Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 55 fclk í fréttum Dennis Wilson íThe Beach Boys látinn + Dennis Wilson, trommuleik- arinn í hljómsveitinni The Beach Boys, lést af slysförum nú fyrir nokkrum dögum, drukknaöi í sjónum viö Kaliforníuströnd. Var hann á báti meö nokkrum kunningjum sínum og kastaöi sér til sunds en kom ekki upp aftur. Björgunarmenn, sem komu á vettvang, fundu lík hans í sjónum eftir klukkutíma leit. Vitaö er, aö bátsverjar voru drukknir. Dennis Wilson, sem var 39 ára gamall, stofnaöi hljómsveit- ina The Beach Boys áriö 1961 ásamt braeörum sínum Brian og Carl, frænda sínum Mike Love og Al Jardine. Þeir nutu mikilla vinsælda um langa hríö og áttu m.a. lög á borö við „Good Vi- brations", „California Girls“ og „Surfin USA“. Þeir eiga aö baki 35 albúm, þar af 15 gullalbúm. Fyrr á árinu reitti James Watt, fyrrum innanríkisráöherra Bandaríkjanna, aödáendur The Beach Boys, þar á meöal sjálfa forsetafrúna, Nancy Reagan, mjög til reiöi þegar hann bann- aöi hljómsveitinni og öörum rokkhljómsveitum aö taka þátt í þjóöhátíöarhöldunum 4. júlí. Vill ekki leika í Dallas + Sophia Loren fær aö öllum líkindum Larry Hagman, J.R. í Dallas, sem mótleikara í sinni næstu mynd en hún hefur þegar hlotiö nafniö „Litfríö og Ijóshærö" eöa eitthvað í þá áttina. Fyrir ári var henni raunar boöiö aö leika í Dallas og þiggja fyrir um þrjár milljónir króna en hún afþakkaði og sagöi þættina ekki sniöna fyrir sig. Hins vegar segist hún fylgjast meö þeim af mikilli at- hygli. COSPER c c C ©PIB CtMaMCIIi COSPER 94-31 Nú skil ég hvers vegna fiskarnir bíta ekki á, þess- ir maðkar eru hræöilegir á bragðið. Abatasamur ærumissir + Hér á landi kannast líklega fá- ir viö bandarísku leikkonuna Cheryl Ladd en hún hefur unnið sér þaö helst til ágætis aö hafa leikið í sjónvarpsmyndaflokkn- um „Charlie’s Angels“, sem ekki hefur veriö sýndur hér á landi. Cheryl datt heldur betur í lukku- pottinn nú um daginn þvi aö þegar verið var aö auglýsa klámmynd nokkra, „Taxi Girls”, var sagt um aöalleikkonuna, aö hún væri þegar allt kæmi til alls bara nauðaltk Cheryl Ladd. Cheryl fór náttúrulega í mál og vegna þess aö allt er mest og best í Bandaríkjunum voru henni dæmdar dálitlar bætur. 700.000 dollara fékk hún, hátt í 21 milljón íslenskra króna. Innilegt þakklæti sendi ég öllum ættingjum og vinum sem glöddu mig á 95 ára afmæli mínu 10. desember sl. og gerbu mér daginn ógleymanlegan. Guð gefi ykkur öllum blessunarríkt nýtt ár. Sigríður Halldórsdóttir, NLFÍ Hveragerdi. Óskum landsmönnum gleðilegs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er nú að Ijúka. kostaIíboda LUEED V-BAR SNJÓKEÐJUR fyrir fólksbíla, jeppa, sendibíla og vörubíla getum sett upp keðjur a traktora og vinnuvélar með stuttum fyrirvara. Undirbúið ykkur fyrir veturinn, hafið keðjurnar til. <$> KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.