Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 13 Gullbrúðkaup HINN 26. desember áttu gullbrúðkaup hjónin Guðmunda Þorbergsdóttir og Hermann Jakobsson. Þau hófu búskap á Látrum í Aðalvík og bjuggu þar til ársins 1946, er þau ásamt flestum íbúum Sléttuhrepps yfirgáfu heimabyggðina. Fluttu þau til ísafjarðar og hafa búið þar síðan í Sundstræti 31. Skákmót unglinga í Noregi: Þröstur Þórhallsson efstur eftir 4 umferðir ekki verið ástæðulaus og aðvaran- ir um sívaxandi rekstrarvanda at- vinnuveganna og yfirvofandi rekstrarstöðvun þeirra hafa engar ýkjur verið. Frá síðustu áramótum og fram á vor seig stöðugt á ógæfuhliðina í efnahagsmálum landsmanna. í lok hvers mánaðar voru landsmönn- um kynntar hækkanir hinna ýmsu vísitalna, sem hækkuðu í slíkum mæli, að ekki voru til dæmi um fyrr. Þegar núverandi ríkisstjórn komst til valda í lok maímánaðar sl., er síst ofmælt þótt ég fullyrði, að Islendingar hafi verið komnir fram á brún hengiflugs í efna- hagslegu tilliti. Verðbólga var komin á annað hundrað prósent og fór vaxandi, viðskiptahallinn var stórfelldur, skuldasöfnun erlendis gífurleg og tekjur þjóðarinnar fóru fækkandi vegna rýrnandi fiskafla. Skjótra og róttækra að- gerða var því þörf. Það kom í hlut núverandi ríkisstjórnar að grípa til ráðstafana í því skyni að draga úr verðbólgu og viðskiptahalla og koma í veg fyrir gjaldþrot at- vinnufyrirtækja og þar með heim- ilanna. Sjálfsagt má deila um einstaka þætti þeirra efnahagsráðstafana sem beitt hefur verið. Því verður samt ekki á móti mælt að aðgerð- irnar hafa komið öllum atvinnu- rekstri til góða, beint eða óbeint. Ekki verður þó hjá því komist að benda á, að ráðstafanirnar koma misvel við einstakar iðngreinar. Staða útflutningsiðnaðar hefur farið batnandi vegna gengislækk- ana og aðhalds í launamálum, sem hefur leitt til þess að raungengi íslensku krónunnar hefur verið lægra en nokkur undanfarin ár. Lækkun raungengis hefur einnig styrkt samkeppnisstöðu þeirra iðngreina, sem keppa á heims- markaði. Hins vegar eru horfur tvísýnni í þeim greinum sem framleiða vöru eða veita þjónustu innanlands, sem eru viðkvæmari fyrir samdrætti í eftirspurn. Dæmi um slíkar greinar eru bygg- ingar- og verktakaiðnaður ásamt ýmsum viðgerða- og þjónustu- greinum. Þá verður að hafa í huga, að um þessar mundir steðja miklir erfiðleikar að sjávarútvegi lands- manna, en sá atvinnuvegur er undirstöðumarkaður fyrir stórar og innlendar iðngreinar. Kemur mér þá fyrst í hug málm- og skipasmíðaiðnaðurinn, en þar er verkefnastaðan nú þegar farin að þyngjast, og horfur í einstökum skipasmíðastöðvum raunar enn verri. Þá hefur verðbólga undanfar- inna ára ásamt m.a. ófullnægjandi rekstrarlánafyrirgreiðslu orðið til þess, að lausafjárstaða fjölmargra greina iðnaðar er vægt til orða tekið bágborin, einkum þó þeirra, sem ekki njóta endurkaupalána Seðlabankans. Fyrirtækin hafa löngum fleytt sér áfram á skammtímalánum, og einungis sí- vaxandi umsvif fyrirtækjanna á umliðnum árum hafa gert það að verkum, að þau hafa haldið velli. Þegar dregur úr þensluáhrifum, og jafvel samdráttar tekur að gæta, verður slík leið ekki fær lengur. Ýmis iðnfyrirtæki eiga nú við vandamál að stríða af þessum sökum. Brýnt er að sá vandi verði hið fyrsta leystur. A 40. Iðnþingi íslendinga, sem haldið var í októberlok sl., voru þessi mál mjög til umræðu. Var þá m.a. minnt á, að ríkisstjórnin hefði lýst því yfir, að til þess að vega upp á móti kjararýrnun og minnkandi eftirspurn þyrfti að gera ráðstafanir til að auka fram- leiðslu og framleiðni atvinnuveg- anna, ekki síst í iðnaði. Slík markmið, sem að nokkru eru til lengri tíma sett, er auðvitað fagn- aðarefni. Á Iðnþingi var þó jafn- framt lögð rík áhersla á að nokkr- ar iðngreinar ættu við sérstök vandamál að stríða sem ýmist væru bundin við sérstök lands- svæði eða landið í heild. Lausn á vanda þessara greina þyldi ekki bið. Fyrir liggur, að stjórnendur og starfsmenn iðnfyrirtækja, er hér eiga hlut að máli, eru reiðu- búnir að sínu leyti að takast á við vandann, t.d. með aðgerðum á sviði vöruþróunar og rekstrar- hagræðingar eða með endurskipu- lagningu, sem hugsanlega kynni að leiða til nýrrar framleiðslu eða þjónustu. Mörg iðnfyrirtæki vinna einmitt í slíkum aðgerðum nú með dyggri aðstoð hagsmunasamtaka sinna. Á stjórnvöldum hvílir á hinn bóginn sú skylda að tryggja að fyrirtækjunum sé unnt að ráð- ast í nauðsynlegar aðgerðir. Hafi fyrirtæki mótað sér áætl- anir um það, hvernig þau vilja leysa vandamál sín, lagði Iðnþing áherslu á, að fyrirtækjunum stæði til boða þrenns konar fyrir- greiðsla: — Lán til nokkurra ára til að lagfæra lausafjárstöðuna. — Skuldbreyting vanskila- skulda og lenging lána við fjár- festingalánasj óði. — Lán og styrki til vöruþróun- ar og hagræðingar, til þess að fyrirtækin geti aðlagað starfsemi sína breyttum aðstæðum og bætt markaðsstöðu slna. Ég leyfi mér að ítreka þessi sjónarmið hér og nú. I niðurlagi ályktunar 40. Iðn- þings íslendinga kom m.a. fram sú . skoðun, að takist ríkisstjórn að tryggja þau höfuðmarkmið að ná verðbólgu til frambúðar niður á sambærilegt stig og gerist í helstu viðskiptalöndum okkar, svo og að koma fjármálum þjóðarbúsins og sjóða til uppbyggingar atvinnu- rekstri og íbúðabyggingum í eðli- legt horf, muni hér á landi skapast grundvöllur til eflingar iðnaði og stórsóknar í atvinnumálum al- mennt. Þótt ýmislegt sé okkur ís- lendingum andstætt um þessar mundir, þá er það bjargföst trú mín, að þetta geti gengið eftir. Ég óska félögum Landssam- bands iðnaðarmanna og lands- mönnum öllum árs og friðar. ÞRÖSTUR Þórhallsson ný- bakaður unglingameistari íslands í skák er nú í efsta sæti á alþjóð- legu skákmóti unglinga 20 ára og yngri í Asköy í Noregi. Er Þröstur með 3,5 vinninga eftir 4 umferðir, ásamt 2 til 3 öðrum, en staðan er óljós vegna biðskáka. Annar íslenskur keppandi er á mótinu, Gunnar Björnsson, og er hann í miðjum hópi keppenda með 2 vinninga eftir 4 umferðir. Báðir unnu þeir Gunnar og Þröstur skákir sínar í 4. umferð, sem tefld var í gær. Samtals verða tefldar 9 umferðir sam- kvæmt Monrad-kerfi og lýkur mótinu 2. janúar næstkomandi. Samtals tefla í Asköy, sem er eyja skammt frá Bergen í Nor- egi, 42 skákmenn frá 7 þjóðlönd- um. Rætt um arðgreiðsl- ur Landsvirkjunar SÚ KRAFA Reykjavíkurborgar, að Landsvirkjun greiddi hluthöfum sínum arð, kom til almennrar um- ræðu í stjórn Landsvirkjunar í gærdag, en ekki var tekin nein efn- isleg afstaða. Gert er ráð fyrir, að málið verði áfram til meðferðar hjá fyrirtækinu og tekin afstaða fljót- lega á næsta ári. VETTINGAHOLLIN - þökkum viðskiptin á liðnu ári! I dag gamlársdag höfum við opið til klukkan 13. ------------------------ A morgun nýársdag höfum við opiðfrá 16-22. Girnilegar veitingar í mat og drykkframreiddar allan daginn. Börninfá nýársgjafir. NYARSDAGUR 1. JANUAR 1984. OPIÐ FRÁ KL. 16-22 Rjómalöguð kjörsveppasúpa Fiskitríó m/kryddjurtarsósu. (Humar Orly, djúpsteikt hörpuskel, pönnusteikt smálúða) Grillsteikt lamhalæri með bernaisesósu Lambapiparsteik með rjómapiparsósu Glóðarsteiktir kjúklingar a la Americane Nautahryggsneið með koníaksristuðum sveppum Gljáður hamborgarhryggur með rauðvínssósu GRÆNMETl DAGSINS: Spergilkál oggulrœtur Innifalið í verði: Okkar vinsæli salatbar og Sherry rjómarönd FYRIR BORNIN. ' Barnahamborgarar, samlokur og kjúklingur. D400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.