Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984 íieG/nAiin ‘-'■a yy þú þciHruast K/ildciK jpah -er best o!b þú haldir k^r'ru fytir i' rxsirxu i fáejra dagcx." Artalforstjórinn er eitthvaA miAur sín. GjöriA svo vel aA senda svo sem einn yfirlækni! HÖGNI HREKKVÍSI ást er... ... að setja ekki út á vini hans. TM Rea. U.S. Pat. Ott.—all rlohts reserved c1983 Lo» Angetes Tlmee Syndlcate Með morgunkaffínu SkilnaA — Ha — Hver talar má ég spyrja? Verðupplýsingar skoð- ast sem bindandi tilboð um söluverð þjónustu SigríAur Haraldsdóttir, deildar- stjóri, skrifar f.h. neytendamála- deildar Verðlagsstofnunar: „Flestir leggja mikið upp úr því að hár þeirra fari vel og verja því bæði tíma og fé til hár- snyrtingar. Viða eru hárgreiðslustofur, sem bjóða viðskiptavinum marg- víslega þjónustu þar að lútandi, svo sem hárþvott, klippingu, lagningu, hárblástur, perman- ent, hárlitun o.m.fl. Nýjungar eru algengar í þessari þjónustu- grein, enda ráða tískusjónarmið að miklu leyti hvers konar þjón- usta er á boðstólum eða eftirsótt hverju sinni. Þar að auki eru tæki og efni, eins og permanent- vökvi o.þ.h., sem notuð eru við hársnyrtingu sífellt að breytast. Á hárgreiðslustofum starfar fólk, sem hefur a.m.k. þriggja ára nám að baki í hársnyrtingu, oft með margra ára starfs- reynslu og því vel hæft. Gæði þeirrar þjónustu, sem látin er í té, er að sjálfsögðu mikið undir framangreindum atriðum komin og einnig þeim tækjum og efn- um, sem notuð eru. Samkvæmt gildandi reglum ber að láta verðlista liggja frammi á áberandi stað, þar sem tilgreint er verð þeirrar þjón- ustu sem á boðstólum er. Slíkar reglur voru settar til að auðvelda neytendum að ákveða hvaða þjónustu þeir vilja fá og bera saman verð og gæði hjá hinum ýmsu hárgreiðslustofum. Verðupplýsingar, sem gefnar eru munnlega og á verðlistum, skoðast sem bindandi tilboð um söluverð þjónustunnar, sem í té er látin og að sjálfsögðu eiga þau efni, sem nauðsynleg þykja til að framkvæma þá þjónustu, sem beðið er um, að vera innifalin í verðinu. Viðskiptavinir eiga ekki að verða fyrir afgreiðslu á hár- greiðslustofu, eins og hér verður greint frá. Kona hafði fyrir nokkru sam- band við Verðlagsstofnun, þar sem henni fannst hún þurfa að greiða óþarflega hátt verð fyrir þá þjónustu, sem hún hafði óskað eftir. Hún hafði eftirfar- andi sögu að segja: „Ég hringi og panta klippingu og spyr hvað hún kosti og mér var tjáð að hún kosti 237 kr. Áð- ur en byrjað er að klippa mig tek ég fram að ég ætli bara að fá kiippingu. Hárgreiðslukonan bleytir á mér hárið og kemur með einhvern vökva í litlu glasi og ég spyr hvað það sé og segir hún að betra sé að eiga við hárið, ef vökvinn sé settur í. Þegar klippingu er lokið kemur hún með handblásara, en ég tek fram að ég vilji ekki blástur, en ég fæ það svar að hún ætli bara að þurrka hárið smávegis. Þegar ég ætla að fara að borga fyrir klippinguna er mér sagt að hún kosti 330 kr. Ég spyr hvernig á því standi, ég hafi bara beðið um klippingu og hafi fengið uppgefið í síma 237 kr. Hún segir það vera rétt, en síðan komi til viðbótar vökvi í glasi á kr. 28 og þurrkun kr. 65 og bætir við að slík þjón- usta fylgi alltaf með í klippingu og hafi alltaf verið gefið upp á þann hátt. Þá spyr ég hvers vegna það sé ekki innifalið í verðinu, sem upp var gefið. Hún segir þá að það hljóti að hafa verið einhver mistök. En engin tilraun var gerð til þess að bæta mér þessi mistök og ég var látin borga kr. 330.“ Neytendur vilja oft ráðfæra sig við þá sérfræðinga, sem á hárgreiðslustofum starfa, þegar ákvörðun er tekin um það hvers könar þjónusta hentar þeim best. Ef um mismunandi efni er að ræða, sem láta má í hárið til að ná betri árangri, verður að gefa neytandanum kost á að velja og hafna, en ekki þröngva upp á hann einum eða öðrum vökva og annarri þjónustu, sem hann ef til vill kærir sig ekki um.“ Gamlar óhrundar vörður H.Kr. skrifar: „f greinargerð þeirri er fylgir tillögu til þingsályktunar um at- kvæðagreiðslu um áfengt öl segir að ekki sé vitað um áfengisvanda- mál fyrr en brenndir drykkir komu til sögunnar. Þetta virðist benda til þess að flutningsmenn- irnir fjórir telji að sá mjöður sem þá var drukkinn hafi verið svo meinlaus að engin vandræði hafi hlotist af drykkju hans. Árið 1948 var bjórfrumvarp fyrir Alþingi, og urðu um það nokkrar umræður. Þá birtist í svonefndu baðstofuhjali í Tíman- um grein sem var skrifuð af tiiefni hliðstæðu þessum viðhorfum. Rétt er að rifja hana upp. Hún var svona: „Páll læknir Kolka ræðir í fsa- fold og Verði 17. febrúar þ.á. um sjúkrahús og ölæsingar. Hann vitnar til dóms sögunnar um ágæti ölsins og segir að fróðlegt sé að kynna sér fslendingasögurnar í því tilefni. Eina sögudæmið, sem læknirinn leiðir fram um ölæs- ingar, er það, að Þórður kakali hafi á knæpu í Noregi barist með drykkjarhornum og skriðbyttum. Sennilega er þarna um að ræða frásögn í Aronssögu. Þó hún geti nú að vísu ekki talist með bestu heimildum, þá segir hún frá því er Þórður barði á kóngsþrælum í skytningi, þar sem drykkur var áfengur. Sennilega meir en 4% áf- engt öl. Þar er sagt að „þeir börð- ust með drykkjarhornum og skrið- ljósum". Ekki skriðbyttum. (Sturl- ungasaga IV. bindi, Rvk. 1915.) f Sturlungasögu 2. bindi Rvk. 1909 fslendingasaga s. 184 er saga um það er þeir mágar Gissur Þor- valdsson (síðar jarl) og Jón Murt- ur Snorrason komu eitt kveld ná- lægt geisladegi úr hjúkólfinu, en voru mjög drukknir. Þá hélt Giss- ur mági sínum undir högg ólafs Leggssonar svartaskálds, og leiddi það Jón til bana. Ekki er sagt að þeir hafi drukkið 4% öl. En merkari miklu fyrir flestra hluta sakir er þessi saga, en hin um Þórð. Læknirinn segist ekki muna þess dæmi úr fslendingasögunum, að menn hafi lent í áflogum eða mannvígum vegna drykkjuskapar. Ég get naumast trúað þessu, og þó hefir hann áður sagt, að fróðlegt sé að kynna sér hvað íslendinga- sögurnar hafi um þetta að segja. Ekki að fróðlegt væri. Hvernig var ástatt um þá sonu Þóris í Garði, þegar Grettir sótti eldinn, er þeir brunnu inni, og af leiddist sekt hetjunnar? Drukknir voru þeir Egill og förunautar hans, þegar Egill drap Bárð. Segir svo í sög- unni: Egilssaga Rvk. 1910 44. kap. s. 107: „Sat Egill næst Ölvi. Síðan var þeim borit öl at drekka. Fóru minni mörg, ok skyldi horn drekka í minni hvert. En er á leið kveldið, þá kom svo, að förunautar Ölvis gerðust ófærir. Sumir spjó þar inn í stofunni, en sumir kómust út fyrir dyr.“ Ekki þarf að bæta um þessa frá- sögn, og minnisstæð má hún vera þeim er les. Einnig voru þeir Egill drukknir að Ármóðs, enda þótti heima- mönnum Egill fara ekki siðlega er hann spjó í andlit húsráðanda. Ö1 var þar drukkið stórlega mikið. Margir hygg ég að kannist við sög- una um það, er Egill vildi fara í kynnið að Álftanesi til móðurföð- ur síns. Þar segir að Yngvar hafi búið til veislunnar og látið heita öl. En er Egill ræddi við föður sinn að hann vildi fara, þá svaraði Grímur: „Eigi skaltu fara, því að þú kannt ekki fyrir þér að vera í fjölmenni þar er drykkjur eru miklar er þú þykkir ekki góður viðskiptis at þú sért ódrukkinn.“ Sýnir þetta hvernig litið var á óstillingarmenn að öldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.