Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 6
38 IÞROTTA- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 Innlent 1. Best að byrja á knattspyrnunni, enda vinsælasta íþróttin. Islensku liðunum gekk bara vel miðað við allt og allt eins og sagt er. Eitt þeirra lék í Evrópukeppni meistaraliða gegn ungversku liði sem hét ... Disgiory o.s.frv. Hvaða íslenska lið var þetta og hvernig fór útileikurinn? a) Víkingur 1—2 b) íþróttafélagið Esjan 2—33 c) Fram 1—1 d) Sindri og Dofri júnæted 1—7 e) Zetuvinir z—zz 2. Akranes var eitt þeirra liða sem lék í Evrópukeppninni, nánar tiltekið í Evrópukeppni bikarhafa, og þar mætti liðið skoska liðinu Aberdeen. Skagamenn vöktu mikla athygli með því að ... a) dreifa heilu tonni af bitafiski meðal áhorfenda í Aberdeen b) leika með PLO-auglýsingar á búningum sínum c) tefla fram kvennaliði sínu d) leika vel og ná jöfnu, 1—1 e) leika vel og sigra 2—1 3. Einn íslenskur knattspyrnumaður á erlendri grund var orðaöur við fram- kvæmdastjórastöðu félags síns. Þessi kappi var enginn annar en ... a) Búbbi hjá Motherwell b) Gulli hjá Universitate Craiova c) Ásgeir Sigurvins hjá Stuttgart d) Binni hjá Liverpool e) Kalli Þórðar hjá Laval 4. Kunnur kappi og reyndur kom, sá og sigraði í keppninni um markakóngs- titilinn í 1. deild. Þetta var: a) Charlie Nicholas b) Ingi Björn Albertsson c) Albert Ingi Björnsson d) Björn Albert Ingason e) Willy Glochenspiel 5. íslensku knattspyrnumennirnir er- iendis hafa yfirleitt staðið sig með stakri prýði. Einn þeirra var nokk- urn tíma að hasla sér völl með félagi sínu, en hefur þó leikið talsvert í vetur og skoraði sitt fyrsta mark fyrir lið sitt eigi alls fyrir löngu. Þessi leikmaður heitir: a) Yasser Arafat b) Hólmgöngu-Bersi c) Pétur Ormslev d) Karl Þórðarson e) Þorsteinn Pálsson 6. Enn erum við á fullu í knattspyrn- unni og vippum okkur snarlega að málefnum landsliðsins. Því tókst varla að fylgja eftir góðum árangri í undankeppni HM í undankeppni Evrópukeppni landsliða. Versti skellurinn var virkilega slæmur ... a) 1—2 tap gegn Möltu b) 2—14 tap gegn Dönum c) 0—15 tap gegn Fílabeins- ströndinni d) 1—9 tap gegn ÍBV e) 0—15 tap gegn Ytri-Mongólíu 7. Miklar vonir voru bundnar við liðið er það mætti írum á Laugardalsvell- inum í haust. Þá átti að hefna ófar- anna og tuddaskaparins í Dyflinni haustið áður. írar unnu síðan 3—0, en ákveðið atvik er staðan var 0—0 hefði getað breytt gangi leiksins ... a) íslendingar vissu ekki fyrr en írar höfðu skorað, að þeir voru allir skólausir b) Janus Guðlaugsson komst í dauðafæri, en Jim McDonagh, hinn írski markvörður, varði snilldarlega c) Jim McDonagh f írska markinu datt í hug að skora sjálfsmark, en hætti við á síðustu stundu d) veðrið breyttist skyndilega úr 19 vindstigum af suðaustan í stillilogn og það hentaði írum betur e) tilkynnt var í hátalarakerfi, að skemmtiatriði yrðu í leikhléi. Hlökkuðu íslensku leikmenn- irnir þá svo til, að þeir hættu að hugsa um leikinn 8. fsland tapaði 0—3 fyrir Hollandi ytra, og þóttu þær tölur síst of stórar þar sem ... a) Hollendingar léku ísland sundur og saman og áttu bæði stangar- og þverslárskot, auk þess sem þeir brenndu af mörgum dauða- færum og Þorsteinn Bjarnason varði eins og berserkur b) íslendingar léku með aðeins 5 mönnum c) dómarinn var ólæs 12 ára indí- áni frá Suður-Ameríku d) Hollendingar stækkuðu mörkin um 3 metra á þverveginn og 2 metra á uppveginn e) íslendingar voru allir með steinsmugu eftir að hafa legið allan tímann í matareitrun 9. Gamla (góða) stórveldið Fram var í svíðsljósinu. Hvernig þá? a) félagið græddi 250 milljónir á kökubasar b) félagið varð fyrst íslenskra liða til að kaupa erlendan leikmann: Pop Robson frá Sunderland c) félagið vippaði sér upp í 1. deild á ný eftir skamma dvöl í 2. deild d) saga félagsins var mest selda vísindaskáldsagan á árinu vestan hafs e) félagið vann alla þá bikara sem hugsast gat á síðasta keppnis- tímabili 10. Þegar Fram ber á góma dettur manni í hug landsliðsmaður nokkur afar kunnur. Hann dró sig út úr knattspyrnulandsliðinu á síðasta keppnistímabili og er óhætt að segja að eftirsjá hafi verið að honum. Þetta er að sjálfsögðu: a) Ólafur Laufdal b) ólafur Ragnar Grímsson c) Sigurlás Þorleifsson d) Kristinn Jörundsson e) Marteinn Geirsson 11. Búin að fá nóg af knattspyrnunni? Eina samt í viðbót og sjáum svo til. Víkingur reyndi að verja íslands- meistaratitil sinn á keppnistímabil- inu 1983, en það tókst ekki, enda tekst það fáum liðum þó undantekn- ingar séu auðvitað. Nýju íslands- meistararnir gerðu sér lítið fyrir og unnu einnig bikarkeppnina. Hvaða frækna lið er hér um að ræða: a.)Valur b) Svalur c) Akranes d) Keflavík e) Firmalið Hagkaups og Sam- taka fasteignasala 12. Loks víkjum við frá knattspyrnunni og æðum yfir í handboltann. Undir jólin tók handknattleikslandsliðið þátt í sterkri 6-landa keppni í Austur-Þýskalandi og nældi sér þar í 4 stig og hafnaði í 4. sæti. íslenska liðið vann sigra sína gegn: a) Færeyjum og Grænlandi b) Alsír og b-liði Austur-Þýska- lands c) A-liði Austur-Þýskalands og Sovétríkjunum d) Japan og Angóla e) Líbanon og Sýrlandi 13. Á þessu keppnistímabili stjórnar nýr þjálfari íslenska landsliðinu, er það a ) B j a r n i Felixson b) Freddy Heineken c) Jóhann Ingi Gunnarsson d) Dimitri Ustinov e) Bogdan Kowalczik 14. Það sem af er þessu keppnistímabili hefur FH haslað sér völl sem sterkasta lið hvað svo sem í Ijós kemur eftir áramótin. Stafar þetta af þeirri einFóldu ástæðu að FH-ingar a ) ... eru bestir b) ... hafa tekið á leigu tékkn- eska landsliðið c) ... eru styrktir af Náttúru- lækningabúðinni d) ... hafa keypt öll liðin til að gefa leiki sína e) ... dávaldurinn Frisinette leikur stöðu miðvarðar í vörn FH 15. FH-ingar léku við ísraelskt lið í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í handknattleik. Unnu þeir báða leik- ina með miklum yfirburðum. Kom þaö nokkuð á óvart, því ... a) ... búist var við sterkum mót- herja b) ... iðrakvef hrjáði mjög leik- menn FH c) ... ísraelarnir voru allir 3—4 metrar á hæð d) ... ísraelarnir reyndust hinir herskáustu þegar til kastanna kom e) ... FH-ingar höfðu nýlega lok- ið þátttöku í maraþondiskó- dansi sem stóð í 4 sólarhringa 16. Einar Vilhjálmsson frjálsíþróttamað- ur var óumdeilanlega sá frjáls- íþróttamaður íslenskur sem bestu afrekin vann á árinu. Aðalgrein hans er spjótkast og varð hann fyrsti ís- lendingurinn til að rjúfa ... a) ... alþingi og boða nýjar kosn- ingar b) ... 90 metra múrinn c) ... 12 kílómetra múrinn d) ... hljóðmúrinn e) ... Kínamúrinn 17. Jú, við erum allt í einu komnir í knattspyrnuna á ný. Þjálfari eins lið- anna sem léku í 1. deild síðasta sumar gaf út athyglisverða yfirlýs- ingu snemma vetrar. Hún var á þá leið að félag hans myndi að öllum líkindum ... a) ... flytja inn erlenda knetti b) ... flytja inn erlenda leikmenn c) ... flytja inn erlenda dómara d) ... flytja inn erlendar ný- lenduvörur e) ... flytja inn saltfisk 18. í körfuknattleiknum gerðist það i síðasta keppnistímabili, að Vals- menn sendu eftir kunnum kappa, Tim Dwyer, og undir leiðsögn hans unnu þeir tvöfalt með stæl. Erlendir leikmenn léku þá aðalhlutverk hjá öllum úrvalsdeildarliðunum að einu undanskildu. Það var: a) KR b) Breiðablik v) Árroðinn d) ÍR e) Maccabi Tel Aviv 19. Körfuknattleikstímabilið sem hófst í haust var að því leyti ólíkt sfðustu vertíðum að ... a) nú er bannað að tefla fram er- lendum leikmönnum b) nú er bannað að tefla fram ís- lenskum leikmönnum c) nú er bannað að tefla fram leik- mönnum yfirleitt d) nú má aðeins leika í sokkum og bol einum fata e) nú stendur hver leikur f 4 sól- arhringa 20. Úrvalsdeildarlið Hauka í körfu- knattleiknum er spútnikliðið að þessu sinni. Það er undir stjórn ald- ins og kunns kappa, fyrrum lands- liðsþjálfara, sem lætur sig ekki um muna að koma inn á öðru hvoru og raða niður körfum þó kominn sé af léttasta skeiðinu. Þetta er enginn annar en: a) Hosni Mubarak b) Jóhannes Eðvaldsson c) Guðmundur jaki d) Einar Bollason e) Jock Ewing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.