Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
Myndlist
Valtýr Pétursson
Fyrir ári hófst mikið bókaflóð
um listamenn og verk þeirra hér
á landi. Það voru liðin nokkur ár,
frá því er Helgafell lét frá sér
fara nokkrar bækur um ástsæl-
ustu listamenn okkar, og svo allt
í einu rann af stað sú skriða, sem
enn rennur, og vonandi sér ekki
fyrir endann á. Ég verð að játa,
að sumar þessar bækur hef ég
ekki handleikið, og því verður
hér ekki um neinn samanburð að
ræða, hvorki á útliti þessara
bóka né texta þeirra. En rétt
fyrir hátíðir barst mér í hendur
bókin um Þorvald Skúlason, sem
þessar línur eru um.
Björn Th. Björnsson hefur
skrifað texta þessarar bókar og
um leið valið myndir til birt-
ingar en hvort fleiri hafa verið
þar í ráðum, er ekki greint á
blöðum bókar þessarar. Ekki er
þó ólíklegt að listamaðurinn
sjálfur hafi þar haft hönd í
bagga með myndvali. Hvað um
það, þarna er á ferð sérstaklega
eiguleg og falleg bók, og það
mætti segja mér, að aðrar bækur
af þessu tagi, er út komu nú um
jólin, hafi ekki jafn merkilegum
listaverkum á að skipa og bókin
um Þorvald. Það er alkunna,
hver snillingur Þorvaldur Skúla-
son er á sínu sviði og hve fram-
arlega hann hefur staðið í mynd-
sköpun aldarinnar hér á landi.
Hann hefur að vísu verið mjög
umdeildur listamaður og kemur
það vel fram í texta Björns Th.
Það fer heldur ekki milli mála,
hvert framlag Þorvalds hefur
verið í nútímamyndlist hér á
landi og hver hlutur hans hefur
verið, þótt víðar sé leitað en hér
á landi. Þessi bók gefur ágæta
mynd af Þorvaldi sem málara,
allt frá því er hann leggur út á
listabrautina og þar til hann
hefur öðlast þá nafnbót að vera
NESTOR þeirra myndlistar-
manna, sem einna mest hefur að
kveðið á seinni árum.
Eins og allir vita, sem til
þekkja, hefur sá er þessar línur
ritar verið einn af aðdáendum
Þorvalds Skúlasonar sem mál-
ara um langan aldur. Með hverju
ári sem liðið hefur virðist áhugi
og virðing fyrir þessum einstaka
málara hafa vaxið jafnt og ört
með þeim, sem honum hafa verið
samtíða og notið hafa verka
hans. Það eru yfir áttatíu lista-
verk í þessari bók, og ekki er gott
að gera upp á milli þeirra. Hvert
einasta verk, sem eftir Þorvald
liggur, hefur eitthvað til síns
ágætis, en hér er eins og svo oft
áður um mikil listaverk, að það
liggur ekki alltaf í augum uppi,
hvert er gildi einstaka verks.
Hér þarf að skoða vel og vand-
lega og helzt að þekkja aðstæður
allar: Undir hvaða kringum-
Elcktra.
stæðum listaverkið hefur orðið
til og hverjar virðast helztu
ástæður fyrir tilurð þess, þjóðfé-
lagslegar aðstæður ásamt per-
sónulegri innlifun á aðstæðum
og umhverfi. Hér koma fleiri en
ein ástæða til greina hjá jafn
viðkvæmum listamanni og Þor-
valdur Skúlason er. Margt af
þessu kemur að vísu fram í texta
Björns Th., og er texti þessarar
bókar nokkuð frábrugðinn öðr-
um álíka textum, hvað þetta at-
riði áhrærir. Margir þeir, sem
skrifa slíkar bækur, eiga það til
að fara svo í fræðilegar útskýr-
ingar, að texti þeirra verður lítt
læsilegur og minnir helzt á
skólaritgerðir. En Birni tekst að
skila ritmáli sínu á sinn per-
sónulega og læsilega hátt og
laumar á köflum svolítið
skringilegum atvikum inn f
lesmálið. Má sem dæmi um það
nefna kaflann um viðureign Jón-
asar frá Hriflu við listamenn á
sínum tíma. Það er annars
óþarft að ræða um texta 3jörns
Th. hér, því að allir, sem af list-
um hafa spurnir í nútímanum,
þekkja orðkynngi og skáldlegan
stíl þessa mikilvirka rithöfund-
ar.
Persónulega finnst mér vanta
ýmis verk í þessa bók um Þor-
vald. Það kemur til að mynda
einkennilega fyrir sjónir, að að-
eins eitt listaverk í eigu Lista-
safns íslands skuli vera valið, en
safnið mun eiga nær fjörutíu
verk eftir Þorvald og þau ekki af
verri endanum. Þorvaldssafn
(Listasafn Háskóla íslands) á
megnið af þeim verkum, sem í
bókinni er að finna, og er það
hlutur af gjöf Sverris Sigurðs-
sonar og konu hans, Ingibjargar.
Það er því vart ofsagt, að nokkuð
þröngt hafi verið leitað fanga í
þessa bók, og Listasafn ASÍ á
þarna aðeins eitt verk. Það er
því ekki óeðlilegt, að manni detti
í hug, að hér sé fyrst og fremst
verið að kynna Þorvaldssafn í
Listasafni Háskóla íslands. Og
ekki fyrir löngu sá ég á vegg
heima hjá listamanninum ein-
hverja mögnuðustu mynd, sem
ég hef séð eftir Þorvald Skúla-
son, og ekki er hún í þessari bók.
Utlit þessarar bókar er útgef-
anda til mikils heiðurs og vart
við öðru að búast, þar sem Haf-
steinn Guðmundsson er að verki.
Ég held, að segja megi, að flest
verk í þessari bók hafi komið vel
fram í prentun, og texti er
smekklega upp settur. I fáum
orðum sagt: Þetta er ein falleg-
asta bók af sínu tagi, sem út hef-
ur komið á íslandi og hvernig á
annað að vera, þegar jafn stór-
brotinn málari á í hlut og Þor-
valdur Skúlason.
Áramótatónleikar
Tónlist
Jón Asgeirsson
Við áramót er yfirskrift tón-
leika íslensku hljómsveitarinn-
ar, sem fram fóru í Bústaða-
kirkju sl. fimmtudag við hús-
fylli. Tónleikarnir enduðu á sam-
söng hljómleikagesta og félaga
úr Söngsveitinni Fílharmonía,
en kammersveit undir stjórn
Kurt Lewin lék undir. Þetta er
góður siður og án mikils kostn-
aðar mætti rita sálmalögin ein-
rödduð með stórletruðum texta
og ganga svo ríkt eftir að allir
syngi „fullum hálsi".
Fyrsta verkið á tónleikunum
var Lýrísk svíta eftir Maurice
Karkoff. Svítan er í fjórum þátt-
um, ekki veigamikil í gerð en
laglega unnin og var vel leikin.
Eftir Herbert H. Ágústsson var
leikið gamalt verk, frá því um
1950, samið fyrir strengjasveit
og horn. Það var fróðlegt að
heyra þetta rúmlega þrjátíu ára
verk, sem er áheyrilegt og var
ágætlega flutt af Þorkeli Jóels-
syni. Sem smá milliþáttur var
leikin fantasía fyrir fiðlu og
hörpu, eftir Saint-Saéns, Laufey
Sigurðardóttir lék fiðlueinleik-
inn en Elísabet Waage á hörp-
una. Elísabet stundar nú nám í
hörpuleik í Hollandi og svo sem
marka má af leik hennar í þessu
litla verki, er gott til þess að
vita, að von sé á góðum íslensk-
um hörpuleikara, þar sem Elísa-
bet Waage er. Eftir þetta létta
millispil lék Martial Nardeau
einleik á piccolo-flautu, í konsert
eftir Vivaldi. 1 efnisskrá er sagt
að Vivaldi hafi samið fyrir „flag-
eolet“-flautu, sem sé eins konar
forveri piccolo-flautunnar. Viv-
aldi samdi fyrir blokkflautu og
litla blokkflautan, sem hljómaði
áttund ofar, var kölluð „piccolo"
en samkvæmt Willi Apel er
„flageolet" rangnefni. Réttilega
hefði því átt að leika konsertinn
á „litlu" blokkflautuna. Hvað
sem því líður, var leikur Nard-
eau mjög skemmtilegur og leik-
andi, einkum í síðasta kaflanum.
Lokaverkið á tónleikunum var
Nocturne op. 60 eftir Britten.
Einsöngvari með hljómsveitinni
var Jón Þorsteinsson óperu-
söngvari. Britten samdi mörg
söngverk og hafa nokkur þeirra
náð miklum vinsældum og eru
talin með bestu verkum hans.
Jón Þorsteinsson ópcrusöngvari
Nocturnurnar eru ekki meðal
vinsælustu söngverka hans en
þykja þó bera þess merki, hversu
vel Britten kunni að tónsetja
enskan texta. Verkið er erfitt í
söng og var flutningur Jóns
Þorsteinssonar frábær, söngur-
inn svo léttur og leikandi, sem
aðeins er á valdi bestu söngvara.
Tónleikarnir voru persónu-
legur sigur fyrir Jón Þorsteins-
son. Stjórnandinn að þessu sinni
var Kurt Lewin, sem unnið hefur
gott starf í Svíþjóð sem kamm-
ertónlistarmaður, leiðbeinandi
og stjórnandi kammerhljóm-
sveita. Stjórn tónleikanna lék í
hendi hans, án alls leikaraskap-
ar, svo að lá við naumt, að vart
yrði við hann. Það var auðheyrt
að hér var á ferð góður tónlistar-
maður.
Aths.: Þátturinn um Jólaóratorí-
una í blaðinu í gær er eftir Jón
Ásgeirsson en ekki Jón Þórar-
insson eins og misritaðist. Þá
var TÓNLISTAR-þátturinn
einnig rangt merktur. Biðst
blaðið velvirðingar á þessu.