Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 48
Tölvupappír IIII FORMPRENT Hverfisgotu 78. simar 25960 25566 TIL DAGLEORA NOTA FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Óveðrið í gær: Annasamasti dagur í starfi lögreglunnar ÖNGÞVEITI skapartist á nær öllum vesturhelmingi landsins í gærdag, þegar hvöss suðaustanátt með blind- byl og skafrenningi gekk yfir. Öll umferð nánast stöðvaðist bæði á landi og í lofti og lögreglumenn og björgunarsveitir áttu í meira annríki en nokkru sinni áður við að aðstoða nauðstatt fólk. Ilundruð bíla teppt- ust á götum og vegum. Fólk varð í sumum tilfellum að dvelja í þeim svo klukkustundum skipti. Skóla- starf féll niður og atvinnulíf lamað- ist að nokkru leyti, til dæmis var flestum verzlunum lokað síðdegis í gær. Ekki var vitað um nein meiri- háttar óhöpp. Snjóflóð féll á hús á Isafirði, en engan sakaði. Það var mjög djúp lægð á Grænlandshafi, 940 millibör, sem hvellinum oili. Veðrið braát á um klukkan 10 á höfuðborgarsvæðinu og var blindbylur til um klukkan 16 að dró úr veðurofsanum. Lægð- in gekk síðan austnorðaustur yfir landið og í kjölfar þess snérist átt- in til suðvesturs með rokhvössum éljum á suðvesturlandi. Veðurhæð varð mest á Vesturlandi og komst upp í 90 hnúta eða 15 vindstig í Borgarfirði. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík var dagurinn í gær sá anna- samasti í hennar minnum. Var lögreglan með fjöimargar kraft- miklar torfærubifreiðir á leigu Stóra jólatréð á Austurvelli fór um koll í óveðrinu og eins og sjá má hefur stofninn brotnað þar sem hann er sverastur. Ljósmynd: Júltus fcnenr t eða í láni til aðstoðar fólki, sem komst ekki leiðar sinnar. Fjöldi fólks leitaði skjóls á lögreglu- stöðvum víða á höfuðborgarsvæð- inu. Strætisvagnaferðir féllu niður í um 6 klukkustundir og um tíma voru 25 strætisvagnar fastir víða um borgina og þurfti fólk að bíða í þeim í allt að 7 klukku- stundir. Mikill fjöldi bifreiða, sem sátu fastar víðs vegar á höfuð- borgarsvæðinu, ollu erfiðleikum, ekki sízt, þegar hreinsun gatna hófst um kvöldmatarleytið. Að sögn lögreglunnar bar nokkuð á því, að ökumenn héldu of snemma af stað að nýju og ykju þannig á erfiðleikana. Rafmagnslaust varð á Reykja- nesi um klukkan 12.30 í gær og var ekki búið að finna bilunina í gær- kvöldi. Einnig voru rafmagns- truflanir í Borgarfirði og á Mýr- um. Þótt fólk hafi víða átt í erfið- leikum, kom margt spaugilegt fyrir. Svo var t.d. um Borgfirðing- inn, sem kom inn á aðallögreglu- stöð Reykjavíkur í gær og var þar þá fyrir múgur og margmenni. Um leið og hann kom inn úr dyr- unum, kallaði einn lögregluþjón- anna: „Þennan þekki ég!“ Borg- firðingurinn fór að eigin sögn hjá sér, þar sem hann hélt nú að allir viðstaddir héldu að þar kæmi einn af fastagestum lögreglunnar, Honum létti hins vegar, þegar í ljós kom að lögregluþjónninn var sveitungi hans og lögregluþjónn- inn heilsaði honum og kvað langt síðan þeir hefðu hist. i vetrarveðrum er Arnarnesið milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur einna fyrst til að teppast og var þessi mynd tekin þar í gær þegar hamagangurinn var hvað mestur. I.ögreglan gekk hart fram í að koma mönnum á vanbúnum smábílum til hjálpar og hér er það Skarphéðinn Njálsson, lögreglumaður í Reykjavík, sem er að aðstoða einn ferðalanginn. Ljósmynd: Priðþjófur. Nígeríumenn borg- uðu á réttum tíma LANDSBANKA íslands og Útvegs- banka íslands bárust í gærdag greiðslur frá Nígeríumönnum upp í skreiðarskuldir Nígeríumanna, sem nema um 35 milljónum dollara, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Samkvæmt samningi milli ís- „Versta veður, sem ég man eftir í áratug“ — sagdi sýslumaöurinn í Búðardal, Pétur Þorsteinsson „Þetta er versta veður, sem ég man eftir í áratug," sagði l’étur Þorsteins- son, sýslumaður í Búðardal, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hafði óveðrið stigmagnast frá því um hádegisbilið og taldi Pétur að veðurofsinn væri að nálgast há- mark þegar rætt var við hann síð- degis. „Hér hefur verið óvenjulega mikill snjór, þótt ekki hafi snjóað mikið í dag, og hvassviðrið mikið. Þá hefur öll umferð legið niðri,“ bætti hann við. Að sögn Péturs fóru menn í Búð- ardal almennt til vinnu í gærmorg- un og ekki var honum kunnugt um að nein óhöpp hefðu orðið þrátt fyrir veðurofsann. Menn hefðu að mestu leyti haldið kyrru fyrir, en rafmagnsleysi hefði gert mönnum lífið leitt. Þó nyti Búðardalur að hluta góðs af vararafstöð, sem komið hefði í góðar þarfir í hérað- ' inu. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu á Patreksfirði og í Stykkis- hólmi hafði verið þar versta veður, en vind virtist heldur vera að lægja undir kvöldið. Á hvorugum staðnum var lögreglu kunnugt um óhöpp, en viðmælendum Mbl. bar saman um að öll umferð hefði nán- ast stöðvast. Hefði lögreglan haft í nógu að snúast við að hjálpa fólki, en almennt hefðu menn haldið til innandyra er veðurofsinn var mestur. Hefði það vafalítið komið í veg fyrir óhöpp. Þrátt fyrir margítrekaðar til- raunir tókst ekki að ná sambandi við lögregluna í Ólafsvík. lendinga og Nígeríumanna, sem gerður var sl. haust, eiga Nígeríu- menn að greiða skuldir sínar niður Búizt við betra veðri SAMKVÆMT upplýsingum Eyj- ólfs Þorbjörnssonar, veðurfræð- ings, var reiknað með því, að í nótt snérist vindur upp í suðvestanátt, en ekki eins hvassa og suðaustan- áttin var í gærdag. Þó var búizt við rokhvössum éljum í nótt á Suðvesturlandi. Lægðin, sem hvellinum í gær olli, gengi síðan austnorðaustur yfir landið. í dag er búizt við vestan- og suðvestan- átt um allt land, éljaveðri vestan- lands en að öllum líkindum úr- komulausu á austanverðu landinu. á þremur árum. Greiðslan, sem barst í gær, afborgun og vextir, var upp á tæplega 500 þúsund doll- ara, eða um 14.350.000 krónur og er hún samkvæmt samkomulagi þjóðanna. Þeir aðilar, sem Morgunblaðið ræddi við í gærdag um málefni Nígeríu og möguleika á áfram- haldandi viðskiptum landanna í kjölfar byltingarinnar um ára- mótin, voru allir sammála um að greiðslan í gærdag gæfi góða vís- bendingu um að viðskipti þjóð- anna ættu að geta orðið með eðli- legum hætti í framtíðinni. VEGNA veðurs og ófærðar fór Morgunblaðið óvenju snemma í prentun í gærkvöldi eða upp úr kvöldmatarleytinu. Kennsla í grunnskólum fellur niður í dag KENNSLA í grunnskólum Reykja- víkur og nágrannasveitarfélögunum fellur niður, að minnsta kosti fyrir hádegi í dag, fimmtudag. Ákvörðun þessi var tekin í gærkvöldi, þegar ljóst var að veð- urhorfur fyrir daginn í dag voru mjög slæmar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.