Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 LÍÚ vegna veiða í Faxaflóa: Óskað framleng- ingar á heimild- um til ýsuveiða LANDSSAMBAND faL útvegsmanna hefur óskað eftir því við sjávarút- vegsráðuneytið að heimild til ýsuveiða í Faxaflóa með 6 tommu möskva verði framlengd til næstu mánaðamóta, eins og gert var í fyrra, en svar frá ráðuneytinu hefur ekki borist, samkvæmt upplýsingum sem blm. Mbl. fékk hjá Kristjáni Ragnarssyni, formanni LÍU, í gær. Er hér um u.þ.b. 20 báta að ræða, á svæðinu frá Keflavík til Reykjavíkur. Kristján sagði að út hefði verið gefin reglugerð þar sem leyft var að nota 6 tommu möskva á þorskanetum til áramóta, en þar féllu ýsunet undir, þar sem þær veiðar væru óframkvæmanlegar nema með 6 tommu möskva. Kristján sagði að heimildin hefði verið framlengd til 15. janúar, eins og gert var í fyrra, en þá var einnig framlengt til mánaðamóta og sama færu menn fram á nú. „Mér finnst eðlilegt að þetta sé gert með sama hætti nú og í fyrra, sérstaklega vegna þess að bátarnir höfðu fengið góðan ýsu- afla í Faxaflóa. Sá þorskur sem veiddist með, var mjög góður og vænn fiskur og gengi upp í kvóta bátanna, eins og annar fiskur,“ sagði Kristján. „Með heimildinni væri því aðeins verið að heimila mönnum, samkvæmt þeirra eigin ákvörðun, að taka þennan afla núna, eins og allt kvótamálið snýst um, það er, að hver og einn ráði því sjálfur hvenær hann veiðir sinn tiltekna afla. Sú heimild sem þessir aðilar hins vegar þurfa, er sú að fá að nota 6 tommu möskva, sem þeir hafa hingað til á engan hátt misnotað til að fiska í smáan þorsk. Þess vegna eiga þeir að fá að halda þessum veiðum áfram, að mínu mati, enda hafa þeir staðið sér- staklega vel að veiðunum á allan hátt, og tekið inn netin þegar von hefur verið á vondu veðri," sagði Kristján Ragnarsson. Morgunbl./FriSþjófur Farþegaflug Flugleiða árið 1983: Aukning um 24,5% á Norð- ur-Atlantshafeflugleiðinni Aukning varð í farþegaflutn- ingum Flugleiða hf. yfir Norður- Atlantshaf um 24,5% árið 1983 miðað við árið 1982 samkvæmt bráöabirgðatölum, sem nú liggja fyrir, að því er Sigfús Erlings- son, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Flugleiöa, sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblað- sins í gær. Færri farþegar flugu á hinn bóginn með Flugleiðum innanlands og á flugleiðum í Evrópu, en farþegaaukningin á Norður-Atlantshafsflugleiðinni gerir meira en vega það upp, því í heild jukust farþegaflutningar Flugleiða um 2,9% árið 1983 miðað við árið á undan. Sigfús Erlingsson sagði, að á flugleiðinni yfir Norður-Atl- antshaf hafi verið flogið með 227.500 manns árið 1983 á móti 182.800 manns árið 1982 MARGEIR Pétursson og Jóhann Hjartarson eru efstir og jafnir á al-1 þjóðlega skákmótinu í Gausdal í Noregi þegar ein umferð er eftir. Þeir hafa hlotið 5Vi vinning í 8 um- ferðum ásamt Östermayer frá V-Þýzkalandi. Margeir Pétursson vann Valkesalmi frá Finnlandi í 6. umferð og Jóhann gerði jafntefli við Östermayer. í 7. umferð gerði Margeir jafn- tefli við Östermayer en Jóhann og nemur aukningin 24,5% sem fyrr segir. Með í þessum tölum eru einnig farþegaflutn- vann McCambrigde frá Bandaríkj- unum. í gær tefldu þeir svo sam- an, Jóhann og Margeir og sömdu jafntefli eftir aðeins 12 leiki. í 4.-5. sæti eru Finnarnir Valkes- almi og Yrjola með 5 vinninga og Ögaard frá Noregi hefur 4 'k vinn- ing. Stefán Þórisson hefur 1 'k vinning, en í gær gerði hann jafn- tefli við júgóslavneska stórmeist- arann Knezevic en tapaði fyrir Benkö frá Bandaríkjunum á sunnudag. ingar á flugleiðinni Keflavík — Luxemborg. Á flugleiðum Flugleiða hf. í Evrópu, öðrum en fyrrnefndri flugleið milli íslands og Lux- emborgar, fækkaði farþegum hins vegar um 7%. Árið 1982 voru farþegar á þessum flug- leiðum 142.875 talsins en árið 1983 132.800. Enn meiri samdráttur varð á innanlandsleiðum félagsins, því þar fækkaði farþegum um 8,5% milli ára; voru 221.425 árið 1982 en 202.500 árið 1983. í heild fluttu Flugleiðir hf. á framantöldum flugleiðum um 562.830 farþega árið 1983 á móti 547.100 árið 1982 að sögn Sigfúsar, og nemur aukningin um 2,9%. SkákmótiÖ í Gausdal: Jóhann og Margeir efstir Allt benti til útburðar í dag Akureyri. 16. junúar, frá hlaAamanni Morgunbla&sins, Ömari Valdimarfwyni. ALLT BENTI til þess í kvóld, að hjónin Ólafur Rafn Jónsson og Danielle Somers Jónsson ásamt fimm börnum þeirra, yrðu borin út úr fbúð fjölskyld- unnar í Þingvallastræti 22 á morgun, þriðjudag. Engar óskir hafa komið fram um frestun útburðarins, og dómsmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að það hafi enga réttarfarsheimild til að hafa afskipti af úrskurðardómi Hæsta- réttar. Olafur og Danielle eru staðráð- in í að fara rakleiðis inn i íbúð sína aftur, að útburðinum loknum og fulltrúar Grímu Guðmunds- dóttur, meðeiganda þeirra í hús- inu, eru jafn staðráðnir í að láta reyna á hæstaréttardóminn sam- kvæmt uppiýsingum sem Morgun- blaðið hefur aflað sér hér í kvöld. „Það verða reyndar sættir í þessu máli,“ sagði Elías I. Elías- son bæjarfógeti á Akureyri í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins í kvöld. „Við munum reyna að sinna skyldustörfum okkar í þessu máli eins og öðrum og standa manneskjulega að þessu." Guðmundur Arnaldsson hag- fræðingur, yngsti sonur Grímu Guðmundsdóttur, sem hingað er kominn til að gæta hagsmuna sjúkrar móður sinnar, sagði að hún væri staðráðin í að láta reyna á útburðinn. „Það hefur ekkert verið leitað til okkar eða lög- manr.a okkar um frestun á út- burðinum," sagði hann. „Móðir mín mun flytja inn í sína íbúð um leið og henni er það fært, vænt- anlega ekki síðar en um páska. Hún hefur verið hjá okkur börn- um sínum síðan um jól og hefur I leiðinni leitað lækninga í Reykja- vík.“ Olafur Rafn Jónsson mennta- skólakennari sagðist í kvöld ekki vita hvað gerðist í fyrramálið. „Við höfum verið boðuð til fógeta klukkan 10 í fyrramálið — ætli fyrri hluti þessa sjónarspils fari ekki fram þar,“ sagði ólafur. „Við búumst við hinu versta og fari svo að við verðum borin út með valdi, munum við að sjálfsögðu trítla rakleiðis inn aftur enda segir í Hæstaréttardómnum að við höf- um enn umráðarétt yfir íbúðinni, þótt við megum ekki búa þar og það varðar dóminn engu eftir að útburðurinn hefur farið frarn." Ólafur Rafn sagði hér vera í ferð- inni „siðlausustu athöfn aldarinn- ar“ — kvaðst engum myndi hleypa inn í íbúð sína, sem hann ekki vildi hafa þar. Jón Björnsson, félagsmála- fulltrúi á Akureyri, staðfesti í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í kvöld, að til reiðu væri íbúð á Akureyri fyrir fjölskyldu þeirra Ólafs og Daniellu, ef þau kærðu sig um. Ólafur Rafn kvaðst ekki reikna með að þurfa að sækja um leiguíbúð. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur af hálfu fógeta- embættisins verið ákveðið að bera fjölskylduna og allar eigur hennar út úr íbúðinni á morgun og mun verða tryggður sendibíll til flutn- inganna. í gærkvöld boðuðu nokkrir að- standendur undirskriftarsöfnun- arinnar til stuðnings því að út- burðinum yrði frestað, Guðmund Arnaldsson á fund um leit að „fleti“ á málinu. Ólafur Rafn Jónsson kvaðst ekkert vita um þann fund er blm. Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi, en þá var fund- inum ekki lokið. Sjá einnig greinagerð dómsmála- ráðuneytisins á bls. 47. Metsala hjá Snæfugli SNÆFUGL SU 20 frá Reyðarfirði fékk í gær hæsta meðalverð, sem íslenzkt skip hefur fengið fyrir ísfisk til þessa í Þýzkalandi. Fékk skipið 33,89 krónur, 3,22 mörk, að meðal- tali á kfló, en afli þess var að mestu karfi. Snæfugl seldi alls 133,7 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 4.532.600 krónur, meðalverð eins og áður sagði 33,89 eða 3,22 mörk. Karlsefni RE 24 átti fyrra metið, 3,20 mörk, sett 14. janúar 1983. Þá seldi Gullver NS 163,7 lestir í Grimsby. Heildarverð var 5.025.100 krónur, meðalverð 30,74. Talsverður hluti afla Gullvers var grálúða og ufsi, sem dró meðal- verð nokkuð niður, Fundi ASÍ og VSÍ frestað ANNRÍKI eykst nú með hverj- um deginum hjá ríkissáttasemj- ara, en nú eru samningamálin óðum að komast í brennidepil. Annar fundur Félags bókagerð- armanna og Félags prentiðnað- arins verður í dag hjá ríkis- sáttasemjara og búist er við fundi með forráðamönnum lS- AL og starfsmönnum Álversins síðar í vikunni. Ekki hefur enn- þá verið ákveðinn næsti fundur með BSRB og ríkisvaldinu, en BSRB lagði fram kröfur sínar á fundi á fimmtudaginn var. Fundur ASÍ og VSl sem vera átti í gær var frestað fram eftir vikunni, en sú deila er ekki kom- in til ríkissáttasemjara enn sem komið er. Smygl í Hofsjökli TOLLVERÐIR fundu 108 kassa af amerísku vodka — eða 1294 flösk- ur undir klæðningu í lest í Hofs- jökli þar sem skipið lá við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Sjö skipverjar hafa viðurkennt að eiga góssið. Þetta er mesta smygl á áfengi um árabil. Þá fundust 30 karton af vindlingum í skipinu. Vilja krefja kaupmenn um stað- greiðsluafslátt ÁSMUNDUR Stefánsson og Snorri Jónsson lögðu fram tillögu f Verð- lagsráði í gærdag, sem gerir ráð fyrir því, að kaupmenn verði skyld- aðir til að veita viðskiptavinum sín- um staðgreiðsluafslátt, a.m.k. sem nemur þeim kostnaði, sem kaup- menn þurfa að taka á sig vegna greiðslukortaþjónustu, en hann er á bilinu 3—5%. Umræðu um tillög- una lauk ekki á fundi ráðsins, en samkvæmt upplýsingum Mbl. er ekki gert ráð fyrir, að hún hljóti samþykki. Lýst eftir bif- reið og vélhjóli Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir bif- reiðinni R-12685, sem stolið var frá Fcllsmúla 17 aðfaranótt fimmtudags. Bifreiðin er af Lada—gerð, árgerð 1981, drapplituð. Þeir sem upplýsingar geta gefið um hvar bifreiðin er niður- komin eru vinsamlega beðnir að iáta lögregluna í Reykjavík vita. Þá er lýst eftir bifhjóli af Mont- eza gerð, H-6 360, árgerð 1979, með rauðum benzíntanki, hvítum brett- um og svörtum hnakki. Hjólið ber einkennisstafina G-10018. Hjólinu var stolið frá Asparfelli 10 þann 20. desember. Þeir sem vita hvar hjólið er niðurkomið eru vinsamlega beðn- ir að láta lögregluna í Reykjavík vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.