Morgunblaðið - 31.12.1983, Side 24

Morgunblaðið - 31.12.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 STJÖRNl) LJÖSA TILBOÐ r t V 3 stærðir áf 'v stjömuljósum, 5 pakkar saman í búnti. Hrafnkell Stefánsson lyfsali — Minning Fæddur 30. aprfl 1930 Dáinn 23. desember 1983 Sjaldan hefur okkur brugðið eins og þegar við fréttum það á aðfangadag, að vinur okkar og skólabróðir Hrafnkell Stefánsson hefði látizt daginn áður. Þó að við höfum ekki umgengizt mikið síð- an hann tók við apótekinu á ísa- firði fyrir 10 árum, var það víst að þegar það fréttist síðastliðið vor, að hann hefði fengið úthlut- að lyfsöluleyfi í Breiðholti og mundi því flytjast suður aftur, þá hugsuðum við gott til að geta endurnýjað vináttuböndin. Við skólabræðurnir Hrafnkell, Þor- kell Jóhannesson, Brynjólfur Sandholt og Ragnar Halldórsson umgengumst daglega og oft á dag í þau 6 ár sem við vorum sam- ferða í Menntaskólanum í Reykjavík. Auk þess voru Hrafnkell og Ragnar samtímis við nám í Kaupmannahöfn í 2 ár. Foreldrar Hrafnkels voru Stef- án Jakobsson frá Galtafelli, múrarameistari í Reykjavík, og Guðrún Guðjónsdóttir. Hrafnkell ólst upp í Norðurmýrinni og síðar á Háteigsveginum. Hann lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1950 og hóf nám við Lyfjafræð- ingaskóla íslands í október 1951. Hann var við verknám í Ingólfs- apóteki frá október 1951 til ágúst 1954, og varð Exam. pharm. í október 1954. Hann stundaði nám við danska lyfjafræðiháskólann frá nóvember 1954 og lauk þaðan Cand. pharm.-prófi í október 1956. Hann starfaði á vegum Lyfja- verzlunar rikisins við apótek Rík- isspítalans í Kaupmannahöfn frá nóvember 1956 til 1957 og var lyfjafræðingur í Lyfjaverzlun ríkisins í maí 1957 til desember 1969. Hrafnkell stundaði lyfja- fræðingsstörf á Landspítalanum frá desember 1958 til desember 1969 og var lyfjafræðingur við ríkisspítalana frá janúar 1970 til 1973. Hann var í lyfjanefnd Landspítalans 1971—1973 og stundaði rannsóknir í ávana- og fíknilyfjum og -efnum við rann- sóknastofu í lyfjafræði við Há- skóla íslands i samstarfi við Þorkel Jóhannesson, prófessor, 1970—1973. Hann varð lyfsali á ísafirði 1. ágúst 1973, og fékk ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. leyfisveitingu fyrir Breiðholts- apóteki síðastliðið vor. Apótekið er í byggingu. Hrafnkell var í stjórn Lyfjafræðingafélags fs- lands 1958—1959 og 1963—1965 og í samninganefnd félagsins 1958—1973. Einnig var hann í stjórn Heilsuverndarstöðvar ísa- fjarðar. Hann ritaði margar greinar um starfssvið sitt í Tíma- rit um lyfjafræði. Hrafnkell kvæntist 14. október 1951 Guðbjörgu Jónsdóttur, Jóns Magnússonar kaupmanns og Guðrúnar Stefánsdóttur rit- stjóra. Þeim varð sex barna auð- ið. Þau eru Jón læknir, Ragnheið- ur textílhönnuður, Sigríður sjúkraþjálfari, Stefán verkfræð- ingur, Hannes læknisfræðinemi og Guðrún sem er í skóla. Hrafnkell var maður mjög dag- farsprúður og traustvekjandi í framkomu. Hann var myndarleg- ur á velli, sviphreinn, svipmikill og bauð af sér góðan þokka. Hann var mjög vel liðinn af skólasystk- inum, jafnt sem samstarfsfólki og er harmdauði öllum þeim er hann þekktu. Við sendum skólasystur okkar, Guðbjörgu eiginkonu Hrafnkels heitins, aldraðri móður hans, börnum hans og barnabörnum og bræðrunum Hreggviði og Stefáni Má innilegar samúðarkveðjur. Kveðjuathöfn fór fram í ísa- fjarðarkirkju miðvikudaginn 28. þ.m., en útför Hrafnkels verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 2. janúar, kl. 15.00. Bekkjarbræður t SÖLVI ÁSGEIRSSON frá Flateyri lést í Sjúkraskýli Bolungarvíkur aö morgnl jóladags. Jarösungiö veröur frá Flateyrarklrkju þriöjudaginn 3. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÓLÍNA (GÓGÓ) STEINDÓRSDÓTTIR, Beykihliö 31, Reykjavík, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni ( Reykjavík miövikudaginn 4. janúar kl. 15.00. Einar Pálsson, Geröur Einarsdóttir, Kristrún Einarsdóttir, Einar K. Sigurgeirsson, Erla K. Sigurgeirsdóttir, Guömundur K. Sigurgeirsson. t Hjartkær sonur okkar og bróðir, ÞÓRÐUR JÓNSSON, veröur jarösunglnn frá Fossvogsklrkju þriöjudaginn 3. janúar kl. 10.30. Jón Níelsson, Jódís Þorsteinsdóttir og systkini hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför, eiglnmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, ÁRNAJÓNASSONAR. Sigurlaug Jónsdóttir, Páll Árnason, Ásdís Árnadóttir, Jón Þór Árnason, Ragnar Árnason, Jón Bergsveinsson. ÚRVALIÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA aaaatLoa (DJíajiiiaasaa ca? E S ÁNANAUSTUM. SÍMAR 28855.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.