Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
19
fstœðisflokksins:
Efnahagskerfið þolir ekki jafn
stóran flota til jafn lítilla veiða
Alþingi hefur nú samþykkt ný lagaákvæði um stjórn-
un fiskveiða á næsta ári. Þau fela sjávarútvegsráðherra
mikið vald til stjórnunar. Hann hefur nú heimildir til
þess að setja einstökum skipum aflamark. Ýmsum þyk-
ir sem Alþingi hafi með þessu afsalað sér áhrifum og
völdum. Þessar áhyggjur manna eru á misskilningi
reistar. Hitt er áhyggjuefni, að nauðir hafa rekið Al-
þingi til þess að takmarka sjálfræði útgerðarmanna og
sjómanna. Þeir eiga að réttu lagi að fara sjálfir með
stjórn sinna mála.
Vandi okkar er á hinn bóginn sá, að flotinn er of stór
og auðlindin takmörkuð. Tímabundnar ráðstafanir af
þessu tagi voru því óumflýjanlegar. Framkvæmd þeirra
er mörgum vandkvæðum bundin og getur aldrei fremur
en önnur ofstjórn verið sanngjörn í alla staði. Afla-
markið er þrátt fyrir umfang sitt aðeins brot þeirra
úrlausnarefna í sjávarútvegi, sem glíma þarf við á
næstu vikum. Það er sá hluti ísjakans, sem upp úr
stendur. Meginhlutinn er í kafi enn. Þar verður þrautin
þyngri að ákveða rekstrarforsendur sjávarútvegsins.
í sambandi við rekstrarforsendurnar er rétt að menn
átti sig á því strax, að útilokað er að tryggja öllum
flotanum viðunandi skilyrði til áframhaldandi rekstrar.
Einhver hluti flotans hlýtur því að fara úr umferð.
Undan þessu verður ekki vikist. Það þolir ekkert efna-
hagskerfi að halda úti jafn stórum flota til jafn lítilla
veiða. Hvort heldur einhverjir hugsuðu sér gengislækk-
un eða miilifærslur í þeim tilgangi myndi það sprengja
efnahagskerfið.
Hefðbundin leið fiskverðshækkunar og gengisfell-
ingar dugar ekki við þessar aðstæður. Gengisfelling
fjölgar ekki fiskunum í sjónum, hún lækkar ekki olíu-
kostnaðinn og því síður grynnkar hún á skuldabyrði
útgerðarinnar. Að einhverjum hluta verður að deila
þessum vanda niður á þjóðfélagið. Ríkisvaldið er með
öðrum orðum dæmt til þess að taka vandann að ein-
hverju leyti á sínar herðar. Fyrr eða síðar verður að
mæta því með skattheimtu.
Hér er engra góðra kosta völ. En markmið okkar á að
vera að koma sjávarútveginum á þann veg til hjálpar,
að hann geti á nýjan leik skilað hámarksverðmæti inn í
hagkerfið og útgerðarmenn og sjómenn geti búið við
eðlilega sjálfstjórn og atvinnufrelsi með þeim réttind-
um og skyldum er því fylgja.
Umskipti í stjórn ríkisfjármála
Þegar til lengri tíma er litið skiptir miklu máli, að
umskipti verði í stjórn ríkisfjármála og peningamála.
Um nokkur undangengin ár hafa ríkisfjármálin verið í
mikilli óreiðu. Fjárlög hafa verið með öllu marklaus og
voru svo óraunhæf fyrir þetta ár, sem er að líða, að
hallinn verður geigvænlegur. Meginástæðan fyrir þessu
er sú, að fjármálaráðherrar hafa hreinlega staðið ráð-
þrota frammi fyrir ógnarhraða verðbólgunnar.
Það er fyrst nú, þegar möguleikar eru á varanlegri
verðbólguhjöðnun, að færi gefst til markvissrar fjár-
málastjórnunar. Fjárlög næsta árs bera óræk merki
breytinga. Engin tilraun er vísvitandi gerð til þess að
setja fram óraunhæfar niðurstöður. Ljóst má þó vera,
að á skömmum tíma verður ekki bætt úr öllum ágöllum
fjárlaga að þessu leyti.
Með markvissum aðhaldsaðgerðum hefur verið að því
stefnt að draga úr ríkisútgjöldum. Á öllu veltur að
fjármálastjórn næsta árs verði í samræmi við ákvæði
fjárlaga að þessu leyti. Þá væri merkum áfanga náð.
Framhjá hinu er ekki unnt að líta, að fjárlög eru nú
afgreidd með rekstrarhalla. Þrátt fyrir umfangsmestu
aðhaldsaðgerðir, er um getur í langan tíma, neyðumst
við til þess í fyrsta skipti að taka erlend lán til þess að
mæta útgjöldum A-hluta ríkissjóðs.
Hallarekstur á ríkissjóði stefnir markmiðum um
hjöðnun verðbólgu í hættu. Að því leyti, sem honum er
mætt með innlendri lánsfjáröflun, dregur hann fjár-
magn frá atvinnulífinu og getur leitt til hærri vaxta en
ella. En við ríkjandi aðstæður var óverjandi að hækka
skatta. Fyrir því var ákveðin áhætta tekin í þessu efni.
Brýnt er, að núverandi stefnu í ríkisfjármálum verði
fylgt fast eftir á næsta ári. Sérhver undansláttur í þeim
efnum gengi gegn mikilvægum markmiðum um jafn-
vægi og atvinnubyggingu.
Skipulagsbreytingar á
bankakerfi og peningastjórn
Skipulag peningamálastjórnunar í landinu er um
margt meingallað. Það á bæði við um bankakerfið og
fjárfestingasjóðina. Á þessu sviði er mikilla umbóta og
skipulagsbreytinga þörf.
Helstu gallar kerfisins eru í fyrsta lagi fólgnir í
ósjáifstæði og of mikilli pólitískri stýringu. Það hefur
meðal annars leitt til þess, að ríkisstjórnir hafa um of
skotið sér fyrir horn, þegar vandi hefur steðjað að og
beitt peningakerfinu eins og það væri einhvers konar
félagsmálastofnun atvinnulífsins. I annan stað hefur
atvinnugreinaskipting þessa kerfis haft í för með sér
óæskilega dreifingu útlánaáhættu. í þriðja lagi eru
bankastofnanir of margar og of litlar.
Með hliðsjón af þessu er brýnt að gerðar verði skipu-
lagsbreytingar, er dragi úr umsvifum og áhrifum ríkis-
ins. Vinna þarf að samruna banka og jafnvel fjárfest-
ingasjóða. Ix)ks er brýnt að frelsi verði aukið varðandi
vaxtaákvarðanir. Það á að gera í því skyni að auka
sparnað og til þess að auka arðsemiskröfur varðandi
útlán.
Launþegar eiga mikið undir því, að lánsfjármagn at-
vinnuveganna skili hámarks arði. Samtök þeirra hafa
réttilega bent á, að verðbólgan á að hluta til að minnsta
kosti rætur að rekja til óarðbærrar fjárfestingar. Með
því að atvinnulífið hefur ekki skilað þeim ávöxtum, sem
þjóðin gerði tilkall til voru reikningar þjóðarbúskapar-
ins jafnaðir með því að minnka verðgildi krónunnar.
Kerfisbreytingar á þessu sviði eru því eðlileg krafa bæði
launþega og atvinnuvega. Þær eru ein af forsendunum
fyrir því, hvort árangur efnahagsaðgerðanna verður
varanlegur.
Af öllu þessu má ráða að verkefnin framundan eru
miklu meiri og erfiðari úrlausnar en það sem á undan er
gengið.
Ný og gömul viðhorf
í alþjóðamálum
Við aðstæður sem þessar vill hugurinn takmarkast
við baslið sem næst okkur er. En okkur er eigi að síður
hollt að hafa það jafnan hugfast, að við erum ekki einir
í heiminum. Við verðum því á hverjum tíma að huga vel
að stöðu okkar í samfélagi þjóðanna.
f efnahagsþrengingum megum við síst af öllu ein-
angrast. Við höfum nú meiri þörf en nokkru sinni fyrr
að efla og treysta erlend viðskiptasambönd. Okkur
skortir þekkingu og reynslu á þessu sviði. Með opnum
huga og markvissum hætti þurfum við að auka erlend
viðskiptaumsvif okkar.
Þungamiðja utanrikisstefnunnar verður nú sem fyrr
þátttaka í varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Á þann veg
höfum við tekið pólitíska afstöðu með þeim þjóðum, sem
standa vörð um frelsi og mannréttindi. Það væri í full-
komnu ósamræmi við sögu okkar og menningararfleifð
að standa hjá þegar aðrir eru reiðuþúnir til þess að axla
ábyrgð í baráttu fyrir háleitustu hugsjónum mannkyns-
ins. Því miður er það varnarbarátta. En við höfum bæði
vilja og stolt til þess að eiga hlut í þeirri skjaldborg sem
reist hefur verið til varnar lýðræði og mannréttindum.
Okkar eigið öryggi munum við áfram treysta með
gagnkvæmu varnarsamstarfi við Bandaríkin. Það er
nauðsyn bæði í pólitísku og hernaðarlegu tilliti við nú-
verandi aðstæður.
Um þessar mundir tengja menn gjarnan saman hug-
tökin frið og framtíð. Okkur stendur öllum ógn af vá
kjarnorkuvopnanna. Hitt vita allir menn, hvort sem
þeim er ljúft eða leitt að viðurkenna þá þversögn, að
valda- og hernaðarjafnvægið milli stórveldanna hefur
varðveitt friðinn í okkar heimshluta í meira en þrjá
áratugi.
í Evrópu eru engin alvarleg teikn um togstreitu af því
tagi, sem sagan hefur kennt okkur að helst leiðir til
styrjaldarátaka. Á hinn bóginn er ærin ástæða til þess
að hafa áhyggjur af því, sem er að gerast í Mið-Austur-
löndum. Þar lifir í glæðum, sem hæglega gætu orðið að
ófriðarbáli. Það væri verkefni fyrir friðarhreyfinguna
að beina afli sínu til lausnar þeim átökum því þaðan er
ófriðarhættan mest. Hún mætti einnig láta í ljósi
áhyggjur af því hvernig mannréttindi eru fótum troðin
í rómönsku Ámeríku og innan Sovétskipulagsins.
Þó að þessi verkefni séu á marga lund nærtækust í
baráttu fyrir friði megum við ekki loka augunum fyrir
ógn kjarnorkuvopnakapphlaupsins. Við hljótum að taka
undir allar kröfur um gagnkvæma afvopnun og útrým-
ingu kjarnorkuvopna. fslendingar hljóta á alþjóðavett-
vangi að standa einarðlega að þeirri kröfu. Brotthlaup
Sovétríkjanna frá samningaviðræðunum um fækkun
kjarnorkuvopna og úr öðrum afvopnunarviðræðum er
einhver mesta ögrun við heilbrigða skynsemi, er um
getur á síðari árum í alþjóðlegum samskiptum. Við
skulum taka þátt í að knýja þá að samningaborðinu á
ný, þó að kröfur þar að lútandi sjáist ekki á spjöldum
friðarhreyfingarinnar og gleymist í þeim stólræðum,
sem ákafast höfða til þeirrar þrár allra manna að búa
við frið.
íslendingar óska ekki eftir einhliða afvopnun fyrir þá
sök, að hún raskar jafnvæginu og ógnar friði. Við mun-
um ekki heldur slíta í sundur hugsjónirnar um frelsi,
frið og mannréttindi.
Guðbrandsbiblía,
tungan og sagan
Á næsta ári eru liðin fjögur hundruð ár frá því að
Guðbrandsbiblía kom út. Útgáfa Guðbrands Þorláks-
sonar á biblíunni 1584 hafði ekki aðeins gildi fyrir
kirkjuna og kristinn boðskap. Hér var um að ræða einn
merkasta menningarviðburð í sögu landsins.
Engum blöðum er um það að fletta, að þýðing Odds
Gottskálkssonar á Nýja testamentinu og útgáfu Guð-
brands Þorlákssonar á biblíunni hafa á myrkum öldum
danskrar stjórnar verið eigi lítill þáttur í varðveislu
íslenskrar tungu. Þessi atburður orkaði á rás sögunnar
í trúarlegum, menningarlegum og um leið stjórnarfars-
legum efnum.
Það er því við hæfi, að þessa merka viðburðar verði
minnst á næsta ári með viðeigandi hætti. í ljósi þeirra
umræðna, sem átt hafa sér stað upp á síðkastið um
íslenska tungu og fslandssögukennslu, er enn frekar
tilefni og ástæða til þess að gera þessum atburði sóma-
samleg skil.
Nú leika nýir og ferskir vindar um ráðuneyti mennta-
mála þar sem of lengi hefur verið staðviðri. Ærin
ástæða er til að hvetja til þess, að því merki verði á loft
haldið. Við eigum að sækja fram í því skyni að efla og
bæta íslenska tungu og auka þekkingu á sögu þjóðar-
innar. Við eigum að tengja átak í þessum efnum upp-
rifjun á þessum merka viðburði í menningarsögu lands-
ins, þegar biskupinn á Hólum reis upp úr stjórnarfars-
legri og efnahagslegri niðurlægingu með útgáfu biblí-
unnar á íslensku.
Þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar eða e.t.v. vegna
þeirra ber okkur að hlúa að hinum djúpu rótum ís-
lenskrar menningar.
Þá mun sólin kveikja vor
í blööum blóma
Sjálfstæðisflokkurinn hefur um skeið mátt þola illvíg
innbyrðis átök. Þau hafa lamað stjórnmálalegt afl hans
og þrótt. En umfram allt hafa þau valdið rótleysi í
íslensku þjóðlífi. Það verður því ugglaust talinn einhver
merkasti viðburður liðins árs, að fólkinu í Sjálfstæðis-
flokknum tókst að fella saman á landsfundinum í nóv-
ember það sem áður hafði í sundur gengið.
Það var fólkið sjálft sem stillti saman strengi sína á
grundvelli hugsjóna um frjálslyndi og sjálfstæði ein-
staklinga. Þrautseigja Geirs Hallgrímssonar við erfiðar
aðstæður gerði þetta mögulegt. Undir hans forystu
vann flokkurinn mikla sigra og sigldi síðar út úr innri
erfiðleikum. Fyrir allt þetta standa sjálfstæðismenn i
þakkarskuld við Geir Hallgrímsson. Sú skylda hvílir á
sjálfstæðismönnum að auka nú að afli og þrótti þessa
miklu borgaralegu fylkingu. Vissulega hefur syrt í ál-
inn. Það er fátt sem vekur með okkur bjartsýni á næsta
ári. Við stöndum frammi fyrir miklum þrengingum. Ef
Sjálfstæðisflokknum auðnast á hinn veginn að standa í
forystu á þessum erfiðu tímum sem sá styrki stofn, er
varð til meðal fólksins á landsfundinum, munum við
sigla út úr öldurótinu. Það hvílir á Sjálfstæðisflokknum
að knýja fram sársaukafullar aðgerðir og róttækar
breytingar. Lánist okkur þetta getum við byggt hér upp
blómlegt og þróttmikið atvinnulíf. Því aðeins getum við
bætt lífskjörin með varanlegum hætti að þetta takist.
Sjálfstæðismenn sakna margra góðra liðsmanna, sem
fallið hafa frá á þessu ári. Allir hafa þeir þökk og
virðingu fyrir mikið starf. Hér skal sérstaklega getið dr.
Gunnars Thoroddsen. Hann var f áratugi í fylkingar-
brjósti. Hann stóð flestum öðrum framar í málflutningi
og vopnaburði stjórnmálanna. Sjálfstæðismenn sjá að
baki velmetnum foringja og heiðra minningu hans.
Nú kveikir sólin vor í blöðum blóma ..., segir
Matthías Johannessen í kvæðinu ísland í draumi þín-
um. Þrátt fyrir alla kekkina í þjóðarveislunni skal það
verða ásetningur okkar við þessi áramót, að það verði
ekki aðeins draumur heldur veruleiki, að sólin kveiki
vor í blöðum blóma íslenska hagkerfisins.
Ég óska landsmönnum öllum farsældar og friðar á
nýju ári.