Morgunblaðið - 17.01.1984, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984
Neitaði aö ræða við Walesa, hindraði starfs-
bróður og missti vinnuna fyrir vikið:
Óttaðist að falla
í ónáð í A-Evrópu
Osló, 16. janúar. Frá Per A. Borglund, frétUriUra Mbl.
NORSKA ríkisútvarpið hefur sagt einum fréttamanna sinna upp störfum í
þeim forsendum að hann h'afi neitað að eiga viðtal við Lech Walesa eftir að
hann hafði verið útnefndur handhafi friðarverðlauna Nóbels í fyrra og lagt
stein í götu annars fréttamanns, sem reyndi að ná tali af Walesa.
Fréttamaðurinn, sem um ræðir,
Dag Halvorsen, hefur í áraraðir
haft umsjón með fréttum frá
Austur-Evrópu fyrir bæði norska
sjónvarpið og útvarpið. Þá hefur
hann unnið fyrir danska sjónvarp-
ið.
Halvorsen neitaði að ræða við
Walesa á þeim forsendum, að við
það kynni hann að falla í ónáð hjá
stjórnvöldum í A-Evrópu. Þegar
ríkisútvarpið ákvað að senda ann-
an fréttamann í hans stað til Pól-
lands reyndi hann að koma í veg
fyrir að starfsbróðir hans fengi
vegabréfsáritun.
Mál þetta hefur valdið miklum
úlfaþyt í norskum fjölmiðlum og
hefur forráðamönnum NRK,
norska ríkisútvarpsins, verið borið
á brýn að hafa sjálfir átt sök á því
að fréttamaðurinn fékk ekki vega-
bréfsáritun. Hann hafi einfaldlega
verið of seinn á ferð.
Það var einkum og sér í lagi sú
ákvörðun Halvorsen, að leggja
stein í götu starfsbróðurins, sem
orsakaði uppsögnina. Þrátt fyrir
að honum hafi verið sagt upp föst-
um starfssamningi mun hann þó
áfram vinna fréttir frá A-Evrópu
fyrir ríkisútvarpið. Fregnir frá
Póllandi verða þó í höndum ann-
ars fréttamanns.
Hussein Jórdaníukonungur:
Hvetur PLO til „raun-
hæfrar stefnumörkunar“
Jackie í sumarleyfi
Á myndinni hér að ofan sést hvar Jackie Kennedy Onassis gengur
að minjagripaverslun. Hún er í sumarleyfi í Nýju-Delhí um þessar
mundir. Okunnur fylgdarmaður er næstur á eftir henni.
Kölnarlögreglan finn-
ur „tvífara“ Kiesslings:
Höfðar mál
vegna brott-
vikningar
Köln, 16. janúar. AP.
LÖGREGLA tilkynnti í gær, aó hún
heföi haft upp á manni, sem væri
nauðalíkur Giinther Kiessling, vara-
hershöfðingja, sem sagt var upp
störfum hjá NATO vegna gruns um
kynvillu.
Sá, sem um ræðir, hefur ekki
brotið neitt af sér, en hefur vanið
komur sínar á veitingastaði og
vínstúkur, sem kynvillingar sækja
mjög. Hann var yfirheyrður á
laugardag.
Lögregla hefur neitað að hafa
sent myndir af honum til Manfred
Wörner, varnarmálaráðherra,
sem leysti Kiessling frá störfum á
gamlársdag.
Hinn 58 ára gamli Kiessling
hefur þráfaldlega neitað nokkrum
tengslum við kynvillinga og segist
ekki hafa vanið komur sína á
helstu samkomustaði þeirra. Það
voru menn úr gagnnjósnahreyf-
ingu hersins, sem kváðust hafa
komið auga á Kiessling á vinsælli
vínstúku á meðal kynvillinga.
Lögfræðingur Kiesslings til-
kynnti í dag, að hann myndi fyrir
hönd skjólstæðings síns höfða mál
á hendur þeim mönnum, sem bera
því við að hafa séð hann á um-
ræddri vínstúku. Verða þeir menn
sakaðir um róg og falskan vitnis-
burð.
Ammin, 16. janúar. AP.
HIISSEIN Jórdaníukonungur ávarp-
aði í dag jórdanska þingió, og hvatti
þá leiótoga PLO, Frelsissamtaka
Palestínumanna, til að hjálpa við að
marka „raunhæfa stefnu'* er miðaði
að því að ná á ný yfirráöum á vestur
bakka Jórdanár.
Hússein kom í þingið frá
sjúkrahúsi fyrir utan Amman þar
sem hann dvaldist í viku til
læknismeðferðar
graftarsárs.
I ávarpi sínu áréttaði Hussein
að lausn Palestínuvandamálsins
væri sem fyrr höfuðmarkmið
stjórnar sinnar. Hann varaði við
skipulegri útþenslustefnu fsra-
elsmanna, og sagði að þeir yrðu
því aðeins sigraðir að Arabar
stæðu einhuga og samhentir gegn
þeim. Það þýddi að Egyptar yrðu
að slást í hópinn, en þeir gerðu
vegna opins sérstakt friðarsamkomulag við
ísraelsmenn árið 1979.
Eitraða rækjan í Hollandi:
Þréttán eru látnir og um
hundrað alvarlega veikir
Amsterdam og Osló, 16. janúar frá AP
og Per A. Borglund fréttaritara Mbl.
Heilbrigðisyfirvöld í Hollandi
Bandarískur hermaður segir sér hafa verið rænt:
Lögregla útilokar ekki
aö um gabb sé að ræða
SrhwábwrM.mtind, V Pýskalandi,
16. janúar. AP.
V-ÞÝSK og bandarísk herlögregla
leitaði í dag að hópi mannræningja
úr röðum kjarnorkuandstæðinga,
sem handarískur hermaður ber við
að hafi rænt sér og haldið föngnum í
43 klukkustundir um helgina. Ber
hermaðurinn því ennfremur við, að
hópurinn hafi hótað sér lífláti yrðu 9
Pershing flaugar, sem herdeild hans
kom fyrir og hefur nú eftirlit með,
ekki fjarlægðar.
Hermaðurinn, hinn 21 árs gamli
Liam Fowler, dvelst nú í sjúkra-
húsi í Stuttgart, þar sem hann
nýtur góðrar aðhlynningar. Hann
var orðinn nokkuð þjakaður af
kulda er hann var leystur úr prís-
undinni.
Svo virðist, sem engin vitni hafi
verið að mannráninu og ekkert
hefur heyrst frá meintum ræn-
ingjum Fowlers. Að sögn þeirra,
sem rannsaka málið, er enn sem
komið er litið svo á, að um mann-
rán hafi verið að ræða, en sá
möguleiki, að hér sé einungis um
gabb að ræða, er ekki útilokaður.
„Það eru nokkur atriði í frásögn
Fowler, sem ekki hljóma eins og
þau ættu að gera, hafi verið um
raunverulegt mannrán að ræða,"
sagði einn rannsóknarnefndar-
manna í viðtali við AP-fréttastof-
una gegn því að nafns hans yrði
ekki getið. „Þó má ekki gleyma að
taka það með í reikninginn, að
Fowler virtist slæptur og ringlað-
ur.“
Fowler kom í leitirnar snemma
á sunnudag og var þá í hlöðu við
bóndabæ í Bæjaralandi, um 225
kílómetra til suðurs frá Schwáb-
isch-Gmúnd, þar sem hann starf-
ar. í samtali við eiginkonu sína
snemma á sunnudag kvað hann
sex ræningja hafa ekið aftan á bif-
reið sína og gert hana óökufæra.
Síðan þust út og tekið hann hönd-
um. Mikil leit stendur nú yfir að
bifreið Fowlers.
hafa bannað innflutning á unninni
rækju frá Suðaustur-Asíu um eins
mánaðar skeið. Þrettán manns hafa
látið lífið síðustu vikurnar eftir að
hafa neytt rækju sem flutt var inn
frá Bangladesh. Um hundrað aðrir
eru alvarlega veikir. Allir hinir látnu
voru eldra fólk.
í rækjum frá Bangladesh hefur
fundist sýkill sem nefndur er
Shigella, og algengur er í hitabelt-
inu en mjög sjaldgæfur á norður-
slóðum. Hann veldur ógleði, háum
hita og niðurgangi.
Heilbrigðisyfirvöld telja að sýk-
illinn hafi komist í rækjurnar á
meðan á vinnslu þeirra stóð í
Bangladesh.
Fimm hinna látnu bjuggu á elli-
heimili í borginni Utrecht, en
rækjukokkteill var borinn fram á
heimilinu á jóladag. Önnur fórn-
arlömb eitrunarinnar bjuggu í
höfuðborginni Amsterdam og í
Amersfoort.
Sá misskilningur hefur komist á
kreik í Hollandi að rækjurnar frá
Bangladesh séu norskar, og var
m.a. frá því skýrt í fyrstu fréttum
ýmissa evrópskra blaða af eitrun-
armálinu. Norðmenn óttast að
ekki takist nægilega vel að eyða
þessum misskilningi, og kunni það
að hafa afdrifaríkar afleiðingar
fyrir rækjuútflutning þeirra.
ERLENT
Að umdeildum Saad Haddad látnum
DAUÐI Saads Haddads, hins umdeilda majórs og hæstráðanda yfir nokkru
landsvæði í Suður-Líbanon, hefur vakið upp vangaveltur manna á meðal,
hvernig málum verði skipað á næstunni og hvaða áhrif þetta kunni að hafa á
baráttu kristinna hægri manna gegn múhameðstrúarmönnum, drúsum og
fleiri deiluaðilum í Líbanon.
Saad Haddad tók að koma við
sögu árið 1976, þegar borgara-
stríðið stóð enn í Líbanon. Hann
klauf sig þá út úr líbanska hernum
ásamt um eitt þúsund manna liði í
suðurhluta landsins. Hann tók upp
nána samvinnu við ísraela, sem
varð mjög umdeild meðal landa
hans, en liðsmenn hans stóðu með
honum gegnum þykkt og þunnt. ís-
raelsstjórn hefur að honum látn-
um vottað honum opinberlega
virðingu sem einum helzta vini
Ísraelsríkis. Þeir voru hins vegar
ófáir, sem sögðu að Haddad væri
einvörðungu leikbrúða í höndum
ísraela og „sjálfstæði" landsvæðis-
ins í Suður-Líbanon sem hann
gerði að einkaríki sínu fyrir fáein-
um árum, væri aðeins í þágu ís-
raela.
Engum blandaðist framan af
hugur um að Haddad var einlægur
og dyggur þegn Líbanons. Honum
gramdist mjög að Líbanonstjórn
hafði látið það óátalið að skærulið-
ar Palestínumanna hreiðruðu um
sig í suðurhluta landsins og
hryðjuverk, sem þeir beindu að
vísu einkum gegn Norður-Israel,
urðu vitanlega einnig til að grafa
undan öryggi íbúða Suður-
Líbanons. Ágreiningur hans og
vinstrisinnaðra hermanna,
múhameðstrúar flestir, magnaðist
smám saman með þeim afleiðing-
um að Haddad sagði endanlega
skilið við landa sína og hefur af
meirihluta Líbana verið litinn
hornauga og margir hafa kallað
hann svikara og landráðamann.
Enginn vafi er á því að Haddad
vann merkt starf er hann reyndi
að hreinsa Suður-Líbanon og búa
íbúum þar griðastað. Það tókst
ekki fyrr en ísraelar gerðu innrás-
ina í Líbanon 1982. Haddad majór
gerðist svo með árunum kæru-
minni um hag landa sinna, en sótt-
ist mjög eftir athygli fjölmiðla.
Haun taldi að Bandaríkjamenn
hefðu svikið Líbanon á sínum tíma
fyrir olíuhagsmuni og hann sagði
að ísraelar væru einu sönnu vin-
Saad Haddad
irnir sem Líbanir ættu. Vafamál er
auðvitað hvort landar hans taka
einum rómi undir það.
Ég hitti Saad Haddad í fyrsta
skipti í Metulla í Norður-Israel
haustið 1977 og var hann þá þung-
orður í garð fjandmanna sinna,
sem honum fannst vera í flestum
áttum. Andstaða gegn honum
magnaðist þó eftir það og þegar við
Haddad majór sáumst síðast, í
febrúarmánuði í fyrra, var hann
breyttur maður og bugaður. Veik-
indi voru tekin að hrjá hann og
stóðu honum fyrir þrifum. Hann
virtist óraunsær á það ástand sem
ríkti i Líbanon, en talaði því meira
um eigin afrek.
Menn hafa sagt að Saad Haddad
hafi áreiðanlega verið hugsjón-
amaður sem dreymdi um að frelsa
og friða Líbanon. Og hann er sagð-
ur hafa borið í brjósti djarfa
drauma um að hann yrði kallaður
til að verða einn af æðstu mönnum
hins nýja Líbanons. Nú að honum
látnum ríkir að vísu óvissa um
hver verður framvinda mála í
syðsta hluta Líbanons, sem í reynd
hefur verið sl. ár öllu meira undir
stjórn ísraela en manna Saads
Haddads majórs. Hugsjónir viku
fyrir metnaðaráformum, sem hann
var ekki maður til að standa við.
Saad Haddad var ættaður frá
þorpinu Majhayon. Hann var
fjörutíu og átta ára þegar hann
lézt.
hk