Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 Mercedes Benz 190 í 4. s*ti. FIAT Uno bíll ársins í Evrópu — Peugeot 205 fylgdi fast á eftir f kjöri 53 blaðamanna FIAT UNO hefur verið kjörinn bfll ársins í Evrópu fyrir árið 1983, en þaö eru 53 blaðamenn víðs vegar úr álfunni, sem greiða atkvæði um athyglisverðustu nýju bflana á ár- inu. Kjör bfls ársins fer fram í samvinnu við franska blaðið L’Equipe og fimm aðrar evrópskar útgáfur, en það hefur verið fram- kvæmd árlega síðan 1963. I fyrstu tíu sætunum að þessu sinni voru: 1) FIAT Uno með 346 stig, 2) Peugeot 205 með 325 stig, 3) Volkswagen Golf með 156 stig, 4) Mercedes Benz 190 með 116 stig, 5) Mazda 626 með 99 stig, 6) Citroén BX með 77 stig, 7) Aust- in Maestro með 70 stig, 8) Honda Prelude með 38 stig, 9) Opel Corsa með 32 stig, 10) Alfa- Romeo 33 með 30 stig. Sigurvegarinn í kjöri bíls árs- ins á síöasta ári var Audi 100, en þar á undan var Renault 9 hlutskarpastur. Bæði bílablaðamenn og aðrir sérfræðingar hafa verið furðu- lega sammála um að sérfræðing- um FIAT-verksmiðjanna hafi tekizt mjög vel upp við hönnun og framleiðslu FIAT Uno, sem fyrirtækið lagði hreinlega allt undir við hönnun á, þar sem markaðsstaða þess hafði farið nokkuð versnandi á síðustu ár- um, en í gegnum tíðina hefur FIAT verið í fyrsta sæti yfir markaðshlutdeild á Evrópu- markaði. Nú eru hjólin hins veg- ar farin að snúast fyrirtækinu mjög í hag og salan á Uno hefur gengið vonum framar, auk þess sem aðrir nýir bílar fyrirtækis- ins hafa fengið góðar viðtökur. Má þar nefna FIAT Panda, bæði venjulega útfærslu og með drifi á öllum og hjólum og síðan nýj- asta trompið frá FIAT, sem nefnist Regada, en hann er arf- taki FIAT 131, sem hefur verið framleiddur um langt árabil. Bíll ársins, FIAT Uno. Peugeot 205 í 2. sæti. Volkswagen Golf í 3. sæti. Mazda 626 í 5. sæti. Citroen BX í 6. sæti. Honda Prelude í 8. sæti. Opel Corsa í 9. sæti. Renault 9, bfll ársins fyrir tveimur árum. Austin Maestro í 7. sæti. Audi 100, bfll ársins á sl. ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.