Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 15

Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 15 Bára Pétursdóttir Rósa Ámundadóttir Ólafur Hjálmarsson skattstjóra ásamt annarri ekkju hér í Grundarfirði, þar sem lagður er 36 þúsund króna viðbótarskattur á okkur hvora um sig vegna þess að við gleymdum að telja fram trygg- ingabætur okkar, mæðralaunin og ekkjulífeyrinn. Ég sé ekki hvernig ég á að fara að greiða þetta, þegar ég á ekki fyrir mat, en það sem mér þykir merkilegast við þetta er það að ég, sem er einstæð og ekkja, er allt í einu komin í hóp þeirra hér í Grundarfirði sem breiðust hafa bökin. Gæti ég nefnt dæmi um nágranna mína sem berast mikið á, fara í tvær heimsreisur á ári og safna bifreiðum, en skattstjórinn sér ekkert athugavert við þeirra framtöl þó þeir greiði sama eða heldur minna en ég, enda fá þeir engar tryggingabætur. Þetta hefur allt tekið mikið á taugarnar, enda hef ég verið við rúmið af áhyggjum. Ég veit varla hvernig ég á að kom- ast áfram í lífinu, það er eins og allar bjargir séu bannaðar," sagði Rósa Ámundadóttir. Óvissan er verst „Við erum að gera klárt til að fara út, taka olíu, ís, veiðarfæri og kost. Nú er allt að verða klárt til að fara ut á morgun," sagði Ólafur Hjálmarsson, 1. vélstóri á togaran- um Sigurfara, er við hittum hann um borð í togaranum í Grundar- fjarðarhöfn. Sigurfari var búinn að vera stopp síðan á Þorláksmessu vegna rekstrarerfiðleika útgerðar- innar. Ólafur sagði: „Ég fæ 100 þúsund lítra af olíu og dugar það í 2 túra. Maður er að vona að tíðin sé að lagast, en að undanförnu hefur tæplega verið veður til að fara. Það þýðir ekkert að spyrja sjómenn hvert farið verður og ekki heldur hvenær komið verður heim, það veit enginn. Við förum bara þangað sem fiskivon er. Ég hef verið á tryggingu í stoppinu sem yfirmað- ur, en það segir ekki mikið þegar maður er að byggja. Óvissan með framhaldið er verst og með kvóta- skiptinguna, hvernig hún verður. Við vitum ekki enn hvort við meg- um veiða það sem við fengum í fyrra. Við höfum fiskað sæmilega, fengum 3500 tonn í fyrra sem verð- ur að teljast viðundandi afli, en það hefur engan veginn dugað til að halda þessu gangandi. Én annars held ég að heldur létti yfir mann- skapnum að komast út á nýjan leik á morgun. Sjórinn heillar alltaf að vissu marki," sagði Ólafur Hjáim- arsson. Hótel Loftleiðir stærsta hótel landsins. Gisting í Reykjavík í algjörum sérflokki. Hótel Loftleiðir eina hótelið sem býður gestum sínum aðgang að sundlaug, gufubað- stofu, vatnsnuddpotti og hvíldarherbergi. Auk þess er á hótelinu fjölbreytt þjónusta svo sem hárgreiðslu og rakarastofa, snyrtistofa að óglevmdum veitingum eins og hressandi kaffi og Ijúffengum réttum. Kynnið ykkur kiörin hjá okkur. Sími 91-22322. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA Æm HÓTEL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.