Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 7
FRÉTT AGETRAUN 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 39 Erlent Fyrsta hcimsmcistarakeppnin í frjálsum íþróttum fór fram á árinu í Helsinki í Finnlandi, og var keppnin cinn helsti íþróttaviðburöur í heim- inum á árinu. l>að er því best að byrja á því að athuga hve vel fólk er að sér varðandi keppnina. 1. Edwin Moses sigraði í 400 m grindahlaupi á leikunum og vakti þaö mikla athygli. Hvers vegna? a) Hann hljóp berfættur. b) Hann missti skóna á leiðinni. c) Hann vann sinn 80. sigur í röð án þess að tapa í hlaupagrein- inni. d) Hann hljóp í samfestingi með hjálm. 2. Bandaríska karlaboðhlaupasveitin setti heimsmet í 4x100 m boðhlaupi, hljóp á ótrúlega góðum tíma. Sá sem átti mestan þátt í sigrinum og heims- metinu var sá sem hljóp lokasprett sveitarinnar. Hver var það? a) Ronald Reagan b) Carl Lewis c) Dustin Hoffman d) McEnroe Hvað er eiginlega um að vera á þessari mynd? 8. Finninn Ari Vatanen sigraði í hinu árlega Safari-ralli, hann sagði að rallið hefði verið gífurlega erfitt og margar fyrirstöður og erfiðleikar á leiðinni. Þeir óku til dæmis á dýr á leiðinni. Hvaða dýr var það? a) Sebrahestur b) Gíraffi c) Fíll d) Flóðhestur _ 9. A-Þjóðverjinn Udo Byer setti nýtt heimsmet í kúluvarpi á árinu í Los Angeles, kastaði kúlunni 22,55 m. Þetta þótti sumum með ólíkindum gott afrek og héldu því fram að hann ætti ekki að fá það staðfest. Hvers vegna ekki? a) Það var svo mikil sól á meðan keppnin fór fram. b) Hann var ekki látinn gangast undir lyfjapróf og margir héldu því fram að hann hefði tekið inn hormónalyf fyrir keppnina. c) Hann notaði báðar hendur víb metkastið. 10. Úrslit í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu fara fram næsta sumar. í hvaða landi fara úrslitin fram? a) Kýpur b) Finnlandi c) Rússlandi d) Frakklandi 11. 3. Ung bandarísk hlaupastúlka sigr- aði í 1500 og 3000 m hlaupi á heims- leikunum. Sigraði stöllur sínar frá Rússlandi og Austur-Evrópu og þótti það mikið afrek. Ekki síst vegna þess að hún var kvenlega vaxin. Hún hét Mary Decker. Hvaðan er hún? a) Englandi b) Ástralíu c) Kúbu d) Bandaríkjunum 4. Nokkrir íþróttamenn voru dæmd- ir frá keppni á Pan Am-leikunum í íþróttum. Vegna þess að þeir voru: a) Undir áhrifum lyfja. b) Drukknir á meðan á keppni stóð. c) Dónalegir í framkomu við dóm- ara. d) Of lengi á klósettinu áður en keppni hófst. 5. Frakkinn Yannick Noah vann sig- ur í stóru íþróttamóti á árinu, það var í a) Kappakstri b) Tennis c) Fjölbragðaglímu d) Siglingum 6. Ástralíumenn sigruðu í stærstu siglingakeppni sem fram fer í keppn- inni um Ameríkubikarinn. Það sem álitið var öðru fremur að þakka: a) Nýrri gerð segla sem þeir not- uðust við. b) Kvenmenn voru í áhöfn þeirra. c) Þeir notuðu árar sem hjálpar- tæki. d) Þeir voru með nýjan kjöl undir bát sínum. 7. Kínverjinn Zhu Jianhua setti nýtt heimsmet á árinu í a) Hástökki b) Kraftlyftingum c) Pokahlaupi d) Maraþonhlaupi Margir voru búnir að spá því að tennisleikarinn Jimmy Connors myndi sigra í Wimbledon-tennis- keppninni á árinu. Svo varð ekki, hann féll snemma úr keppninni. Ástæðan að mati margra, þar á með- al Björns Borg. a) Erfiðleika í einkalífi sínu vegna hjónaskilnaðar. b) Fór seint að sofa og var úti að skemmta sér. c) Fékk blöðrur í lófana í keppn- inni. d) Snéri sig á ökkla og varð að hætta. 12. Enska liðið Liverpool vann í þriðja sinn í röð stóra knattspyrnukeppni. Hvaða keppni var það? a) Mjólkurbikarinn b) Viský-keppnina d) FA-bikarkeppnina d) Ananas-bikarinn 13. Eitt stærsta vandamál á knatt- spyrnuvöllum í Englandi er. a) ólæti áhorfenda og slagsmál á meðan á leik stendur. b) Slæm aðstaða fyrir áhorfend- ur. c) Leikmenn sparka hvað eftir annað boltanum í áhorfendur. d) Búið er að loka klósettunum víðast hvar. 14. Hvaða lið varð Evrópumeistari í knattspyrnu á árinu? a) Juventus b) Liverpool c) Stuttgart d) Hamborg 15. Stærsti sigurinn í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu á árinu sem var að líða var býsna merkilegur. Hvaða sigur var það? a) Island sigraði Holland 12—1. b) Spánverjar sigruðu Möltu 12-1. c) V-Þjóðverjar sigruðu Albaniu 7-1. d) Kngland vann Luxemborg 8—0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.