Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984
Frábært íþróttaár
á Akranesi
39. ársþing íþróttabandalags Akraness var haldið þriðjudginn 29. nóvember sl. í ársskýrslu þess kemur
fram að mikið starf hefur verið unniö á nýliðnu ári og árangur í hinum ýmsu íþróttagreinum verið
glæsilegur. Hæst ber frábæran árangur knattspyrnumannanna, en auk hans náöist athyglisverður árangur
í öörum greinum.
í heild má segja að þetta hafi verið glæsilegt íþróttaár fyrir Akurnesinga. Hór á eftir eru rakin helstu afrek
íþróttafólksins og sést vel á því að ekkert íþróttafélag á íslandi á afreksfólk í jafnmörgum íþróttagreinum og
íþróttabandalag Akraness.
• Akurnesingar hafa löngum verið í fremstu röð í knattspyrnunni. Á síðasta keppnistímabili sigraði lið ÍA
bæöi í íslandsmótinu og Bikarkeppni KSÍ, og kórónaði síðan allt saman með frábærri frammistöðu í
Evrópukeppni bikarhafa.
Golf
Hannes Þorsteinsson varö
Akranesmeistari eftir haröa keppni
viö Ómar Ragnarsson og Jón Al-
freösson. Einn félagi í golfklúbbn-
um fór holu í höggi á árinu, þaö var
Grétar Ómarsson. Þess má til
gamans geta, að í SR-mótinu, sem
er ein aöalkeppni sumarsins á
Akranesi, fór landsliösmaöurinn
Ragnar Ólafsson holu í höggi, og
heyrir þaö til undantekninga í slík-
um mótum.
Borðtennis
Áhugi fyrir borðtennis er tölu-
veröur og hafa mætt á æfingar allt
aö 30 manns. Mikil deyfö er samt
yfir félagsstarfinu og lítið um móta-
hald. Virkilega er þörf aö gera átak
til aö lyfta íþróttinnl á hærra plan,
þvi margir efnilegir spilarar eru
fyrir hendi.
Körfuknattieikur
Mikil gróska er í körfubolta-
íþróttinni á Akranesi um þessar
mundir. Meistaraflokkur leikur í 2.
deild og hefur staöiö sig vel. Byrj-
aö er aö byggja upp yngri flokka
og viröist áhugi mikill. Gísli Gísla-
son, sem á undanförnum árum
hefur leikiö í íslenska iandsliöinu,
hefur tekiö aö sér þjálfun og er von
allra aö starf hans beri góöan
ávöxt í náinní framtíð.
Eins og sést á þessari upptaln-
ingu, er íþróttastarfiö í miklum
blóma um þessar mundir. Þó er
ónefndur stór hópur fólks sem
stundar ýmsar trimmíþróttir, bæði
sem einstaklingar og eins í hópum.
Framkvæmdastjórn ÍA skipa nú
Andrés Ólafsson, formaöur, Pétur
Jóhannesson, gjaldkeri og Magn-
ús Oddsson ritari.
J.G.
Vel heppnað blakmót:
HK og Víkingur
sigruou í 10 ára
afmælismóti HK
Knattspyrna
Eins og áöur segir ber árangur
knattspyrnumannanna hæst. Þar
vannst bæöi deild og bikar í meist-
araflokki karla, einnig var árangur
liösins í Evrópubikarkeppni bik-
arhafa, en þar var mótherjinn sjálf-
ir Evrópubikarmeistararnir frá Ab-
erdeen, frábær. Fimm leikmenn
Akraness léku meö íslenska lands-
liöinu, Árni Sveinsson, Siguröur
Lárusson, Siguröur Halldórsson,
Siguröur Jónsson og Sveinbjörn
Hákonarson. Tveir síöasttöldu
leikmennirnir léku sinn fyrsta
landsleik á árinu og Siguröur
Jónsson er yngsti leikmaöurinn
sem leikiö hefur í íslenska A-lands-
liöinu jafnframt því aö ná hinum
einstæöa árangri aö leika meö öll-
um fjórum landsliöunum á sama
keppnistímabilinu.
Tveir leikmenn léku í U-21-
landsliðinu, auk Siguröar var þaö
Guöjón Þóröarson, en reglum er
þannig háttaö í þessum aldurs-
flokki, aö leyfilegt er aö nota tvo
eldri leikmenn. Guöjón lék í leikn-
um gegn Hollandi og var fyrirliði í
þeim leik. j U-18-landsliöinu lék
Ólafur Þóröarson auk Siguröar, og
í U-16-landsliöinu lék auk Siguröar
Guömundur Guömundsson.
Ágætur árangur náöist í
kvennaflokknum. í 1. deild hafnaöi
liöiö í þriöja sæti og komst í úrslit í
Bikarkeppni en tapaöi. Liöiö varö
íslandsmeistari í innanhússknatt-
spyrnu, og vann sigur á Bautamót-
inu sem fram fór á Akureyri, einnig
vann liöiö Litlu bikarkeppnina.
Laufey Siguröardóttir varö marka-
kóngur 1. deildar, skoraði alls 17
mörk.
Yngri flokkur kvenna lék nú í
fyrsta skipti í íslandsmóti og sigr-
uöu stúlkurnar glæsilega. Er óhætt
aö segja aö framtíö kvennaknatt-
spyrnu á Akranesi sé björt.
2. flokkur karla náöi þokka-
legum árangri, en þaö háir oft
þessum aldursflokki aö bestu spil-
ararnir leika lítiö eöa ekkert meö
flokkunum vegna stööu sinnar í 1.
deildar liöinu. Yngri flokkarnir ollu
töluveröum vonbrigöum í ís-
landsmótinu og komst enginn
þeirra í úrslitakeppnina en engin
ástæöa er til örvæntingar því ald-
ursskipting kemur mjög misjafn-
lega út milli ára.
6. flokkur, en í honum eru
drengir á aldrinum 8—10 ára, náði
frábærum árangri þótt ekki hafi
veriö leikiö á opinberum mótum.
Léku drengirnir marga leiki og
sigruöu í þeim öllum, meöal annars
í Faxaflóamótinu og á móti á Akur-
eyri, auk þess sem ieikiö var viö
sterkustu lið Reykjavíkur. Má meö
sanni segja að þeir séu óopinberir
íslandsmeistarar.
Leikmenn 1. deildar liösins unnu
til margra viöurkenninga á þessu
ári. Áöur hafa veriö nefndir lands-
liðsmenn í karlalandsliöunum en í
kvennalandsliöinu léku Laufey Sig-
uröardóttir og Ragnheiöur Jón-
asdóttir. Knattspyrnumaöur Akra-
ness var valinn Guöbjörn Tryggva-
son, en þaö kjör fer þannig fram,
aö leikmennirnir sjálfir velja einn úr
sínum hópi. Siguröur Jónsson
vann stigakeppni Morgunblaösins
ásamt Þorsteini Bjarnasyni úr
Keflavík. Guöjón Þóröarson lék
sinn 300. leik á árinu og hlaut gull-
úr í viöurkenningarskyni. Guöjón
er fimmti leikmaöur Akraness sem
nær þessum áfanga. Hinir eru Jón
Alfreösson, sem lék alls 365 leiki,
Jón Gunnlaugsson, sem lék 343
leiki, Björn Lárusson, sem lék 309
leiki, og Matthías Hallgrímsson,
sem lék 305 leiki. Guöjón hefur nú
leikiö 308 leiki og á vonandi eftir
aö bæta mörgum leikjum viö á
næstu árum. Aðrir leikmenn sem
unnu til viöurkenningar vegna
leikjafjölda voru: fyrir 150 leiki
Höröur Jóhannesson, Sigþór
Ómarsson, Siguröur Lárusson og
Siguröur Halldórsson. Fyrir 100
leiki: Bjarni Sigurðsson, Guöbjörn
Tryggvason og Sveinbjörn Hákon-
arson. Grohe-leikmaöur ársins var
valinn Siguröur Jónsson. Aö lok-
um má geta þess aö Eyþór Björg-
vinsson gaf í sumar bikar til minn-
ingar um vin sinn, Halldór Sigur-
björnsson, sem lést í apríl sl. Bik-
arinn er ætlaöur sem viðurkenning
til efnilegra knattspyrnumanna í
liöi 6. flokks.
Badmínton
Árangur badmintonmanna var
mjög góöur og þó einkum og sér í
lagi yngra fólksins. Á unglinga-
meistaramóti íslands, sem fram fór
á Akureyri, unnu þau til 20 gull-
verölauna og 19 silfurverölauna.
Alls var keppt um 24 verölaun.
Eins og sjá má á þessari upptaln-
ingu hefur Akranes bestu ungl-
ingaspilarana í badminton en
nokkuð vantar á aö þessu öfluga
unglingastarfi sé fylgt upp í fullorö-
insflokkana. Þó er Víöir Bragason í
fremstu röö og m.a. er hann ís-
landsmeistari í tvíliöaleik ásamt
Sigfúsi Ægi Árnasyni. Víðir var
sömuleiðis í íslenska landsliöinu
og Þórhallur Ingason í unglinga-
landsliöinu. I liðakeppninni í bad-
minton hafnaði A-lið Akraness í
ööru sæti og B-liöiö í ööru sæti í 2.
deild. Badmintonfélagiö hefur nú
fengiö indverskan þjálfara til
starfa. Dipu Ghosh, en þaö er nafn
hans, var í indverska landsliðinu í
badminton og fyrirliöi þess og síö-
ar landsliösþjálfari, sömuleiöis
þjálfaði hann um tíma í íran. Al-
menn ánægja ríkir meö störf hans,
enda þjálfari í fremstu röö og sér-
stakt Ijúfmenni. Mikill badminton-
áhugi er á Akranesi, en skortur á
æfingartímum háir starfseminni
mikiö.
Sund
Sundfólk á Akranesi hefur veirö
í fremstu röö á undanförnum árum
og er þaö undraveröur árangur
sem þaö hefur náö þrátt fyrir ótrú-
lega lélgar aóstæöur til æfinga.
Akurnesingar uröu bikarmeistarar
1982 en því fylgir nafnbótin besta
sundfélag islands 1982—83.
Nokkur deyfö er yfir eldra sund-
fólkinu nú, en þeir yngri æfa af
fullum krafti og eru líklegir til af-
reka. Ragnheiöur Runólfsdóttir
stundar nú æfingar í Svíþjóö og
setti nú á dögunum nýtt íslands-
met í 100 m baksundi á sundmóti í
Finnlandi. Gamla metið átti Sal-
ome Þórisdóttir og var þaö sett
fyrir þrettán árum. Þaö er von
sundfólksins aö bygging nýrrar
sundlaugar veröi flýtt svo sem
kostur er. Biðin er þegar oröin
nógu löng.
Handknattleikur
Meistaraflokkur kvenna vann
sigur í 2. deild á sl. keppnistímabili
og leikur í 1. deild nú í vetur. Karla-
liöið varö í fjóröa sæti í 3. deild í
fyrra og líkur eru á aö útkoman
veröi svipuö nú í ár. Tveir af yngri
flokkunum komust í úrslit, 2. flokk-
ur kvenna og 5. flokkur drengja.
Áhugi á handknattleik er mikill.
í TILEFNI af 10 ára afmæli blak-
deildar HK stóö deildin fyrir veg-
legu blakmóti fyrir trimmara, síö-
astliöinn laugardag í nýja íþrótta-
húsinu, Digranesi, í Kópavogi.
Blakliö á SV-horni landsins, frá
Akranesi suöur í Kópavog, tóku
þátt í mótinu. í karlaflokki léku
fimm blaklið einfalda umferö sín á
milli, og sigraöi HK alla mótherja
sína. j kvennaflokki léku einnig
fimm blakliö einfalda umferö sín á
milli, og sigraði Víkingur, Rvík. alla
mótherja st'na.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu
blakíþróttarinnar hér á landi aö
konur eru ekki færri en karlar á
blakmóti, og er þaö vel því aö blak
er ekki síöri íþrótt fyrir konur en
karla.
Þetta er einnig í fyrsta sinn hér á
landi aö leikiö er samtímis á þrem-
ur blakvöllum í sama íþróttasal, en
í þessu nýja, glæsilega íþróttahúsi
í Kópavogi komast þrír keppnis-
vellir auöveldlega fyrir.
Flestir þátttakendur í mótinu
voru eldri blakiökendur, en ungl-
ingar allt niöur í 14 ára voru einnig
meö. Leikgleöin var greinilega í
fyrirrúmi hjá ungum sem öldnum.
Viö birtum hér úrslit mótsins:
Karlar:
HK, Kópavogi
Þróttur, Rvík
Afturelding, Mosf.
Höfrungar, Rvík.
ÍA. Akranesi
4 4 0 8:1 8
4 3 1 6:2 6
4 13 4« 2
4 1 3 3:7 2
4 1 3 2:7 2
Konur:
Vikingur (liö 1)
HK, Kópavogi (lið 1)
HK, Kópavogi (lið 2)
Víkingur (lið 2)
Höfrungar, Rvík.
4 4 0 8:1 8
4 3 1 6:2 6
4 2 2 4:5 4
4 1 3 2:6 2
4 0 4 1:8 0
• Það er oft barist af miklum krafti viö netið í blakinu. Hér fara tveir
leikmenn í hávörn viö netið og reyna að bjarga smassi Þróttara.