Morgunblaðið - 17.01.1984, Page 5

Morgunblaðið - 17.01.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 5 Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! ferðaskrif- stofuleyfi Samgönguráðuneytinu hefur borist umsókn um ferðaskrifstofu- leyfi. Umsækjandi er Umboðssala Jóhönnu Tryggvadóttur Bjarnason hf., en hún fer fram á heimild til að reka alhliða ferðaskrifstofu. Matthías Bjarnason sam- gönguráðherra sagði í viðtali við blaðamann Mbl. í gær, að um- sóknin hefði verið send ferða- málaráði til umsagnar. Hann vildi ekki tjá sig um afstöðu til málsins fyrr en svar hefði borist frá ferðamálaráði. Framkvæmdastjóri Umboðss- ölu Jóhönnu T. Bjarnasonar er Björgvin Guðmundsson fyrrum forstjóri Bæjarútgerðar Reykja- víkur. V atnsleysuströnd: Sjóvarnagarðar illa leiknir Vogum, 16. janúar. Sjóvarnagarðar á Vatnsleysu- strönd eru illa leiknir eftir vestan- veðrið er gerði í byrjun mánaðarins og olli miklu tjóni víða, t.d. í Sand- gerði og á Akranesi. Víða splundruðust sjóvarna- garðarnir og dreifðust viða. Tún líta út sem urð og grjót, og eru illa leikin. Þar sem ástandið er verst í Brunnastaðahverfi voru hús i hættu vegna flóða, t.d. Sunnuhvoll. Stendur byggðin í Brunnastaðahverfi opin fyrir sjónum, og gætu hús verið í mik- illi hættu vegna flóða. I samtali við íbúa í Brunna- staðahverfi bentu þeir á að fyrir nokkrum árum hefði verið reist- ur nýr sjóvarnagarður fyrir framan Neðri-Brunnastaði, sem hefði sýnt ágæti sitt nú. Þá kom fram að þeir teldu mikla nauðsyn á að haldið yrði áfram á þeirri braut sem byrjað var á, enda gæti mikil hætta steð.jað að byggðinni. Talið að smithætta geti fylgt slíkum innflutningi TVEIR aðiiar hafa nú sótt um það til landbúnaðarráðuneytisins að fá leyfi til innflutnings á glerál með álarækt í huga. Vitað er um fleiri aðila, sem áhuga hafa á álarækt hér á landi, en umsóknir þar að lútandi hafa enn ekki borizt ráðu- neytinu. Sigurður Helgason, fisk- sjúkdómafræðingur, telur að Umboðssala Jóhönnu T. Bjarnason: Sækir um smithætta geti stafað af innflutn- ingi gleráls, en ráðuneytið hefur ekki enn tekið afstöðu til þessa máls. Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að umsögn frá Sigurði Helgasyni væri nýkomin til ráðuneytisins og málið yrði væntanlega tekið fljótlega til frekari umfjöllunar og af- greiðslu. Helztu niðurstöður skýrslu Sigurðar væru, að hlut- laus hagkvæmnikönnun á álaeldi hérlendis væri nauðsynleg, rannsaka þurfi betur möguleika á öflun gleráls hér á landi, að smithætta fylgi innflutningi gleráls, sem margfaldist vegna síendurtekins innflutnings, en með aðgerðum megi þó draga úr líkum á því, að smit berist frá glerálnum í íslenzka laxfiska. Fyrirtækin, sem sótt hafa um innflutning á glerál, eru Sjávar- rannsóknir hf. í Vestmannaeyj- um og fyrirtæki á vegum Árna Gunnarssonar, fyrrverandi al- þingismanns. Kobbi kona (Andrés Sigurvinsson) býður Söndru (Ásdísi Toroddsen) og Jónasi (Bessa Bjarnasyni) í garðveislu. Skilaboð til Söndru í Regnboganum SKILABOÐ til Söndru, kvikmynd- in sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Jökuls Jakobssonar, verður tekin til sýningar í Regn- boganum í dag, þriðjudag, og sýnd þar klukkan þrjú, fimm, sjö, níu og ellefu á næstunni. Auk þess verður myndin fljót- lega tekin til sýningar úti á lands- byggðinni. Með aðalhlutverk í „Skilaboðum til Söndru" fara Bessi Bjarnason, sem leikur Jónas, og Ásdís Thoroddsen, sem fer með hlutverk Söndru. Meðal annarra sem leika í myndinni má nefna Andrés Sigurvinsson, Bryndísi Schram, Benedikt Árnason, Bubba Morthens, Jón Laxdal og Rósu Ingólfsdóttur. SYNUM BIL ARSINS '84 Uno! LAUGARDAG 10—17 SUNNUDAG 13—17 VIRKADAGA 9—19 Landbúnaðarráðimeytið: Tvö fyrirtæki sækja um innflutningsleyfi á glerál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.