Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983
Minning:
Hallur Friðrik
Pálsson Borgarnesi
Fæddur 9. febrúar 1942
Dáinn 22. desember 1983
Að morgni 22. desember var
bjart og fagurt veður í Borgarnesi,
jólaljósin voru að koma upp fleiri
og fleiri hvérn dag sem nær dró
jólahátíðinni. Eftirvænting og
gleði var því ríkjandi í hugum
okkar. En þá kemur fregn um að
látinn sé vinur, um borð í skipi
sínu í erlendri höfn. Jólaljósin
dofna og í stað gleði og eftirvænt-
ingar göngum við um hljóð og döp-
ur. Það er tæpast hægt að trúa því
að ekki verði framar bankað og
sagt hæ, hó, eins og gerðist svo oft
er Hallur var heima.
Hallur Friðrik Pálsson verður
til moldar borrnn frá Borgarnes-
kirkju í dag. Hann var fæddur 9.
febrúar 1942 í Borgarnesi, sonur
hjónanna Jakobínu Hallsdóttur og
Páls Stefánssonar. Hann ólst upp í
foreldrahúsum hér í Borgarnesi
ásamt systur sinni Vigdísi.
Við bræðurnir kynntumst Halli
ekki að ráði fyrr en upp úr 1960 er
leiðir lágu saman í starfi og leik.
Þá strax urðu til þau vinabönd
sem aldrei rofnaði þráður í. Það er
margs að minnast um góðan vin
og áhugamál voru mörg sameig-
inleg.
Hallur var um margt sérstæður
drengur, skapgerð hans var ein-
staklega ljúf og mild. Hann lagði
ætíð gott til allra sem hann þekkti
og tók ekki undir er einhverjum
var hallmælt. Hallur gat verið
glettinn og gert grín með sérstæð-
um hætti. f því sambandi eru
minnisstæðar veiðiferðir ef illa
gekk, þá brá hann ætíð á glens og
gerði gott úr hlutunum, gerði
áætlun um næstu ferð og þá skyldi
það takast. Hallur unni mjög
hvers kyns sportveiði og átti góð-
an búnað til þeirra hluta og nutu
þá vinir þess oft. Hann var góður
veiðimaður, gætinn og athugull og
öðrum gleggri er teknar voru
ákvarðanir um hvert skyldi farið
hverju sinni.
Margar sjóferðir fórum við
saman á bát hans, bæði til veiða
og skemmtunar, m.a. fór annar
okkar með honum kringum landið
í sjóralli 1978, það var skemmtileg
ferð en erfið. Margar voru ferðirn-
ar hér fram á flóann er rennt var
fyrir fisk eða farið í lunda,
ógleymanlegar. Hann geislaði af
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
NJÖRÐURJAKOBSSON,
Fagrabaa 18,
andaöist 29. desember.
Guðmunda Halldórsdóttir og börn.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
HREFNA KARLSDÓTTIR BACHMANN,
Grandavegi 4,
lést i Landakotsspítala 29. þ.m.
Hrafn Bachmann, Steinunn Þóröardóttir,
Benedikt Bachmann, Margrót Þorsteinsdóttir,
Guöjón Bachmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þann 30. desember andaöist
STEINUNN HELGADÓTTIR,
á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Lydia Björnsson.
t
HRAFNKELLSTEFÁNSSON,
lyfsali, fsafiröi,
veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 2.
janúar kl. 3 eftir hádegi.
Guöbjörg Jónsdóttir,
Ragnheiöur Hrafnkelsdóttir, Sigríöur Hrafnkelsdóttir,
Hannes Hrafnkelsson, Guörún Hrafnkelsdóttir,
Jón Hrafnkelsson, Margrét Björnsdóttir,
Stefán Hrafnkelsson, Anna Ólafía Sigurðardóttir,
Guðrún Guöjónsdóttir,
Hreggviöur Stefánsson, Stefán Már Stefánsson.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
EINAR ÁGÚSTSSON,
stórkaupmaöur,
Safamýri 65,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl. 15.00 þriöjudaginn 3.
janúar.
Sigríöur Einarsdóttir,
María Á. Einarsdóttir, Trausti Ólafsson,
Einar S. Einarsson,
Guöbjörg Einarsdóttir, Valdimar Valdimarsson,
Ágúst Einarsson, Hanna Valdís Guómundsd.
____________________ og barnabörn.
gleði hann Hallur er glitti í lúðu í
sjóskorpunni. Sjóleiðir hér fyrir
Mýrum eru vandfarnar, víða eru
sker og boðar. Hallur rataði þess-
ar leiðir öðrum betur og naut þar
góðrar leiðsagnar föður síns frá
fyrri árum. Hann var og gætinn
og athugull sjómaður.
Hallur fór ungur að heiman og
lá þá leiðin út í hinn stóra heim á
farmskipum. Sjómennsku stundar
hann svo samfleytt um mörg ár,
eða allt þar til hann verður fyrir
slysi er skip hans fékk á sig
brotsjó hér suður af landinu. Hall-
ur slasaðist mjög alvarlega og
vegna óveðurs leið langur tími þar
til hann komst undir læknishend-
ur. Á ótrúlega skömmum tíma
náði Hallur sér eftir slysið með
hjálp góðra lækna og án efa hefur
hans ljúfa geð og jákvæð dóm-
greind hjálpað þar mikið til. Það
hlýtur að vera mikið áfall fyrir
ungan mann að standa allt í einu
uppi með ör í andliti, skerta sjón
og þrek. En hann yfirvann sín
vandamál með stakri prýði og
aldrei vottaði fyrir biturleika.
Nú er leiðir skilur eru efst í
huga þakkir fyrir allt sem Hallur
var okkur og okkar fjölskyldum.
Við kveðjum okkar góða vin með
söknuði. Móður hans og systur og
öðrum ástvinum vottum við
dýpstu samúð og biðjum góðan
guð að vernda þau og styrkja.
Ilalldór Brynjúlfsson,
Brynjólfur Brynjúlfsson
og fjölskyldur.
Örfá kveðjuorð
Þegar sá sem þessar línur ritar
hóf störf hjá Skipadeild Sam-
bandsins árið 1961 og fór að kynn-
ast skipverjum á Hamrafelli,
veitti hann fljótlega athygli frek-
ar smávöxnum en snaggaralegum
rauðhærðum strák sem þar var
háseti. Þetta var Hallur Pálsson.
Hann fæddist í Borgarnesi, sonur
hjónanna Páls Stefánssonar og
Jakobínu Hallsdóttur. Kynni
okkar þróuðust smátt og smátt,
fyrst í góðan kunningsskap og síð-
an í góða vináttu sem aldrei bar
skugga á.
Það er dálítið erfitt þegar
manni finnst að maður sé skuld-
bundinn vinum sínum. Mér fannst
ég ætíð vera skuldbundinn Halli
og það átti sér allóvenjulegar
orsakir. Einn napran febrúar-
morgun árið 1963 átti ég erindi um
borð í ms. Hamrafell, sem þá var
að koma til Hafnarfjarðar frá út-
löndum. Það var hvasst og varð ég
að klifra um borð í skipið eftir
kaðalstiga sem lá utan á skipssíð-
unni. Er ég hafði náð taki á stig-
anum og byrjaði klifrið, reið alda
undir lóðsbátinn og slengdi honum
frá skipinu. Hallur og bátsmaður-
inn stóðu á þilfarinu við stigann
og sáu hvað verða vildi. Þeir gripu
í hendur mínar og kipptu mér upp
og inn á þilfarið í sama mund og
lóðsbáturinn skall með heljarafli
aftur að skipssíðunni þar sem fæt-
ur mínir höfðu verið andartaki áð-
ur.
Ég þori ekki að hugsa þá hugsun
til enda hvað orðið hefði ef þeir
félagar hefðu ekki verið svona
snarráðir og viðbragðssnöggir.
Þess vegna er mér sérstaklega
Minning:
Arni Jónsson
húsgagnateiknari
Fæddur 2. aprfl 1929
Dáinn 1. desember 1983
Árið 1983 er að líða í aldanna
skaut. Með því hafa horfið úr
þessum heimi margir merkir og
góðir menn. Meðal þeirra er vinur
okkar hjóna, Árni Jónsson, hús-
gagnateiknari og kaupmaður við
Laugaveginn.
Mér var kunnugt um sjúkleika
Árna, þó hann í þau skipti sem við
sáumst, eftir að hann var orðinn
fársjúkur, léti á engu bera. Kímni-
gáfunni, ómetanlegri góðlátlegri
gamansemi, hafði hann ekki glat-
að, né heldur sínum óvenjulega
sterka persónuleika.
Ég var á hraðferð niður Lauga-
veginn föstudaginn 2. desember sl.
og brunaði fram hjá versluninni
„Kúnst“. Það var sem kippt væri í
mig, ég stansaði — vart var ég að
flýta mér meir en svo að tími væri
til að líta inn og fá fréttir af líðan
Árna. Ég gekk inn og fékk vitn-
eskju um að Árni hefði látist
kvöldið áður.
í hljóðlátri virðingu þrýsti ég
hendur dóttur hans.
Á leið minni niður Laugaveginn
hrönnuðust minningarnar upp.
Minningar um góðar og glaðværar
stundir í návist hans sem nú hafði
kvatt okkur, með þeirri sömu
reisn sem ávallt prýddi þennan
góða dreng.
Sýning velhannaðra húsgagna
sem vöktu verðskuldaða athygli í
húsnæði við hliðina á Hótel Borg
um 1958.
Heimsókn til okkar hjónanna er
við bjuggum í Danmörku, 1963,
ásamt Sveini Guðmundssyni. Þeir
birtust fyrirvaralaust eitt vor-
kvöldið, góðglaðir vinir. Það var
hlegið og sungið fram eftir nóttu
og okkur fannst sem með þeim
hefði land feðranna komið í heim-
sókn til útlaganna. Við lifðum
lengi á þessu.
Önnur heimsókn Árna til okkar
meðan við dvöldumst hjá Dönum.
Volkswagen renndi í hlaðið. Út úr
honum steig Árni — krumpaður
af verunni í þessum smáa bíla-
leigubíl.
„Hafið þið ekki tíma til að koma
með mér á Louisiana-listasafnið."
Hvort við höfðum. Við höfðum
þá ekki yfir að ráða svo merkilegu
farartæki og vorum ekki lengi að
klæða barnið okkar og pakka til-
heyrandi pjönkum saman.
Mikið var hlegið þegar Árni
minnisstætt, hvað mér þótti,
ósanngjörn og ómakleg sú ráðstöf-
un forlaganna, er Hallur varð
sjálfur fyrir alvarlegu slysi um
borð í skipi sínu mörgum árum
seinna. Hann hafði þá starfað sem
háseti og bátsmaður á mörgum
Sambandsskipanna og þótti það
rúm vel skipað þar sem hann var.
Hann náði sér aldrei að fullu eftir
það slys en tók þó upp þráðinn að
nýju, og átti eftir að stíga ölduna
þó nokkur ár í viðbót áður en hann
andaðist um borð í skipi sínu úti í
Murmansk aðfaranótt 22. desem-
ber sl.
Þótt Hallur veldi sér starfsvett-
vang þar sem daglegur sjón-
deildarhringur er ómælisvíðátta
hafsins þá átti hann sér sitt óska-
land. Þar sem fugl kvakar í runni
og fiskur byltir sér í streng, þar
var hans óskaland. Þar áttum við
sameiginlegt áhugamál og saman
ótaldar ánægjustundir, sem nú að
leiðarlokum er ljúft og skylt að
þakka. Erfitt er að hugsa sér
hógværari og prúðari veiðifélaga.
Aldrei heyrði ég hann leggja illt
orð til nokkurs manns, og aldrei
gat ég fundið að í honum sæti
beiskja eða biturð út af slysinu
sem hann varð fyrir, þó að óneit-
anlega hafi það markað djúp spor
í lífshlaup hans. I okkar hópi var
hann ætíð sami glaðlyndi félag-
inn.
Myndast hefur í samstilltan
veiðihóp vandfyllt skarð. Við
stöndum eftir í þögulli undrun og
spurn. Hversvegna Hallur? Svarið
veit einungis sá einn sem öllu ræð-
ur. Við veiðifélagarnir fáum ekki
að gert en geymum í hugskoti
dýrmætar minningar um góðan
dreng og vottum systur hans og
aldraðri móður samúð okkar og
biðjum þeim Guðs blessunar.
Um leið og fjölskyldan á Álfta-
nesinu þakkar Halli góð og hug-
ljúf kynni, kveð ég vin minn með
þeim orðum Steingríms Thor-
steinssonar sem hann kvað eftir
látinn vin:
Svo tak þinn reyni fast í faðm
mín fósturjörð, og gráttu.
Óskar Einarsson
þurfti að bögla sér inn í farartæk-
ið aftur og ferðin mun seint úr
minni líða.
Eftir þessar heimsóknir fékk ég
ævinlega „vinarkoss á vangann" í
hvert skipti sem við sáumst. Þessi
hái maður lét sig ekki muna um að
beygja sig niður í 159 'A til þess
arna.
Þingvellir sumarið 1975, þegar
þau hjónin tóku á móti norrænum
starfsbræðrum Árna og fylgdar-
liði í fagurlega búnum sumarbú-
stað fjölskyldunnar, þrátt fyrir al-
varleg veikindi eins barna þeirra.
Margir hefðu aflýst slíku.
Heimsókn til okkar að Börmum
í Reykhólasveit, laust eftir 1971.
Við gátum m.a. stolt sýnt skógar-
þrastarungana okkar, í gömlu
hlöðutóftinni, sem höfðu verið svo
vænir að brjótast út í heiminn
þennan sama dag. Þeir voru
kvikmyndaðir við mikil fagnað-
arhót unga fólksins.
Á Akraborginni í sumar hitt-
umst við fjölskyldurnar af tilvilj-
un og áttum ánægjulega klukku-
stund saman, í sama góða grall-
araskapnum og áður, sem þó
ævinlega skildi eftir sig gullkorn
hnittinna en meiningarfullra
svara hans.
Hann hafði t.d. eitt sinn, í
gleðskap, látið þau orð falla um
starfsfélaga sinn, að hann væri
„næstfallegasti" kaupmaðurinn
við Laugaveginn. Að sjálfsögðu
skildu allir viðstaddir hver var sá
„fallegasti." Þetta var alveg rétt.
Gamansemi hans hafði enn einu
sinni hitt í mark. Hann Árni var
glæsilegasti kaupmaðurinn við
Laugaveginn.
Þeir verða nú ekki fleiri „vinar-
kossarnir á vangann" að sinni.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi.
Hafðu þðkk fyrir allt og allt.“
Góðri eiginkonu, börnum og
fjölskyldunni allri vottum við Jón
okkar innilegustu samúð og biðj-
um ykkur allrar blessunar.
Ingibjörg Árnadóttir