Morgunblaðið - 30.12.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
25
Bragi Ólafsson
lœknir - Minning
Fæddur 18. nóvember 1903
Dáinn 19. desember 1983
Að sjá á bak ágætum vinum
vekur alltaf sárindi og söknuð, og
svo var um mig er mér var til-
kynnt um lát hollvinar míns
Braga Ólafssonar læknis. 50 ár
eru nú liðin síðan við sáumst fyrst
og svo vildi til að strax fyrsta dag-
inn myndaðist vinátta okkar á
milli. Hann var að koma snögga
ferð til að líta á læknishéraðið
sem hann hafði valið sér og sótt
um 1933. Þá voru ekki flugvélar og
fátt um bíla en menn treystu mest
á þarfasta þjóninn, hestinn, og svo
á sína eigin fætur. Þetta var nú
þannig að Bragi hafði komið til
Siglufjarðar með skipi að sunnan
en opinn trillubátur frá Bæ var
staddur þar og tók þennan vænt-
anlega héraðslækni með til Skaga-
fjarðar. Það var kalt í veðri og
sjóveður ekki of gott á opnum
báti. Læknirinn var látinn vera
þar sem minnst var hætta á ágjöf
en ekki hafði hann annað til hlífð-
ar en eitt teppi. Um 5 klukkutíma
var báturinn á ferð til heimahafn-
ar á Bæjarklettum, og í minn hlut
kom að bera þennan kalda og
hrjáða mann í land, en vitanlega
var hann ekki vanur svona vosbúð.
Þetta var eiginlega forspil að því
sem hann átti eftir að reyna. í
land komst læknirinn og þann veg
myndaðist strax okkar einlæga
vinátta. Heim að Bæ fórum við,
kona mín lét hann hátta niður i
rúm og raðaði heitum flöskum i
kring um hann, og þar með var
mynduð einlæg vinátta þeirra. Oft
átti Bragi eftir að tala um þessar
fyrstu móttökur Kristínar konu
minnar.
Hann var léttur á fæti á þessum
tíma, ekki vanur skíðamaður sem
ekki var von, borinn og barnfædd-
ur í Keflavík syðra en hann hafði
mikinn áhuga á að æfa sig og varð
býsna góður í greininni enda
áhuginn mikill. Sama má segja
um hesta sem vitanlega voru þá
mest notaðir. Hann setti sér að
eignast góða hesta og lét sér mjög
annt um þá eins og allt og alla sem
hann þurfti að hlúa að.
Bragi var læknir á Hofsósi í 11
ár. Vitanlega lenti hann oft í erf-
iðum ferðalögum og þá sérstak-
lega er hann var kallaður til
starfa á vetrum í Fljótin. Hann
var félagsmálamaður ágætur og
söngmaður í betra lagi, glaðsinna
og hvers manns hugljúfi sem hon-
um kynntust. Mér þótti verulega
vænt um læknishjónin eins og
raunar fleiri er ég hefi kynnst á
langri leið. Sigríður kona Braga
var ekki allra eins og sagt er, en
trygg vinum sínum. Eg var nokk-
urskonar heimagangur hjá þeim
hjónum því að oft þurfti ég að fara
í Hofsós á þeim árum og alltaf var
ég velkominn fann ég. Það var því
ekkert undarlegt að bréfaskipti
voru nokkuð tíð okkar á milli eftir
að þau fluttu til Eyrarbakka 1945
og í nokkur skipti heimsótti ég
þau þangað.
Eftir að Bragi og Sigríður fluttu
til Reykjavíkur í Barmahlíð 9,
gerði ég mér að skyldu að heim-
sækja þau er ég kom suður. Ég
fann að þeim þótti vænt um það.
Nú síðast talaði ég við Braga á
afmæli hans 18. nóvember, og
mjög rækilegt samtal áttum við
saman 28. nóvember sl., þá var
okkur báðum hulið að það væri
síðasta samtalið. Að eiga sér
tryggan vin í 50 ár hlýtur að skilja
eftir spor hjá þeim sem eftir lifa.
Kolbeinn frá Skriðulandi var okk-
ur Braga mikill vinur, nú eru þeir
báðir farnir. Hver veit nema við
sjáumst allir fljótlega.
Björn í Bæ
Látinn er grandvar og góður
maður, góður læknir. Hvar sem
hann fór var hann verðugur full-
trúi sinnar stéttar, vel lesinn,
íhugull, vandvirkur og traustur.
Sagnir hefi ég af því, að hann hafi
verið áhugasamur um velferð
sjúklinga sinna, umhyggjusamur
Dagur Halldórsson
sjómaður - Minning
Fæddur 7. maí 1904
Dáinn 22. desember 1983
Tveim dögum áður en jólahátíð-
in gekk í garð lést hann Dagur afi
okkar í Landspítalanum eftir
langa og erfiða sjúkdómslegu. Það
er erfitt að sætta sig við að hann
sé farinn frá okkur og henni
ömmu, en hann var orðinn svo
þreyttur.
Fram á hinstu stund sýndi hann
sama dugnaðinn og viljafestuna
og fylgt höfðu honum alla hans
löngu og gæfusömu starfsævi.
í yfir fimmtíu ár hafði hann afi
starfað sleitulaust á hafinu, án
þess að lenda í verulegum háska,
að eigin sögn. Að vísu sagði hann
okkur sögur af vondum veðrum og
siglingum til Englands á stríðsár-
unum, en hann sigldi þau öll. En
allar hans sögur enduðu vel eins
og ævintýrin og sögurnar sem
hann var óþreytandi við að segja
okkur og samdi þær líka oft jafn-
óðum.
Eftir að afi hætti á sjónum vann
hann heima í kjallara í húsinu
hans og ömmu á Sogavegi 127, við
að dytta að veiðarfærum fyrir
Vörðufell hf. 1, 12 tonna bát sem
hann og sonur hans Halldór gerðu
út og áttu.
Til afa og ömmu á Sogavegi var
alltaf gott að koma og þær voru
ófáar stundirnar sem við áttum
hjá þeim. Þar var oft glatt á
hjalla. Þau höfðu alltaf tima til að
sinna okkur og áhugamálum
okkar. Afi gerði við þau leikföng
sem aflaga fóru hjá okkur og
smíðaði ný, því að hann var völ-
undarsmiður.
Jólin voru alltaf ofarlega í huga
hans. Það má segja að hann hafi
breyst í barn, þegar þau gengu i
garð. Gleði og hátíð jólanna áttu
greiðan aðgang að hjarta hans.
Hin hörðu lífskjör og það starf
sem hann stundaði, höfðu engu
breytt um hjartahlýjuna. Hann
var sjómaðurinn með barnshjart-
að. Eftir hann afa stendur stórt
skarð sem aldrei verður fyllt.
Minningin um hann og það sem
hann gerði fyrir okkur mun lifa í
hjörtum okkar strákanna, barna-
barnanna hans, og allra þeirra
sem þekktu hann um ókomin ár.
Blessuð sé minning hans.
Við biðjum góðan guð að vernda
og vaka yfir henni ömmu sem hef-
ur misst svo mikið.
Kveðja frá strákunum
hans afa.
og mannúðlegur. Hann hafi því
verið virtur mjög og vinsæll í
læknishéruðum þeim, er hann á
sínum tíma sinnti. Þegar Bragi
gerðist aðstoðarborgarlæknir
(1967—76) reyndist hann hinn
besti samstarfsmaður, öruggur og
áreiðanlegur læknir, hæglátur en
skemmtilegur félagi. Alla sína
starfsævi fylgdi Bragi gamalli
lífsskoðun: Virðuleg hlédrægni
hæfir læknum best. Hann var
minnugur vel og honum lét einkar
vel að segja frá kímilegum atvik-
um, en ekki vildi hann meiða
nokkurn mann með sögum sínum.
Meira prúðmenni hefi ég vart
kynnst, en prúðmennska og
snyrtimennska einkenndu alla
hans framkomu.
Bragi Ólafsson var sonur hjón-
anna Þórdísar Einarsdóttur og
Ólafs Ófeigssonar kaupmanns í
Keflavík. Hann varð læknakandí-
dat frá Háskóla tslands 1929,
stundaði framhaldsnám í Þýska-
landi 1929—31 og í Bandaríkjun-
um 1947. Starfaði sem læknir í
Hafnarfirði og Reykjavík 1931—
34, var síðan skipaður héraðs-
læknir í Hofsóshéraði 1934—1944
og í Eyrarbakkahéraði frá 1945 og
jafnframt í Laugaráshéraði frá
1947, uns hann varð aðstoðarborg-
arlæknir frá 1967—76.
Bragi kvæntist 1929 Amalíu
Sigríði Jónsdóttur, sem lést fyrir
nokkrum árum. Hann eignaðist
tvær dætur, Kristínu, bókasafns-
fræðing, gift Sveini Magnússyni
lækni, og Eddu, hjúkrunarfræð-
ing, gift Ingibergi Elíassyni.
Barnabörnin eru samtals átta.
Ég sakna góðs vinar og sendi
nánustu aðstandendum hans hlýj-
ar kveðjur.
Jón Sigurðsson
Kveðja
Einhverntíma kemur hinsta
kallið fyrir hvern og einn. Það er
lögmál vors jarðneska lífs. Og nú
er vinur minn, Bragi Ólafsson
læknir, horfinn sjónum vorum eft-
ir langt og gæfuríkt starf. Og
hann er kært kvaddur. Sá, er þess-
ar línur ritar, kynntist Braga þeg-
ar hann var að byrja læknisnám
við Háskóla íslands. Það var árið
1924. Það ár fékk ég heimild hjá
próf. Guðmundi heitnum Hannes-
syni til að nema líffærafræði
(anatómíu) þótt ekki hefði ég
stúdentspróf. Tveimur árum síðar
ákvað ég að halda vestur um haf
til Bandaríkjanna til frekara
náms. Og þegar ég er að því kom-
inn að stíga á skipsfjöl, þá kemur
Bragi ásamt Sigurði Sigurðssyni,
fv. landlækni, til að kveðja mig og
óska mér fararheillar. Þessu
gleymi ég aldrei. Og þess vegna
verð ég að játa að ég kveð þennan
vin minn með söknuði.
Mörgum árum síðar áttu leiðir
okkar að liggja saman á nýjan
leik. Það var þegar Bragi vinur
minn gerðist aðstoðarborgar-
læknir. Það var mér sönn gleði-
stund að hitta Braga vin minn aft-
ur. Og með okkur tókst vinsamlegt
samstarf og einlæg vinátta, sem
endast mun mér til hinsta dags.
Nokkrum dögum áður en mér
barst andlátsfregn Braga, hringdi
hann í mig til að þakka mér fyrir
vinsemd mína í sinn garð á undan-
förnum samstarfsárum. Ég hafði
ekki síður ástæðu til að þakka
honum vinsemd hans í minn garð.
Þessi hugulsemi Braga kom méF
raunar á óvart, en það gladdi mitt
aldna hjarta.
Bragi Ólafsson var með þeim
heilsteyptustu mönnum, er ég hef
kynnst um ævina. Hann var full-
komlega einlægur gagnvart sjálf-
um sér og öðrum. Hann vann öll
sín störf af alúð og umhyggju
fyrir velferð annarra. í brjósti
hans sló göfugt hjarta. Hann bar
hlýjan hug til alls og allra, og fæð-
ingarstaður hans, Keflavík, var
ekki undanskilinn. Þangað ók ég
oft með honum á björtum sumar-
dögum og ég gladdist með honum.
Þannig var tryggð hans gagnvart
öllu því, sem honum þótti vænt
um. Hann var fullkomlega einlæg-
ur og heill gagnvart sjálfum sér og
öðrum. Hann var hreinlyndur,
hugrakkur og sannur eins og ljós
dagsins. Hann vildi öllum vel og
gerði öllum gott, sem komust í
kynni við hann. Hann var hljóð-
látur, en í barmi hans barðist göf-
ugt hjarta. Og þess vegna er minn-
ingin um þennan mæta og hljóð-
láta mann eins og bjart ljós í þess-
um dimma, jarðneska táradal.
S. Sörenson
Guðmundur Magnús
Árnason - Minning
Fæddur 19. ágúst 1897
Dáinn 5. desember 1983
Mig langar til að festa á blað
nokkur orð um vin minn, Guð-
mund Árnason frá Þorbjargar-
stöðum. Guðmundur fæddist í
Víkum á Skaga 19. ágúst 1897,
sonur merkishjónanna Onnu Tóm-
asdóttur og Árna Guðmundssonar
smiðs og bónda þar. Guðmundur
var elstur af níu systkinum. Hann
ólst upp með foreldrum sínum og
systkinum í Víkum.
Á unga aldri fór hann í Búnað-
arskólann á Hvanneyri og nam
þar búfræði. Eiginkona Guðmund-
ar var Kristín Árnadóttir frá
Syðra-Mallandi, hin mesta dugn-
aðarkona. Var hjá þeim hið besta
hjónaband. Kristín var alsystir
Guðrúnar skáldkonu frá Lundi.
Þau hjón hófu búskap fyrst í
Efra-Nesi árið 1925 og voru þar í
tvö ár. Árið 1927 keyptu þau
Þorbjargarstaði í Laxárdal. Þar
bjuggu þau til ársins 1970 er þau
brugðu búi og fluttu til Sauðár-
króks.
Þeim hjónum varð fjögurra
sona auðið; Árni elstur, nú for-
stjóri á Sauðárkróki, þá Ingólfur,
verkstæðisformaður á sama stað,
Haukur verkamaður og yngstur
Ásgrímur. Hann varð úti við fjár-
leit í vonskuveðri 1969, mikill efn-
ismaður í blóma lífsins. Guð-
mundur var maður mikill á velli
og myndarlegur. Hann var prúð-
menni mikið og hógvær. Glaðvær
var hann jafnaðarlega og skipti
sjaldan skapi. Hann hafði gaman
af víni og fór honum vel. Jafnan
var hann hrókur alls fagnaðar þar
sem gleðskapur var. Margar
ánægjustundir áttum við eldri
sveitungar hans með honum. Vel
eiga við Guðmund þessar ljóðlín-
ur: „Þéttur á velli og þéttur í lund/
þrautgóður á raunastund".
Hann var sem fyrr segir mikill
vexti og hraustur vel. Enginn fór
með Guðmund, það sem hann ekki
vildi, hvorki í orði né verki.
Þrautgóður var hann líka, það
kemur fram seinna i þessum lín-
um. í hreppsnefnd var hann í yfir
tuttugu ár og oddviti lengi og þótti
farast það vel úr hendi. Hann var
mjög góður skrifari og frágangur
á öllu skrifuðu sem frá honum fór
fádæma góður. Skagapóstur var
hann í 24 ár. í þeim ferðum sýndi
hann oft mikið þrek og karl-
mennsku. Þurfti hann að fara 150
km vegalengd i hverri ferð, þar
sem hann átti heima miðsvæðis
milli Sauðárkróks og endastöðvar.
Fyrst fór hann hálfsmánaðarlega
en seinna á tíu daga fresti. Végir
voru á þessum tíma svo bágbornir
hér að fara varð á hestum strax og
eitthvað snjóaði og oft langt fram
á vor, því aldrei var mokað á þeim
árum. Það fóru því að vetrinum
sex dagar í ferðina. Oft er færð
vond og veður válynd á þessari
leið. Yfir Laxárdalsheiði er að
fara og er hún mjög snjóasöm.
Á heimili mínu var endastöð
fyrir póstinn og hafði hann því
hér næturstað. Oft er mér minn-
isstætt er Guðmundur ruddist hér
inn utan úr stórhríðinni og nátt-
myrkrinu. Fannst mér karl þá
býsna mikilúðlegur, fannbarinn
frá hvirfli til ilja og stundum lík-
ari klakastólpa en manni.
Hestamaður var Guðmundur
góður og átti duglega og góða
hesta. Vel fór hann með hesta
siní., enda bauð hann þeim mikið.
Ekki veit ég til að nokkur núlif-
andi maður hafi ferðast meira á
hestum en Guðmundur. Á seinni
árum fór hann að fara ferðir þess-
ar á jeppa, að einhverju eða öllu
leyti, þegar gaf til þess. Ekki mun
það þó oft á tíðum hafa verið létt-
ara fyrir hann að fara á bílnum,
því tíðlega þurfti hann að moka
sig áfram. Einu sinni í slíkri ferð
fór hann með konu sem átti von á
sér til Sauðárkróks. Er komið var
á Laxárdalsheiði tók konan létta-
sótt og skömmu síðar sat bíllinn
fastur í skafli. Fór nú bóndi kon-
unnar, sem auðvitað var með, að
leita aðstoðar við að koma kon-
unni til bæja, sem ekki var mjög
langt. Er mér sagt að Guðmundur
hafi verið kominn til móts við að-
stoðarfólkið með konuna í fang-
inu.
Konan komst til bæja og fæddi
þar barnið og allt gekk vel. Mun
hann þá hafa verið kominn yfir
sextugt.
Árið 1970 hættu þau hjón bú-
skap og fluttu til Sauðárkróks.
Ekki voru þau búin að vera þar
lengi er kona hans missti heilsuna
og fáum árum seinna fékk hann
áfall og lamaðist annarsvegar.
Fáum dögum eftir að hann fékk
áfallið kom sá sem þetta ritar til
hans. Ekki var á honum að merkja
að honum fyndist neitt til um
ásigkomulag sitt. Það var sama
glaðværðin og æðruleysið sem áð-
ur. Guðmundur var maður sem
reyndist vel í raun. Gott væri að
eiga að marga slíka.
Eftir áfallið hresstist hann svo
að hann varð rólfær. Var það
þakkað viljastyrk hans og hörku
við endurhæfingu. Kona Guð-
mundar lést fyrir tveimur árum
og var þá búin að vera í sjúkrahúsi
í nokkur ár.
Síðustu árin var Guðmundur á
heimili sínu, Hólavegi 30, ásamt
Hauki syni sínum og Helgu mág-
konu sinni. Annaðist hún um hann
með mestu prýði, þar til hún
veiktist fyrir nokkru.
Guðmundur lést 5. desember
síðastliðinn eftir stutta legu í
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Aðstandendum Guðmundar flyt
ég mina innilegustu hluttekningu.
Lýk ég svo þessu með ljóðlínum
sálmaskáldsins mikla:
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
Rögnvaldur Steinsson