Morgunblaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1984
35
Minning:
Eiríkur Jóhannes-
son - Hafnarfirði
Unnur Einarsdóttir, Ásvalla-
götu 37, er látin. Með henni er
horfin mikilhæf ágætiskona. For-
eldrar hennar voru Einar skip-
stjóri Þorsteinsson og kona hans,
Sigrún Baldvinsdóttir (synir Jóns
sál. Baldvinssonar bankastjóra og
alþingismanns). Hún fæddist að
Eyri í Skötufirði í Ögurhreppi og
ólst þar upp í fjölmennum systk-
inahópi til 6 ára atdurs, er hún var
tekin í fóstur að Meðallandi í
Dýrafirði, þar sem hún dvaldist í 6
eða 7 ár, en flutti þá aftur til for-
eldra sinna, er þau fluttu til Hafn-
arfjarðar.
Unnur giftist 1929 Páli Jóhann-
essyni, verslunarstjóra í Edin-
borgarverslun hér í borg, glæsi-
legum gæðamanni. Unnur starfaði
síðar einnig í Edinborgarverslun-
inni í mörg ár og naut þar mikilla
vinsælda fyrir örugga og prúð-
mannlega framkomu.
Þau hjón Páll og Unnur bjuggu
nær allan sinn búskap á Ásvalla-
götu 37 hér í borg — fremur lítilli
en skemmtilegri íbúð, þar sem
áttu heima gestrisni, gleði og
skemmtilegheit, enda mjög gest-
kvæmt á því heimili; hjónin sam-
stillt í því að gera gestum sínum
til hæfis.
Unnur var ákveðin í skoðunum
bæði í stjórnmálum sem öðru.
Hún notaði ekki stóryrði um menn
né málefni, lét alla njóta sann-
mælis og leit fyrst og fremst á það
sem gott var í fari manna. Á gleði-
stundum var hún hrókur alls
fagnaðar. I mörg sumur fórum við
hjónin í ferðalög með þeim Páli og
Unni og urðu það okkur ómetan-
legar stundir.
Þau hjónin Páll og Unnur eign-
uðust eina dóttur, Helgu, sem
virðist hafa erft það besta frá sín-
um foreldrum. Er hún gift dr. phil.
Birni Sigurbjörnssyni, forstöðu-
manni að Keldum í Mosfellssveit.
Dóttir þeirra, Unnur Steina, er að
ljúka prófi í læknisfræði og verður
ábyggilega fengur fyrir lækna-
stéttina að fá slíkan starfskraft.
Hún er heitbundin Ögmundi
Skarphéðinssyni, arkitekt.
Við lútum öll lögmáli náttúr-
unnar. Eftir sólbjartan dag færast
kvöldskuggarnir yfir, og nú hefur
sól brugðið sumri.
Langri og innilegri samfylgd
verður ekki slitið án trega.
Kristján Sveinsson
Fædd 15. september 1939
Dáin 23. desember 1983
Ó, horfðu hærra, vinur!
Guðs hönd þig áfram ber.
Ef hjarta af harmi stynur,
guðs hjarta viðkvæmt er.
Ef ólán að þér dynur,
guðs auga til þín sér.
Ef jarðnesk höll þín hrynur,
guðs himnar opnast þér.
(Jóh. úr Kötlum.)
Þann 23. desember síðastliðinn
lést móðursystir okkar Ásgerður,
eftir löng og erfið veikindi. Ás-
gerður fæddist 15. september 1939,
dóttir Ásdísar Þorsteinsdóttur og
Hannesar Pálssonar.
Að skólagöngu lokinni hér
heima hélt hún til Englands til
frekara náms og kynntist þar síð-
ar eiginmanni sínum John Bene-
dikz. Þau eignuðust fjögur börn,
Margréti, Eirík, Kristínu og Rík-
harð Þór.
Víst er óhætt að fullyrða að Ás-
gerður hafi verið gædd mannkost-
um og mjög svo sérstökum hæfi-
leikum. Hún var okkar stóra fyrir-
mynd og mun vera um ókomna
framtíð.
Það er svo með sterka persónu-
leika að þeir þurfa oft meiri at-
hygli en aðrir menn. Kostir og
brestir öðlast meiri skerpu, en eru
f dag kveðjum við Unni Ein-
arsdóttir með söknuði, en um leið
með þakklátum huga.
Unni kynntumst við flest í
fyrsta sinni, þegar hún hóf störf
við símavörslu hjá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins, árið 1974.
Það varð okkur ljóst strax, að
Unnur var á margan hátt sérstæð
manngerð, sem aldrei fór í
manngreinarálit. Hún mat það
mikils, ef við létum hana vita,
hvort við værum að fara og hve-
nær við kæmum aftur, þegar við
skruppum frá. Á sama hátt sagði
hún okkur til syndanna, ef við fór-
um eitthvað frá án þess að láta
hana vita.
Hún lenti sjálf í vanda, ef hún
gat ekki leyst úr spurningum
þeirra sem hringdu. Henni var það
áskapað að vilja standa sig vel í
starfinu, ekki fyrst og fremst
sjálfrar sín vegna, heldur ekki síð-
ur af hinu, að henni hafði verð
trúað fyrir þessu starfi. Hún lagði
allan sinn metnað í það að bregð-
ast ekki því trausti.
Það vakti oft undrun okkar og
aðdáun, hve heil Unnur var í
starfi. Samviskusemin, dugnaður-
inn og trúmennskan voru svo ríkir
þættir í fari hennar, að við, sem
yngri vorum og hraustari máttum
mikið af henni læra.
Unnur var einörð í skoðunum og
kom alltaf til dyranna eins og hún
var klædd, talaði tæpitungulaust
um menn og málefni, en alltaf af
sanngirni.
Þegar tóm gafst til og áður en
heilsu Unnar fór að hraka, spjall-
aði hún um heima og geima við
hvern sem var og þá kom glöggt
fram, að hún bjó yfir ríkri kímni-
gáfu.
Unnur fylgdist með okkur af
áhuga eftir því sem tilefni gafst
til, gladdist með glöðum og fann
til með þeim sem áttu í erfiðleik-
um. Við fundum það oft, að henni
þótti vænt um vinnugtaðinn og
hún talaði oft um okkur eins og
við værum henni nákomin. „Mér
finnst eins og ég eigi ykkur öll,“
sagði hún stundum.
Það verður okkur minnisstætt,
þegar Unnur kom á jólagleði til
okkar núna fyrir jólin. Henni þótti
vænt um að vera boðin og stóð upp
í hófinu og hélt þar hlýlegt þakk-
arávarp.
Við þökkum Unni eftirminni-
lega og ánægjulega samfylgd.
Starfsfólk Rannsóknastofn-
unar landbúnaöarins.
samt samofin og órjúfanleg heild.
Persónutöfrar hennar létu engan
ósnortinn. Heimilið bar vott um
mikla sköpunarhæfileika og list-
fengi, og hvaðeina sem hún komst
í snertingu við umbreyttist í því-
líkan glæsileik, að vandfundið er.
Margs er að minnast.
Við vottum nánustu ættingjum
Ásgerðar okkar dýpstu samúð.
Jón, Hannes, Lóa og Albert
Fæddur 9. september 1900
Dáinn í desember 1983
Við Hvaleyrarvatn fyrir ofan
Hafnarfjörð stendur lágreistur
skáli úr norskum viði. Skáli þessi
var reistur fyrir nokkuð mörgum
árum síðan og hefur jafnlengi ver-
ið skjól skátanna í Hafnarfirði og
bæjarfélögunum þar í grenndinni.
I ótalin ár mátti á laugardögum
sjá gamlan skáta á gangi eða á
hjóli á þeim vegi sem liggur frá
Hafnarfirði upp að Hvaleyrar-
vatni. Þetta var Eiríkur Jóhannes-
son. Eiríkur var á leið í skálann til
að opna og kveikja í kabyssunni
áður en ungir skátar kæmu til
helgardvalar. Þegar skátahópur-
inn hafði komið sér fyrir og for-
ingi hópsins var upplýstur um allt
það sem varðaði öryggi og um-
gengni hvarf Eiríkur heim á leið.
Á árunum í kringum 1970 var ég
oft í hópi skáta við Hvaleyrarvatn.
Þar kynntist ég Eiríki og hef ég
notið vináttu hans síðan. Þó að
rúmlega hálf öld væri á milli
okkar þá hafði Eiríkur lag á að
láta það ekki skipta máli.
Skálinn við Hvaleyrarvatn var
Eiríki mikill hamingjustaður.
Hann naut þess ríkulega að eiga
samskipti við æskuna. „Það er svo
mikið af dugmiklu ungu fólki og
það er gott að vita af því við leik
Fædd 31. maí 1916
Dáin 27. desember 1983
í dag fer fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík útför Hjördísar Guð-
rúnar Kristjönu Baldvins, sem
lézt að morgni hins 27. desember
sl. eftir langvinnt og erfitt veik-
indastríð.
Hjördís Baldvins fæddist á
Sauðárkróki 31. maí 1916, dóttir
Baldvins Jónssonar er var um
skeið verzlunarstjóri hjá Gránufé-
laginu á Sauðárkróki, og konu
hans, Svövu Jónsdóttur leikkonu.
Síðar fluttist fjölskyldan til Akur-
eyrar, þar sem Baldvin var lengst
af kaupmaður.
Á Ákureyri átti Hjördís sín
uppvaxtarár og á heimili fjöl-
skyldunnar voru menning og list-
ir, ekki síst tónlist, hafðar í háveg-
um. Hjördís hóf nám í fiðluleik
ung að árum, og að loknu venju-
legu skólanámi þeirra tíma var
hún, jafnframt fiðlunáminu, við
verzlunarstörf á Akureyri, unz
hún fluttist til Reykjavikur til að
afla sér framhaldsmenntunar. Þar
stundaði hún nám í fiðluleik við
Tónlistarskólann í Reykjavík og
að loknu fiðluleikaraprófi var hún
ráðin fiðluleikari við Sinfóníu-
hljómsveitina.
Áður en henni auðnaðist að
hefja það starf ollu veikindi því að
hún varð að hætta fiðluleik. Síðan
var hún við skrifstofustörf hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í
yfir þrjátíu ár.
Hjördís fluttist til systurdóttur
sinnar, Maiu Sigurðardóttur sál-
fræðings, fyrir fimmtán árum og
átti hjá henni heimili æ síðan.
Sá er þessi kveðjuorð ritar
kynntist Hjördísi Baldvins fyrir
um tveim áratugum, er hann hóf
störf hjá SH. Hafði hún þá þegar
langan starfsferil að baki hjá
fyrirtækinu og má í vissum skiln-
ingi segja, að hún hafi tilheyrt
fyrstu kynslóð þess, fólkinu, sem
ruddi brautina fyrstu áratugina.
Með sanni má segja að meðan
kraftar entust hafi lífsstarf
Hjördísar verið helgað SH á þeim
vettvangi sem starfssvið hennar
náði einkum til, sem var síma-
varzla.
og störf upp við Hvaleyrarvatn,"
svo vitnað sé í Eirík. „Gönguferð-
irnar upp í skála voru sannkölluð
heilsulind og skáldlegur innblást-
ur,“ hafði Eiríkur oft á orði. Heils-
an var líka góð og margar góðar
vísur færði hann vinum og kunn-
ingjum.
Eiríkur Jóhannesson fæddist 9.
september árið 1900. Tvítugur fór
hann til þriggja ára námsdvalar
til Noregs. Hann kom heim og
festi rætur í Hafnarfirði þar sem
hann staraði við St. Jósefsspítala í
rúma hálfa öld.
Ég er ekki viss um, að allir geri
sér grein fyrir því hvílíkt álag það
er að annast símavörzlu í fyrir-
tæki sem þjónar tugum hrað-
frystihúsa um allt land, auk þess
sem ná þarf daglega til fjölda að-
ila víðs vegar um heim vegna um-
fangsmikilla utanríkisviðskipta.
Allt fram á síðustu ár, áður en hin
tölvuvædda sjálfvirkni hóf innreið
sína í fjarskiptatækni, þurfti
símavarzlan að annast þessi mik-
ilvægu samskiptatengsl. Var því
mikilvægt að til þessara starfa
veldist samvizkusamt og heiðar-
legt fólk, sem af nákvæmni og
festu kæmi því til skila er máli
skipti.
Hjördís Baldvins valdist til
þessa verks hjá SH og annaðist
það áratugum saman. Oft hvarfl-
aði það að okkur samstarfs-
mönnum hennar, að raunverulega
væri of mikið á Hjördísi lagt að
láta hana svo til eina annast þessi
mál, en meðan heilsa leyfði tók
hún ekki annað í mál en að gegna
sínum skyldustörfum.
Ætið var Hjördís mætt tíman-
lega á sínum stað og annaðist sín
verk af skyldurækni. Þótt erillinn
Eiríkur tengdist Noregi traust-
um böndum. Hann var árlegur
gestur vina sinna i Ulsteinvik á
vesturströnd Noregs. Á meðan ég
var við nám í Osló var hann oft
næturgestur minn á leið sinni
vestur. Þá lék hann á als oddi, tók
myndir af fallegum blómum og fór
með ljóð eftir norsk þjóðskáld.
Mikið var hann glaður þegar hann
komst til að heimsækja vini sína í
Ulsteinvik síðastliðið sumar.
Starfsferill við Jósefsspítala í
Hafnarfirði er til vitnis um trygg-
lyndi og vinnugleði Eiríks. Það^
glampaði í augun þegar hann
sagði frá starfsdögum við spítal-
ann, þegar hann var yngri og
þrekmeiri. Hér á árum áður vann
hann við ýmis störf, allt frá því að
aðstoða við svæfingar til þess að
moka snjó. Síðustu árin var hann í
þvottahúsinu. Hann var þakklátur
hverjum degi sem hann hafði
starfsþrek og ekki spillti fyrir að
suðið í þvottavélunum vakti skáld-
ið Eirík til lífsins.
Eiríkur var einhleypur maður.
Hann hafði því betra tóm en
margir samferðamenn til að sinna
félagsmálum. Leikfélagið, skát-
arnir, hjálparsveitin, lúðrasveitin
og kaþólski söfnuðurinn urðu vett-
vangur hans. Hann lék á orgelið f
Kapellunni, fór með ótal hlutverk
á fjölunum, stjórnaði fundum og
ferðum með skátum og tók þátt í
að stofna og stýra Lúðrasveit
Hafnarfjarðar. Þvílík fjölhæfni er
víst óhætt að segja, en framar öllu
var Eiríkur góður félagi.
Eiríkur Jóhannesson er farinn
heim. Hann var góður vinur.
Blessuð sé minning hans.
Tryggvi Felixson
væri mikill og álagið samkvæmt
því var aldrei kvartað.
Með festu og stillingu innti
Hjördís af hendi starf sitt í þágu
SH. Daglega eiga tugir og hundr-
uð manna erindi við þetta stóra
fyrirtæki. Þess vegna gat hér áður
fyrr, þegar símaborð og tengsl
þess við einstakar deildir fyrir-
tækisins var ekki eins fullkomið
og nú þekkist, verið erfitt að leysa
hvers manns vanda með skjótum
hætti. Þessu hlutverki skilaði
Hjördís Baldvins vel. Hún var
hreinskiptin og hispurslaus í svör-
um og hélt hlut sínum ef því var
að skipta, en þess er örugglega oft
þörf hjá því fólki, sem annast þarf
símavörzlu hjá stórum fyrirtækj-
um. Munu margir minnast hennar
með þakklæti í huga í þeim efnum.
Hjördís Baldvins var um margt
óvenjuleg kona. Að eðlisfari var
hún dul og fáskiptin, en við nánari
kynni komu vel í ljós miklir
mannkostir hennar og sérstök
hjartahlýja. Hún var sannur vinur
vina sinna og var ætíð reiðubúin
til að rétta þeim hjálparhönd er
hjálpar voru þurfi. En þeim mun
meiri kröfur gerði hún til þeirra,
er gátu staðið á eigin fótum. Fátt
var Hjördísi hvimleiðara en inn-
antóm faguryrði. Á góðri stund
lék hún á als oddi og brá oft fyrir
sig léttri og skemmtilegri kímni.
Nú er þessi góða og vandaða kona
horfin sjónum okkar. Er hún
kvödd með söknuði í huga.
Hin síðari ár bjó Hjördís hjá
frænku sinni, Maiu, og börnum
hennar, þeim Andra, Maríönnu og
Kristjáni. Þau voru Hjördísi sú
fjölskylda, sem veitti henni yl og
gleði. Oft varð maður þess var,
hversu ómetanlegt það var henni
að búa samvistum með þessu
frændfólki. Var Hjördísi mjög
annt um velferð þess. Sérstaklega
er minnisstæð tilhlökkun hennar,
þegar haldið var með fjölskyld-
unni í sumarfrí upp að Húsafelli í
Borgarfirði. Það voru Hjördísi
dýrmætar stundir. Einstök um-
önnun og elska Maiu við Hjördísi
frænku sína alla tíð og þó alveg
sérstaklega í hinum þungbæru
veikindum síðustu ára verður
aldrei fullþökkuð. Megi blessun
fylgja þessu góða fólki um ókomna
framtíð.
Samstarfsmenn Hjördísar Bald-
vins senda vinum og ættingjum
samúðarkveðjur, jafnframt því
sem þeir þakka henni fyrir góða
samfylgd á liðnum árum.
Guðmundur II. Garðarsson
Minning:
Asgerður Hannes-
dóttir Benedikz
Hjördís Baldvins
— Minningarorð