Morgunblaðið - 17.01.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984
27
Punktar frð Bob Hennessy í Englandí
Atkinson fylgist
vel með Paul Walsh
Vill fá hann á Old Trafford
PAUL WALSH átti mjög góðan
leik með Luton gegn Arsenal á
laugardag og Ron Atkinson,
framkvæmdastjóri Manchester
United, var enn einu sinni meðal
áhorfenda á Luton-leik. Hann hef-
ur mikinn áhuga á að fá Walsh á
Old Trafford.
„Ef og þegar Walsh veröur til
sölu skal ég taka upp símann og
láta Liverpool og Man. Utd. vita.
Þangaö til ég hringi veröur hann
kyrr hjá okkur,“ sagöi David Pleat,
stjóri Luton, eftir leikinn. „Ég veit
ekki til hvers Atkinson kom hingaö
í dag. Hann fór án þess að tala viö
nokkurn mann hjá Luton.“
Luton getur örugglega fengið
500.000 pund fyrir Walsh, sem er
aöeins 21 árs, en þess má geta aö
félagiö tapar nú 5.000 pundum á
viku hverri. Peningarnir fyrir Walsh
kæmu sér þvi óneitanlega vel.
Sennilegt er því aö ekki veröi þess
langt aö bíöa aö hann fari til ein-
hvers stórliöanna. Sennilega
Manchester United en Liverpool er
einnig inni í myndinni.
Blissett heim?
MIKIÐ er nú talað um hvort Luth-
er Blissett eigi einhverja framtíð
fyrir sér á Ítalíu. Hann hefur að-
eins skorað þrjú mörk I fimmtán
N0RWICH
Stofnaö árið 1905, framkvæmdastjóri Ken Brown. Leikvöllur Car-
row Road tekur 29.000 áhorfendur. Stærsti sigur 10—2 á móti
Coventry City í 3. deild, 15. mars 1930. Stærsta tap 2—10 fyrir
Swindon 5. sept. 1908. Dýrasti leikmaður keyptur til félagsins Draz-
en Muzinic frá Hajuk Split í sept. 1980. Metsala Kevin Reeves til
Man. City, milljón pund áriö 1980. Og sama verð fyrir Justin Fasanu
til N. Forest 1981. Ron Ashman hefur leikið flesta leikí fyrir Norwich
590 á árunum 1947 til 1964. John Deehan var markahæsti leikmaöur
liösins á síðasta ári skoraði 20 mörk í deildinni. Fyrirliði er Dave
Watson. Heimilisfang er Carrow Road, Norwich NR-1 JE.
• Chris Woods, markvörður Norwich, er fastur maöur { enska
unglingalandsliöinu og þykir vera mjög efnilegur markvörður og
líklegur arftaki Peter Shilton.
Leíkmenn F.d. Frá Upphssð Landsliö leikir
Chrit Woods 14.11. 59 Queens Park 250.000C 94
Clive Baker 14. 2. 59 14
Greg Downs 13.12. 58 107
Richard Symonds 21.11. 59 59
Age Hareide 23. 9. 53 Manchester C 10.000E Noregur 12
Dave Watson 20.11. 61 Liverpool 100.000E 91
Paul Haylock 24. 3. 63 63
John Devine 11.11. 58 Arsenal 10.000E írland 0
Willie Young 25.11. 51 Nottingham F 40.000C Skotland 0
Ajax 23
Peter Moutnford 13. 9. 60 4
Mark Barham 12. 7. 62 104
Peter Mendham 9. 4.60 96
Dave Bennett 26. 4.60 Manchester C 58
Ross Jack 21. 3. 59 Everton 20.000E 56
John Deehan 6. 8. 57 West Bromwich 175.000E 62
Keith Bertschin 25. 8. 56 Birmingham 200.000C 76
Mike Farrington Everton
leikjum þaó sem af er vetrar en í
fyrra skoraði hann 30 mörk fyrir
Watford.
Forráöamenn liösins hafa sagt
honum aö hann fái þrjár vikur til
viöbótar til aö sanna sig — og ef
hann fari ekki aö skora mörk muni
liðiö losa sig viö hann. „Ég veit
ekki til hvers þeir keyptu mig. Þeir
heföu frekar átt aö kaupa tvo
miöjuleikmenn til viöbótar. Ég hef
ekki haft úr eins fáum sendingum
aö moöa á öllum mínum keppnis-
ferli og í vetur. Ég þarf alltaf aö
fara aftur aö miölínu til aö sækja
boltann," segir Blissett.
„Ég mun taka ákvöröun varð-
andi Blissett eftir þrjár vikur. Hann
reynir allt sem hann getur til aö
standa sig vel en þaö tekst bara
ekki,“ sagöi formaöur AC Milano.
Blissett segist sjálfur myndi
fagna því aö sumu leyti aö komast
aftur í ensku knattspyrnuna. „i
Englandi er leikin knattspyrna aö
mínu skapi. Ef ég sný heim á ný
býst ég viö aö velja Watford —
mitt gamla félag.“
wmm
• Clough virðist vera aæmilega
til fara á þessari mynd.
Phil Neal:
Vill verða
stjóri hjá
Liverpool
PHIL NEAL, enski landsliðsbak-
vörðurinn hjá Liverpool skýröi frá
því á dögunum að hann hefði
áhuga á því aö sækja um stööu
framkvæmdastjóra liösins er Joe
Fagan hætti.
Ekki býst Neal þó viö því aö þaö
veröi alveg á næstunni. Hann er
nýlega búinn aö framlengja samn-
ing sinn viö Liverþool og er hann
nú samningsbundinn meisturunum
fram á vor 1986.
Um þessar mundir eru tíu ár síö-
an Bob Paisley keypti Neal fyrir
40.000 pund frá Northampton og
þetta ár er því „testimonial" ár hjá
Neal. Hann þénar talsvert á því,
fær ágóöann af leik sem hann
skipuleggur af þessu tilefni og sitt-
hvaö fleira. — SH.
„Þú ert verst
klæddi stjórinn
á Englandi"
HANS VAN Breukelen, hinn hol-
lenski markvöröur Nottingham
Forest, er maöur sem segir ætíö
meiningu sína. Hann var heldur
ekkert aö skafa utan af því viö
Brian Clough, framkvæmdastjóra
liösins: „Þú ert verst klæddi
framkvæmdastjórinn í Englandi."
Mönnum þótti hann heldur kald-
ur aö láta þetta flakka; Clough hef-
ur veriö þekktur fyrir allt annaö en
aö láta leikmenn sína komast uþp
með hvað sem er.
En Clough lét þaö alveg vera aö
skamma markvöröinn fyrir þetta.
rÞað þýöir ekkert fyrir mig að
svara þessu. Þaö sem hann sagöi
er hárrétt!" sagöi Clough aöeins.
Yfirleitt klæöist hann gamalli
grænni peysu og víöum krumpuö-
um buxum á leikjum, en eftir aö
Breukelen gaf út þessa yfirlýsingu
hafa menn tekiö eftir breytingu til
batnaðar hjá Clough. Hann er far-
inn aö ganga í jakkafötum, í
skyrtu, meö flibba og bindi.
— SH.
Eggert og Ragnheióur
voru stigahæst
EGGERT Bogason og Ragnheiöur
Ólafsdóttir voru stigahæstu ein-
staklingarnir í frjálsíþróttadeild
FH á síöasta ári og hlutu því
Garpinn svokallaöa.
Eggert Bogason hlaut Garpinn
í karlaflokki fyrir kringlukast
54,52 m, sem er talsvert lengra en
hann kastaöi áriö 1982. Oliver
Steinn Jóhannesson gaf Garpinn
í karlaflokki.
Ragnheióur Ólafsdóttir hlaut
Garpinn í kvennaflokki fyrir ís-
landsmetiö í 800 m hl., 2:04,90
mín., sem er gjög móöur árangur.
Guölaug Kristinsdóttir gaf
kvennabikarinn.
Karlar
Egg*rt Bogaton kringlukaat 54,52 m 950 atig.
Magnúa Haraldaaon 000 m hl. 1:54,9 min.
040atig.
Sigurður Pétur Sigmundaaon 10.000 m M.
31:30,5 min. 030 atig.
GuOmundur Rúnar Guðmundaaon háatðkk
1.95 m 013 atig.
Stgurður Haraldaaon 400 m gr.hl. 57,2 aak.
779 atig.
Viggð Þðrir Þðriaaon 400 m gr.hl. 57,9 aak.
750 atig.
Óakar Guðmundaaon 000 m hl. 2:02,5 mfn.
707 atig.
Einar P. Guðmundaaon 200 m hl. 24,9 aak.
044 atig.
Hatgi Frayr Kriatinaaon þriatðkk 12,52 m
625 atig.
Kjartan Guðjóneaon kúluvarp 12,31 m
620 atig.
Konur:
Ragnhaiöur Ólafadðttir 000 m hl. 2:04,90 min.
1003 atig.
Súaanna Helgadðttir 000 m hl. 2:15,77 min.
044 atig.
Rut Olafedðttir 400 m hl. 59,37 aak. 796 atig.
Linda Björk Loftadðttir langatökk 5,43 m
770 atig.
Guðrún Gunnaradðttir apjótkaat 39,06 m
764 atig.
Anna Valdimaradðttir 000 m hl. 2:23,7 min.
744 atig.
Kriatjana Hrafnkeladðttir héatökk 1,50 m
726 etig.
Guörún Eyateinadðttir 000 m hl. 2:25,0 mín.
720 etig.
Þðrunn Sigurðardðttir héatökk 1,45 m
670 etig.
Guðmunda Einaradðttir langatökk 4,73 m
611 etig.
FH-INGAR í yngri aldursflokkunum
hafa veriö iönir viö aö setja ís-
landsmet innanhúss í hinum ýmsu
greinum á árinu 1983. Má þar
nefna:
Viggó Þóri í sveinaflokki (16 ára)
sem setti íslandsmet í 600 m og
hljóp á 1:28,6 mín og bætti eigiö
met sem var 1:30,4 mín. í 800 m
hljóp hann á 2:05,5 mín og bætti
eigiö met úr 2:08,5 mín. Þetta er
einnig met i drengjaflokki (18 ára)
en metiö þar átti Ingvi Ó. Guö-
mundsson FH 2:07,0 mín. Viggó
bætti eigiö met í 1.000 m um tæp-
ar 9 sek., sem er einnig drengja-
met, en eldra metiö átti Einar Ósk-
arsson UMSK 2:47,1 mín. Aö lok-
um bætti Viggó metið i 1.500 m
um tæpar 9 sek. og hljóp hann á
4:19,9 mín.
i piltaflokki (14 ára) setti Einar
Páll Tamimi met í þrístökki, stökk
hann 11,48 m og bætti met Guö-
mundar Geirdals UMSK sem var
11,13 m.
í telpnaflokki (14 ára) setti Anna
Valdimarsdóttir met í 800 m
hlaupi, hljóp á 2:30,6 mín. og bætti
met Súsönnu Helgadóttur sem var
2:30,8 mín.
í 1.000 m hlaupi setti Guörún
Eysteinsdóttir met og hljóp hún á
3:16,8 mín. og bætti met Lindu
Bjarkar Loftsdóttur sem var 3:25,7
mín., en sá árangur er einnig
stelpnamet (12 ára). Þá bætti Sús-
anna Helgadóttir um betur og
hljóp á 3:15,7 mín., sem er jafn-
framt met í stúlknaflokki (18 ára).
í stelpnaflokki (12 ára) bætti
Þórunn Siguröardóttir met Hjör-
dísar Bachmann Ármanni þrívegis
og stökk lengst 4,98 m. Þá bætti
Þyri Gunnarsdóttir metiö í 50 m
grindarhlaupi, hljóp hún á 9,0 sek.,
en gamla metiö var 9,1 sek. Aö
lokum jafnaöi Guömunda Einars-
dóttir metiö í þrístökki án atrennu,
stökk hún 6,91 m. Metiö meö
henni á Björk Gunnarsdóttir FH.
Þá hafa margir FH-ingar i yngri
flokkunum staðiö sig vel og eru i
framför þó þeir hafi ekki sett met,
má þar nefna: Ómar Hólm, Helga
Kristinsson, Finnboga Gylfason og
Björn Pétursson. Hjá stelpunum
eru þaö Linda Björk Loftsdóttir,
Rakel Gylfadóttir, Helen Ómars-
dóttir, Helga Lea Egilsdóttir o.fl.