Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 Lausnir á jóla- skákþrautum Skák Margeir Pétursson Jólaskákþrautirnar að þessu sinni hafa varla haldið vöku fyrir neinum enda allar af létt- ara og skemmtilegra taginu. Lausnirnar eru þessar: 1. H. Rinck 1. He4+ - Kc3, 2. Hd4! (Lykil- leikurinn) — Kxd4, 3. d7 — Ke3, (3. — dl=D, 4. d8=D+ er stefið sem lausnin byggist á) 4. d8=D - Ke2, 5. Kh3 - dl=D, 6. Dxdl — Kxdl, 7. Kg4 og hvítur vinnur 2.A. Kotov Kotov samdi þetta dæmi til að útskýra fyrir nemendum sínum hversu áhrifamikið línurof væri. Lausnin er 1. Bd6H — Hxd6, 2. Db8 — o.s.frv. 3. Morphy-Morian Það er greinilegt að hvítur verður að vera snar í snúningum vegna svarta frípeðsins á a3. Morphy hafði hugsað fyrir öllu: 1. Hg7+ — Kh8, 2. Rf8! og hótar 3. Rg6 mát. 2. — Hxf8 leyfir mát í tveimur leikjum og skákir í borðinu eru auðvitað þýðingar- lausar með öllu. Þessi staða minnir óneitanlega nokkuð á fyrstu einvígisskák þeirra Smys- lovs og Riblis í London um dag- inn. Þá var einmitt sama lið á borðinu og hér og svarti kóngur- inn átti við mikil andþrengsli að stríða í horninu, enda vann Smyslov þá skák. 4. Troitzky Skógarvörðurinn A.A. Troitzky er sennilega kunnastur allra skákdæmahöfunda, enda lá hann oft yfir skák á veturna þeg- ar skógarlífið var í dvala. í þessu dæmi er kúnstin sú að vekja upp drottningu en ekki riddara. 1. Bc4+ — Ka7, 2. d7 — fl=D, 3. Bxfl — c2, 4. d8=K! — cl=D+, 5. Rc6+ — Ka8, 6. Ba6 — Dxc6+, 7. Kxc6 og hvítur vinnur. 5. K. Fabel Hér á hvítur að máta í fjórum leikjum og má það heita furðu- legt að honum takist að knýja fram mát með svo mikið lið und- ir. En með því að láta svörtu mennina flækjast hver fyrir öðr- um er þetta framkvæmanlegt: 1. Be2 - Hf5, (Eða 1. - Hh3, 2. Bfl!) 2. Bd3 — He5, 3. b7+ — Ka7, 4. b8=D mit. Skákhátíð í febrúar Ljóst er að í febrúarmánuði verða þrír alþjóðlegir skákvið- burðir í Reykjavík. 28. janúar hefst alþjóðaskákmót Búnaðar- bankans með sjö íslenskum þátt- takendum og fimm erlendum. Það stendur til 9. febrúar og strax daginn eftir hefst Norður- landamót skólanemenda þar sem tefla margir af sterkustu skák- mönnum Norðurlandaþjóðanna í unglingaflokki. íslendingar eiga nú meistara í yngsta flokknum, 10—11 ára, Hannes Hlífar Stef- ánsson, og elsta flokknum, 18—19 ára, Karl Þorsteins. 14. febrúar hefst síðan 11. Reykjavíkurskákmótið. Það verður teflt eftir sama fyrir- komulagi og síðast, þ.e. 11 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Marg- ir þekktir stórmeistarar hafa þegar boðað komu sína á mótið. Mjólkurdagsnefnd hefur gefið út átta síðna bækling með uppskriftum á smárétt- um. Þessum bæklingi, sem ber nafnið „Smáveislur I húsinu“, hefur verið dreift í verzlanir. Þar verður hann seldur á 15 krónur. Uppskriftirnar að réttunum eru til orðnar í tilraunaeldhúsum Osta- og smjörsölunnar og Mjólkursamsölunnar. 10,4% útsvar f Garðabæ: Frekari lækkun virðist óráðleg „ÞAÐ ER stefna bæjarstjórnar Garða- bæjar að hamla gegn íþyngjandi skattbyrði heimilanna svo sem frekast er kostur. Álagning útsvars er nú lækk- uð úr 11% í 10,4%, en á þessu stigi virðist frekari lækkun útsvarsprósentu óráðleg,** segir í upphafi bókunar á bæjarstjórnarfundi Garðabæjar á fimmtudagskvöld, sem allir bæjar- fulltrúar nema einn, fulltrúi Alþýðu- bandalags, rituðu undir. Bókunin kom fram meö frumvarpi til fjárhagsaáætl- unar Garðabæjar fyrir árið 1984. Framhald bókunarinnar er svo- hljóðandi: „Gert er ráð fyrir, að milli umræðna um fjárhagsáætlun 1984 fari fram ítarleg athugun á rekstr- ar- og framkvæmdaáætlun Garða- bæjar 1984 og þá verði fullreynt, hvort um enn frekari lækkun álagðra gjalda gæti orðið að ræða, án skerðingar á eðlilegri þjónustu og framkvæmdum í bæjarfélaginu." f bæjarstjórn Garðabæjar sitja fimm fulltrúar Sjálfstæðisflokks, einn fulltrúi Framsóknarflokks og einn frá Alþýðubandalagi. Undir bókunina rituðu allir, nema fulltrúi Alþýðubandalags, eins og að framan greinir. Eins og Mbl. skýrði frá í gær eru önnur gjöld óbreytt á komandi Iri, samkvæmt frumvarpinu. fbúðir fyrir aldraða í Garðabæ: Hamannn hf. með lægsta tilboðið HAMARINN hf. í Hafnarfirði var með lægsta tilboð f steypuvirki þeirra vernduðu þjónustuíbúða fyrir aldraða, sem Sjómannadagssamtökin eru að hefja byggingu á f Garðabæ, en tilboð- in voru opnuð hinn 28. desember, segir í frétt frá Sjómannadagsráði, sem Morgunblaðinu hefur borist. Um er að ræða grunna og upp- steypu enda- og brunagafla, ásamt tilheyrandi lögnum. Þetta var annað útboðið í 28 íbúðir sem byggðar verða í fyrsta áfanga og eru stað- settar í næsta nágrenni við Hrafn- istu í Hafnarfirði. Fyrra útboðið náði til jarðvegsvinnu og er hún nú langt komin. Aætlað verð þessa áfanga, sem nú var gert tilboð í var kr. 10.515.850,-. Lægsta tilboð sem barst var frá Hamrinum hf. í Hafnarfirði kr. 7.990.683,- eða 75% af áætluðum kostnaði. Fjórir sem næstir komu: Fjarðarmót 82% af áætluðu kostnaðarverði, Byggðaverk 82% af áætluðu kostnaðarverði, Eðvarð Björgvinsson 84% af áætluðu kostn- aðarverði, Hagvirki 88% af áætluðu kostnaðarverði. Alls bárust 11 tilboð. Það hæsta var kr. 12.196.563,- eða 16% fyrir ifan áætlað kostnaðarverð. Brotist inn í Miðbæjarmarkaðinn: Grýttu eggjum og sprautuðu BROTIST var inn í Miðbæjarmarkað- inn í Aðalstræti í fyrrinótt og var að- koman Ijót; þjófarnir höfðu farið inn í matardeildina og kastað eggjum um alla veggi og sprautað úr úðabrúsum. Þeir stálu tóbaki og leituðu peninga en höfðu lítið upp úr krafsinu. Þeir fóru víða um verslanir og fyrirtæki en höfðu almennt lítið upp úr brúsum úr krafsinu. Þó var úrum stolið. Þá var brotist inn í Kirkjumuni í Kirkjustræti og stolið hringum og bikurum. Einnig var farið inn í hús- næði Félagsmálastofnunar og litlum segulbandstækjum stolið. Rann- sóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn þessara mála. FASTFIGNAVAL Garöastræti 45 Símar 22911—19255. Gleðilegí nýtt ár og farsœlt komandi ár — Þökkum viðskiptin á líðandi ári Jón Arason lögmaóur, málflutnings og fasteignasala. Heimasími sölustj. Margrét sími 76136. Garöastræti 45 Símar 22911—19255. Teigar — 5—6 herb. Vorum aö fá í sölu liöiega 150 fm hæö í þríbýli á Teigunum. Miklar stofur. Stórt húsbóndaherb. Tvö svefnherb. Björt og rúmgóö íbúö. Eignin er veöbandalaus. Laus nú þegar. Safamýri — Sérhæö Um 140 fm sérhæö meö bílskúr viö Safamýri. 3 svefnherb. á sórgangi. Skipti á minni eign möguleg. Gleðilegt nýtt ár, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. FASTEIGNA MARKAÐURINN Óöinsgötu 4, símar 11540 — 21700. Jón Guðmundsson, sölustj., Laó E. Löve lögfr., Ragnar Tómasson hdl. Sendum farþegum, starfsfólki og viðskiptavinum okkar um land allt hugheilar nýárskveðjur og þökkum samstarfið og viðkynninguna á liðnu ári. ÚLFAR JACOBSEN Feröaskrifstofa KAUPÞING HF s. aems Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum árs og friðar y'3- —323L KAUPÞING HF\ Husi Verzlunarirmar, 3. hæd simi 86988 Solumenn: Sigurður Dagb)artsson hs 83135 Margiét Garðats hs 29342 Guðrun Eggerts viðskfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.