Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 Tóbak hækkar og lækkar í verði VKKi) á nokkrum tegundum tóbaks breyttist í vikunni, ýmist til hækkun- ar eða lækkunar, að sögn Ragnars Jónssonar, skrifstofustjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. „Ástæðurnar fyrir þessum lag- færingum á verði eru aðallega tvær, annars vegar lítilsháttar gengisbreytingar og hins vegar breytingar á flutningsgjöldum," sagði Ragnar Jónsson. Sem dæmi um verðbreytingar má nefna, að danskt reyktóbak lækkar úr 39,70 krónum í 39,40 krónur, eða um 0,75%. Midland- tóbak lækkar úr 29,50 krónum í 28,90 krónur, eða um liðlega 2%. Dós af Half and Half-tóbaki lækk- ar úr 197,20 krónum í 180,00 krón- ur, eða um 8,7%. Pakki af Camel-sígarettum lækkar úr 44,10 krónum í 43,70 krónur, eða um 0,9%. Pakkinn af Winston Light lækkar úr 44,10 krónum í 43,70 krónur, eða um 0,9%. Pakkinn af Lark hækkar úr 43.90 krónum í 44,10 krónur, eða um 0,45%. Sömu sögu er að segja af Kent-sígarettum. King Edward-vindlar lækka úr 9.90 krónum í 9,60 krónur, eða um liðlega 3%. Churchill-vindlar hækka úr 8,20 krónum í 9,30 krón- ur, eða um 13,4%. Þá lækka Lon- don Docks-vindlar úr 6,00 krónum í 5,30 krónur, eða um 11,7%. Kirkjur þétt setn- ar á Barðaströnd Baróaströnd, 4. janúar. Á JÓLADAG var messað í báðum kirkjunum á Barðaströnd, Brjáns- lækjar- og Hagakirkju. Voru þær báðar þétt setnar. Mátti segja að all- ir Barðstrendingar sem heima voru væru við kirkju. Tvö börn voru skírð í Hagakirkju. Jól og áramót liðu hér í róleg- heitum. Allir unglingar héðan sem voru í skólum og við vinnu komu heim um jólin, en eru nú að fara aftur. Talsverður snjór er kominn hér og tíðarfar erfitt. SJ Friðarganga á Akranesi á þrettándanum SAMSTARFSHÓPUR um friðarmál skipaður konum úr öllum starfandi stjórnmálaflokkum á Akranesi, stendur fyrir friðargöngu á þrettánd- anum, 6. janúar. Gangan hefst klukkan 19 við Akraneskirkju og verður farin blysför um aðalgötur bæjarins að sjúkrahúsi Akraness, þar sem göngunni lýkur. Allir Akurnesingar eru hvattir til þátttöku og sýna þannig hug sinn í verki. (Fréttatilkynning) Tónleikarnir verða til styrktar húsbyggingarsjóði kattavinafélags- ins, sem nú hefur hafið byggingu á „kattahóteli", þar sem eigendur geta skilið ketti sína eftir en þeir fara í ferðalög, eða annað, og hafa ekki tök á að hafa ketti sína með. Tónleikar á Hótel Borg í kvöld Tónleikar til styrktar húsbygg- ingarsjóði Kattavinafélagsins verða haldnir að Hótel Borg í kvöld, 5. janú- ar og hefjast þeir kl. 21. í tilkynningu frá félaginu segir að þeir sem komi fram séu Böðvar Guðmundsson, Róbert Arnfinnsson ásamt Skúla Halldórssyni, Unnur Jensdóttir ásamt Guðna Guð- mundssyni og sönghópurinn „Hálft í hvoru". Einnig komi fram hljómsveitin „Aldrei aftur", en þá hljómsveit skipa Bergþóra Árna- dóttir, Pálmi Gunnarsson og Tryggvi Hubner. { tilkynningunni segir: „Kynntur verður tilvonandi bassaleikari „Aldrei aftur", Geir Atle Johnsen, en hann starfaði áður með norska söng- og leikhópnum SYMRE. Geir Atle mun leika með „Aldrei aftur“ í þrjá mánuði, meöan Pálmi tekur sér vetrar- og veðra- frí.“ Arnþrúður Karlsdóttir verður kynnir og hljóðmaður verður Guð- mundur Árnason. I tilkynningunni segir að að- göngumiðar verði seldir við inn- ganginn og kosti 190 krónur fyrir fullorðna og 90 krónur fyrir börn. Leiðrétting í viðtali í Mbl. í gær við konu frá Nígeríu, Fídelíu Pálsson, sem búsett hefur verið á íslandi sl. áratug, var hún á einum stað nefnd Ólafsdóttir og á öðrum stað Ólafsson. Biður Morgunblaðið Fídelíu velvirðingar á þessum mistökum. — Margeir og Jóhann gerðu jafntefli MARGEIR Pétursson og Jóhann Hjartarson gerðu „stórmeistara- jafntefli" sín í millum í 15 leikjum í 7. umferð alþjóðlega skákmótsins í Noregi, en þá leiddu þeir saman hesta sína. Báðir eru þeir í efstu sætunum, Margeir efstur með 5 16 vinning að loknum 7 umferðum, en honum tókst að vinna biðskák sína úr 6. umferð. Jóhann er með 416 vinn- ing eftir 7 umferðir og stórmeist- arinn Rajkovic frá Júgóslavíu er einnig með 4'A vinning, en eftir 6 umferðir og getur því náð Margeir að vinningum með vinningi í um- ferðinni sem tefld var í gær. í næstu sætum eru Valkesalmi frá Finnlandi með 4 vinninga af 6 mögulegum og síðan kemur mikill fjöldi skákmanna með 316 vinning þeirra á meðal stórmeistararnir Knezevic og Benkö með 316 vinn- ing að loknum 6 umferðum. Stefán Þórisson, þriðji íslenski þátttakandinn í mótinu, er með 216 vinning eftir 6 umferðir. Tuttugu og tveir þátttakendur eru í mótinu og tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Mótið er ekki nógu sterkt til að gefa möguleika á áfanga að stórmeistaratitli, þó að í því taki þátt fjórir stórmeist- arar. Hins vegar nær Jóhann Hjartarson áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, með því að ná 6 vinningum. „Vinnuskjal“ Þjóðhagsstofnunar: Þjóðhagshorfur 1984 ÞJÓÐHAGSSTOFNUN sendi hinn 29. desember sl. frá sér „vinnu- skjal'* sem hefur að geyma horfur um breytingar helstu hagstærða á árinu 1984 í samanburði við það sem var 1983. Morgunblaðið birtir hér tölulegar niðurstöður þessa skjals. Framleiðsla Horfur 1984 +2'6% Útflutningsframleiðsla alls 0,0% Kauptaxtar a) hækkun frá ársbyrjun til ársmeðaltals 4% b) hækkun yfir árið 6-7% c) meðalhækkun 1983—84 13% Atvinnutekjur 16% Ráðstöfunartekjur heimilanna 16% Kaupmáttur ráðstöfunartekna -8% Verð erlends gjaldeyris a) hækkun yfir árið 5% b) meðalbreyting 1983—84 14% Verðlag einkaneyslu, meðalhækkun 1983—84 26% Verðlag einkaneyslu, hækkun yfir árið 9-10% Einkaneysla, magn +6 '6% Neysla og fjárfesting, magn +6% Viðskiptakjör, alls 2-3% Viðskiptakjör, án áls +1 !6—2% Vöruútflutningur, magn -3% Vöruinnflutningur, magn +3—4% Viðskiptajöfnuður, % af þjóðarframleiðslu +1—'6% Þjóðarframleiðsla +5-5'/6% Landsframleiðsla +4-4'6% Þjóðartekjur +4*6% smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ný námskeiö eru aö hefjast: Uppsetning vefja 5. jan. Utskuröur 9. jan. Dúkaprjón 9. jan. Myndvefnaður 10. jan. Munsturgerö 12. jan. Munsturgerö. dagnámsk 16 . jan. Leöursmíöi 17. jan. Sokka- og vettl.prjón 18 jan. Uppsetnlng vefja 18. jan. Baldýring 23. jan. Textilsaga. tsl útsaumur 30. jan. Tuskubrúðugetö 31. jan. Bótasaumur 31. jan. Ymiss önnur námskeiö hefjast í febr.—apr. sjá bækling skólans yfir námskeiö vetrarins. Innritun og upplýsingar i Heimilisiðnaöarskólanum, Laufásvegi 2. simi 17800. VEROBHfFAMARKAOUH MUSI VCFKSUJIVAniNNAe SIMI 8 33 30 Simatknar kL 10—12 09 3—5. KAUP 06 SALA VE6SKUL DABRÍFA Miðbær Gott 13 fm kjallaraherbergi meö j aðgangi aö snyrtingu leigist j reglusömum einstaklingi strax. j Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „Miðbær — 528". Sveit Öska aö ráöa mann eöa konu til sveitastarfa á Vestfjöröum nú strax. Allir aldurshópar frá 20 ára koma til greina. Uppl. í sima 91-20060 milli 18 og 20. eöa 94-8213 allan daginn. □ St.: St.: 598416 — Rh. I kl. 18.00. fbmhiólp Samkoma í Þríbúöum Hverfis- götu 42. í kvöld kl. 20.30. Mikill söngur. Margir vitnisburöir. Allir velkomnir. Samhjálp. Fimmtudag kl. 20.00. Norrænn jólafagnaöur. Major Anna Ona stjórnar. Hrefna Tynes talar. Velkomin. Sálarrannsóknarfélag islands. félagsfundur veröur haldinn fimmtudaginn 5. janúar kl. 20.30 í Hótel Hof, Rauöarárstíg. Fundarefni: Mismunandi viöhorf til framlifs. Stjórnln. Tilkynning frá félaginu Anglíu Enskar talæfingar fyrir fulloröna J byrja þriöjudaginn 10. janúar frá j kl. 19—21 aö Aragötu 14. — Enskar talæfingar fyrir börn 7—14 ára byrja laugardaginn 14 janúar kl. 9 fh. aö Amt- j mannsstig 2 (bakhúsiö). Þátt- tökutilkynningar fyrir bæöi full- oröna og börn eru i sima 12371 á skrifstofu félagsins aö Amt- I mannsstig 2. Stjórn Anglíu. Vegurinn Almenn samkoma veröur í kvöld j kl. 20.30 í Síöumúla 8. Eiöur Ein- arsson talar. Allir velkomnir. #FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferö sunnudaginn 8. janúar Kl. 13. Skíöagönguferö á Hellis- helöi og gönguferö. Fararstjóri: Siguröur Kristjánsson. Verö kr. 200. Farið frá Umferöarmiöstöö- inni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Komiö vel búin þá skiptír veöur minna máli. Ferðafélag (slands. Vegurinn Almenn samkoma veröur í kvöld kl. 20.30 í Síðumúla 8. Allir vel- komnir. Góðtemplarahúsió Hafnarfiröi Félagsvistin í kvöld, fimmtudag 5. janúar. Verið öll velkomln og fjölmennið. Sálarrannsóknafélag íslands Félagsfundur veröur haldlnn fimmtudaginn 5. janúar kl. 20.30 aö Hótel Hof, Rauöarárstig. Fundarefni: Mismunandl hug- myndir um framlíf. Pallborösum- ræöur. Stjórnin. handmenntaskólinn 91 - 2 76 44 MI8 KYRRIWGARRIT SKflt AWS S[RT HEIM j I HMl er tirvfjU.nl neim'ndur okkar um allt land.ltera tejkninxu.4tnuit<ikríft or Jfl.i sinum tima-nýtt:ódýrt buntanÁimkek) Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl 20.30. Samkomustjóri: Sam Daniel Glad Völvufell 11. Almenn samkoma kl. 20.30. Ræöumaður: Daniel Glad.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.