Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984
Eimskip 70 ára
Uppbygging félagsins er verk-
eftii, sem aldrei tekur enda
— segir Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips
„EIMSKIP er í dag traust fyrirtaeki með fastmótaðan starfsgrundvöll. Það
befur skipað sér fastan sess í íslenzku atvinnuhTi. Fyrir framtíðina er það þó
mikilvægara, að Eimskip er í dag í örri þróun. Það kemur fram í þróun nýrra
stjórnunarhátta og þjálfun starfsmanna til sérhsefðra starfa, endurnýjun
skipastóls, uppbyggingu við Sundahöfn, fjárfestingu í nýjum tækjum og
búnaði og víðtækri tölvuvæðingu. Þetta er samfellt verkefni, sem aldrei
tekur enda,“ sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands, í
samtali við Morgunblaðið í tilefni 70 ára afmælis félagsins I dag.
Um 16% aukning flutninga
Óhætt er að segja, að árið 1983
hafi verið gott ár fyrir Eimskip.
Heildarvelta Eimskips á síðasta
ári var um 1.780 milljónir króna,
en til samanburðar var hún um
955 milljónir króna árið 1982.
Veltuaukningin milli ára er því
um 86,4%. Skip félagsins fluttu
samtals um 660.000 tonn, sem er
um 16% aukning frá árinu á und-
an, þegar flutt voru um 569 þús-
und tonn. Þetta er mesta magn,
sem félagið hefur flutt til og frá
Islandi i sögu þess. Heildarflutn-
ingar Eimskips voru að vísu ívið
meiri árið 1980, eða um 663.000
tonn, en þá voru þó nokkrir flutn-
ingar milli hafna erlendis. Sá
þáttur starfseminnar liggur að
heita má niðri um þessar mundir
með hliðsjón af markaðsaðstæð-
um,“ sagði Hörður Sigurgestsson.
20 skip í rekstri að meðaltali
Hörður gat þess, að Eimskip
væri með 20 skip að meðaltali í
rekstri. „Við eigum 15 þeirra í dag,
auk þess sem við erum með tvö
íslenzk skip á leigu og tvö erlend
systurskip, en við mönnum sjálfir
annað þeirra. Til viðbótar höfum
við síðan 1—2 erlend leiguskip eft-
ir þörfum hverju sinni. í dag eru
10 af skipum Eimskips í föstum
áætlunarsiglingum á 7 áætlunar-
leiðum. Þessi skip hafa reglulegar
viðkomur í 23 höfnum í 15 löndum.
Auk áætlunarskipa rekur Eimskip
síðan 6 stórflutningaskip og 4
frystiskip í reglubundnum flutn-
ingum. Að jafnaði heimsækja skip
félagsins yfir 200 hafnir í um 30
löndum á hverju ári, og leggur
skipaflotinn árlega að baki yfir
eina milljón sjómílna."
Um 700 starfsmenn
Hörður Sigurgestsson sagði að-
spurður að hjá Eimskip störfuðu
nú um 700 starfsmenn. „Þótt
starfsemi félagsins hafi farið vax-
andi í gegnum tíðina hefur okkur
tekizt að aðlaga starfsmannafjöld-
ann að aðstæðum á hverjum tíma.
Þegar þeir voru flestir voru þeir
liðlega 900 talsins. Hjá okkur
starfa liðlega 300 skipverjar, um
280 starfsmenn við lestun og los-
un, auk 120 starfsmanna á aðal-
skrifstofu félagsins."
Athafnasvæðið
í Sundahöfn
í gegnum tíðina hefur landað-
staða Eimskips verið f gömlu
höfninni, en á síðasta áratug var
farið að þrengja svo mjög að
starfseminni, að félaginu var út-
hlutað svæði í nýju farskipahöfn-
inni í Sundahöfn. „Við fluttum
hluta starfseminnar í Sundahöfn
1974, en árið 1980 var síðan tekin
ákvörðun um að flytja alla starf-
semi félagsins þangað. Athafna-
svæði Eimskips í Sundahöfn er
alls um 18 hektarar að stærð, en
af því svæði hafa um 12 hektarar
verið teknir í notkun. Vörugeymsl-
ur og afgreiðslur félagsins í
Sundahöfn eru alls um 30 þúsund
fermetrar að stærð í fjórum meg-
inbyggingum. Auk athafnasvæðis
félagsins í Sundahöfn erum við
með afgreiðslu í Hafnarfirði, þar
sem okkur hefur reyndar verið út-
hlutað stórri framtíðarlóð fyrir
starfsemina, sérstaklega með
hliðsjón af stórflutningum. Síðan
rekur félagið eigin afgreiðslu á
Akureyri. Það hefur alla tíð verið
litið á Eimskip sem skipafélag ein-
göngu, en í gegnum tíðina hefur
starfsemin útvíkkast verulega og í
dag er hægt að segja, að félagið sé
alhliða flutningaþjónustufyrir-
tæki. Félagið hefur í samvinnu við
umboðsmenn sína og „forwarding„
fyrirtæki erlendis skipulagt flutn-
inga allt frá dyrum sendanda til
kaupanda hér heima".
Um 3.800 gámar í rekstri
Gámafloti Eimskips telur alls
um 3.800 gáma, sem svara til 4.400
Stofnim félagsins var mikill aflvaki
í framfara- og atvinnumálum landsmanna
*
— Markaði tímamót í flutningasögu Islendinga
EIMSKIPAFÉLAG íslands var
stofnaö 17. janúar 1914, eða fyrir
réttum 70 ánim. Stofnun félagsins
markaói mikil tímamót í flutninga-
sögu íslendinga, en fámennur hópur
frumkvööla virkjaöi til liös við sig
stóran hóp landsmanna til stofnunar
fyrsta skipafélags íslendinga. Óhætt
er að segja, að stofnun Eimskips,
eins og félagió er oftast nefnt, hafi
verið aflvaki í framfara- og atvinnu-
málum landsmanna.
Aðdragandinn
Þróun reglubundinna siglinga til
og frá íslandi var í upphafi mjög
hæg. Fyrstu reglubundnu póstferð-
irnar hófust árið 1778 með segl-
skipum. Þær voru í fyrstu ein ferð
á ári, en urðu síðar þrjár. Fyrstu
gufuskipaferðirnar hófust síðan
árið 1858 og voru sex á ári. Strand-
ferðir hófust árið 1876. Siglingar
voru á þessum tíma allar í höndum
Dana. Mikil vakning varð í sigl-
ingamálum eftir að íslendingar
fengu sjálfsforræði með stjórn-
arskránni 1894. Þá varð það mikill
aflvaki þegar Thore-félagið kom til
sögunnar og gerði tilboð í milli-
landa- og strandferðir í samkeppni
við Sameinaða gufuskipafélagið í
Kaupmannahöfn. Thore-félagið var
í eigu íslendingsins Þórarins E.
Thuleniusar, stórkaupmanns í
Kaupmannahöfn.
Frumkvæði og
frumkvöðlar
Engum einum manni verður
eignuð hugmyndin að stofnun ís-
lenzks eimskipafélags. Umræður
um hugmyndina höfðu verið marg-
ar og langar á Alþingi og einnig
meðal almennings. Frumkvæðið að
því að hefjast handa má hins vegar
rekja til hóps athafnamanna. I
september 1912 hélt Sveinn
Björnsson, yfirdómslögmaður i
Reykjavík, til Hamborgar og tók
sér far með „Sterling", einu af skip-
um Thore-félagsins. Skipstjóri á
skipinu var Emil Nielsen, yfirskip-
stjóri Thore-félagsins. Þeir Sveinn
ræddu mikið um siglingar í ferð-
inni og sagði Emil Nielsen, að Is-
lendingar ættu að koma á fót eigin
félagi og tók hann því reyndar ekki
fjarri, að stjórna slíku félagi. Er
Sveinn kom heim tók hann upp
þráðinn og ræddi við fjóra menn
um stofnun skipafélags. Það voru
þeir Björn Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, Ludvig Kaab-
er, stórkaupmaður, Garðar Gísla-
son, stórkaupmaður og Thor Jen-
sen, kaupmaður. Á fyrsta fundi
þeirra félaga urðu þeir sammála
um nauðsyn þess að stofna íslenzkt
skipafélag. Þeir ákváðu að hefjast
handa við undirbúning, en halda
málinu eigi að síður leyndu. Tóku
þeir að skrá fundargerðir af fund-
um sínum og er hin fyrsta þeirra
dagsett 22. desember 1912.
A fundi 9. janúar 1913 var Thor
Jensen og Sveini Björnssyni falið
að semja uppkast að tilboði um
hlutaáskrift, prospektus. Var upp-
kast þeirra lagt fyrir fund 19. janú-
ar og rætt þar. Var ákveðið að láta
prenta það sem handrit og boða
síðan nokkra borgara bæjarins til
frekari umræðna um málið til að
kanna undirtektir. Sá fundur var
haldinn 22. janúar og tóku þátt í
honum auk fimmmenninganna þeir
Pétur J. Thorsteinsson, kaupmað-
ur, Jón Þorláksson, landsverkfræð-
ingur, Halldór Daníelsson, yfir-
dómari, Pétur G. Guðmundsson,
bæjarfulltrúi, Matthías Þórðarson,
útgerðarmaður, Ólafur Johnson,
kaupmaður, Eggert Ciaessen, yfir-
dómslögmaður, og Brynjólfur H.
Bjarnason, kaupmaður. í lok fund-
arins voru kosnir tveir menn, þeir
Jón Þorláksson og Brynjólfur H.
Bjarnason, til að endurskoða upp-
kastið með höfundum þess.
Á fundi þessum sem boðað var til
5. febrúar, var þessari endurskoðun
lokið, og hafði þá meðal annars
verið ákveðið að samdar skyldu
tvær rekstraráætlanir, og yrði önn-
ur fyrir eitt skip, en hin fyrir tvö.
Á þessum fundi var hópurinn enn
stækkaður og bættust í hann þeir
Halldór Jónsson, formaður Stúd-
entafélags Reykjavíkur, Kjartan
Gunnlaugsson, kaupmaður, Helgi
Magnússon, járnsmiður, Einar
Árnason, kaupmaður, Jón Björns-
son, kaupmaður, og Jónatan Þor-
steinsson, söðlasmiður.
Á þessum fundi, 5. febrúar 1913,
var ályktað, að rétt væri að reyna
stofnun íslensks gufuskipafélags á
grundvelli fyrirliggjandi uppkasts
að hlutaútboði. Kaus fundurinn
nefnd þriggja manna, ólaf John-
son, Svein Björnsson og Eggert
Claessen, til að ganga endanlega
frá hlutaútboðinu.
HlutaútboÖ —
bráðabirgöastjórn
Fundur þessi var haldinn að nýju
21. febrúar, er þriggja manna
nefndin hafði lokið störfum.
Ákveðið var á þeim fundi, að hluta-
útboðið yrði sent almenningi. Jafn-
framt var ákveðið á fundinum að
nafn hins fyrirhugaða félags skyldi
vera Eimskipafélag íslands. í lok
fundarins voru kosnir fimm menn í
bráðabirgðastjórn hins fyrirhug-
aða félags. Hlutu eftirtaldir menn
kosningu: Thor Jensen, Sveinn
Björnsson, Eggert Claessen, Jón
Björnsson og Jón Þorláksson.
Bráðabirgðastjórn skipti á fyrsta
fundi sínum þannig með sér verk-
um: Formaður Thor Jensen, gjald-
keri Eggert Claessen og ritari
Sveinn Björnsson.
Á fundi með kaupmönnum í
Reykjavík skömmu síðar voru
kjörnir til viðbótar í bráðabirgða-
stjórnina þeir: Jón Gunnarsson,
samábyrgðarstjóri, og Ólafur G.
Eyjólfsson, kaupmaður.
Þessi bráðabirgðastjórn starfaði
síðan til stofnfundar félagsins.
Hún sendi út hlutaútboðið og var
því lokið 20. mars 1913. Var það
prentað í 4.000 eintökum. Bráða-
birgðastjórnin annaðist einnig
söfnun hlutafjárins hér heima og
erlendis og annaðist undirbúning
stofnfundarins. Hún hóf jafnframt
undirbúning að smíði tveggja milli-
landaskipa.
Um mitt sumar árið 1913 var
ljóst, að nægt hlutafé myndi safn-
ast til að tryggja stofnun félagsins.
Ákvað bráðabirgðastjórnin þá á
fundi sínum 26. september 1913, að
til stofnfundar skyldi boða laug-
ardaginn 17. janúar 1914.
Frá því að bráðabirgðastjórnin
tók til starfa, 2. mars 1913, og þar
til starfi hennar lauk hélt hún 46
formlega fundi. Var allt þetta starf
unnið í sjálfboðavinnu.
Stofnfundur í
janúar1914
Stofnfundardaginn 17. janúar
1914 var veður fagurt og milt í
Reykjavík. Fánar höfðu verið
dregnir að hún í tilefni fundarins.
Verslanir, skrifstofur og bankar
voru lokaðir, og flestir skólar höfðu
gefið nemendum sínum frí frá há-
degi eða allan daginn.
Fundurinn var settur kl. 12.00 á
hádegi í Iðnaðarmannahúsinu í
Reykjavík. Fundinn setti varafor-