Morgunblaðið - 30.12.1983, Page 23

Morgunblaðið - 30.12.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 23 bætist að of mörg skip bítast um of fáa fiska. Hin heilaga þrenning Útgerð — fiskvinnsla — afurða- sala, — oftast hangir þetta á sömu spýtunni, og spýtan er í flestum tilvikum í hendi félaga flokks- manns. Fiskvinnslufyrirtæki gera út skip, og fiskvinnslufyrirtækin hafa samtök um sölu afurðanna sem þau framleiða, en skip þeirra veiða. Nú er það svo að laun sjó- manna eru háð hlutaskiptum. Kjör þeirra ráðast af umsömdu fiskverði: skiptaverði. Lágt fisk- verð jafngildir þvi lágum launum sjómanna. Lágt fiskverð minnkar einnig tekjur útgerðarinnar, en af því að hún er í flestum tilvikum á sömu hendi og fiskvinnsla, skiptir það ekki máli. Það sem upp á vantar til að endar nái saman fær útgerðin hjá fiskvinnslunni — eig- anda sínum — í aukagreiðslum „fram hjá skiptum“. Utgerðar- fiskverkendur hafa því lagt kapp á að halda fiskverði í lágmarki og reka skipin með „bullandi tapi“ til að halda hlut sjómanna niðri. í því sambandi er rétt að minna á, að löngu er orðið tímabært að sjómenn hætti að taka þátt í skollaleiknum innan Verðlagsráðs sjávarútvegsins, en semji beint við útgerðarmenn um hlutaskipti sem önnur kjör, með hliðsjón af heild- arfiskverði hverju sinni. En útgerðar-fiskverkendur hafa blekkt sjálfa sig ekkert síður en sjómennina. Þeir misstu sjónar á hvað væri tap í plati og hvað væri raunverulegt tap. Það var ekki fyrr en útgeðarkostnaður togaranna var kominn langt umfram „eðli- leg“ mörk, og tekjuafgangur vinnslunnar löngu hættur að vega mót tapinu, að þeir sáu að alvöru- úlfur var á ferð. Þess vegna breytti það ósköp litlu fyrir tog- araútgerðina þegar undirborðs- greiðslurnar voru færðar upp á dúkinn með lagaboði Geirgrímu Alberts, og settar í graut saman við aukagreiðslurnar sem fyrir voru, stofnfjársjóðs- og olíugjaid. Vandinn er enn sá sami: Þeir sem keppa í Ameríku við hina heilögu þrenningu eru að ýta henni út í kuldann, og hún á ekki peninga til að kaupa olíu á togar- ana og á ekki kost á gjafalánum sem áður fyrr. En í stað þess að reyna að bregðast við breyttum aðstæðum, situr hún aðgerðarlaus með hendur í skauti og krefst í kór við Geirgrímu Alberts, að alþýðan í landinu beri tapið með lægra kaupi. Hreppapólitík Engir tæknilegir þröskuldar eru í vegi fyrir að fiskurinn sé flakað- ur og frystur um borð í togurun- um. Enda eru nú þegar til þrír slíkir í landinu. Hins vegar eru þeir í hinum litla flokki togara sem eru óháðir fiskvinnslunni, og þeir selja afla sinn erlendis af þeirri einföldu ástæðu, að á ís- landi vill engin fiskverkun kaupa hann frosinn. Æskilegra þykir að kaupa fiskinn „ferskan" eins og það er kallað, þegar hann er búinn að velkjast um borð í togurunum jafnvel vikum saman, og láta slá aðeins í hann meðan hann bíður kannski dögum saman í geymslum húsanna. Þá fyrst má flaka og frysta þetta „úrvals“ hráefni, senda það síðan í fullvinnsluna vestur í hreppum, og selja svo sem íslenska gæðavöru. Það er góðra gjalda vert að styrkja atvinnulífið í ríki Ronalds hreppstjóra, en spurning hvort ekki sé ríkari ástæða til að gera það heima, þó Geirgríma Alberts sýni ekki áhuga. Enda hefur hún vafalaust í nógu að snúast í kring- um sín eigin fyrirtæki, innflutn- ing á olíum og byggingarvörum, kampavíni og krönum, þegar hún er ekki að þreyta landslýðinn með því nýjasta úr lófalestri hagspek- inga sinna. Hugsanlegt að fólkinu í landinu sé ekkert á móti skapi að framleiða verðmeiri vörur til út- flutnings, svo að það eignist að minnsta kosti pening til að kaupa eitthvað af innflutningsgóssi Geirgrímu Alberts. Mótbárur sölusamtakanna í Bandaríkjunum um að fullvinnsl- an verði að fara fram nærri mörk- uðum eru ekki lengur gildar. Flutningatækni nútímans, jafnt með skipum sem flugvélum og bíl- um, er gjörólík þeirri sem í boði var þegar starfsemin hófst í Bandaríkjunum. Spurningin snýst aðeins um vilja til að notfæra sér hana. En spurningin snýst um fleira. Það er ekki aðeins á íslandi sem færist í vöxt að konur jafnt sem karlar vinni úti fullan vinnu- dag. Dregið hefur úr mikilvægi eldabuskunnar á Vesturlöndum öllum, og margt fólk vill eiga kost á að geta keypt tilbúna rétti, sem má stinga inn í örbylgjuofninn í hádegisverðarhléi á vinnustað, eða heima hjá sér að loknum erfiðum vinnudegi. Ef ástæða er til að flytja inn í landið tilbúna rétti úr erlendum landbúnaðarvörum, samanber til dæmis margumtal- aðar pizzur eða flatbökur, er þá ekki enn ríkari ástæða til að flytja út fullunnar vörur úr íslenskum sjávarafurðum, — fiskrétti i neyt- endaumbúðum til sölu í stórmörk- uðum Ameríku- og Evrópuborga? Er hægt að búast við háu gengi á íslensku krónunni þegar mestur hluti útflutnings er hráefni af skornum skammti eða hálfunninn varningur, en stærsti hluti inn- flutnings er fullunnin vara? Allt þetta tilstand — og árangurinn Það er dýrt að breyta togara í frystiskip. Og vafalaust kostar ekki minna að breyta fiskvinnslu- húsi í fiskréttaverksmiðju. Samt má gera ráð fyrir að enn dýrara sé að viðhalda óbreyttu ástandi. Það kostar peninga að framleiða og halda við fiskkössum og búa til ís. Ekki er síður kostnaðarsamt allt tilstandið og bröltið í landi og um borð í skipunum við kassana og ísinn. Þó eru það smámunir í sam- anburði við hitt sem fer í súginn, þegar fiskurinn missir ferskleik- ann í kössunum vegna of langs geymslutíma, og rýrnar að þyngd og gæðum. Oftar en ekki verða ísfisktogar- ar að fara inn til löndunar varla með hálffermi, þegar tíminn er kominn á elsta fiskinn. Og aflinn þó ekki alltaf góður að gæðum. Eða eins og ósjaldan brennur við: Haldið er áfram að berja á þeim gula og þráast fram í rauðan dauðann þangað til lestir fyllast, en með þeim afleiðingum að helm- ingur aflans er lélegur eða ónýtur þegar honum loks er landað, og þá gleymist ekki, að lengi getur vont versnað meðan það þíður vinnsl- unnar. Frystitogarar eru hins vegar óbundnir af útivistartíma og geta því verið á veiðum þangað til þeir eru komnir með fullfermi. Þeir sóa ekki olíu og tíma í ónauðsyn- leg löndunarstím, heldur fiska þangað til lestir eru fullar af 1. flokks frystum flökum auk úr- gangsafurða. Þá sigla þeir inn til hafnar. Það sem á land kemur er hálfunnið úrvals hráefni fyrir fiskréttaverksmiðjur, og fer í frystigeymslur þar sem það helst í óbreyttu ástandi þangað til taka þarf til þess. Úrgangsafurðir fara ofan í loðdýr, menn, eða til frekari vinnslu eftir því sem við á. Vinnuskipulag í fiskréttaverk- smiðjum er óháð geymslutíma hráefnisins. Húsnæði, tæki og vél- ar nýtast því mun betur en í hin- um hefðbundnu hraðfrystihúsum, sem þurfa að geta unnið úr miklu hráefni á skömmum tíma, en standa jafnvel auð eða lítið notuð þess á milli. Stærsti kosturinn er því, að vinnutími starfsfólks í slík- um verksmiðjum hlýtur að vera jafnari og stöðugri, og hin skyndi- legu kvöld- og helgarvinnuútköll úr sögunni, en daglaun hins vegar hærri. Auk þess er hráefnismiðlun mun auðveldari, því hvenær sem á þarf að halda má flytja fryst flök með bílum úr einni stöð í aðra. Fleira vegur á móti kostnaðin- um við breytingar á skipum og fiskvinnsluhúsum en hinn beini hagnaður sem verður til vegna mun betri meðferðar á fiski, ein- faldari og ódýrari rekstrar, og vegna hærra verðs á raunveru- legri gæðafiskréttaframleiðslu. Þar má nefna sölu á verksmiðjum sölusamtakanna í Bandaríkjunum — Kanadamenn og Norðmenn vilja vafalaust kaupa. Skipa- smíðastöðvar í landinu fengju verkefni við breytingar á skipum, en í þeirri starfsgrein sem mörg- um öðrum er langvarandi atvinnu- leysi framundan að öllu óbreyttu. Það kostar líka peninga að láta dýran útbúnað til skipasmíða sem annarra hluta liggja ónotaðan og verða fúa og ryði að bráð. Þessi umskipti yrðu einnig lyftistöng innlendra fyrirtækja í framleiðslu vél- og raftæknibúnaðar fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu, en ekki síst lyftistöng fyrjr heimilin í landinu. Frosinn saltfiskur? Það sem hér hefur verið sagt um togara, frystihús og sölusamtökin vestra, á ekki síður við um hina stærri báta, saltfisk- og skreiðar- verkun og sölumál í þeim greinum, en á sinn hátt og eftir því sem við verður komið. Að því er varðar hefðbundna bátaútgerð má gera ráð fyrir að meiri áhersla verði lögð á línuveiðar en verið hefur, vegna æ strangari takmarkana sem settar eru um netaveiðar, en útlit er fyrir að þegar fram í sækir muni beitingavélar leysa af hólmi í auknum mæli hefðbundna land- beitingu, og gera línuútgerð kostn- aðarminni. Vegna þessara báta hlýtur venjuleg verkun að verða áfram til staðar að einhverju leyti, og ef til vill aðallega í saltfiski. Saltfiskframleiðendur hljóta að vera vakandi yfir fiskmörkuðum íslendinga í Suður-Evrópu. Einnig þar breytast neysluvenjur, þó gera megi ráð fyrir að þróunin sé seinni en í norðurálfum Evrópu og Am- eríku. Ef til vill er möguleiki á framleiðslu saltfiskrétta í frystum neytendaumbúðum fyrir stór- markaði Suður-Evrópuborga. Þó að því tilskildu að frysting eigi við saltaðan mat, en það er verkefni matvælafræðinga að svara slíkum spurningum, sem aragrúa annarra er hljóta að vakna þegar íslenskur fiskmatvælaiðnaður verður færð- ur heim og í nútímalegra horf. Mestur hluti skreiðar hefur ver- ið verkaður úr lélegri hluta tog- araaflans og verri netafiskinum. Nú er útlit fyrir að netaveiðar verði framvegis bannaðar tals- verðan vetrarpart, og því gerlegt að framfylgja reglum um að fisk- ur úr netum sé sjaldan meira en einnar nætur, en það er skilyrði ef sá veiðiskapur á að gefa af sér gott hráefni. Fiskur úr frystitogurum mun ekki gefa eftir hinum besta línufiski, og ef rétt er á málum haldið mun netafiskur þola fullan samjöfnuð við hina fyrrnefndu, sérstaklega þegar einnig er haft í huga að ekkert veiðarfæri hefur kjörhæfni netanna, sem með hæfi- legri möskvastærð afstýra smá- fiskadrápi. Skreið verður verkuð eftir sem áður, en varla nema sem úrvals matvara, og líklega mun inniþurrkun með hverahita eða næturrafmagni reynast hag- kvæmust. Maökað mjöl Ofdekraðir Vesturlandabúar gera sífellt meiri kröfur til mat- væla, og reyndar einnig afrískir skreiðarkaupendur ekki síður en ítalskir. Vilji Islendingar búa við vesturlensk lífskjör verða þeir að fullnægja þessum kröfum, og gera gott betur ef þeir ætla ekki að lenda undir í harðri niðurgreiðslu- samkeppni voldugri fiskveiði- þjóða. En jafnframt er rétt að hafa hugfast, að á sama tíma gera íbúar fátækustu landa jarðarinn- ar ekki aðrar kröfur en að fá satt sárasta hungur sitt. Og reyndar er ekki ýkja langt síðan svo var ástatt með stórum hluta íslensku þjóðarinnar, þó núlifandi kynslóð- ir muni það varla, að til að koma í veg fyrir hungursneyð var útdeilt gjafamjöli frá efnuðum Evrópu- þjóðum — en stundum möðkuðu mjöli, því miður, og var þjóðin þó oftar tilneydd að kaupa það dýr- um dómum. Það mjöl sem var heilt kom vissulega til góða, en gat verið skammgóður vermir væri neyðin stór. Hitt gerði meira gagn þegar íslendingar lærðu af þessum sömu þjóðum að notfæra sér auðlindir sínár, og hvernig best væri að geyma afrakstur þeirra í sem heil- ustu ástandi. Þannig skiluðu af- urðirnar mestum hagnaði þegar illa áraði, jafnt sem þeirra eigin fæða og sem útflutningsvara til skipta á útlenskum nauðsynja- varningi. Nú eru íslendingar að nálgast það þróunarstig að geta haft sem jafnastan hag af auðlindum sínum frá einum árstíma til annars, og frá ári til árs, en traustar haf- rannsóknir og fullnýting fiskafla eru meðal annars skref á þeirri braut. Minnugir forfeðranna og hörmunganna sem stundum yfir þá gengu, ættu íslendingar að íáta aðstoð við vanþróaðar þjóðir hald- ast í hendur við tækniframfarir í éigin landi, en þó ekki með gjöfum á maðkaðri skreið, hvað þá sölu slíkra „afurða". Aldrei verður hægt að fyrir- byggja að einhver fiskur uppfylli ekki ströngustu gæðakröfur hinna ofdekruðu. Samt má gera úr hon- um næringarríka fæðu, þó útlit og bragð sé ekki fullkomið. Það sem til fellur af slíkum fiski ætti að færa Hjálparstofnun kirkjunnar til framleiðslu á skreiðarmatvæl- um handa hungruðum heimi. Það væri viðurkenning til stofnunar- innar fyrir að vera á sínu sviði skrefi á undan íslenskum fisk- framleiðendum í matvælatækni, en jafnframt þáttur í þróunar- aðstoð íslendinga, sem þrátt fyrir allt hljóta að teljast velmegandi. Stærsti þátturinn í þeirri aðstoð hlýtur þó alltaf að verða miðlun þekkingar, meðal annars á fisk- veiðum og fiskvinnslu, til þjóða sem eru ennþá vanþróaðri. Skegg keisarans Hér hefur verið imprað á nokkr- um atriðum sem mætti taka til athugunar ef einhvern tímann verður gerð tilraun til að móta stefnu í fiskimálum. Hafrann- sóknir þarf að auka, og í samstarfi við aðrar fiskveiðiþjóðir. Aukin þekking á fiskistofnum og hegðun þeirra mun gera spádóma örugg- ari, en það er meðal annars for- senda fyrir að þjóðirnar geti skipst á fiskveiðiheimildum. Með því móti verða not af fiskiskipum og fiskvinnslustöðvum jafnari og meiri, og ekki ástæða til að halda úti stærri veiðiflota en sem ræður við góðan meðalársafla. Og fyrst hægt er að flaka fisk og frysta hann um borð í því skipi sem veið- ir hann, er ástæðulaust að halda uppi dýrari rekstri í landi í því skyni, enda ekki til annars en að rýra gæði og þar með verðmæti fiskjarins. Einnig er ástæðulaust að reka íslenskar matvælaverk- smiðjur erlendis ef hægt er að gera það heima, og tími til kominn að leggja meiri áherslu á fram- leiðslu fiskrétta í neytendaumbúð- um, í samræmi við breyttar neysluvenjur Vesturlandabúa. Flestar þessar hugmyndir hefur áður borið á góma í umræðum manna á meðal, en tilgangurinn með þessum skrifum ekki annar en að vekja enn frekari athygli á þeim og safna saman í eina heild. Óskandi að menn átti sig betur á hvernig málin eru vaxin, og hætti að eyða dýrmætum tíma í þreyt- andi rökræður um kvóta og keis- arans skegg. Góömennskan Um kvótaskiptinguna sem nú er á döfinni er ekki annað að segja en þetta: Alþingismannaflokknum, og hvað þá einstökum misvitrum ráðherrum, er ekki treystandi til að útdeila helstu auðlind landsins í hinar margvíslega mislögðu hendur. En jafnvel þó Flokknum væri treystandi hefði hann engan rétt til þess. I meira en ellefu hundruð ár hafa íslensku fiski- miðin verið bundin almennum eignarrétti allrar þjóðarinnar. Það kostaði of mikla baráttu að helga landinu þetta stóra haf- svæði, eins og það er nú orðið, til að afnot þess verði gerð enn háð- ari geðþóttaákvörðunum og „góð- mennsku" flokksfélaga, þó venju- leg* sé undir því yfirskini að „sér- fræðingaálit" búi að baki. Kvóti á hvert skip mun leiða til þess að fiskimiðin verða háð svip- uðum séreignarrétti og veiðiár eða önnur persónubundin landsnyt ís- lands eru í dag. Sjómenn, sem aðr- ir almennir þjóðfélagsþegnar, sameigendur fiskimiðanna, verða að standa fast gegn öllum hug- myndum um slíka upptöku á eig- um sínum. Um afnot fiskimiðanna ættu aðeins að gilda almennar reglur, enda annað ekki í sam- ræmi við sameignarréttinn sem á þeim hvílir. Ef á að draga svo úr fiskveiðum að ekki verði veitt meira £n sem nemur ákveðnu aflamarki, er að- eins ein leið fær: Að gera þær minna eftirsóknarverðar en er í dag. Hér er tillaga um aðferð í þessu skyni, sem miðar jafnframt að bættu skipulagi veiða og vinnslu, eins og lýst var hér að framan. 1. Skyldusparnaöur. Öll útgerð, jafnt trillubáta sem stærstu tog- ara, yrði gerð háð skyldusparnaði sem væri ákveðið hlutfall af auka- greiðslum fiskvinnslu til útgerðar. Jafnframt yrði hætt styrkveiting- um til útgerðar sem illa ber sig. Þessi skyldusparnaður ásamt afnámi styrkja yrði til þess að „fiska út“ þau skip sem aðeins tapa og síst ættu að vera á veiðum. Það yrði sjálfhætt á þeim, en í hlut hinna sem eftir yrðu kæmi meiri afli á hvert skip til jafnaðar en ella. Væntanlega kæmi á dag- inn að aðallega nýjustu skipin stöðvuðust, þau sem kostað var til með verðtryggðum en ekki gjafa- lánum, og í flestum tilvikum tog- arar. 2. Káðstöfun á skyldusparnaðarfé. Það yrði fyrst og fremst notað til að breyta þessum togurum í frystiskip í innlendum skipa- smíðastöðvum, og að einhverju leyti til að greiða niður söluverð báta og togara, gamalla eða nýrra, sem á engan hátt gætu skilað hagnaði og ekki svaraði kostnaði að breyta. Það síðarnefnda væri neyðarráðstöfun til að losna við mestu gallagripina, en niður- greiðslur nauðsynlegar í sumum tilvikum vegna mikilla áhvílandi lána. 3. Tilfærslur að vestan. Sölu- samtökin í Bandaríkjunum tækju lán út á væntanlega sölu matvæla- verksmiðja sinna og veittu því til breytinga á innlendum hraðfrysti- húsum í fiskréttaverksmiðjur. Fyrst í röðinni yrðu að líkindum frystihúsin sem gera út togara þá, er fyrst yrði breytt í frystiskip. Jafnframt yrðu markaðir í Amer- íku, Evrópu og víðar búnir undir aukna verslun með íslenska fisk- rétti í neytendaumbúðum. 4. lilutur Alþingismannaflokks- ins. Hann gæfi upp á bátinn alla flughallardrauma og sneri sér að leiðréttingu á byggðastefnunni, en óneitanlega tengist hún náið fiski- málum. Seinna, þegar hennar kúrs verður orðinn réttur, munu Is- lendingar verða nógu efnaðir til að byggja mátulega flugstöð upp á eigin spýtur, og án erlendra gjafa. Þær einungis draga úr sjálfs- bjargarviðleitni landans, og krefj- ast þegar tímar líða fram endur- gjalds, sem mun fá Jón gamla for- seta til að snúa sér við í gröfinni. Ef íslendingum er treyst til að standa í skilum með 600 milljóna króna lán út á sinn hluta í loft- kastalasmiðum, og þeir treysta sér sjálfir til að endurgreiða þrátt fyrir bágan efnahag, hljóta er- lendar lánastofnanir að vera fúsar til að lána í þess stað helmingi hærri upphæð til margfalt arð- bærari verkefna, sem auk þess borga sig sjálf. Þessu fé yrði varið til að bæta byggðum landsins tjón sem þær hafa orðið fyrir vegna „góðmennsku" Flokksins á síðustu árum. Það kæmi til viðbótar skyldusparnaðinum og tilfærslun- um, og gengi aðallega til sömu verkefna, en einnig til stuðnings uppbyggingar þar sem útgerð hætti. Þá yrði það notað til að auka hafrannsóknir og hjálpa þeim vísindum til að opna nokkra glugga og hleypa inn fersku Norður-Atlantshafslofti. 5. Endurgreiðslur. Öll útgerð, sem allir landsmenn, fengi skyldu- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.