Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 Spádómur þýzks stjörnuspekings: • • ^ Orlagaár fyrir Island Stjörnuspekingurinn Hartmut Radel við útskýringar á stjörnuspá. Radel er 43 ára gamall Þjóðverji og hefur sálfræðilega stjörnuspeki og stjörnuspár að aðalstarfi. Hann heldur fyrirlestra í Vestur-Þýzkalandi, Austurríki og Sviss í grein sinni og gerir ráö fyrir að kenna hana við háskóla í framtíðinni. Eftir því sem nær líður að lokum þessarar aldar, hefur áhuginn á stjörnuspeki vaxið á meðal manna. Þetta er ekki nýtt, heldur hefur oft gerzt áður á undanförnum öldum. Þá hefur ör framþróun tækninnar ýtt mjög undir hvers konar hugmyndir um, að mannkynið kunni nú að standa á þröskuldi nýrrar aldar, hvort sem það verður til góðs eða ills. Hefur þetta orðið til þess að vekja enn meiri áhuga en ella á stjörnuspeki og stjörnuspám, en að baki liggur vaxandi forvitni og áhugi á framtíðinni. Hartmut Radel er þýzkur stjörnuspekingur, sem dvelst um þessar mundir á íslandi. Hann hefur gert sérstaka stjörnuspá fyrir ísland vegna ársins 1984. Hún erlsvo sannarlega athyglisverð, enda þótt hún verði vart til þess að auka á bjartsýni íslendinga. Hann spáir m.a. aukinni eldvirkni hér á landi og að minnsta kosti eitt eldfjall muni gjósa hér af miklurn krafti. Fólk verði þó sjálft ekki í beinni hættu. Gera megi ennfremur ráð fyrir miklum flóðbylgjum, sem stafi af veðurhamfórum, er rót eigi að rekja til þess, að jarðsegulsviðið verður fyrir truflunum. Illviðratímabil verða lengri og samfelldari en á undanförnum árum og eiga sálrænir sjúkdómar eftir að aukast í kjölfar þessa. Þá spáir Radel því, að meira raunsæi verði ráðandi á næsta ári á meðal fólks og að það muni halda fastar utan um peningana sína. „Þettá verður ár án tálsýna," segir Radel. Þá heldur hann því fram, að ísland verði að þora að halda sína leið eitt síns liðs og að á komandi ári muni reyna mjög á getu stjórnarflokkanna við stjórn landsins. En gefum Radel orðið. verðum við að búa okkur undir stórfelldar jarðhræringar. Strax sl. vor spáði ég jarðskjálftunum, sem urðu í Tyrklandi og Japan, sem á þessu ári voru í röð háska- legustu náttúruhamfara. Á ís- landi verða á ný jarðhræringar. Samkvæmt stjörnuspekilegri hefð á Plútó heima í Sporðdrekanum. Plútó hefur áhrif á jarðkjarnann og þar af leiðandi á jarðskjálfta og eldvirkni. Tíðni eldgosa eykst og að minnsta kosti eitt eldfjall mun gjósa af miklum krafti. Enda þótt fólk á íslandi verði ekki í beinni hættu, þá munu jarðskjálftar hafa mikla hættu í för með sér að nýju fyrir íbúa Kaliforníu og Japans. Við getum aðeins vonað, að engin kjarnorkuver eyðileggist í þessum hamförum. Afleiðingarnar yrðu Fyrst verður að gefa skýringu á því, hvernig unnt er í stjörnuspek- inni að gera spádóma fyrir eitt land. Almennt er það jú vitað, að til þess að semja spár er nauðsyn- legt að hafa nákvæman fæðingar- dag og helst klukkustund og fæð- ingarstað. Hver veit hins vegar fæðingardag íslands? Hvað snert- ir störnuspekilega útreikninga, þá er notaður sá dagur, er ríkið er stofnað eða upphafsdagur núver- andi stjórnskipunar. I iýðræðis- ríkjunum er það ofast sá dagur, er stjórnarskráin var samþykkt. Okkur er vel kunnugt um tíma- setningu þessa atburðar á íslandi, því að íslenzka lýðveldið var stofn- að 17. júní 1944, er lýst var yfir algeru fullveldi landsins og gild- istöku nýrrar stjórnarskrár. Með þennan dag í huga er unnt að gera stjörnuspá með svipuðum hætti og ef þá hefði fæðst maður. Hvort sem um mann, dýr plöntu eða rfki er að ræða, þá byggist þetta allt á sömu grundvallarreglunni. Þannig er unnt að beita stjörnuspekilegri túlkun jafnt við fólk sem við óhlutbundin hugtök eða fasta- hluti. Stærðfræðilega er ekki unnt að skilja hana, en í þess stað bygg- ir hún á aldalöngum athugunum. Af reynsluþekkingu kemur þannig fram stjörnuspekileg skilgreining, þar sem talað er um rísandi stjörnumerki. Fyrir Island er það sporðdrekinn. Frá því að Ptolemeus, sem um 150 árum eftir Krist samdi stjörnuskrá (Tetra- biblos), sem enn er eitt af viður- kenndustu grundvallarritum stjörnuspekinnar, hafa stjörnu- spekingar um allan heim kannað náttúruviðburði, styrjaldir, far- sóttir og efnahagsþróun í ýmsum löndum. Safnað var saman at- burðastjörnuspám og með þeim hætti varð smám saman til sér- kennasafn fyrir hin ýmsu lönd. Þvi var raðað niður eftir dýra- stjörnumerkjum. Orðið rísandi er notað vegna þess, að það sýnir stöðu landa og þjóða í umhverfi sínu. Hver er þá staða íslands sem sporðdreka- lands á komandi ári á sviði stjórn- mála, efnahagsmála og félags- mála? Og hvað gerist úti í náttúr- unni? Öldum saman hafa stjörnuspek- ingar um allan heim kannað af sérstökum áhuga það augnablik, er Plútó fer inn í merki Sporð- drekans samtíms því sem höfuð- reikistjörnurnar Marz, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó standa nokkurn veginn í röð í samliggjandi merkjum Sporð- drekans, Bogmannsins og Stein- geitarinnar. Er þetta gerist, skap- ast gífurlegt aðdráttarafl. Þetta afl hefur stórfelld áhrif á gang náttúruaflanna á jörðunni. Árið 1984 lendir þar að auki á tímabili mikilla sólbletta. Á næstu mánuðum eiga eftir að verða óvenju miklar truflanir á fjarskiptum. Þetta á eftir að bitna mjög á siglingum á Norður- Atlantshafi. Það verður ekki bara erfitt að skilja sendingar, heldur verður miklu fremur um algerar fjarskiptaeyður (blakc outs) að ræða. Fjarskipti týnast, án þess að nokkur skýring finnist. 1 verstu tilfellum getur þetta leitt til stór- slysa. Jarðsegulsviðið verður fyrir truflunum, sem haft geta í för með sér veðurhamfarir. Gera má ráð fyrir miklum flóðbylgjum á ís- landi. Illviðratímabil verða lengri og samfelldari en á undanförnum árum. Afleiðing þessa verður, að geðheilsu fólks verður ofboðið. Sálrænir sjúkdómar eiga eftir að aukast í kjölfar þessa því miður og tíðni sjálfsmorða eykst. Það er mál margra stjörnuspek- inga, að á árunum 1984—1986 geti átt sér stað „pólvelta". Með þessu er átt við það, að vegna aðdráttar- afls áðurnefndra reikistjarna geti jörðin okkar farið á hliðina. Þá myndi miðjarðarbaugur liggja þar sem línan milli norðurpóls og suð- urpóls liggur nú og pólarnir á miðjarðarlínunni. Þetta er of ótrúlegt til þess að vera satt. Þá myndu pálmalundir þekja ísland og banaskip leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn. Nei, ég get ekki tekið undir slíka spá. Eigi að síður Júpíter Sotúrnus Merkúríui Venus Jörðin Morz Úronus Plúfó Reikistjörnurnar. Myndin sýnir stærðarhlutföll þeirra innbyrðis. Merkúr er næstur sólu en Plútó fjarlægastur. Sólkerfið, frá vinstri til hægri: Merkúr, Venus, Jörðin (með tunglinu), Marz, Júpíter, Satúrnus, Uranus, Neptúnus og Plútó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.