólki óska ég heilla
og öll vonum við að árið 1984 verði
öllum landsbúum heillaríkt.
Kirkjur á landsbyggðinni:
Áramótamessur
BLÖNDUÓSKIRKJA: Gaml-
ársdagur: Aftansöngur kl. 18.
Sóknarprestur.
MARTEINSTUNGUKIRKJA í
Holtum: Nýársdagur: Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 14. Sókn-
arprestur.
MÖÐRUVALLAFRESTAKALL:
Dvalarheimilið Skjaldarvík,
guðsþjónusta gamlársdag kl.
14. Sóknarprestur. Hátíðar-
guðsþjónusta í Möðruvalla-
kirkju nýársdag kl. 14. Sókn-
arprestur.
ODDAKIRKJA: Gamlársdag-
ur: Áramótaguðsþjónusta kl.
16. Sr. Stefán Lárusson.
FATREKSFJARÐARKIRKJA:
Gamlársdagur: Aftansöngur
kl. 18. Sr. Þórarinn Þór.
RAUFARHAFNARKIRKJA:
Gamlársdagur: Aftansöngur
kl. 18' Sóknarprestur.
SIGLUFJARÐARKIRKJA:
Gamlársdagur: Aftansöngur
kl. 18. Nýársdagur: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14. Sr. Vigfús
Þór Árnason.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA:
Gamlársdagur. Áramóta-
messa kl. 14. Sr. Stefán Lár-
usson.
VÍKURPRESTAKALL: Gaml-
ársdagur: Aftansöngur kl. 18 í
Víkurkirkju. Sólheimakapella:
Nýársdagur: Guðsþjónusta kl.
14. Sóknarprestur
Siglufjarðarkirkja.
Jólastund - bara
fyrir jólasveina?
— eftir sr. Sólveigu
Láru Guðmundsdóttur
Jólaannir — jólastrit. Undir-
búningi hinnar miklu hátíðar er
lokið. Nú nýtur hver sem betur
getur friðar og náðar þessara
mestu gjafar, sem mannkynið hef-
ur þegið alla tíma. Gjöf sonarins
— gjöf frelsarans. Guð vitjar þín.
Við erum á það minnt, að Guð hef-
ur ekki yfirgefið manninn, heldur
þvert á móti — fæðst sem barn —
lifað hér, dáið og risið upp til eilífs
lífs fyrir þig — og er með þér í öllu
þínu amstri, striti og undirbúningi
hátíðar frelsarans. Enginn boð-
skapur segir þér jafnmikið um
sjálfan þig — líf þitt og tilgang
þess. Enginn boðskapur er jafn-
heillandi og aðgengilegur barns-
huganum.
Á jóladag nú síðastliðinn var
heill klukkutími tileinkaður börn-
um í sjónvarpinu, sem bar heitið
„Jólastundin okkar“. Lesandi góð-
ur. Þú eyddir ef til vill umræddri
stund með barninu þínu eða
barnabarni. Renndu þá huganum
til baka og íhugaðu: Hver var boð-
skapur þessarar stundar? Hvert
er innihald jólanna samkvæmt
þessari stund? Hafa ábyrgir aðil-
ar sjónvarpsins lagt blessun sína
yfir þessa stund og aðrar þær
stundir, sem ætlaðar eru börnum
á sunnudögum í sjónvarpinu? Mér
þætti vænt um að fá að vita hverj-
ar skoðanir ábyrgðarmanns
barnaefnis sjónvarpsins eru á
kristindómi og boðskap jólanna?
Eða hafði ef til vill alveg gleymst
að taka hann með inn í myndina?
Foreldrar! Er það ekki ábyrgð-
arhluti að vera foreldri í dag og
láta þátt þennan afskiptalausan?
Getum við unnt þessu lengur?
Ég hvet foreldra þessa lands og
ráðamenn sjónvarpsins að íhuga
þetta mál gaumgæfilega og kom-
ast að niðurstöðú,' sem verður
börnum okkar fyrir bestu — verð-
Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir
ur þeim gott veganesti fyrir fram-
tíðina og fótfesta þeirra í lífinu er
þyrnar lífsins og erfiðleikar fara
að þyrma að þeim úr öllum áttum.
Leiðum þau í þann sannleika, að
líf þeirra allt er gjöf frá Guði og
tilgangur þess sé að þjóna honum
með því að þjóna náunga okkar og
lifa saman í friði.
Guð gefi öllum gleðilega jóla-
hátíð og blessun á nýju ári.
Sólreig Líra (luðmundsdóUir er
móðir og aðstoðarpreslur í fllí-
staðakirkju.
Verðlagsstofnun:
Allt að 100% hækkun þjón-
ustugjalds á aukafrídögum
Verðlagsstofnun hefur sent frá sér
fréttatilkynningu, þar sem vakin er
athygli á því að á veitingahúsum er
heimilt að innheimta hærra þjónustu-
gjaldI á aukafrídögum en á öðrum dög-
um. í fréttatilkynningu Verðlagsstofn-
unar segir svo:
Að gefnu tilefni vill Verðlags-
stofnun vekja athygli á eftirfar-
andi:
Á s.k. aukafrídögum þjónustu-
fólks er veitingahúsum heimilt
vegna kjarasamninga að innheimta
allt að 30% þjónustugjald í stað
15% t.d. á jóladegi, gamlárskvöldi
og nýársdegi. Hefur það í för með
sér 13,04% hækkun á verði á veit-
ingum.
Á 2. degi jóla var veitingahúsun-
um með sama hætti heimilt að inn-
heimta allt að 20% þjónustugjald í
stað 15%, en það hafði í för með sér
4,35% hærra verð á veitingum en
ella.
Önnur umframverðlagning á
veitingum en hér um ræðir er
óheimil.
Lögleidd hefur
verið ritskoðun
á kvikmyndir
— eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
Þau tíðindi hafa nú gerzt á ís-
landi, að með lögum frá Alþingi
hefur verið ákveðið, að ekki megi
sýna, selja eða leigja kvikmyndir í
landinu, nema þær hafi áður verið
skoðaðar af starfsmönnum ís-
lenzka ríkisins og fengið vottorð
þeirra um að sýna eða dreifa megi
myndunum. Gildir þetta um allar
kvikmyndir, hvort heldur þær eru
á venjulegum kvikmyndaspólum
eða svokölluðum myndböndum.
Það hefur með öðrum orðum verið
lögleidd fullkomin ritskoðun á
kvikmyndum í landinu.
Þetta er ótrúlegt, en því miður
satt. Lög nr. 33/1983 um bann við
ofbeldiskvikmyndum og reglugerð
menntamálaráðherra 21. desem-
ber 1983, sett með heimild í lögun-
um, fela þetta í sér. í lögunum er
innflytjendum, framleiðendum,
dreifingaraðilum og sýnendum
kvikmynda gert skylt að kveðja
skoðunarmenn ríkisins til þess að
skoða kvikmyndir, áður en þær
eru teknar til sýninga. Síðan er
sagt, að löggæslumenn skuli hafa
eftirlit með því, að aðeins séu
sýndar kvikmyndir, sem hlotið
hafi opinbert leyfi eða slíkt efni
selt eða leigt á myndböndum eða
myndplötum.
Ég hefi ekki kannað, hvort ein-
hver alþingismaður greiddi at-
kvæði gegn þessari lagasetningu á
Alþingi. Ég er næstum viss um að
það var enginn. Málið varðar
nefnilega hvorki vísitölu fram-
færslukostnaðar, né höndlar það
Jón Steinar Gunnlaugsson
um úthlutun skattpeninga til von-
aratkvæða í kjördæminu „heima".
Það varðar bara tjáningarfrelsið í
landinu og stjórnarskrárvernd
þess. Og hvaða þingmaður hefur
áhuga á svoleiðis smámunum? Ef
einhver slíkur er til, bið ég hann
að gefa sig fram.
Maður veltir því fyrir sér á
hvaða leið þjóðin er, þegar hún
þegjandi og hljóðalaust, fyrir til-
styrk þeirra þjóðkjörnu fulltrúa.
sem hún líklega verðskuldar, er
farin að setja sér reglur af þessu
tagi. Niðurstaða þeirra hugleið-
inga ér dapurleg. Við virðumst
ekki valda því að viðhalda megin-
reglum um pólitískt og persónu-
legt frelsi, sem menn áður börðust
fyrir.
Jón Steinar Cunnlaugsson er
hæstaréttarlögmaður í Reykjavík.