Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 45 finna þeim verkefni. Eftir að séð verður hvað kvótaskipting leysir vanda margra skipa verður að grípa á vanda þeirra, sem eftir eru með sveigjanleika, jákvæðni og skilningi. Það sem þá er brýnast er að tryggja atvinnu- og afkomu- hagsmuni hinna ýmsu byggðar- laga og samræma þá þjóðarhag. 3. Þessi spurning er nátengd þeirri, sem á undan fór, því að á þeim dökku tímum, sem nú virðast blasa við eru þær báðar lýsandi dæmi þess, hve varnarlaus sú þjóð er, sem lifir af einhæfum, sveiflu- kenndum atvinnuvegi. Okkur er lífsnauðsyn að eiga í bakhöndinni trygga, stöðuga og viðráðanlegri atvinnuvegi eins og t.d. iðnað og þá fyrst og fremst smáiðnað af ýmsu tagi. Ennfremur nýjar bú- greinar eins og fiskeldi, loðdýra- rækt og ylrækt. Uppbygging iðn- aðar og nýrra búgreina tilheyra stefnuskrármarkmiðum Kvenna- listans og oft var þeirra þörf en nú er nauðsyn. Það var dapurlegt að sjá hve lítinn stuðning þessar at- vinnugreinar fengu á nýjum fjár- lögum. Það varðar miklu, að fyrir- tæki og framkvæmdaraðilar séu nú bjartsýnir en kippi ekki að sér höndum, dragi ekki úr fram- kvæmdum og bíði svartnættis. Sá vandi, sem að okkur steðjar er okkur öllum sameiginlegur og því þurfum við öll að taka á honum. Ef efnahagsstefna okkar mótast af bjartsýni og jákvæðu hugarfari þá getum við byggt upp og forðað atvinnuleysi, jafnvel á samdrátt- artímum. 4. Eftir að hafa kynnt mér þær umræður, sem orðið hafa í dag- blöðum um kennslu og námsefni í Islandssögu í grunnskólum, sýnist mér, að þeir sem hafa og hafa haft umsjón með því að hanna nýtt námsefni í þeirri grein, sinni starfi sínu af ábyrgð og alúð. Af engum þeirra skrifum finnst mér ástæða til að óttast, að þekking á íslandssögu muni versna frá því sem nú er þótt áhersla og gerð 3. Fyrst vil ég benda á að full at- vinna er eina viðunandi markmið- ið að mati okkar Alþýðuflokks- manna en ekki hið teygjanlega hugtak „næg atvinna" sem fram kemur í spurningunni. Verður að vona að aðrir stjórnmálaflokkar og reyndar Morgunblaðið lika taki undir þessi sjónarmið okkar Al- þýðuflokksmanna en ekki sé ætl- unin að sætta sig við eitthvað minna en fulla atvinnu. í annan stað vil ég árétta nauð- synina á aðlögun atvinnuvega að nútímanum og núverandi aðstæð- um eins og fram kom í svörum við Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: Það þarf að kveða van trúarsönginn niður námsefnis breytist, þvert á móti. Það nám, sem hefur að markmiði að þjálfa gagnrýna hugsun, sjálf- stæð vinnubrögð, leikni við heim- ildaöflun og þjálfun dómgreindar og rökhugsunar og þar sem beitt er nútímalegum vinnubrögðum, er lífvænlegt að mínu mati. Það er ennfremur líklegt til að vekja áhuga og forvitni nemenda, sem hvort tveggja eru vænlegir eigin- leikar til að auka bæði þekkingu og skilning. Þeim mun meira sem námsefnið höfðar til nemenda þeim mun tryggara er að það lær- ist og geymist. Mér finnst eðlilegt að bæði námsefni, áherslur þess og kennsluhættir séu endurskoð- aðir, einkum þegar það er gert af umhyggju og alúð gagnvart við- komandi námsefni og til þess að tryggja því sess en ekki til að farga því. Þessi viðhorf finnst mér koma glögglega fram í skrifum þeirra, sem hafa og hafa haft um- sjón með námsefni í íslandssögu. Þess vegna óttast ég ekki um verndun íslandssögu. 5. Það er fullyrðing en ekki stað- reynd, að tilvist hernaðarbanda- lags hafi tryggt frið í okkar heimshluta í 35 ár. Kvennalistinn telur ekki, að vopn eða hernaðar- bandalög tryggi frið. Af vopnum stafar ógn og ótti ekki friður. Eðli þeirra kjarnorkuvopna, sem stór- veldin tvö leitast við að ná ógnar- jafnvægi með er slíkt, að engum er búið öryggi í skugga þeirra, miklu fremur síaukið óöryggi. Tilvist þessara vopna ógnar ekki bara ör- yggi íslands heldur framtíð alls lífs á þessari jörð og hann er mjór og ótryggur sá þráður mannlegra og tæknilegra mistaka, sem öryggi okkar hangir á. Stórveldin munu ekki endalaust geta haldið hvort öðru í skefjum með slíkum vopn- um. Ekkert deiluefni austurs og vesturs er jafnmikilvægt og gagn- kvæm nauðsyn okkar til að forð- ast kjarnorkuátök. Aðeins með samvinnu, en ekki deilum getum við lært að lifa saman og ég trúi því, að þrá okkar til að lifa sé miklu sterkari en ótti okkar hvert við annað. Vopnin eru óþörf ef óvináttu er eytt. Þannig mætti með því að eyða óvinaímyndun og stuðla að friðsamlegum samskipt- um leysa vandamál stórveldanna. í þeim tiigangi þyrfti að reyna bæði hefðbundnar samningaleiðir en einnig að auka verulega sam- skipti bandarísku og sovésku þjóð- arinnar með vísindalegum, tækni- legum og menningarlegum tengsl- um, ferðamennsku og verslun. Þegar svo kjarnorkuvopnum hefur verið eytt og mannvit og fjármagn er ekki lengur vígt hern- aðarhyggju eins og nú, þá verður öryggi Islands tryggt. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið ákvörðun um gengisbreytingu á næsta ári sem breytist óðara í verðbólgu miðað við þá stjórnar- stefnu sem nú er fylgt. Þá er aug- ljóst að launafólk getur ekki unað við 2—4% launahækkun eins og ríkisstjórnin gefur upp sem sína opinberu stefnu. Þessi stefna þýð- ir að elli- og örorkulífeyrir hækk- aði samtals um 281 kr. — tvö hundr- uö áttatíu og eina krónu — allt næsta ár. Launafólk getur ekki un- að við slíka kaupskerðingu áfram og verður því að sækja rétt sinn með afli samtaka sinna ef ekki reynast aðrar leiðir færar. Þá er ljóst að við mikil vandamál er að glíma í sjávarútveginum og dugir skammt alræðisvald sjávarútvegs- ráðherrans til að leysa þau vanda- mál. Þar er eins og víðar reynt að skipta meiri verðmætum en til eru. Það hefur í för með sér verð- bólgu. Þá er gert ráð fyrir stór- felldum hækkunum opinberrar þjónustu á næsta ári, að minnsta kosti í Reykjavík og nú er búist við miklum hallarekstri ríkissjóðs sem nemur mörg hundruð milljón- um króna. Þegar alls er gætt má því gera ráð fyrir því að verðbólg- an fari vaxandi á ný á næsta ári, enda hefur ekkert verið gert til þess að halda dýrtíðinni í skefjum annað en að lækka kaupið niður í það sem greitt var fyrir 30 árum fyrir hverja unna klukkustund. Vonandi tekst að halda niðri verð- bólgu á komandi ári, en það verður ekki gert með því að „halda áfram á sömu braut" eins og spurningin er orðuð. Sú braut er ófær. Það hefur aldrei tekist að stjórna landinu til langframa í stríði við yfirgnæfandi meirihluta lands- manna. Það mun heldur ekki tak- ast nú að stjórna landinu gegn verkalýðshreyfingunni. 2. Það leysir ekki vanda sjávarút- vegsins að afhenda einum manni allsherjarvald yfir veiðum — eins og þegar hefur verið gert — og vinnslu — eins og áformað er að gera samkvæmt frumvarpinu um ríkismat á sjávarafurðum. Þriðja þáttinn, rekstrarvandann, á að leysa með þeim hætti fyrst að endurskoða öll skuldamál útgerð- arinnar. Það dugir ekki að láta einstaka útgerð gjalda þess að er- lend stofnlán verða tugum millj- óna hærri vegna þess að þau eru skráð í óhagstæðri erlendri mynt auk þess sem raunvextir eru langt umfram verðbólgustig af þessum lánum. Það er því meginatriði að fram fari allsherjar skuldauppgjör útgerðarinnar í landinu. í annan stað ber síðan að taka ákvörðun um útgerð skipanna með tilliti til atvinnusjónarmiða, hagkvæmni og byggðasjónarmiða. Við þessa ákvörðun á að reyna að laða hags- munaaðila til beinnar ábyrgðar á þeim niðurstöðum sem fást að lok- um. En fjármagnskostnaðurinn er grundvallaratriðið. Þar verður að byrja ef menn vilja í raun og veru glíma við rekstrarvanda útgerðar- innar á Islandi eins og hann er um þessar mundir. 3. Eins og nú horfir væri eðlilegast að kveðja saman alla helstu áhrifaaðila á vinnumarkaði og fulltrúa allra stjórnmálaflokka til þess að fjalla um þann vanda sem nú er við að glíma í atvinnumál- um. Þetta var gert á síðasta kjör- tímabili viðreisnarstjórnarinnar og skilaði að vísu ekki miklum árangri en sýndi viðleitni til þess að fá meginfylkingar þjóðfélags- ins til samstarfs um lausn vandans. Full atvinna var for- gangsmál síðustu ríkisstjórnar og henni tókst einni ríkisstjórna á Norðurlöndum að tryggja fulla at- vinnu meðan atvinnuleysi fór vax- andi í grannlöndum'okkar. Núver- andi ríkisstjórn hefur aðrar áherslur og ráðherrar nota at- vinnuleysisvofuna til að hræða launafólk frá því að gera kröfur um bætt kjör. Nærtækast til þess að stuðla að fullri atvinnu er að ríkisstjórnin leggi áherslu á það í öllum tilvikum að atvinnan sé meg- inmarkmið þegar teknar eru ákvarðanir um efnahagsmál hverjar svo sem þær eru. Það er ekki unnt að taka einn þátt út úr í þeim efnum og áreiðanlega er ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki hjálpað atvinnulffinu og atvinnu- vegunum með stefnu sinni. Hún hefur þvert á móti stuðlað að svo miklum samdrætti í kaupmætti að atvinnan er í hættu. Það þarf að hverfa af braut niðurskurðar- og samdráttarstefnunnar og stuðla í þess stað skipulega að aukinni verðmætasköpun í atvinnuvegum okkar þannig að meira verði til skiptanna. Það þarf að kveða niður vantrúarsönginn en hefjast í staðinn handa um stórhuga upp- byggingu atvinnulífsins. Atvinnu- stefna núverandi ríkisstjórnar virðist einna helst beinast að því að hjálpa framsóknarfyrirtækinu hér en íhaldsfyrirtækinu þar. Heildarsýn er ekki til, en vegna rekstrarfjárkreppu blasir sú hætta við að stórfyrirtæki yfirtaki rekstur í sjávarútvegi í vaxandi mæli. Þannig verði horfið frá þeim fjölbreytta rekstri sem nú tíðkast í byggðarlögunum allt í kringum landið yfir til stórra rekstrareininga þar sem ákvarð- anir eru teknar fjarri fólkinu sjálfu. Slíkur búskapur skapár hættu á atvinnuleysi þegar til lengdar lætur. Ríkisstjórnin hefur lækkað kaup. Lágt kaupstig kemur at- vinnurekstri í koll þegar fram í sækir ef ekki er um að ræða skipu- lagsbreytingar í atvinnuvegunum samtímis á öðrum sviðum. Grundvallarbreytingar á skipu- lagi atvinnuveganna til hagræð- ingar og hagkvæmari rekstrar verða aldrei framkvæmdar í ríkis- stjórn fyrirtækjanna eins og þeirri sem nú situr. Til þess eru báðir stjórnarflokkarnir of vensl- aðir sukkinu. Ríkisstjórn stærir sig af því að hafa lækkað vexti. Staðreyndin er sú að fyrirtækin, einkum útgerðin, hafa orðið að borga hærri fjár- magnskostnað að undanförnu en nokkru sinni fyrr. Raunvextir eru háir um þessar mundir og það kemur niður á fyrirtækjunum ekki síður en einstaklingunum. 4. Þessar umræður um verndun tungunnar og íslandssögukennslu í grunnskólum eru jákvæðar. Ég tel að í þeim umræðum komi fram viðurkenning á réttmæti þeirra varnaðarorða sem höfð voru uppi fyrir nokkrum árum, að nauðsyn- SJÁ NÆSTU SÍÐU spurningunum tveimur hér að framan. Að öðrum kosti munum við hrekjast úr einu víginu I annað á grundvelli skammtímalausna. í þriðja lagi minni ég á sam- drátt í óþarfri eða óarðbærri fjár- festingu til þess að við höfum svigrúm til þess að setja- fé í skynsamlega atvinnuuppbyggingu og til að mæta ótvíræðum þörfum eins og t.d. íbúðum fyrir ungt fólk. Það veitir líka atvinnu. Þá þarf að leita eftir skynsam- legum tækifærum til þess að nýta til iðnaðarframleiðslu raforku sem nú er vannýtt. Þetta á að gera með frekari uppbyggingu á orku- frekum iðnaði, sem greiði viðun- andi verð fyrir orkuna. Brýnast er þó að nýta þá mögu- leika sem við vafalaust eigum í útflutningi á ýmiss konar fram- leiðslu frá íslenskum iðnfyrir- tækjum, stórum sem smáum. Þessi tækifæri hafa legið að miklu leyti ónýtt. Til þess að nýta þau þarf hugvit, aðgang að fjármagni og öfluga sölumennsku erlendis. Sölumennskunni hefur verið sýnd lítil ræktarsemi. Hér þarf að eiga sér stað viðhorfsbreyting. Menn verða að gera sér ljóst að salan er órjúfanlegur þáttur í heilbrigðum atvinnurekstri, enda er henni gert hátt undir höfði hjá öðrum þjóð- um, einkum þeim sem best standa sig. Sú feimni og hlédrægni og það afskiptaleysi sem einkennt hefur viðhorfin til útflutningssölu verð- ur að breytast. Trú mín er sú, að þá muni árangurinn ekki láta á sér standa. Þetta er sá þátturinn sem ekki hvað síst hefur skort hjá íslensk- um iðnaði. Nú þarf að gerast átak í þessum efnum og þar hefur ríkis- stjórn hlutverki að gegna í upp- örvun, hvatningu og fyrirgreiðslu. Með slíku átaki á að vera unnt að fjölga atvinnutækifærum í iðnaði og efla iðnaðinn með því að ná betri nýtingu á þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er og því fé sem þegar er bundið í greininni. Að lokum er rétt að benda á, að stofnsetning Atvinnumálasjóðs með svipuðum, en ekki sama hætti og viðreisnarstjórnin gerði á sín- um tíma gæti verið mikilvægt spor til þess að treysta atvinnuna. Slíkur sjóður ætti að ýmsu leyti ekki síður hlutverki að gegna nú en þá. Hlutverk hans ætti annars vegar að vera það að greiða fyrir nýsköpun og nýjungum í atvinnu- lífi og örva útflutningssölustarf eins og að framan er lýst og hins vegar að greiða fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu mikilvægra atvinnufyrirtækja, m.a. með eig- endaskiptum, þannig að atvinna truflaðist ekki eða félli niður þar sem slík endurskipan væri aug- ljóslega nauðsynleg. Slíkur At- vinnumálasjóður gæti auðsjáan- lega gegnt mjög mikilvægu hlut- verki til þess að tryggja fulla at- vinnu á komandi ári. 4. Sumt í þessari umræðu hefur byggst á misskilningi. I öðrum til- vikum hefur verið tekist á um mismunandi sjónarmið. Heilbrigð skoðanaskipti eru vissulega þörf og nauðsynleg. Ekki leikur vafi á því að ýmislegt mjög þarft náms- efni hefur verið mótað og unnið í samfélagsfræðum á grunnskóla- stigi í þeim tilgangi að víkka sjón- deildarhring nemenda. Á hinn bóginn hefur hugmyndin væntan- lega verið að auka og bæta sam- hliða þessu námsefni í Islandssögu en ekki hið gangstæða. Til þess að svo megi verða þarf auðvitað fjár- muni í útgáfustarf en þeir hafa verið naumt skammtaðir á undan- förnum árum. Á hverjum tíma verður vitanlega að tryggja fé til skynsamlegrar skólabókaútgáfu í samræmi við þau markmið sem menn setja sér. í tilefni af þeirri umræðu sem hér hefur átt sér stað að undan- förnu er ástæða til þess að skoða þessi mál sérstaklega og meta bæði markmið og leiðir, þ.á m. hverju eigi til að kosta til þess að kennslugögn og kennsla í þessum fræðum séu í samræmi við þann árangur sem við viljum ná. Mig uggir að þekkingu ungs fólks á landinu og þjóðinni, sögu okkar og menningu, hafi hrakað á seinustu áratugum. Nýlegar kannanir stað- festa a.m.k. ótrúlegan þekk- ingarskort. Eins þykist ég sjá merki um minnkandi málkennd og málrækt, og slaka íslenskukunn- áttu. Þessu megum við ekki una. Skilningur á högum annarra er nauðsynlegur, en staðgóða þekk- ingu á sögu lands okkar og þjóðar, menningu og menningararfleifð og einstökum sérkennum hennar ber okkur að varðveita frá kynslóð til kynslóðar. Það er þessi arfur sem tengir okkur saman. Það er tungan, menningin og sagan sem gerir okkur að þjóð. Sú þjóð sem gleymir tungu sinni eða menning- ararfleið teflir sjálfstæði sínu I tvísýnu. Þess vegna er ræktarsemi við söguna og tunguna sífelldur þáttur í hinni eilífu sjálfstæðis- baráttu okkar. Námsefnið á að sníða að þessum sannindum. 5. Við höfum notið friðar við þá skipan öryggismála sem við höf- um valið. Því væri óhyggilegt að breyta þessari skipan að öðru óbreyttu. Önnur skipan er þannig ekki í sjónmáli um þessar mundir. Hugmyndir um óvopnað hlutleysi, sem stundum er ymprað á, eru t.d. óraunhæfar að mínum dómi. Svar- ið við spurningunni, sem fram er borin, er því nei.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.