Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 33 Minning: Katrín Kristjáns- dóttir hjúkrunarkona Faedd 5. október 1897 Dáin 27. desember 1983 Á annan dag jóla fór líf ömmu að fjara út og rétt fyrir hádegi þann þriðja dó hún og mikið var hún hvíldinni fegin. Amma fæddist að Stóra Knarr- arnesi, Vatnsleysuströnd, dóttir hjónanna Kristjáns Jónssonar sjómanns og Margrétar Símon- ardóttur. Þar ólst hún upp með yngri systur sinni, Guðbjörgu, sem fædd var 27. apríl 1901, dáin 31. ágúst 1978, og þremur fóstur- systkinum. Amma var mjög fróðleiksfús, hún varð ljósmóðir 1921 en ekki dugði það henni, árið 1924 fór hún til Danmerkur í hjúkrunarnám og var þar í fjögur ár. Hvort sem hún stundaði nám eða starf fékk hún ávallt fyrstu einkunn. 22. desember 1934 giftist hún Jósef Einarssyni verkstjóra. Hann fæddist 8. maí 1897, dáinn 19. febrúar 1967. Þeim varð ekki barna auðið en ættleiddu tvo drengi, Óla Bjarna, sem er kvænt- ur Sesselju Eiríksdóttur og eiga þau þrjú börn, og Sigurþór, sem er kvæntur Vilborgu Þórarinsdóttur og eiga þau tvær dætur. Einnig ólust upp hjá þeim þrjú fóstur- börn, Svandís, Þorgerður og Jósef. Ömmu var margt til lista lagt, því bera málverk hennar vitni. Hún var mjög trúuð og viljum við kveðja hana með sömu bæn og hún svæfði okkur svo oft með. „Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni.“ Unnur, Katrín og Kristján. + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför HALLDÓRS ÞORSTEINSSONAR, vélvirkja. Rut Guömundadóttír, Siguröur R. Halldórsson, Kristin Sigurbjarnardóttir, Birgir Halldórsson, Sigríöur Auöunsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÓSKARS SVEINSSONAR frá Siglufiröi. Guö blessi ykkur öll. Elín Jónasdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðjuorð: Egill Siguröur Kristjánsson Fæddur 22. desember 1947 Dáinn 19. desember 1983 Elskulegur frændi minn er fall- inn í valin fyrir aldur fram, svo skjótt og óvænt, enginn veit sína ævi fyrir en öll er. Við stöndum eftir agndofa, skiljum ekki til- ganginn. Ég á margar góðar minn- ingar um minn góða frænda. Ég var viðstödd þegar hann fæddist á Siglufirði í rúmi pabba og mömmu þann 22. desember 1947, sannkall- að jólabarn. Ég man það svo vel ég var 11 ára og fannst það stórkost- legt. Við héldum jólin með systur minni og litla fallega drengnum í svefnherberginu. Ég passaði Egil oft þegar hann var lítill og ég á margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma, sérstaklega man ég eftir því þegar hann fékk sitt fyrsta hjól hve ánægjan var mikil. Ég kom oft á heimili Egils eftir að hann gifti sig. Það var gott að heimsækja Kötlu og Egil, alltaf hlýlega tekið á móti manni og gaman að sjá hvað ,.þau gerðu heimili sitt notalegt. Það var allt- af hægt að leita til Egils með hvað sem var. Það fór ekki mikið fyrir honum en ég veit að hann var allra. Ég bið góðan Guð að hjálpa þér, Kata mín, í sorg þinni og söknuði, litlu stelpunum þínum, Grétu Björg og Olgu Perlu. Móður þinni, Margréti, systur minni og Kristjáni, Ásrúnu svo og fjöl- skyldunni, bið ég einnig góðan Guð að hjálpa í ykkar miklu sorg og söknuði. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur öllum innilegar samúðar- kveðjur. Við eigum öll dýrmætar minningar um góðan Dreng. Blessuð sé minning hans. Geirlaug Egilsdóttir Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Suðurnesja Lokið er JGP-mótinu með þátttöku 11 sveita, spilaðir voru 16 spila leikir. Úrslit urðu þessi: Sveit Stefáns Jónssonar, en auk hans spiluðu þeir Einar Jónsson, Kolbeinn Pálsson, Elías Guðmundsson, Hjálmtýr Bald- ursson og Alfreð Alfreðsson. Sveitin hlaut 173 stig. stig Sv. Karls Hermannssonar 134 Sv. Haraldar Brynjólfss. 125 Sv. Grethe Iversen 116 Sv. Sig. Brynjólfssonar 112 Sv. Einars Baxter 97 Sveit Stefáns vann yfirburða- sigur í mótinu, tapaði aðeins ein- um leik fyrir sveit Sigurðar Steindórssonar. Aðalfundur Bridgefél. Suður- nesja verður fimmtudaginn 5. jan. og eru félagar alvarlega áminntir um að mæta stund- víslega. Æsispennandi spil- amennska verður að fundi lokn- um. Frá Hjónaklúbbnum Síðasta spilakvöld ársins var þann 20. des. og var það eins kvölds tvímenningur, mættu 24 pör til leiks og var bryddað á þeirri nýjung að láta karlmenn- ina draga sér makker, enda var óvenjulétt yfir spilamennskunni en spilað var í tveim 12 m. riðl- um. Úrslit: A-riðill: Kristín Þórðardóttir — Jónas Elíasson 150 Guðrún Bergsdóttir — Einar Sigurðsson 127 Steinunn Snorradóttir — Lárus Arnórsson 124 B-riðill: Edda Thorlacius — Gunnar Þorkelsson 128 Valgerður Kristjánsdóttir — Þórarinn Andrewsson 123 Sigrún Steinsdóttir — Jóhann Guðlaugsson 117 Meðalskor 110 Á nýja árinu byrjar spila- mennska þriðjud. 10. jan. og verður það barometer 4—5 kvöld. Þeir félagar sem ætla að vera með eru vinsamlegast beðn- ir um að skrá sig í tíma hjá Ág- ústi í síma 74194, eða Júlíusi í síma 22378. Samhjálp kvenna 6 vikna námskeið hefjast 9. janúar nk. Ef næg þátttaka fæst, mun Ástbjörg Gunnarsdóttir, íþróttakennari, gefa kost á hressingarleikfimi fyrir konur er gengist hafa undir brjóst- aögerö. Kennslustaöur íþróttahús Seltjarnarness. Innritun og nánari upplýsingar í síma 33290. kl. 9—14 daglega. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐRÚNAR SÆMUNDSDÓTTUR fró Eystri-Garösauka. Steinunn Sæmundsdóttir, Mólfríður Guömundsdóttir og aðrir vandamenn. Lokað Stofnunin veröur lokuö frá hádegi í dag, fimmtudag- inn 5. janúar, vegna jaröarfarar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti. Heba heldur vióheilsunni Nýtt námskeiö að hefjast. Dag- og kvöldtímar tvísvar eða íjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leiklimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir - Nudd - Hvfld - Kaffi - Jane Fonda leikfimi Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14 Kópcr/ogi Bladburðarfólk óskast! Austurbær Miöbær I Ármúli 1 —11 Stigahlíð frá 37—97 Flókagata 53—64 Vesturbær Tjarnargata frá 39 Faxaskjól Fjörugrandi Úthverfi Ártúnsholt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.