Morgunblaðið - 30.12.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
Stenmark og Wenzel
munu ekki keppa
á 01-leikunum
NÚ HEFUR þad verið endanlega
tilkynnt af alþjóðaólympíunefnd-
inni, avo og alþjóðaskíðaaam-
bandinu, að þau Ingemar Sten-
mark, sænski skíðakóngurinn, og
Hanni Wenzel fái ekki að taka
þátt í vetrarólympíuleikunum í
Sarajevo. Þau hafa bæði verið
dæmd atvinnumenn í íþrótt sinni
og þrátt fyrir mjög breyttar reglur
varöandi ólympíuleikana fá þau
ekki þátttökurétt.
Þetta þykir mörgum súrt og
mikiö er talaö um tvískinnungshátt
ólympíunefndarinnar. Allir sem til
þekkja vita mæta vel, aö allir bestu
skíöamenn heims eru á sérstökum
samningum hjá stærstu skíðaverk-
smiöjunum og auglýsa grimmt fyrir
þá vöru þeirra. Þaö er löngu þekkt
fyrirbrigði aö renna skíöagleraug-
unum strax aftur á hnakka þannig
aö vörumerkið á teygjubandinu
sjáist vel í sjónvarpinu. Og um leiö
og skíöamennirnir koma í mark, þá
taka þeir af sér skíöin og lyfta þeim
upp.
Stenmark og Wenzel hafa ekk-
ert viljaö segja um máliö ennþá.
Þau taka bæöi þátt í heimsbikar-
keppninni og hafa veriö sigursæl
þar. Þau hafa miklar tekjur af
íþrótt sinni og margir telja Sten-
mark vera tekjuhæsta skíöamann
heimsins.
275 þúsundum
úthlutaó úr
afreksmannasjóói
NÝLEGA samþykkti stjórn af-
reksmannasjóðs ÍSÍ að veíta 275
þúsund krónur til fjögurra sér-
sambanda með tilliti til frammi-
stööu einstakra keppenda þess-
ara sérsambanda á mótum er-
lendis fyrr á árinu.
Frjálsíþróttasambandinu var út-
hlutaö 110 þúsund krónum, en
þaö sótti um úthlutun úr sjóönum
vegna þátttöku í ýmsum mótum
áriö 1983, t.d. bandaríska há-
skólameistaramótinu, 6 landa
keppni í Edinborg, heimsmeistara-
mótinu í Helsinki, Kalottkeppni í í
Noregi og svo ýmsum alþjóölegum
mótum. I umsókninni var sérstak-
lega getiö árangurs Einars Vil-
hjálmssonar, Þórdísar Gísladóttur,
Óskars Jakobssonar, Þráins Haf-
steinssonar, Kristjáns Hreinssonar
og Ragnheiöar Ólafsdóttur.
Júdósambandinu var úthlutaö
60 þúsund krónum vegna þátttöku
og árangurs í opna breska meist-
aramótinu, Evrópumeistaramótinu
í París og opna sænska meistara-
mótinu.
Lyftingasambandiö hlaut 70
þúsund krónur m.a. vegna Norður-
landamóts unglinga, sem haldiö
var í Danmörku, og heimsmeist-
aramóts unglinga, sem haldið var í
Egyptalandi.
Sundsambandiö hlaut 35 þús-
und krónur meö tilliti til góörar
frammistööu einstakra keppenda.
Formaður afreksmannasjóös ÍSÍ
er Þóröur Þorkelsson.
Reykjavíkurmót
í lyftingum
REYKJAVÍKURMÓTIÐ (lyftingum
verður haldiö á morgun, laugar-
dag 31. des., gamlársdag. Mótið
fer fram í Ármannsheimilinu við
Sigtún og hefst kl. 14.00. Meðal
þátttakenda á mótinu veröa Bald-
ur Borgþórsson og Ingvar J. Ingv-
arsson, en þetta veröur þeirra
síðasta mót sem unglingar.
Þeir félagar hafa báöir hug á því
aö kveöja unglingsárin meö nýjum
Noröurlandametum, ekki er ólík-
legt aö þaö takist, því Ingvar setti
nýtt Norðurlandamet í jafnhend-
ingu (193,5 kg) nú fyrlr skömmu og
Baldur er handhafi Noröurlanda-
meta i snörun (150 kg) og saman-
lögöu (327,5 kg) og hyggst nú
reyna aö slá metiö í jafnhendingu
einnig í 90 kg þyngdarflokki. Af
framansögöu má því sjá aö von er
á skemmtilegu móti á morgun.
• Ingemar Stenmark og Hanni Wenzel keppa bæði (heimsbikarkeppninni á skíðum, en fá ekki aö taka þátt
í ólympíuleikunum í Sarajevo og þaö þykir mörgum súrt ( broti, þvf af þeim þykir mikill sjónarsviptir.
TÖLVUVÆÐING
ÁN
TÖ'LVU ?
Góöur tölvubúnaöur er dýr fjárfesting og valiö milli tegunda
er vandasamt. Erfiöleikar fjölmargra fyrirtækja og félagasam-
taka eru einmitt fólgnir í vali og nýtingu tölva í sína þágu.
Er hægt aö forðast fjárfestingaslys á þessu sviði, en njóta
þó öruggrar tölvuþjónustu á hagkvæman hátt?
TÖLVUMIÐSTÖÐIN Á SVARIÐ
•Tölvumiðstöðin býðst til að annast allt
bókhald og veita margs konar tölvuþjón-
ustu til fyrirtækja og félagasamtaka.
•Tölvumiðstöðin býður hraða og sveigjan-
lega þjónustu.
•Tölvumiðstöðin býr að sérfræðiþekkingu
og afburða tæknibúnaði.
•Tölvumiðstöðin finnur það kerfi sem best
hentar hverjum viðskiptavini.
•Tölvumiðstöðin sparar fjárfestingu í vél-
og hugbúnaði, en veitir ódýra og örugga
þjónustu sem byggir á 10 ára reynslu.
HRINGIÐ STRAX!
Ólafur Tryggvason mun veita allar nánari
UPPLÝSINGAR f SÍMA 85933
Karate-menn
fá góða heimsókn
Þeir Arild Engh 1. kyu og Har-
ald Eriksen 1. dan koma hingað
til lands 30. des. á vegum Karate-
félagsins Þórshamars og Karate-
deildar Gerplu. Þeir uröu NM-
meistarar með sveit Noregs á
síðasta NM-móti í Osló í okt. ’83.
Að margra áliti eru þeir með allra
efnilegustu karatemönnum á
Norðurlöndum. Hér er því kjörið
tækifæri fyrir karateunnendur aö
sjá þá leika listir sínar.
Þriöjudaginn 3. janúar kl.
20.30—22.00 í nýja glæsilega
íþróttahúsinu, Digranesi í Kópa-
vogi, þar mun á stuttum tíma vera
keppni í opnum flokki kumite og
nokkur sýningaratriöi, þ.á m. mun
Ólafur Wallevik 1. dan sýna hvern-
ig hægt er aö verjast voþnuöum
andstæöingum og hann mun einn-
ig sýna þýöingu Kata á móti 4.
andstæðingnum. Meö öllum þrem-
ur veröa haldnar æfingabúöir dag-
ana 28. des. til 4. jan., þær eru
opnar öllum sem hafa lokiö byrj-
endanámskeiöi í Karate.
AUK hf Auglysmgastofa Knstmar 96 2