Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 Pólland: Fresta verð- hækkununum Varsjá, 30. desember. AP. PÓLSK stjórnvöld hafa frestað verðhækkunum, sem boðad hafði verið, að yrðu um áramótin, og munu þær ekki verða fyrr en í febrúar. Eru yfirvöldin talin hafa áhyggjur af andstöðu almennings. Haft er eftir heimildum, að verðhækkununum verði jafnvel frestað lengur en fram í febrúar en embættismenn vilja ekkert um það segja. Verðhækkanirnar munu auka framfærslukostnað- inn um 10—15% og hafa verið kynntar og „bornar undir laun- þega“ í marga mánuði. Er það gert til að þær komi engum á óvart og að minni hætta verði þá á ókyrrð í landinu vegna þeirra. Leiðtogar Samstöðu hafa hvatt almenning til að mótmæla verðhækkununum en það voru einmitt miklar og skyndilegar verðhækkanir, sem urðu til að Samstaða var stofnuð. Sprengjur sprungu í tveimur moskum Tel Aviv, 30. deseraber. AP. SPRENGJUR SPRUNGU við tvær moskur múhameðstrúarmanna í Hebron, á vesturbakka Jórdanárinnar í gær. Einn maður særðist, en enginn dó. Öfgasamtök gyðingu voru fljót að stæra sig af tilræðinu og hótuðu framhaldi á hryðjuverkum í sama dúr, bæði gegn múhameðstrú- armönnum og kristnum. í kjölfarið á hótunum hryðju- verkamannanna, var gerð um- fangsmikil leit að sprengjum, einkum var fólk beðið að vera á verði við moskur og í strætis- vögnum. Það hreif, farþegi fann sprengju í strætisvagni í Jerús- alem og tókst að gera hana óvirka áður en skelfing hlaust af. Múhameðstrúarmenn úr fylk- ingum shita og sunna efndu til setumótmæla í moskum sínum í Líbanon og var mótmælunum beint gegn ísraelska herliðinu sem hefur aðsetur í suðurhluta landsins. ísraelsmenn svöruðu með því að loka aðalsamgöngu- æðinni að yfirráðasvæði þeirra við Awali-fljót. Leyniskyttur skutu all oft að ísraelskum her- mönnum í gær, en mannfall varð ekki. Hungursneyð hefur ríkt víða í Afríku á þessu ári. Þessi mynd er frá Chad, þar sem þurrkar hafa leikið innfædda grátt. Hirðinginn á mynd- inni heldur á hálfsoltnu barni sínu. Það á dauðann vísan fái það ekki nauðsynlega næringu innan fárra daga. 211% verð- bólga í Brazilíu Rí« de Janeiro, 30. desember. AP. NÝTT verðbólgumet var sett í Brazilíu á árinu. Nú í árslok liggur fyrir að verðbólga ársins er 211% og hefur hún því tvöfaldazt frá fyrra ári er hún var 99,7%, samkvæmt upplýsingum stofn- unar, sem stjórnvöld hafa hingað til tekið mark á. Dregið hefur þó úr verðbólguhrað- anum síðustu mánuði vegna íhlutun- ar stjórnvalda í kaupgjalds- og verð- lagsmál. Þannig hækkaði fram- færslukostnaður um 7,6 prósentustig i desember og koma þar fyrst og fremst til verðhækkanir á almenn- um neyzluvörum. Brazilíumenn eiga við gífurlega efnahagsörðugleika að etja og sjá þeir vart út úr augum í þeim efnum. Frakkur þjófur Stockport, Englandi. 30. deaember. AP. MAÐUR nokkur, í æfingagalla, gekk inn í búningsklefa tveggja „rögbf“-liða sem áttu innan skarams að hefja leik á íþróttaleikvangi í Stockport, og sagði: „Jæja strákar, í þessum poka geymum við allt fémætt til þess að því verði ekki stolið." Þvf næst fylltu leikmenn- irnir pokann, en ekkert af því hefur sést síðan og maðurinn í sloppnum þar með talinn. Leikmenn beggja liða töldu mann- inn vera á vegum hins liðsins, en vita nú að svo var ekki. Lögreglan leitar mannsins og fékkst sæmileg lýsing á honum. Hann hafði hins vegar ekki fundist síðast er fréttist. Afganistan: Vissu Bandaríkjamenn um innrásaráformin? VESTR/ENIR sendistarfsmenn í Kabúl voru þegar sumarið 1979 sannfærðir um, að Sovétríkin ættu eftir að gera innrás í Afganistan. Segist Kjell Gjerseth, fréttamaður norska blaðsins Dagbladet, hafa þetta eftir heimildum í Kabúl, höf- uðborg Afganistans, og Islamabad, höfuðborg Pakistans. Þar hafi hann smám saman á undanförnum árum fengið að vita einstaka þætti þeirrar sögu, sem hafi gengið fullum fetum þess efnis, að innrásin í Afganistan hafi hvorki komið Bandaríkjunum né öðrum vestrænum ríkjum á óvart. Frétt þessi birtist ( Dagbladet fyrir skömmu. ERLENT, Norski fréttamaðurinn heldur því ennfremur fram, að margir vestrænir sendistarfsmenn hafi haft vitneskju um ítarlega skýrslu, sem sendiherra Banda- Gromyko á afvopnunar- ráðstefnu? Bonn, 30. desember. AP. VESTUR-ÞÝSKA stjórnin hefur fengið vísbendingar um að Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, muni sækja afvopnunarráðstefnuna í Stokkhólmi í næsta mánuði, að sögn talsmanns hennar. Hann býst Ifka við að utanríkisráðherrar annarra Austur- Evrópuríkja sæki ráðstefnuna. Utanríkisráðherrar NATO sækja ráðstefnuna og talsmaðurinn ítrek- aði þá von stjórnar sinnar að Grom- yko ræddi við George Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. ríkjanna í Kabúl hafi sent til Washington í júlí 1979. í þessari skýrslu kemst sendiherrann að þeirri niðurstöðu, að Rússar muni senda her inn í landið og er gizkað á að fjöldi sovézku hermannanna verði um 100.000. Til viðbótar þessu á pólski sendiherrann í Kabúl að hafa heimsótt bandaríska sendiherr- ann þar tvisvar sinnum á þessum tíma og bent á, að stjórnin í Kab- úl, sem var svo hliðholl Sovétríkj- unum, hefði ekki nægilegt vald yf- ir landinu og að Sovétríkin myndu sjá sig tilneydd til enn frekari af- skipta af stríðinu i landinu, sem þá var orðið að hreinni borgara- styrjöld. Pólski sendiherrann var tekinn alvarlega, því að sumarið og haustið 1979 héldu flestir bandarísku sendistarfsmannanna í Kabúl burt þaðan í kyrrþey með venjulegu farþegaflugi. Er sov- ézka herliðið hélt inn í landið 27. des. 1979 voru aðeins fáeinir vest- rænir sendistarfsmenn eftir í Kabúl. Fyrstu fflasabarna- þríburarnir í ] Kiei. v-pýskaiandi, 3«. deæmber. ap. irnir, sem þegar hafa verið V-ÞÝSK kona eignaðist í morgun skírðir og nefndir Arne, Jörg og fyrstu glasabarnaþríburana, sem Dennis, þremur vikum fyrir tím- um getur í Evrópu. Bömin, allt ann. Vógu þeir 12—1800 grömm drengir, voru tekin með keisara- við fæðingu eða 5—7 merkur. skurði á fæðingardeild sjúkrahúss Móðirin, hin 26 ára gamla háskóla borgarinnar. Marlies Clausen, er frá eynni Að sögn lækna fæddust dreng- Föhr skammt undan yestur- Evrópu - strönd V-Þýskalands. Henni og drengjunum þremur heilsast vel að sögn lækna. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn, sem glasa- barnaþríburar koma í heiminn í Evrópu, en áður hafði áströlsk móðir eignast þrjú börn eftir getnað með þessum hætti. Ófriður Líbanskur stjórnarhermaður mundar vopn sitt f Beirút í fyrradag, en þá börðust stjórnarherinn og shitar vfða um borgina. Nú er að Ijúka blóðugu ári í Líbanon og skiptar skoðanir hvort að fyrirheit komandi árs séu góð eða slæm. Símamynd AP. t Unnusti minn og faöir okkar, LEIFUR UNNAR INGIMARSSON, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni 3. janúar kl. 15.00. Díaa Dóra Hallgrímsdóttir, Halldóra Leifsdóttir, Kristján Hallur Leifsson, og Arnhildur Leifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.