Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 Hvað segja stjörnu Hrúturinn 21. mars — 20. apríl Hrúturinn er forystumerki og viljastyrkur og framagirni hrúta er með ólíkindum. Þeir ná markmiði sínu og þegar talað er um framagirni er ekki átt við að hrútar hrópi hátt eða böðlist áfram. Þvert á móti, þeim er lagið að vinna fólk á sitt band og koma fram málum vegna vitsmuna og sjálfsstillingar. Greind þeirra og listhneigð dregur enginn í efa og marga skapandi og túlkandi listamenn er að finna innan þessa merkis. En þrátt fyrir sterkan vilja og vitsmuni er það ekki einhlítt til láns og lukku. Oft eru hrútarnir fjarskalega einrænir og hlédrægir, margir eiga erfitt með að tjá tilfinningar sem skipta þá miklu. Hins vegar geta þeir talað lengi og mikið um það sem minni þýðingu hefur vegna þess að hitt er of óþegilegt Og þrátt fyrir allt hugrekkið og alla sómaeiginleikana skortir hrútinn oft innstei og skilning á annað fólk. Flóknar tilfinningar, sem bornar eru fyrir hann, vekja stundum með honum hina mestu skelfingu og þar stendur hann ráðþrota þrátt fyrir allL Árið 1984 lofar hrútnum ýmsu góðu, hann f«er Uekifæri upp í hend- urnar sem honum þykir beinlfnis heillandi að fást við — og leysir náttúrulega. Fjármálin fara að lagast eftir því sem á líður árið og hvers kyns nýjungar á tæknisviðinu eru ákaflega spennandi í hans augum. Þrátt fyrir það sem sagt var um tilfinningalíf hrútsins er ekki svo að skilja að hann sé ekki innst inni viðkvæmur og blíður í lund. Hann er bara svo smeykur við allt nýtt — einkum og sér í lagi ef hann getur ekki tekið það í sundur, skoðað og skilgreint. Ef ef hann reynir að vera ívið opnari gagnvart öðrum gæti bjartari tfð og beinlfnis dægileg verið f vændum og ný tengsl mynduð sem miklu munu skipta. Tvíburinn 22. maí — 22. júní Tvíhurinn er fjörugur og gáfaður og nær oft langt í bókmenntum og öðrum listgreinum. Hann þráir alltaf ný áhugamál og vanabindandi störf eru honum ekki að skapi. Hann er aldrei ánægður með það sem hann hefur fengið og tekur hverri nýrri áskorun. Hann vill að lífið sé skemmtilegL leitar stöðugt að einhverju sem örvar gáfur hans og ef vandamál koma upp er hann ekki í rónni fyrr en hann hefur leyst þau. Tjáning er honum nauðsyn og hann vill hafa áhrif á þá sem hann umgengsL Mál tvíburans munu „ganga upp og niður“ á árinu 1984 og þannig vill hann einmitt hafa það. Arið verður einkar hagstætt þeim sem skipta mikið við útlendinga eða fást við menntamál, ferðamál, innflutning eða útflutning. Sumum býðst staða erlendis, aðrir eiga nokkra erfiðleika í vændum. Reynt getur á hjónabandið hjá sumum, en það lagast, og þar sem þeir, sem fæddir eru undir þessu merki, eru mjög sjálfstæðir mundi tímabundinn aðskilnaður ekki saka. Talsverðar sveiflur verða f fjármálum tvíburans og viturlegt væri að kanna þessar sveiflur frá mánuði til mánaðar. Ástandið í skattamálum getur hins vegar lagast og þeir sem þurfa aðstoð lögfræðinga munu eiga láni að fagna. í ástamálum hafa mörg ár verið minnisstæðari en það sem í hönd fer, en með undantekningum á vissum tímum ársins. Tvíburinn verður að gæta heil.su sinnar vel á þessu ári vegna stöðu Satúrnusar. Hann verður að huga vel að mataræði sínu og gæta þess vel að fá næga hvíld. Nautið Krabbinn 21. apríl — 21. maí Skapstyrkurinn er einkenni nautsins og það lætur ekki sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. Nautið hvikar sjaldan frá settu marki og er gætt einstökum skipulagshæfileikum, einkum þegar um er að ræða ný og erfið verkefni. Þeir, sem fæddir eru f þessu merki, eru ákaflega tryggir en bregðast hins vegar illa við ef þeim er ekki sýnt það sama, gerast þá þverlyndir og þrjóskir svo um munar. Mesti galli þeirra er sá, að þeir eru of uppteknir af sjálfum sér og eiga oft erfitt með að skilja sjónarmið annarra. Öllum nautum hættir til að vera værukær og jafnvel löt og ef þau gæta ekki að sér vilja þau gerast dálftið holdug með tímanum. Árið 1984 lofar að mörgu leyti mjög góðu fyrir nautið en þá verður það líka að vera vel á verði og gera ekkert að óathuguðu máli. Margt bendir til að ný störf bjóðist og að einhver flutningur standi í sambandi við það, jafnvel úr landi. Nokkur óvissa mun rfkja í fjármálunum á fyrstu mánuðum ársins en smám saman birtir yfir þeim með nýjum og heillandi verkefnum. f ástamálunum verður allt með kyrrum kjörum framan af og svo er reyndar að sjá að vetrarmánuðirnir á þessu ári verði fremur tilbreytingalausir. Sumarið verður hins vegar þeim mun fjör- ugra, sérstaklega mánuðirnir maí, ágúst og október, og betra að gá vel að sér. Nautið er að vísu varkárt og staðfast en þegar það sleppir fram af sér beislinu þá gerir það það líka svo um munar. Eins og fyrr segir eru nautin alla jafna í góðu andlegu jafnvægi þótt stundum geti út af því brugðið. Þrátt fyrir stefnufestuna eru þau hins vegar dálftið hrædd við breytingar f daglega lífinu, jafnt f vinnunni sem í einkalífinu, og er það kannski mesti veikleiki þeirra. Ef nautin taka sér tak og gerast umburðarlyndari gagnvart sínum nánustu og sam- ferðamönnunum mun árið 1984 verða þeim sérstaklega farsælt ár. 22. júní — 22. júlí Krabbinn er þolinmóður, stimamjúkur en fastheldinn, jafnvel svo að frekar rifna af honum klærnar en hann sleppi taki sínu á þvf sem hann hefur læst klónum í. Einkum á |v.ð við um ástvini. Skapgerð krabbans er flókin, ímyndunaraflið mjög fjörugt og minnið einkar gott. Hins vegar er krabbinn hálfgerður þræll eigin skapgerðar og á hann til að sýna helst til mikla viðkvæmni. Einnig lætur hann tilfinningarnar stundum hlaupa með sig í gönur. Hjá honum skiptast á tímabil úrræða- leysis og mikils einmanaleika annars vegar og óhemju stolts og sjálf- stæðiskenndar hins vegar. Það er háttur krabbans að búast við hinu versta af hverju nýju ári, og vissulega eru ýmsar blikur á lofti. Vegna áhrifa Hatúrnusar kunna að verða erfiðleikar í ástalífi og í samskiptum við börn og foreldrar með börn á táningaaldri þurfa að sýna sérstaka þolinmæði og háttvfsi allt fram á árið 1985. Árið 1984 er ekki vel til fallið að stofna heimili og ófrískar konur verða að sinna sjálfum sér vel og endurskoða afstöðu sína til foreldrahlutverksins. Vegna stöðu Júpíters munu giftir þó almennt verða lánsamir og eiga ánægjulegt ár. Vinabönd munu styrkjast ef eitthvað er, enda eru krabb- anum ættarbönd mikilvæg. Einnig er nú rétti tíminn til að blása í glæður gamalla vináttubanda. Hjónaband er einnig hægt að styrkja með auknum skilningi, en hætt er við að krabbar sem ólofaðir eru f ársbyrj- un verði svo einnig í árslok. Við þeim blasir ekki mikil rómantík. Vegna Úranusar er kröbbum hætt við heilsubrest á árinu, einkum verða þeir að fara vel með sig sem tæpir eru á taugum eða átt hafa við blóðrásarvanda að etja. Almennt séð er krabbinn samúðarfullur, skilningsríkur og á oftast erfitt með að láta tilfinningar sfnar f Ijós við ókunnuga. Krabbar geta verið afbrýðisamir og drottnunargjarnir, en fela rækilega þær tilfinn- ingar sínar. Þeir þurfa að rækta með sér sjálfsöryggi. Ljónið 23. júlí — 23. ágúst í Ijónsmerkinu er oftast að finna leiðtogann í hópnum. Ljónið ber sig afar vel og vegna þessara einkenna er það oft umtalsefni annarra. Sem leiðtogi er það sjálfkjörið sökum glöggs innsæis f mannlegum samskipt- um, en þó eru til þau Ijón sem hafa tilhneigingu til að ráða yfir öðrum sjái þau sér leik á borði. Sterkasta einkenni Ijónsins er stoltið og þar sem Ijónið er að eðlislagi hlýr og opinn persónuleiki er það auðsært ef gengið er á hlut þess. Ljónið er hamhleypa til vinnu en hættir til allt f einu að dragnast niður f slfka leti að við því verður ekki hróflað nema það sjálft sjái ástæðu til. Árið 1984 mun bera ýmislegt í skauti sér fyrir Ijónin, bæði gott og vont, en sem betur fer ekkert alvarlega vonL Stjörnurnar segja að ýmis tækifæri muni bjóðast í fasteignaviðskiptum, jafnvel afar spennandi tækifæri, einnig bendir allt til þess að heimilislífið muni blómstra á árinu. Á hinn bóginn er við þvf varað að þessa hluti þurfi að rækta vandlega, því allt gæti farið úr skorðum ef ekki er varlega farið. Lykillinn í þessum málum er: Varlega, því þótt fyrrgreind tækifæri bjóðist þá er þetta þó ekki með bestu árum fyrir slfk mál. Ljónin munu oft á nýja árinu standa frammi fyrir flóknum málum sem þurfa hugvit og þolinmæði til að ráða fram úr, en þau eru prýðilega úr garði gerð flest hver til að sigrast á slíkum vandamálum. Ef á heildina er litið verður heilsufarið yfirleitt gott hjá Ijónum árið 1984. Þau mega þó vara sig síðari hluta ársins, því þá munu kvef og ýmsir minniháttar en eigi að síður leiðinlegir kvillar herja á þau og því betra að vera við öllu búinn. I ástum mega Ijónin búast við verulega spennandi ári. Stjörnurnar segja að mikið verði um skyndikynni og einhleyp Ijón megi alltaf búast við þvf eins og annað fólk, að hitta þann rétta eða réttu, þó er ólíklegt að svo verði á þessu ári. Spennandi ár samt. 24. ágúst — 23. september Smekkvísi er einhver mest áberandi þátturinn f fari þeirra, sem eru í meyjarmerkinu. Mærin hefur þá tilhneigingu að rannsaka gaumgæfi- lega hverja nýja persónu, sem hún hittir. Þetta á reyndar ekki aðeins við um fólk heldur einnig allt nýtt, sem á vegi meyjarinnar verður. Þótt þessi eiginleiki sé f rfkum mæli hjá meyjunni verður ekki um bana sagt, að þar fari mjög ákveðin persóna. Þess vegna eru litlar líkur á umtalsverðum frama í starfi, þar sem ákveðni er nauðsynlegur eigin- leiki. Það fer meynni illa að gefa skipanir því fólk tekur þeim illa, ekki hvað síst vegna framsetningarmátans, sem er fráhrindandi. Mærin er hins vegar dæmigerð fyrir þá sem stjórna á bak við tjöldin — einskonar Evita Peron nútímans. Mærin á ákaflega erfitt með að tjá ást sfna og enn erfiðara með að hrósa fólki. Þá er henni ekkert um það gefið að vera öðrum háð fjárhagslega. Þetta er sennilega ein meginskýring þess, að þeir, sem eru í þessu merki, eru taldir fastheldnir á fjármuni sfna. Eins og kemur fram að ofan er erfitt að bræða hjarta meyjarinnar, en loks þegar ísinn befur verið brotinn er henni ákaflega annt um maka sinn. Börn eru meynni aukatriði, en komi þau á annað borð f heiminn njóta þau mikillar umhyggju. Mærin á sömuleiðis ákafiega auðvelt með að gagnrýna allt og alla og er oft dómbörð f stað þess að reyna að leita að hinu jákvæða f fari fólks. Algengt er að henni fallist hendur við það eitt að hugsa til ákveðins verkefnis eða persónu. Erfitt er að gera meynni til hæfis og þetta leiðir til þess að ævi hennar verður oft ein óslitin óánægja. Alltaf kennir hún samt öllu öðru um en sjálfri sér. Fyrir meyna hefur nýtt ár ekki aðra merkinu en þá, að hún verður ári eldri. Þeir f meyjarmerkinu, sem fást við almannatengsl, útgáfu af einhverju tagi, prentiðn eða kaupmennsku, eiga erfitt ár fyrir höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.