Morgunblaðið - 17.01.1984, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984
Grundarfjörður
„Verðum víst að taka þessum
erfiðleikum eins og veðrinu"
Rætt við nokkra Grundfirðinga
Alvarlegt atvinnuástand er nú í Grundarfirði. Hátt á annað hundr-
að manns eru atvinnulausir í þessu 800 manna sjávarplássi. Báðir
togarar staðarins hafa verið bundnir við bryggju frá því á Þorláks-
messu og eru frystihúsin því verkefnalaus. Nú fyrir helgina tókst að
leysa vanda annars togarans til bráðabirgða og fór hann á veiðar um
helgina en ekki er vitað hvort hann landar í Grundarfirði, allt eins
getur fariö að hann sigli með aflann. I»á er einnig óvissa með 3—4
báta og er allt útlit fyrir að a.m.k. einn bátur verði seldur frá
Grundarfirði. Blaðamaöur og Ijósmyndari Morgunblaðsins voru í
Grundarfirði fyrir helgina og ræddu við heimamenn um þessi mál.
Leggst ekki
vel í neinn
„Ég bíð bara eftir að komast af
stað aftur, en mér skilst að það
verði einhvern tíma í enda mánað-
arins," sagði Kristbjörn Rafnsson,
netamaður á Runólfi, er við hittum
hann að máli. Sagðist hann hafa
verið atvinnulaus frá því á Þor-
láksmessu, er Runólfur kom að
landi úr síðustu veiðiferð, og hafi
síðan verið á atvinnuleysisbótum.
„Svona stopp leggst ekki vel í
neinn,“ sagði Kristbjörn, „þetta var
rétt fyrir hátíðirnar og hefur verið
erfiður tími.“ Kristbjörn sagði að
enga vinnu væri að hafa í Grund-
arfirði þegar togararnir væru
stopp en hann hefði verið að hugsa
um að fara út í Ólafsvík og beita en
færðin ekki boðið upp á það að und-
anförnu. Sagðist hann vera að
byggja í Grundarfirði þannig að
hann hlypi ekkert frá því þó honum
byðist vinna annars staðar á land-
inu. Aðspurður um atvinnumálin
almennt sagði Kristbjörn: „Þau
hafa yfirleitt verið í góðu lagi hér
en þó veit maður ekki hvað verður.
Nú er verið að setja kvóta sem
maður veit ekki hvernig kemur út.
Annars virðist enginn þorskur vera
eftir í sjónum, bara karfi, þannig
að eitthvað verður að gera.“ Um
skelina sem Grundfirðingar vilja
fá að veiða í auknum mæli sagði
Kristbjörn: „Vilja ekki allir fá að
drepa hana? Launin við það eru svo
há. En ekki fer ég að skipta
mér af því.“
Batnar ekki þó
maður berji sér
„Ég missti vinnuna 5. janúar
þegar hráefnið var búið,“ sagði
Bára Pétursdóttir er við hittum
hana að máli. Hún vann hálfan
daginn í frystihúsinu hjá Sæfangi
hf. „Maður vonast auðvitað til að
þetta lagist en það fer að minnsta
kosti mánuður úr. í þessari vinnu
er allskonar fólk, unglingar að
vinna fyrir skólanum, ekkjur með
börn og húsmæður sem vinna af
því að ekki nást endar saman hjá
heimilinu öðruvísi. Fólkið verður
því að minnka við sig á meðan á
þessu stendur. Margt af þessu fólki
fær ekki nema fjórðungs atvinnu-
leysisbætur vegna þess að það hef-
ur misst úr vinnu á sumrin vegna
lokun leikskólans. Þetta kemur
einnig á slæmum tíma að því leyt-
inu að nú eftir áramótin eru að
hellast yfirmann allskonar rukkan-
ir: tryggingarnar, rafmagnið, sím-
inn og fleira. Við vitum að vinnu-
veitendurnir hafa gert það sem
þeir geta til að halda þessu gang-
andi, en fyrir áramótin var lítið að
gera og þá var unnið upp ýmislegt
sem annars hefði verið hægt að
vinna við nú. Það er auðvitað mjög
einstaklingsbundið hvernig þetta
kemur við fólk. Ég er með stórt
heimili en börnin eru uppkomin.
Sonur minn missti að vísu vinnuna
um leið og ég því hann vann á sama
stað. Ég held að fólkið skilji það
yfirleitt að þetta eru erfiðleikar
sem ekki verða umflúnir og ekkert
þýðir að vera að væla yfir þessu,
við vonum bara að þetta lagist.
Maður verður víst að taka þessu
eins og veðrinu, bíða eftir að stytti
upp. Þetta batnar ekkert þó maður
berji sér. Það sem auðvitað er verst
við þetta stopp er að við þetta
vinna konur sem eru með börn á
framfæri, ekkjur og einstæðar
mæður, og ekki hafa aðrar tekjur,
en atvinnuleysisbæturnar eru ekki
fyrir mat hjá þessum konum, það
veit ég, hvað þá fyrir öllum öðrum
útgjöldum þeirra," sagði Bára Pét-
ursdóttir.
Á ekki fyrir mat
„Það er auðvitað sárt að missa
vinnuna, þó skiljanlegt sé að menn
geti ekki endalaust gert út við þær
aðstæður sem þessi atvinnurekstur
býr við,“ sagði Rósa Ámundadóttir,
Kristbjörn Rafnsson
er við hittum hana að máli á heim-
ili hennar. Rósa er ekkja með 3
börn, 2 þeirra heima. Vann hún all-
an daginn hjá Sæfangi og missti
vinnuna 5. janúar þegar hráefnið í
frystihúsinu kláraðist. „Atvinnu-
leysisbæturnar eru ekki komnar
enn, en þær duga ekki einu sinni
fyrir mat, hvað þá öðru. Það sem ég
fæ með börnunum úr tryggingun-
um dugar síðan fyrir rafmagni og
upphitun, þannig að ég næ engan
veginn saman endum. Þó ég væri í
fullri vinnu fyrir áramótin var það
á nippinu að endarnir næðust þá
saman og varð ég að taka víxil fyrir
jólamatnum og átti ekki fyrir jóla-
fötum á börnin. Þá var verið að
draga skattana af mér en auk þess
stend ég í að kaupa þessa íbúð. En
sjaldan er ein báran stök, það sýndi
sig sama daginn og og ég missti
vinnuna, en þá fékk ég bréf frá
Ragnar Elbergsson oddviti:
Stjórnvöld skapi rekstrar-
grundvöll fyrir togarana
„ÞAÐ ER gífurlegt alvörumál aö hér
er hátt á annað hundrað manna á
atvinnuleysisskrá,“ sagði Ragnar
Elbergsson oddviti Eyrarsveitar í
samtali við blm. Morgunblaðsins sem
vor á ferð í Grundarfirði nýlega.
Ragnar sagði einnig: „Við erum auð-
vitað uggandi yfir afkomu sveitarfé-
lagsins undir svona ástandi og fólks-
ins hér almennt og höfum bent á leið-
ir til úrbóta með ályktun sem sam-
þykkt var fyrir jólin.
Hér hefur veirð blómleg útgerð
og atvinnulíf. Það eru fyrirmynd-
armenn sem rekið hafa þessi fyrir-
tæki en þeir hafa þurft að leggja
togurunum þar sem rekstrargrund-
völlur er ekki fyrir hendi. Þess
vegna krefjumst við þess að stjórn-
völdum að skapaður sé grundvöllur
til að reka þessi skip. Hjá bátaflot-
anum er tímabundið ástand á
hverju ári þegar ekki er hægt að
gera út af neinu viti. Vertíðirnar
hafa einnig brugðist þrjú undan-
farin ár. í þessu sambandi leggjum
við til að opnuð séu togsvæði á
Breiðafirði fyrir minni bátana en
að bátum héðan verði heimilað að
veiða skelfisk sem nemur 70 tonn-
um á bát í mánuði, og að sá afli
verði unninn hér heima. Við erum
að tala um að 7—8 bátar fái að
veiða 70 tonn á mánuði í mánuðun-
um nóvember til febrúar til að brúa
ákveðið tímabil hjá þeim.
Áhrif þessa atvinnuleysis núna
eru þau að gjöld til sveitarfélagsins
innheimtast 1—2 mánuðum seinna
en í eðlilegu árferði. En einnig þýð-
ir þetta gífurlegan tekjumissi fyrir
fólkið sem missir atvinnuna, og er
ekki á bætandi hjá fólkinu. Þetta
nær nánast inn í hverja einustu
fjölskyldu og kemur við hvern
mann í byggðarlaginu. Við vonum
að þessir tímabundnu erfiðleikar
leysist. Við erum full bjartsýni og
trúum á Grundarfjörð, en erum að
tryggja okkar framtíð með því að
leggja okkar að mörkum til að
leysa þessi mál,“ sagði Ragnar.
Kagnar
Elbergsson
Emilsson
Árni Emilsson hreppsnefndarmaður:
Það leysir engan vanda að
ráðstafa skipinu annað
„ÞAÐ SEM er alvarlegast hjá okkur
er það að við byggjum okkar hráefn-
isöflun að % hlutum á togurunum
Runólfi og Sigurfara. Þeir sem þar
eiga hlut að máli hafa lagt allt að
veði við að eignast þessi skip sem
síðan er ekki hægt að reka,“ sagði
Árni Emilsson hreppsnefndarmaður í
Grundarfirði í samtali við blm.
„Þetta er það lang alvarlegasta fyrir
byggðarlagið. Vanda bátanna má
heldur ekki gleyma, þar er um mik-
inn vanda að ræða. Við viljum hjálpa
þeim með því að nýta landhelgina
betur með því að opna svæði hér í
Breiðafirði.
Ef einhver vill leysa vanda tog-
araútgerðanna til bráðabirgða
fara þeir út upp á nýtt fiskverð
sem væntanlegt er 1. febrúar.
Hinsvegar sér maður ekki að
mennirnir geti rekið skipin — átt
fyrir daglegum útgjöldum — með
15% halla í hverri veiðiferð. Þann-
ig að þeir verða að bíða lengur eft-
ir rekstrargrundvelli, ef hann fæst
þá einhvern tímann. Skuldir ann-
ars aðilans eru orðnar það miklar
að hægt væri að ráðstafa skipinu
annað. Það er vandi Fiskveiða-
sjóðs, en ég fæ ekki séð að það leysi
neinn vanda, því ég get ekki séð að
aðrir aðilar geti gert betur út.
Atvinnureksturinn hér í Grund-
arfirði, sem allur er í eigu félaga
og einstaklinga, hefur yfir höfuð
gengið mjög vel. Við erum fyrst og
fremst að bregðast við nægjanlega
tímanlega til að firra okkur þeim
vandræðum sem virðast ætla að
verða vegna hinna miklu vanda-
mála sem sjávarútvegurinn á við
að stríða. Við höfum bent á
ákveðna erfiðleika og bendum á
ákveðnar úrlausnir," sagði Árni
Emilsson.
Frá atvinnumálafundinum í Grundarfirði.
Valdimar Indriðason alþm.:
Færa verður skipin
niður á stofnverð
„ÞAÐ ER von að uggur sé hér í mönnum þar sem hér er svo mikið
byggt á sjávarútvegi," sagði Valdimar Indriðason alþingismaður á
fundi sem haidinn var fyrir skömmu til að ræða alvarlegt ástand í
atvinnumálum í Grundarfirði. Valdimar sagði meðal annars: „Stjórn-
völd hafa ekki tekist á við vanda útgerðarinnar ennþá en ekki verður
gefið út fískverð nema einhverjar ráðstafanir fylgi — hvort þær verða
nægian'^ar veit ég hins vegar ekki.
Ég þekki vel olíukostnaðinn hjá
þessum togurum og veit að það
gengur ekki að gera þá út með yfir
40% olíukostnaði. í þessu efni
verður að fara einhverja milli-
færsluleið. Ég legg áherslu á að
þessum aðgerðum verði flýtt því
við leysum engan vanda með því
að taka eitt og eitt skip og leggja
þeim eða flytja í annað byggðar-
lag. Hér til dæmis yrði landeyða ef
slíkt yrði gert.“ Valdimar sagði að
athuga yrði sérstaklega skuldamál
þeirra skipa sem smíðuð hafi verið
innanlands og þann skell yrði
þjóðin öll að taka á sig. Útgerðin
gæti ekki staðið uppi með skuldir
sem byggðar væru á röngum út-
reikningum og sem aldrei myndu
innheimtast. „Það verður að færa
þessi skip niður á stofnverð þann-
ig að þau geti hafið rekstur," sagði
Valdimar, en sagði jafnframt að
sennilegast kæmust þessi mál ekki
á hreint fyrr en í seinnihluta
febrúarmánaðar. Þingmennirnir
lögðu á það áherslu að þessi vandi
sem Grundfirðingar stæðu nú
frammi fyrir væri vandi útgerðar-
innar allrar og það myndi engan
vanda leysa að flytja togarana á
milli byggðarlaga.
INNLENT