Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 27 skelfilegar. I Japan einu saman eru 22 slík raforkuver í notkun. Þegar Plútó er í sínu eigin húsi, Sporðdrekanum, felur hann í sér geysilega öfluga myndbreytandi orku, sem umbreytir gersamlega öllu því, sem var. Þessi orka eyðir og ýtir til hliðar því gamla í því skyni að skapa rúm fyrir nýtt upp- haf. Plútó er einnig tákn frjóseminn- ar. Þegar allt kemur til alls, þá hóf lífið hér á jörðunni göngu sína fyrir atbeina eldvirkninnar og skapaði sér á storknuðu hrauninu sín fyrstu lífsskilyrði. Nýtt tímabil Plútó kemur aðeins á 248 ára fresti inn í merki Sporðdrekans. í þessari hringför markar hann upphaf nýs tímabils hverju sinni fyrir ísland. Plútó einn er mjög áhrifamikill, en þegar hann er þar að auki studdur af að minnsta kosti fjórum öðrum höfuðstjörn- um, þá á hann eftir að ráða at- burðarásinni á íslandi á árinu 1984. Til þess að gera sér grein fyrir mikilvægi þessarar afstöðu stjarnanna, verða menn að hafa það í huga, að Plútó var síðast á þjóða. Verzlun mun blómgast. Fiskvinnslan mun þar að auki hafa fram að færa möguleika, sem reynzt hafa vel áður. Á þessum vettvangi skapast góð tækifæri til þess að opna nýja sölumarkaði og efla viðskiptasamböndin. Með Sat- úrnus í Sporðdrekamerkinu hefur Merkúr-árið 1984 þá nauðsyn í för með sér fyrir ísland að bjóða viðskiptalöndum sínum meiri vörugæði. Aðeins þannig verður unnt að vinna bug á óstöðugleika þeim, sem árið flytur með sér. Því miður mun fyrri helmingur ársins hafa í för með sér enn meira atvinnuleysi. Rýrnun peninganna heldur áfram. Fyrst á síðari hluta ársins koma fram hugmyndir, sem gefa fyrirheit um festu og varan- leika að lokum. Meira raunsæi Ekki bara þeir sem stjórna, heldur almenningur líka mun temja sér meira raunsæi. Þetta verður ár án tálsýna. Fyrirheit eiga eftir að leysast upp í reykskýi. Fólk mun halda fastar utan um peningana sína. Vinnuveitendur verða ekki eins fúsir og áður til þess að taka Sýnishorn af stjörnuspá. þessum stað á meðal stjarnanna fyrir ca. 6000—8000 árum. Öfgastefnum mun vaxa ásmegin á fslandi og þá einkum á vettvangi þjóðfélagsmála og stjórnmála. Ytri aðstæður eiga eftir að harðna. Til viðbótar hinni andlegu breytihneigð, sem unga kynslóðin elur með sér, koma vaxandi erfið- leikar á vinnumarkaðinum. í sam- ræmi við regluna „að farast og fæðast" þróast lífsskilyrðin í átt til ástands, sem er enn meira ófullnægjandi en áður. Ástandið á vinnumarkaðinum verður enn erf- iðara. Atvinnuleysi verður að aðkall- andi vandamáli á árinu 1984. Eng- inn getur verið viss um atvinnu lengur. Á árinu mun reyna mjög á getu stjórnarflokkanna. Annars vegar verða þeir með því að skapa fleiri atvinnutækifæri að draga úr erfiðleikunum á vinnumarkaðin- um. Hins vegar verða þeir að finna aðferðir og leiðir til þess að halda verðbólguhraðanum í skefj- um. Við lausn þessara vandamála er lítið unnt að reiða sig á aðstoð annarra þjóða, sem íslendingar eru í bandalagi við. Island verður að þora að halda sína leið eitt síns liðs. Á árinu 1984 verður ekki að finna nein „tækifæri aldarinnar" fyrir ís- land. Allar áætlanir og hugmyndir um að flytja nýja tækni inn í land- ið verður ekki unnt að framkvæma á komandi ári. fsland verður að halda sig við þær iðngreinar, sem þegar hafa verið byggðar upp. ís- lendingar verða að læra að semja sig að reglu hófseminnar (Satúrn- us) á næsta ári. Leggja verður áhrzlu á að viðhalda stöðu lands- ins í efnahagssamvinnu Evrópu- áhættu. Launþegar munu gera allt til þess að tryggja atvinnu sína. Það mun ganga svo langt, að fólk þorir ekki lengur að tilkynna sjúkraforföll af ótta við að missa vinnu sína. Sá, sem virkilega legg- ur sig fram, mun í árslok hafa tryggt öryggi sitt. Árið 1984 gefur þeim einum tækifæri á íslandi, sem af einlægum vilja og fullri einbeitni uppfylla skyldur sínar. Það eitt gildir, sem skiptir máli. Raunsæi verður látið ráða á öllum sviðum lífsins. í þjóðfélagsmálum tekur fólk að hugsa öðru vísi. Leitin að meiri lífsfyllingu á eftir að skipa æðri sess. Sótzt verður eftir nýjum markmiðum. Samtök verða mynd- uð til þess að leita nýrra verð- mæta, er gefa lífinu meiri tilgang. Æskan verður að vandamáli. Fíkniefnabrot eiga eftir að magn- ast mjög á íslandi 1984. Félagsleg bönd jafnt sem fjölskyldubönd eiga eftir að rofna. Framar öðru'm mun unga kynslóðin leita nýs lífs- verðugs þjóðfélagsforms, sem gef- ur lífinu fullnægjandi gildi. Að baki þessu felst leitin að nýju manngildi. Hver og einn af þessari þjóð verður að taka afstöðu til nálægð- ar ársins 1984 og taka tillit til hennar, er hann horfir til framtíð- arinnar. Mikilvægt er, að þessir uppbyggingarkraftar verði nýttir. Flett verður harkalega ofan af hvers konar misferli. í þessum nýju samtökum komandi árs, hvort sem það eru einstaklingar, samtök eða stjórnmálasamtök, verður það, sem gengið hefur sér til húðar, eyðilagt til hagsbóta fyrir nýsköpun í efnahagslífi og þjóðmálum. Sigríður Angantýs- dóttir - Kveðjuorð Kynni okkar Sigríðar hófust fyrir tæpu ári. Við áttum þá sam- leið í kvennabaráttunni, hittumst fyrst í hópstarfi Kvennalistans fyrir síðustu kosningar. Sigríður gaf sig af heilum hug í þá baráttu. Framlag hennar var ómetanlegt. Hún miðlaði okkur af langri starfsreynslu sinni og þekkingu, m.a. á málefnum kvenna í fisk- vinnslu. Aftur lágu leiðir okkar Sigríðar saman, þegar við nokkrar konur hófum undirbúning að ráðstefnu um kjör kvenna á vinnumarkaðin- um. { þann hóp var Sigríður sjálfkjörin. Eftir ráðstefnuna fylgdi undirbúningur að stofnun Samtaka kvenna á vinnumarkaðn- um í kjölfarið. I öllu þessu starfi var Sigríður einstaklega góður vinnufélagi. Hún tók aldrei að sér verkefni, án þess að skila því til fullnustu, en það er ómetanlegur kostur í bar- áttu, sem unnin er í tómstundum. Það var þó ekki aðeins áreiðan- leiki Sigríðar, sem gerir hana ógleymanlega okkur samstarfs- konum hennar. Það var að sjálf- sögðu fyrst og fremst manneskjan Sigríður, glaðvær, tillögugóð, jákvæð og hjálpsöm, sem við minnumst með trega. Kynnin voru stutt, en þau voru góð. Eftir stöndum við einum góð- um félaganum færri. Við kveðjum Sigríði með sökn- uði, konu, sem gekk ótrauð og sig- urviss til fylgis við réttlætismál- stað eigin kyns. Guörún Jónsdóttir Bridgo Arnór Ragnarsson Bridgefélag Akureyrar Nú er aðeins tveimur umferóum ólokið í Akureyrarmótinu í sveita- keppni og er sýnt að sveit Stefáns Ragnarssonar muni hreppa titilinn að þessu sinni, en sveitin hefir fengið 301 stig í 17 umferðum. Röð næstu sveita: Harðar Steinbergssonar 258 Páls Pálssonar 242 Jóns Stefánssonar 237 Júlíusar Thorarensens 234 Arnar Einarssonar 230 Antons Haraldssonar 214 Karls Steingrímssonar 209 Tuttugu sveitir taka þátt í mótinu og eru spilaðir 16 spila leikir. Síðustu tvær umferðirnar verða spilaðar 3. janúar 1984. Akureyrarmótið i tvímenningi sem spilað er með barometer- fyrirkomulagi hefst 10. janúar nk. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til stjórnar BA fyrir 5. janúar nk., en barometerinn krefst nokkurrar undirbúnings- vinnu sem kunnugt er. Öllum er heimil þátttaka i mótinu og eru spilarar í nágrenni Akureyrar hvattir til að taka þátt í mótinu. Bridgefélag kvenna Félagið hefur starfsemi sína með aðalsveitakeppni í Domus kl. 19.30 mánudaginn 9. jan. nk. Sveitaforingjar tilkynni sig til Sigrúnar, sími 11088, eða Gerð- ar, sími 81889. Nú hefur Sparisjóður Keykjavikur og nágrennis enn aukið þjónustu við viðskiptavini sína. Sparisjóðurinn fiejur opnað umboðfyrir HAPPDRÆTTI HASKÖLA ÍSLANDS og í útibúi sínu á Seítjamamesi Viðskipiamönnum sparisjóðsins stendur tif 6oða að það sé tekið út aj reikningum fmira við endumýjun happdrcettismiðanna. ... Já, f>að er tán að skipla við sparisjóðinii. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Skólavöröustíg 11 • Reykjavík • Sími 27766 Austurströnd 3 • Seltjarnarnesi • Sími 25966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.