Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 23 Orð féllu í Gárupistli í byrjun desember um sjöarma ljósastik- urnar, sem skipa nú veglegan sess í jólahaldi á íslandi og gyð- inglegan uppruna ljósanna sjö. Olli ófáum vangaveltum á einka- velli og í útvarpi. Barst alla leið til Pennsylvaníu í Bandaríkjun- um, hvar býr Geir Magnússon. Hann sendi um slíkar stikur ágæta sögu, sem á það sameig- inlegt með eftirsóttustu jólabók- unura að vera sjálfsævisaga og því vitanlega dagsönn: „Var að lesa Mogga frá 4. des. með grein þinni um sjöarmastik- urnar. Amma mín Helga Jóns- dóttir Zoéga og Guðrún móðir mín höfðu einu sinni viðdvöl í Leith á leið frá Kaupmannahöfn og keyptu þar stjaka tvo úr kop- ar — sjöarma. Ekki vissu þær né aðrir að þessir stjakar hétu men- orur og væru Gyðingum nauð- synlegir. Þegar ég var svo fyrst að fara á fjörurnar við minn nú- verandi lífsförunaut, sem er ít- alskrar ættar, leizt foreldrum hennar ekki vel á ráðahaginn. Til að sýna að ég væri af skikk- anlegu fólki kominn, sýndi ég þeim mynd af foreldrum mínum (Magnúsi Jochumssyni og Guð- rúnu Geirsdóttur Zoéga), tekna á Víðimelnum fyrir framan út- skorna hillu, á hverri var gljá- fægð menora. Tengdamóðir mín var ekki lengi að koma auga á þetta. Var þess fullviss að ég væri ættaður frá landinu helga og kallaði mig lengi vel mister Mendelssohn — í fullri alvöru og góðri meiningu." Vegna áhuga má við bæta að stikan með ljósunum sjö er jafn- an í bænahúsum Gyðinga, svo sem sjónvarpsáhorfendur gátu séð nýlega þegar á skjánum var mynd um Gyðingafjölskyldu og nazistar réðust inn í bænahús þeirra. Komu út og eyðilögðu ljósastikuna að fólkinu ásjáandi. I Jerúsalem er sjö arma ljósa- stika í musterinu og mikilvægi hennar í Gyðingatrú gegn um aldir má m.a. marka af því að á sigursúlu Trajanusar í Róm er einmitt lágmynd af því er 4 burðarmenn koma til Róma- borgar með ljósastikuna sjöarma úr musterinu eftir að hafa jafnað Jerúsalem við jörðu um 70 e.Kr. Þá markaðist sigur Rómakeisara af þvi að hafa með sér heim hina mikilvægu sjö- arma ljósastiku. Hitt er svo annað mál að sjöarma ljósastikurnar koma nú til íslands frá Svíþjóð og inn- flytjandi er ekki mjög sáttur við að kenna þær við Gyðinga, vill kalla þetta aðventuljós. Svíar nefni þau jólaljós. í byrjun flutti hann þau inn sem „ljós“, en fyrir nokkrum árum datt einhverjum tollmanni í hug að þetta væru skrautljós og því hátollavara. Honum tókst þó að fá úrskurð um að þau væru lampar. Hvað sem þetta er kallað, eru þetta sýnilega hinir gagnlegustu grip- ir, úr því hægt er að sanna ágæti einnar íslenskrar fjölskyldu í út- löndum með þeim og gera soninn verðugan tengdason, sbr. frá- sögn Geirs. Getur varla einfald- ari aðferð til að fá á sig virðu- leikablæ. Megi „ljósin" vel gagn- ast. Að velja er erfitt og verjast grandi, því mjög eru hlutirnir mismunandi segir Piet Hein (í þýðingu Auð- uns Braga Sveinssonar). En hátíðir eru afstaðnar. Gefst tóm til að leggjast í jóla- bækurnar eftir fjölskylduboð og jólasamkomur. Er rofa tekur í auglýsingadembunni og hægt að greina trén fyrir skóginum, tek- Sígild verk öndvegishöfunda koma til okkar á íslensku fleiri en fyrr, svo sem fyrsta skáldsaga André Malraux frá 4. áratugn- um, verk Heinrich Böll o.fl. Mér fannst ég finna til, þótti einu sinni skondinn skáldskapur. Nú finnst Gáruhöfundi hann finna í jólabókaflóðinu — unga höfunda sem kunna að segja skáldsögu i sveita síns andlits. Aldous Hux- ley komst að þeirri niðurstöðu að í bókmenntum væri hlutfallið milli þess sérstæða og hins sem er almennt og hversdagslegt mjög hátt, en í lífinu væri þetta alveg öfugt. Að undanförnu hafa höfundar gjarnan illa gefið sér tíma í jólabókakapphlaupinu til að sía þennan hversdagsleika úr, svo maður hefur fengið hann ómeltan ofan á annan hvers- dagsleika í lífinu. Hefur þá ekki nennu til að slökkva á útvarpi eða sjónvarpi og setjast með bók. En nú taka menn aftur að segja sögur. Afdrifaríkasti vaxtarsprotinn á markaði bóka nú eru þó kannski myndlistarbækurnar með frásögnum og verkum þeirra listamanna okkar sem markað hafa spor á umliðnum áratugum. Þær hefur svo lengi vantað, til að áhugafólk geti flett upp og skoðað verkin og sett þau í samhengi í þróuninni. Lengi vel var þrenningunni einni — Kjar- val, Ásgrími og Jóni Stefánssyni — gerð þannig skil að skoða mætti verk þeirra af bókum. Og af myndhöggvurum aðeins Ás- mundi og Einari Jónssyni. Nú í fyrra kom svo bókin um fyrir- rennara þeirra, Þórarin B. Þor- láksson, sem alltaf virtist gleym- ast, og nú teygir Kristján Eld- járn myndlistarsöguna lengra aftur, til málarans Arngríms Gíslasonar. Þá erum við að fá framhaldið í bókum með mynd- um af verkum þeirra sem síðar brutu í blað með bókinni um Finn Jónsson, sem vann og sýndi hér fyrstu afstrakt myndirnar fyrir hálfri öld, bókinni um Jó- hann Briem sem alltaf hélt sína eigin þróunarbraut ótruflaður af tískustefnum og bókinni um Þorvald Skúlason, brautryðjand- ann á sviði óhlutbundinnar list- ar á Islandi. Og fleiri lista- verkabækur eru komnar í þetta safn vel unninna myndabóka með tiltölulega knöppum text- um, aðgengilegar til að fletta upp í um ókominn tíma. En bæði listaverkabækurnar og þýddu sí- gildu verkin, sem gjarnan virð- ast hverfa í bókaauglýsingaflóði jólanna, eru eflaust þær sem eft- ir sitja og fengur er að eiga á öllum árstímum og öllum árum. Koma gjarnan út úr bóka- skápum oftar en í vorhrein- gerningum. Raunar hefur Gáru- höfundi vart gefist tóm til að lesa þær á þessum stuttu jólum, aðeins fletta þeim, á semsagt sinn jólamat óétinn. Mér finnst ég hlakka til. Vörubifreið Til sölu er, Scania 80 super, vörubifreiö, árgerö 1972, 6 hjóla. Upplýslngar í sima 99-3877. VEROBRfFAMAHKAOUR HUS) VERflUINARINNAe 9ÍMI 03320 Simatimar kL K>—12 og 3—5. KAUF 06 SAIA VEÐSKUlOABHtFA 25200 Oplö öll kvöld frá kl. 22.00. Sendum heim alla gamlársnótt og nýársdag. ATH. Allan ný- ársdag. Krossínn Gamlársdagur, brauösbrotnlng kl. 16.00. Nýársdagur almenn samkoma kl. 16.30. Gleöilegt ár! Tilkynning frá fólaginu Anglíu Enskar talæflngar fyrlr fulloröna byrja þriöjudaginn 10. janúar frá kl. 19—21 aö Aragötu 14. — Enskar talæfingar fyrlr börn 7—14 ára byrja laugardaginn 14. janúar kl. 9 fh. aö Amt- mannsstíg 2 (bakhúsiö). Þátt- tökutllkynningar fyrir bæöi full- oröa og börn eru í síma 12371 á skrifstofu félagsins aö Amt- mannsstíg 2. Stjórn Anglíu. Hver er þinn lukkudagur? Vinningar daglega allt áriö 1984 366 vinningar Ath. 1 dagur kostar kr. 82 aura Vinningsnúmer birtast daglega á baksíöur DV fyrir ofan LOKA Mánaöarlega dregin út Datsun Micra bifreiö árg. ’84 frá Ingvari Helgasyni Verðmæti vinninga 5,5 milljón kr. Vinningar fyrir alla fjölskylduna 12 bílar 12 videotæki 12 stereo- samstæöur 24 reiðhjól 24 skíði 24 ferðaútvörp 258 aðrir eigu- legir vinningar q 366 ^ VINNINGAR Apríl 1984 HJÚUUNARVÖRUR LlM OG LlMBÖND SNYRTIVÖRUR Almanak 4000 — SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU 1 5o2 J* 2 J7t*7 3 51105 4 5008 5 1127 6 56**1 7 *99í> 8 11015 9 *í)2*0 10 25*)* 11 102*0 12 5982 13 ** 565 14 5985; 15 S«S*8 16 207JC 17 11Í5 ? 18 17J7J 19 5»f»1 20 «970 21 *#58 22 ir«*i 23 5701 i 24 25171 25 ***20 26 5007 27 55945 28 595 29 2»7*5 30 11*15 ■2TL - IT II II U fl fl Tf mnrn » b s a an m »-jrit DAAOMAASI4 SM 37480 7 0 aox »114 acviuavIk a 7 t i » n # n 14 11 18 17 TIT* » »1 » B N 'B N r ■ »Trr IÓTELIÐ í HJARTA HÖFUÐBORGARINNAR Íll orgunverður og rjúkandi kafB frá U. 8 i hverjum morgni. HÓTEL BORG Selt af íþróttafé- lögum um land allt, bókabúðum Penn- ans og Eymunds- son Upplýsingar í sím- um 20068, 81325 og 84459 íþróttafélög athug- ið aö enn er hægt að fá spjöld. Björn Guðbjörns- son, vinnusími 24349.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.