Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 19 póí Isl stjórnin hér í Lundi ákvað að velja sér vinabæ á fslandi og varð Dal- vík fyrir valinu. Frammámenn í litík hér í Lundi hafa heimsótt sland og sýnt þessu máli öllu mikla ræktarsemi. Norræna félag- ið hér ætlar næsta vor að helga fslandi sérstaka dagskrá. Einnig mætti nefna að við fengum Malmöborg til þess að standa fyrir íslandsviku fyrir nokkrum árum. Fyrir nokkrum árum skipulagði ég ásamt háskólakórnum kynningar- ferð til íslands í samvinnu við Há- skóla íslands. Ég hélt fyrirlestra ásamt kórstjóranum sem talaði um kirkjutónlist. Einnig hélt formaður stúdentafélagsins sem er dósent í læknisfræði fyrirlestur í sinni fræðigrein og kórinn söng á fleiri stöðum við frábærar undir- tektir. Margir þeirra sem voru í þessari ferð voru staðráðnir í því að koma til íslands sem fyrst aft- ur. Nú, viðtökurnar sem orðabókin hefur fengið sýnir líka áhuga á fslandi. Þegar ég var á fslandi síð- ast og færði forsetanum bókina fór það fram í sendiráði Svía og voru þar viðstaddir nokkrir sænskir stjórnmálamenn, m.a. landbúnaðarráðherrann. Þeir vildu fá að vita margt um tilkomu bókarinnar og vildu greinilega gera þessa athöfn að opinberu at- riði í samskiptum fslands og Sví- þjóðar. Það var séð fyrir því að ég fékk ferðakostnaðinn til íslands borgaðan úr ríkissjóði í það skipt- ið. En það sem er e.t.v. markverð- asta breytingin sem er að gerast í samskiptum fslands og Svíþjóðar er að sá hópur fólks á Islandi sem dvalið hefur við nám og vinnu í Svíþjóð er alltaf að stækka. Þetta fólk hefur með sér börn sín sem lært hafa sænsku í sænskum skól- um. Nú er hægt að stunda sænsku í framhaldsskólum á íslandi sem ekki var hægt fyrir nokkrum ár- Gösta Holm er nú kominn á eft- irlaun en vinnur ótrauður áfram að nýjum bókum og er með fleiri handrit í takinu í einu. Það er fyrst nú sem hann hefur fengið tóm til að ljúka ýmsu sem hann áður hafði lagt grunninn að. Nú þegar vinnunni við sænsk- íslensku orðabókina er lokið gefst betri tími, en áður fóru frístundir og sumarleyfi ómæld í þá vinnu. Þegar við hættum samtali okkar var farið að bregða birtu og eldur- inn í arninum var orðinn að rauðri glóð sem lýsti milt út í rökkrið. Viðmælandi minn var með allan hugann við fsland og íslenska menningararfleifð. „Það er merki- legt,“ sagði hann að lokum, „hvernig þessi litla þjóð á hjara hins byggilega heims gat skapað og varðveitt bókmenntir sem jafn- ast á við það besta í heimsbók- menntunum. Ég gleymi því aldrei þegar ég ásamt konu minni og Bjarna Guðnasyni vorum á leið til Gullfoss og bíllinn bilaði á leið- inni. Það þurfti að senda eftir við- gerðarmanni og varahlut, en við gengum að næsta bæ og fengum að bíða þar á meðan. Við höfðum ekki staðið lengi við er við vorum komnir í hrókasamræður við bóndann á bænum um ákveðin fræðileg atriði varðandi íslenskar fornbókmenntir. Hann vildi heyra skoðun mína á því hvort það hand- rit Snorra Eddu sem geymt er í bókhlöðunni í Uppsölum sé það elsta sem varðveist hefur. Annað eins og þetta er óhugsandi að gæti komið fyrir á sænskum sveitabæ." Þegar að er gáð á fsland fjöl- marga vini, svokallaða íslands- vini, í ýmsum löndum heims og á ólíklegustu stöðum. Fáir hafa þó eins og Gösta Holm lagt jafn ríku- legan skerf til íslenskrar menn- ingar. Það er þetta fólk sem gerir það að verkum að fslendingar er- lendis eiga ekki alltaf jafn langt heim og landakortið bendir til. Enn bítur refurinn Sydra-Langholti, 22. desember. ÞEGAR Jón Sigurðsson í Skolla- gróf var að leita kinda fyrir skömmu, en hann vantaði á heimt- ur, fann hann tvær ær frá sér og var önnur þeirra illa dýrbitin eftir tófu, það er mikið mulið framan af snoppu og nefi eins og tófunni er einatt lagið, þegar hún bítur. Mikil tófuför voru á þessum slóðum, þar sem ærnar voru og líklegt, að þarna hafi fjölskylda komizt upp af greni í vor. Dýra- leit er stunduð hér í sveit á vorin og gáð í flest greni, sem vitað er um. Þá hefur Siggeir Þorgeirs- son á Kaldbak stundað refaveið- ar frá skothúsi um nær 10 ára skeið, skotið þar 160 dýr. Það er dæmalaust hve illa gengur að halda þessum ófögnuði í skefj- um. Má til dæmis gera sér í hug- arlund hverjar móttökur ung- lömbin fá í vor á þessum slóðum, ef ekkert næst af þessum dýrum í vetur. Það er þó enn dæmalaus- ara að til sé fólk, sem vill friða dýrbítinn og kallar félagsskap sinn Tófuvinafélagið. Hér eystra hefur verið af- bragðs tíðarfar það sem af er vetri svo sem víðast annars stað- ar á landinu og samgöngur greiðar. Jörð er hér snjólaus. Hross eru nær ekkert komin á hús, en farið var að gefa sauðfé um miðjan nóvember, en þá gerði allnokkurn snjó. Sig.Sigm. Hrossaútflutningur 1983: 76% aukning frá 1982 SAMTALS hafa verið flutt út 299 hross á árinu 1983, og er það tæp- lega 76% aukning frá árinu 1982, því þá voru flutt héðan 170 hross til nokkurra landa í Evrópu, að því er Birna Baldursdóttir, sölufulltrúi hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, tjáði blaðamanni Morgun- blaðsins í gær. Sambandið er sem fyrr lang- stærsti hrossaútflytjandinn, og voru 286 hross flutt utan á þess vegum í ár, en 13 hross á ann- arra vegum, flest tíu í einni ferð með Smyrli til Noregs, allt hryssur. Hrossaútflutningur Sam- bandsins á árinu sést á með- fylgjandi töflu, þar sem fram kemur fjöldi hrossa, skipting í geldinga, stóðhesta,. hryssur og tryppi og folöld, og greint er frá fjölda útfluttra hrossa til hvers markaðslands. Tölurnar í svig- unum eru tölur frá árinu 1982. Hrossaútflutningur 1983 MarkaAslönd: Geldingar Hryssur Stóðhestar Folöld, tryppi Samtals Noregur 52 (33) 10 (14) 2 ( 0) 1 ( 0) 65 (47) Svíþjóð 41 (22) 10 (17) 1 ( 0) 52 (39) Danmörk 20 ( 6) 27 ( 6) 1 ( 0) 2 ( 0) 50 (12) Finnland 4 ( 0) 4 (0) V-Þýskaland 28 (17) 35 (21) 9 ( 3) 72 (41) Austurríki 11 (23) 0 ( 4) 11 (27) Sviss 4 ( 4) 4 ( 4) Belgía 1 ( 0) 1 ( 0) USA 3 ( 0) 2 ( 0) 5 ( 0) Frakkland 4 ( 0) 17 ( 0) 1 ( 0) 22 ( 0) Samtals 163(105) 106(62) 14 ( 3) 3 ( 0) 286(170) y;«*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.