Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 51 róður á Ásgeiri Torfasyni og veiddu um 5 tonn af slægðum fiski, en á meðan á róðrinum stóð voru þeir sem ekki voru á sjó að verka kæsta skötu. í október sl. hætti Allabúð starfrækslu og keypti Kaupfélagið lager verslunarinnar. Auk Kaup- félagsins eru nú starfandi Brauð- gerð Hjartar Jónssonar, verslun Greips Þ. Guðbjartssonar, bóka- búðin Bræðurnir Eyjólfsson og verslunin Vagninn. í sumar var byrjað á nýrri heimkeyrslu inn í þorpið. Héraðs- stjóri Vegagerðarinnar, Guð- mundur Gunnarsson, sá um verkið. Nýja heimkeyrslan liggur í sjó fram undir bökkunum á Sól- bakka og tengist inn á gamla vegstæðið rétt innan við Sólvelli. Ekki tókst að ljúka við varanlega tengingu vegarins í haust, en það verður gert á næsta ári og jafn- framt verður haldið áfram inn eft- ir Hvilftarströndinni við uppbygg- ingu vegarins. Er það trú og von allra hér að á árinu 1985 verði unnt að leggja bundið slitlag á Hvilftarströnd inn að vegamótum. Flateyri mun vera eini þétt.býlis- staðurinn á Vestfjörðum sem ekki hefur neitt bundið slitlag á inn- keyrslunni í bæinn. Af nógu er að taka þegar rifjað- ir eru upp atburðir líðandi árs, en fátt eitt er hægt að tína til í upp- talningu sem þessari, ég get þó ekki látið hjá líða að geta þess mikla láns sem við Flateyringar eigum að fagna, sem er stöðug og góð læknisþjónusta. Læknirinn okkar, Páll Þorsteinsson, hefur verið hér frá sumrinu 1981 og er ekki að sjá neitt fararsnið á hon- um. Er von manna að læknishjón- in séu nú orðin svo rótgróin að þau komist hvergi! Ég vil ljúka þessu með því að óska öllum Flateyringum nær og fjær gleðilegs nýs árs með þökk fyrir liðin ár. Megi mannlíf hér á Flateyri blómgast og dafna sem best á komandi árum. Eyjólfur Guðmundsson, Vogum Þegar ég var beðinn að segja frá merkilegustu fréttum í minni heimabyggð og nágrenni, var margs að minnast, og verður ekki nema frá fáum greint Á Suðurnesjum eru tvær auð- lindir í iðrum jarðar, hiti og vatn, sem eru að tiltölulega litlu leyti nýttar. Háhitasvæðin í Svarts- engi, Eldvörpum og á Reykjanesi eru mest rannsökuðu háhitasvæði landsins, enda nokkur nýting átt sér stað, t.d. í Svartsengi vegna hitaveitu og á Reykjanesi vegna sjóefnavinnslu. Rannsóknir eru að hefjast að nýju við Trölladyngju. Þær holur sem boraðar hafa verið, gefa næga orku fyrir Suðurnesin. Rannsóknir hafa verið gerðar á fersku vatni í iðrum jarðar, og gefa niðurstöður til kynna að mik- ið sé til af því. Gefa þessar rann- sóknir vonir um mikla möguleika á uppbyggingu fjölbreyttra tæki- færa í iðnaði. Mikill samdráttur í sjávarafla á árinu og ótrygg atvinna í fisk- vinnslu eru mál sem huga þarf að. Verð á raforku á Suðurnesjum er eitt hæsta í landinu, meira að segja á þeirri orku sem framleidd er á svæðinu. Útsöluverð raforku er 26—27% hærra hér en t.d. í Reykjavík. Mun ástæðan m.a. liggja í milliliðum. Akvörðun Hitaveitu Suðurnesja að selja ekki orku til ylræktarvers í Vogum, en bjóða sama aðila til viðræðna um orkukaup í öðru byggðarlagi á Suðurnesjum er at- hyglisvert, og að fyrirtækið sem er eign sveitarfélaganna á Suður- nesjum og ríkissjóðs skuli mis- muna í verði á orku milli byggð- arlaga um 25—30% þar sem mun- urinn er mestur. Að lokum bestu óskir um gleði- legt nýtt ár, og þakkir fyrir það sem er að líða. Hanna Hjartardóttir, Kirkjubæjar- klaustri Þegar litið er til ársins ’83 í heild hvað varðar landsmálin, hljóta efnahagsmálin að vera þar efst á baugi og kosningarnar síð- astiiðið vor. Óðaverðbólga eins og fyrrihluta ársins og síðan aðgerðir gegn henni fólu ekki aðeins í sér efnahagslegar þrengingar hjá landsmönnum, heldur einnig fé- lagslegar, enda hlýtur það tvennt að fléttast saman. Ekki síst verð- um við vör við félagslega þáttinn í litlu samfélagi þar sem samvinna og samspil íbúanna er svo sam- fléttað að það er eins og ein óslitin keðja. Þegar ég lít til nánasta um- hverfis er mér minnisstæðast frá liðnu ári hvernig Vestur-Skaftfell- ingar minntust þess í sumar að 200 ár eru nú liðin frá Skaftáreld- um, bæði með hátíðahöldum, sýn- ingum og útgáfu rita. Umræðan sem var í kringum það hlýtur að hafa vakið margan til umhugsun- ar um það hversu lífskjör manna voru slæm á þeim tímum og oft gagnlegt fyrir okkur nútímafólkið að rifja það upp, sem erum gjörn á að barma okkur hvað sem á bjátar í okkar velferðarþjóðfélagi. Ég er bjartsýn á að tímabil efnahagskreppu sé á undanhaldi og með minnkandi verðbólgu eygj- um við von um betri tíð. Það er von mín að á tímum um- ræðna og ótta vegna gjöreyðingar- vopna megi hugsun sú sem bjó að baki tendrun friðarljósanna á að- fangadagskvöld breiðast út um allan heim. Reynir Ragnarsson, Vík, Mýrdal Þegar læt hugann reikar yfir at- burði líðandi árs og reyni að gera mér grein fyrir hvað helst hafi orkað á mig, er af mörgu að taka. Til þess að koma einhverri reglu á þessar hugleiðingar, vil ég fyrst taka fyrir það sem næst mér er í minni heimabyggð, Mýrdalnum, og er ég ekki í neinum vafa um að sameiningarmál Hvammshrepps og Dyrhólahrepps eiga eftir að vera mér minnisstæðust margra hluta vegna. Meðal annars vegna þess að Hvamms- og Dyrhóla- hreppur eru með fyrstu hreppum landsins sem sameinaðir eru ofe því lítið um forskriftir eða leið- beiningar hvernig að því skyldi staðið, hvað ynnist eða hvað tap- aðist við sameiningu. Allir vilja sinni heimasveit vel og veg hennar sem mestan, en það sem einn get- ur talið sveit sinni til góðs, getur annað talið henni til tjóns og er þá oft úr vöndu að ráða. Ég ætla ekki að rekja hér þau atriði, en aðeins geta þess sem í mínum huga er veigamesti þátturinn fyrir sam- einingu og reyndar getur varðað alþjóð miklu, en það eru framtíð- armöguleikar Mýrdalsins sem bundnir eru við hafnargerð og út- flutning. Að vísu virðist draumur okkar Skaftfellinga um höfn við Dyr- hólaey hafa fjarlægst vegna minnkandi sjávarafla og erfið- leika útgerðar um allt land. Skaftfellingar hafa ávallt skilið það að kröfur um höfn verða að byggjast á þjóðhagslegum for- sendum en ekki óskum fámenns byggðarlags. En þjóðhagslegar forsendur geta breyst á skömmum tíma, t.d. er víða í Évrópu að koma upp sú staða, að ýmis jarðefni, vikur, byggingarefni o.fi. eru að ganga til þurrðar og kostnaður Um leið og við þökkum ánægjuleg samskipti á liðnum árum, viljum við minna á að í nóvember tókum við í gagnið nýtt myndbandaver. Fyrsta flokks tækja- búnaður frá SONY tryggir viðskiptavinum okkar hrað- virkni og fullkomin myndgæði. Þess vegna horfum við hjá SAGA FILM björtum augum fram á veginn. GLEÐILEGT ÁR! SAGA FILM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.