Morgunblaðið - 31.12.1983, Side 2

Morgunblaðið - 31.12.1983, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 Kópavogur: Innheimta þing- gjalda og sölu- skatts nemur 85% INNHEIMTA þinggjalda í Kópavogi hefur gengið vel í ár, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá As- geiri Péturssyni, bæjarfógeta í Kópa- vogi í gær. Sagði Ásgeir að innheimtan næmi um 85% af álögðum gjöld- um. í fyrrakvöld nam innheimtan 83,7%, fyrir hádegið í gær var inn- heimtan komin upp í 84,4% og bjóst Ásgeir við að innheimtan færi upp í 85% þegar upp yrði staðið. Upphæð innheimtra þinggjalda nemur 240 milljónum, en upphæð söluskatts nemur 200 milljónum króna, þannig að innheimtan í Kópavogi nemur um 440 milljón- um króna á þessu ári. Hafnarfjörður, Garðakaupstaður, Seltjarnarnes og Kjósarsýsla: Innheimta þinggjalda talin munu nema um 77% INNHEIMTA þinggjalda í Hafnar- firði, Garðakaupstað og Kjósarsýslu er áætluð 75—77%, samkvæmt upp- Reykjavík: Um 70% gjalda innheimst „INNHEIMTA opinberra gjalda virðist ætla að ganga vel, sé miðað við árið í fyrra, en þá höfðu inn- heimst um 68% opinberra gjalda á móti um 70% nú,“ sagði Guðmund- ur Vignir Jósepsson, gjaldheimtu- stjóri í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði jafnframt að nú hefðu innheimst um 95% fasteignagjalda, sem væri ívið betra en í fyrra. í desember, fram til dagsins í gær, höfðu innheimst 286 millj- ónir króna í opinber gjöld og sagði Guðmundur Vignir að áætla mætti að í gær næðust inn 40 til 50 milljónir króna. Samtals væri hins vegar til innheimtu tæplega þrír milljarðar króna samkvæmt álagningu 1983 og um 650 milijónir króna frá fyrri ár- Fasteignagjöld fyrir árið 1983 nema hins vegar um 390 milljón- um króna, að sögn gjaldheimtu- stjóra. lýsingum sem Mbl. fékk á skrifstofu bæjarfógetans í Hafnarfirði í gær. Innheimtan á Seltjarnarnesi er talin nema um 77%, samkvæmt upplýs- ingum sem blaðið fékk þar. Innheimtan í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Kjósarsýslu er talin ívið betri en í fyrra, en upp- hæð sú sem innheimtist, er talin munu nema um 330—340 milljón- um króna. Samsvarandi tala á Seltjarnarnesi er talin nema um 90 milljónum króna. Innheimta söluskatts fyrstu 11 mánuði ársins á áðurgreindum svæðum er talin munu nema ná- lægt 280 milljónum króna. Morgunblaðið/ KÖE Dr. Sturla Friðriksson afhendir dr. Sigmundi Guðbjarnasyni heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright í Norræna húsinu í gær. Verðlaunin nema 60 þúsund krónum, auk heiðursskjals og penings. Sjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright: Dr. Sigmundur Guðbjarnason hlaut heiðursverðlaun ársins 1983 DR. SIGMUNDUR Guðbjarnason, prófessor við Háskóla íslands, hlaut í gær heiðursverðlaun ársins 1983 úr verðlaunasjóði Ásu Guð- mundsdóttur Wright. Hlaut Sig- mundur verðlaunin, sem nema 60 þúsund krónum, fyrir rannsóknir í lífefnafræði og sérstaklega fyrir brautryðjendastarf í rannsóknum á hjartavöðvum og orsökum og af- leiðingum kransæðasjúkdóma. Sjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright var stofnaður fyrir 15 árum er hún gaf andvirði bú- garðs síns á eynni Trinidad í þessum tilgangi. Stjórn sjóðsins skipa nú þeir Sturla Friðriksson, Jóhannes Nordal og Ármann Snævarr. Er Sturla Friðriksson afhenti heiðursverðlaunin í gær við athöfn í Norræna húsinu sagði hann meðal annars: Sigmundur hefur farið inn á ný svið í rannsóknum á starf- semi hjartavöðvans. Hann hefur bæði gert rannsóknir á hjörtum tilraunadýra og eins athuganir á hjörtum manna, sem látist hafa skyndilega. Með rannsóknum á tilraunadýrum hefur hann kann- að áhrif mataræðis og ýmissa lyfja á hjartað og fylgst með þeim breytingum sem verða á frumuhimnum í hjartanu við neyslu mismunandi fæðu, svo sem fitu. Og einnig hefur hann athugað streituþol tilraunadýra eftir vissa meðferð þeirra. Hann hefur starfað að mark- verðum grunnrannsóknum á efnaskiptum í hjartavöðva og með því aukið þekkingu á starf- semi hjartans og tilurð hjarta- sjúkdóma svo sem orsökum kransæðasjúkdóma og áhrifum kransæðastíflu á hjartavöðvann. Fyrir brautryðjendastarf á líffræðilegum rannsóknum á hjartavöðvanum veitir stjórn Ásusjóðs Sigmundi Guðbjarna- syni heiðursverðlaun ársins 1983. Forseti sameinaös Alþingis um afgreiðslu kvótafrumvarpsins: FÍjótaskrift þingstarfa er ekki til fyrirmyndar — segir Þorvaldur Garöar Kristjánsson „MÉR þótti of mikill hraði á af- greiðslu frumvarpsins um kvótakerf- ið. Efri deild hafði það til meðferðar í einn sólarhring. Að vísu er það ekki óþekkt fyrirbrigði að fljóta- skrift geti orðið á þingstörfum fyrir þingfrestun eða þingslit, en það er ekki til fyrirmyndar. Auk þess bar að hafa í huga alvöruþunga þessa máls, sem um var að ræða og grund- vallarþýðingu þess fyrir undirstöðu- atvinnuveg þjóðarinnar,“ sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, for- seti sameinaðs Alþingis, er hann var spuröur álits á því að ekki verður gengið frá reglum um aflamark, samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir jólaleyfi. Afgreiðslu frumvarps að lögum þessum var hraðað mjög á Alþingi fyrir jólaleyfi að beiðni ríkis- Akvörðun aflamarks: Unnið að málinu í kjöl- far stefnumörkunar Alþingis — ekki um óeðlilega töf að ræða, segir Kristján Ragnarsson „EF ALÞINGI hefði ekki veitt heimild til ákvörðunar aflamarks, hefðum við ekki tekið þátt í því að fara að vinna það verk, sem þarna er um að ræða og er mjög flókið og vandasamt. Þar koma mörg álita- mál til greina, ef ekki hefði legið fyrir vilji þingsins. Hitt lá alltaf fyrir, að þetta myndi taka einhvern tíma,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LIU, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Meðal annars hefur þurft að leita upplýsinga frá hverjum og einum, sem Alþingi var kunnugt um, um óvæntar tafir frá veiðum undanfarin ár, sem engir geta gefið nema mennirnir sjálfir. Það tekur talsverðan tíma og mönnum er gefinn frestur til 10. janúar til að koma þeim upplýs- ingum á framfæri. Síðan þarf að vinna úr þessum upplýsingum, þannig að ég tel að ekki hafi ver- ið um neinn óeðlilegan drátt að ræða á ákvörðun um aflamarkið og við gerðum okkur aldrei vonir um það, að þetta gæti orðið til- búið í ársbyrjun. Hitt er aðalat- riðið, að ráðherra hefur kynnt það, sem máli skiptir, þar til reglur um aflamarkið verða kynntar. Þá hefur stjórn Afla- tryggingarsjóðs ákveðið að fella niður svokallaðar mánaðarbæt- ur úr sjóðnum, sem mun virka letjandi á útgerð, sem er mikilli óvissu háð. Það er ekki talið eðli- legt að vera að bæta mönnum úr Aflatryggingarsjóði, þegar afla- mark eða sóknarmark er komið á hvert skip. Ég tel því, að ekki hafi verið um neinn óeðlilegan drátt að ræða, það hafi verið þörf á því, að Alþingi markaði stefnuna í málinu og á grundvelli þess er verið að vinna að málinu og það á að vera hægt að kynna endan- legar niðurstöður vel áður en vertíð hefst fyrir alvöru. Mönnum er hins vegar alveg ljóst við hverju þeir mega búast á árinu," sagði Kristján Ragn- arsson. stjórnar og í ræðu Þorvaldar Garðars, forseta sameinaðs þings, í umfjöllun efri deildar um málið lýsti hann m.a. þeirri skoðun sinni að fresta ætti afgreiðslu málsins fram yfir áramót, svo betri tími ' gæfist til athugunar þess. Þor- valdur var því spurður, hvort hann teldi að þróun mála sýndi, að unnt hefði verið að verða við þeirri tillögu hans. Þorvaldur sagði enn- fremur: „Standa verður á verði um að störf Alþingis fari vel úr hendi. Með deildaskiptingu Alþingis á að vera svo búið um hnútana að laga- gerðin megi vera sem vendilegast unnin. Það getur svo bezt verið gert, að síðari þingdeild, sem fær frumvarp ti meðferðar, gefist ráð- rúm til þess að vega og meta það sem frá fyrri þingdeildinni kemur og leiðrétta og breyta því sem efni standa til. Að mínu áliti mátti koma við slíkum vinnubrögðum við meðferð frumvarpsins um kvótakerfið þar sem ekki ræki nauður til að málið væri afgreitt áður en Alþingi frestaði fundum sínum vegna jólahátíðarinnar. Ég lagði því til að sá háttur væri hafður á, að efri deild afgreiddi frumvarpið til annarrar umræðu og nefndar þar sem það yrði til meðferðar þangað til Alþingi kæmi saman í janúarmánuði að loknu jólaleyfi. Það var mín skoð- un að þessi málsmeðferð þyrfti engu að breyta um framvindu mála við mótun fiskveiðistefnunn- ar. Mér kemur því ekki á óvart að frestað hefur verið aðgerðum í þessum efnum þar til síðla í febrú- ar á næsta ári.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.