Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 22

Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 „Ég var mjög hissa hvernig menn brugðust við þegar óg skor- aði mitt 100. mark fyrir Liverpool. Ég er vitanlega mjög hreykinn yfir þessum áfanga — aö verða fyrsti leikmaöurinn til aö skora 100 mörk bæði í Skotlandi og Englandi — en frá mínum sjónarhóli sem atvinnu- knattspyrnumanns, var það mikil- vægast viö þetta mark að þaö færði okkur eitt stig út úr þessari viðureign — mikilvægt stig í bar- áttu um Englandsmeistaratitilinn,“ segir Kenny í greininni, og er ekk- ert nema hógværðin, eins og hans er von og vísa. II —- * ■ M0RKIN 1 SKOTLANDI Mótherjar 1971-72 11972-73 (1973-74 1974-75 1975-76 1976-77 H Ú H Ú H Ú H Ú H Ú H Ú AyrUnited (13) — 1 — 2 — 1 1 — 1 3 2 2 Motherwell (12) — 2 1 2 — — — — 2 2 2 1 Dundee (10) 3 — 1 — — — — 3 2 1 — — Hearts (9) — — 1 — — 2 2 — 2 — 1 1 Dundee Utd. (8) — 1 1 — 1 — — — 2 2 — 1 St. Johnat. (8) — 1 1 2 — — 1 — 2 1 — — Clyde (6) 1 1 — — 1 1 1 1 — — — — Kilmarnock (6) 2 — — 2 — — 1 1 — — — _ Aberdeen (6) — — 1 1 — — — — 1 1 1 1v Falkirk (5) 1 — — 2 1 1 — — — — — — Partick Th. (5) — 1 — 1 — _ 1 1 — — 1 — Hibernian (5) — — 1 1 — 1 — — 1 — 1» - Rangers (4) — 1 1 — — — 1 — — 1 — — Dumbarton (4) — — 1 — 1 1 — 1 — — — — Arbroath (4) — — 1 — 1 1 — 1 — — — — East File (3) — — — — 1 2 — — — — — _ Airdrieonian (2) 1 1 — — — — — — — — — — Dunfermline (2) — — 2 — — — — 8 9 10 13 8 10 8 8 13 11 81v61v Mörk (112) 17 23 18 16 24 142* ‘Leikir (202) 31 32 33 33 35 35 (* þ. á m. 3 leikir keppnistimabilið 1970-71 sem hann skoraði ekki í) • Dalglish fagnar hér einu af mörkum sinum fyrir Liverpool. Fyrirliðinn Graeme Souness og Sammy Lee fagna með honum. Tvisvar sinnum 100 mörk • Hann varð annar Liverpool-leíkmaðurinn eftir stríð til að skora 100 mörk í deildarkeppninni — Roger Hunt skoraði 160. • 61 af þessum 100 skoraði hann á Anfield. • Hann hefur tvisvar gert „hat-trick“ — þrjú mörk í leik; í bæði skíptin gegn Manchester City. Sautján sinnum hefur hann náð því að skora tvö mörk í leik. Tíu þessara 100 marka hefur hann skorað gegn Manchester City og átta gegn Ipswich. • Hann hefur einnig skorað fleiri mörk í bikarkeppnum en nokkur annar leikmaður Liverpool — 47 mörk. Næsta takmark hans er því að skora 150 mörk samtals fyrír félagið — en því marki hafa eínungis tveir leikmenn náö eftir stríð; Roger Hunt (258) og Billy Liddell (228). Það er auðvitað Skotinn Kenny Dalglish sem hér um ræöir — en hann skoraði sitt 100. deildarmark fyrir „Rauða herinn“ einmitt í leiknum gegn Ipswich í haust sem sjónvarpað var beint hingað til lands. Landsmönnum gafst því kostur á aö sjá þessa sögulegu stund — og markið var með þeim fallegri sem hann hefur nokkurn tíma skorað. í grein í enska blaðinu Shoot sagöi Kenny nýlega frá því, hvers vegna hann hefur náð því að skora 100 deildarmörk fyrir tvö félög, en áöur en hann gekk til liðs við Liverpool haustið 1977, hafði hann skorað 112 mörk fyrir Celtíc í Skotlandi. „Ég gerði mér nokkuð Ijóst, sem engínn virtist sjá ástæöu til að nefna. Ég tel aö þetta afrek mitt sanni — ef mönnum finnst sönn- unar þurfa við — aö ég hafi veriö svo lánsamur að leika með tveimur sigursælustu félagsliöum á Bret- landseyjum. Þegar ég var að „alast upp“ hjá Celtic var þaö, án nokkurs vafa, besta liðið í Skotlandi. Og þegar ég fór til Liverpool 1977 var þaö félag, og er enn, þaö besta í Eng- landi! Aö vera keyptur til stórliðs og fá tækifæri til að leika fyrir það, er knattspyrnumanni næg sönnun þess aö honum vegni vel í atvinnu sinni. Og þegar leikmaður skorar mörk, verður hann aö hugsa ræki- lega um sinn þátt í markinu; svo og þátt hinna leikmanna liösins. Heföi ég ekki notið aðstoðar og fengið tækifæri til að leika með þeim bestu leikmönnum sem völ er á hveju sinni heföi ég aldrei komist nálægt því aö slá þetta met. Er ég lít til baka eru nokkur mörk sem koma strax upp í hug- ann — ekki vegna þess að þau hafi verið sérlega glæsilega skor- uö; frekar vegna tiltekinna leikja og mikilvægi þeirra. Ég man eftir fyrsta markinu sem ég geröi í „derby“-leik gegn Rangers. Þaö var í september 1971 og 69.000 áhorfendur voru þá saman komnir á Ibrox — leikvangi Rangers. Viö sigruðum 3:2 í eftirminnilegum leik. Rangers tókst vel upp í fyrri hálfleiknum og liöiö haföi forystu. Eftir hornspyrnu frá vinstri tókst mér aö skora. Knötturinn barst yfir að fjærstönginni, ég tók hann • Fyrsta markið fyrir Liverpool. I fyrsta leiknum; gegn Middles- brough á Ayersome Park. niður og skoraöi framhjá Peter McCloy með vinstra fæti. Ég man einnig eftir fyrsta marki mínu gegn Rangers eftir að ég varð gerður aö fyrirliöa Celtic. Það var fyrsta leikdag keppnistímabils- ins 1975—76. Aftur fór leikurinn fram á Ibrox, og áhorfendur 69.000. Ég náði aö skora í fyrri hálfleiknum hjá Peter McCloy — j ég lék oft gegn honum — og náöi ! forystu fyrir okkur. En að þessu sinni náöi Rangers aö sigra okkur, j 2:1. Þetta reyndist fyrirboði: þeir unnu nefnilega meistaratitilinn | þetta keppnistímaþil. Talandi um meistaratitla kemur upp í hugann mark sem ég skoraöi gegn Falkirk 27. apríl 1974. Viö höfðum átt mikilli velgengni að fagna þetta tímaþil, höfðum kom- í ist á topp deildarinnar í október haustið áður og veriö í efsta sæti síöan þá. En Rangers fylgdi alltaf fast á eftir og hefðum viö stigiö víxlspor heföu þeir verið fljótir að notfæra sér það. David Hay, sem nú er fram- kvæmdastjóri Celtic, komst fram hjá tveimur varnarmönnum og sendi boltann til mín inn í vítateig- inn. Ég skoraði framhjá Ally Don- aldsson og leikurinn endaöi 1:1. Þessi leikur tryggði okkur meist- aratitilinn. Fyrsta mark mitt fyrir Liverpool kom í fyrsta deildarleiknum, gegn Middlesbrough á Ayersome Park. En markið sem kemur alltaf fyrst upp í hugann þegar ég er beðinn aö nefna eitthvert, er fyrsta markið sem ég skoraöi á Anfield. Á ágústkvöldi fyrir framan rúm- lega 48.000 áhorfendur: Þetta var minn fyrsti heimaleikur með liðinu og eftir snjalla sendingu Ray Kennedy gegnum vörn Newcastle tókst mér að skora hjá Steve Hardwick i markinu, fyrir framan „the Kop“. Ekki er hægt aö tala um mörk fyrir Liverpool án þess aö minnast á einhver þeirra sem ég hef gert gegn Everton. Það er heldur ekki nokkur hætta á því aö ég gleymi mínu fyrsta marki gegn þeim. Þaö var nefnilega eina markið sem við skoruðum gegn þeim þetta tímabil — tímabilið 1978—79. Leikurinn fór fram á Anfield í mars ’79 og endaði 1:1. Fyrri leiknum höföum við tapað á Goddison, 0:1. Annað mark gegn Everton er mér minn- isstætt. Það skoraöi ég með skalla. Leiknum sem var á Godison Park lyktaði meö 2:2, jafntefli, og ég jafnaði í seinni hálfleik með skalla eftir fyrirgjöf Phil Neal. Ég fagnaöi markinu meö miklum lát- um, en ég er ekki viss um aö Jim McDonagh í markinu hafi fyllilega skiliö hvers vegna! (Dalglish er nefnilega ekki þekktur fyrir aö skora mikiö af skallamörkum.) Þegar við unnum Everton 3:1 á Anfield í nóvember 1981 skoraði ég í fyrsta skipti tvö mörk gegn þeim. Hiö fyrra kom eftir að Jim Arnold hafði variö þrumuskot Ronnie Whelan og ég náöi að pota boltanum inn og seinna markiö gerði ég eftir aö hafa fengiö send- ingu frá Terry McDermott. Sendi þá boltann framhjá Jim og i netið. En þegar upp er staöið vil ég undirstrika að knattspyrnan er fyrst og fremst leikur liösheildar. Þau mörk sem ég hef skoraö eru ellefu leikmönnum aö þakka, ekki einum.” — SH. _ M0RKIN 1 ENGLANDI Mótherjar 11977-78 11978-79 11979-80 11980-81 11981-82 11982-83 1983-84 H ú H u H u H u H ú H ú H Ú Man. City (10) 3 — — 1 — 2 — 1 — — 3 — — — Ipswich (8) 1 1 1 2 — — — — 1 — 1 — — 1 Aston Villa (7) — 2 1 — — — 2 — — — — 1 1 — Tottenham (7) — — 2 — — — — — 1 2 2 — — — W.B.A. (5) 1 — 1 1 — — — — 1 1 — — ! — — Bristol C. (5) 1 — 1 — 1 2 — — — — — — — — Wolves (5) —- 2 — — 2 — — — 1 — — — — — Brighton (5) — — — — — 2 — — — 1 2 — 1 — — Stoke (5) — — — — 1 — — 1 — 1 2 — — — Derby (4) — 1 2 1 — — — — — — — — — — Everton (4) — — 1 — — — — 1 2 — — — — — Arsenal (4) — — 1 — 1 — — — — — 1 — 1 — 1 Notts Co. (4) — — — — — — — — 1 — 2 1 — — Coventry (3) 1 — — — 1 — — — — — 1 — — — Norwich (3) — — 2 — — 1 — — — — — — — — Man. Utd. (3) — — 1 — — 1 — — — — — 1 — — Middlesbro ’ (2) — 1 — — — — 1 — — — — — — — Newcastle (2) 1 1 — — — — — — — — — — — — Chelsea (2) 1 — 1 — — — — — — — — — — — West Ham (2) 1 — — — — — — — 1 — — — — — Bolton (2) — — — 1 — 1 — — — — — — — — Crystal P. (2) — — — — 1 — 1 — — — — — — — Leicester (D — 1 — — — — — — — — — — — — Leeds (1) 1 — '— — — — — — — — — — — — Q.P.R. (D — — 1 — — — — — — — — — — — Birmingham (1) Southampton (1) _ 1 — __ — 1 __ __ Luton (1) — — — — — — — — — — — — 1 — 11 9 15 6 7 9 4 4 8 5 14 4 2 2 Mðrk (100) 20 21 16 8 13 18 4 Leikir (259) 42 I 42 I 42 I 34 I 42 42 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.