Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 30

Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 Akureyrarkirkja: Bauð dagvistarbörnum í heimsókn á aðventu Akureyri, 13. janúar. NÚ Á nýliðinni aðventu var hér á Akureyri tekin upp sú nýbreytni, að fóstrur á dagheimilum bæjarins fóru með öll börn sem á dagvistum eru í heimsókn í Akureyrarkirkju. Tildrög þessa eru þau, að sóknarnefnd Ak- ureyrarkirkju fór þess á leit við Ak- ureyrardeild fóstrufélags íslands, að fulltrúi kirkjunnar fengi að koma í heimsókn á dagvistir og ræða þar við börnin. Var af hálfu sóknar- nefndar haft í huga að um árabil hefur Hrefna Tynes heimsótt dag- vLstir í Reykjavík og rætt við börnin þar um kristileg málefni. Slíkar heimsóknir hafa ekki tíðkast hér á Akureyri. Á fundi í Akureyrardeild fóst- urfélagsins var- beiðni sóknar- nefndar tekin fyrir og varð niður- staða fundarins sú, að fóstrur vildu leggja það alfarið í vald for- eldra hvort og/eða hvaða trú þeir vilji innræta börnum sínum og að foreldrar sem kysu börnum sfnum trúarlegt uppeldi gætu sótt með þeim sunnudagaskóla og aðrar þær samkomur sem ýmis trúfélög bjóða upp á. Hins vegar lýstu þær sig fúsar til heimsóknar með börnin í Akureyrarkirju og þá með leyfi foreldra. Tilgangur heimsóknanna væri þá að skoða kirkjuna undir leiðsögn prests í tilefni jólahaldsins. Sóknarnefnd tók gild og taldi eðlileg rök fóstranna fyrir því að hafna heimsóknum á dagvistirnar og tók að sér að taka á móti börn- unum í fylgd fóstranna í kirkj- unni. Þóttu heimsóknir þessar takast með afbrigðum vel og verð- ur væntanlega framhald á þeim. G.Berg. Sýslunefnd V-Húnavatnssýslu: Telur rangt að verðlauna skotmenn fyrir seladráp Mbl. hefur borist eftirf. fréttatilk. Á AUKAFUNDI sýslunefndar Vestur-Húnavatnssýslu sem hald- inn var 21. desember var gerð svo- hljóðandi ályktun varðandi sela- dráp: „Aukafundur sýslunefndar V.- Hún. haldinn 21.12. ’83 lýsir undr- un sinni á þeirri aðferð sem við- höfð er við að halda niðri sela- stofninum við landið, þar sem skotmenn eru verðlaunaðir fyrir seladráp. Það hefur m.a. leitt til þess að bændur hafa orðið fyrir mikilli ágengni skotmanna, jafn- vel á friðlýstum varplöndum og sellátrum. Sýslunefnin bendir á, að mun eðlilegra væri að styrkja þá sem áður stunduðu selveiðar og höfðu af því tekjur, þannig að þeir gætu áfram nýtt sér kópveiði í ábataskyni, enda er sá veiðiskapur raunhæfasta og eðlilegasta leiðin til að halda selastofninum niðri.“ Þessi samþykkt var samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Sýslunefndarmenn líta svo á að enn sé í gildi hið forn- kveðna að „á skuli að ósi stemma". Það muni sem sagt vera heppi- legra að vinna á ungviðinu, eins og gert er t.d. við grenjavinnslu, heldur en að skotmenn séu að þenja sig út og suður um allan sjó til þess að skjóta fullorðna seli. Tuttugu erlendir vísindamenn til íslands: Rannsaka vetrarstorma á norðurhveli jarðar UM TUTTUGU bandarískir og breskir vísindamenn koma hingað til lands í vikunni til rannsókna á veóurfari og vetrarstormum á norð- urhveli jarðar. Vísindamennirnir koma hingað á vegum bandarískrar stofnunar, National Oceanic and At- mospheric Administration, og for- ingi hópsins er Stig Kossby frá Mi- ami í Kandaríkjunum. Vísindamennirnir munu hafa aðsetur hér á landi á meðan á til- raununum stendur, en fara í flug- ferðir frá Keflavíkurflugvelli norður á bóginn til rannsókna. Utanríkisráðuneytið veitti leyfi til fyrrnefndra rannsókna, að fenginni umsögn Veðurstofu ís- lands. Hlynur Sigtryggsson veð- urstofustjóri sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að Veðurstofan myndi ekki taka beinan þátt í athugunum hinna erlendu vísindamanna. Niðurstöð- ur athugana þeirra yrðu hins veg- ar vafalaust heimilar Veðurstof- unni að vild, enda væri mjög gott samstarf og samvinna milli ís- lenskra og erlendra aðila í þessum efnum og náið samstarf við veður- athugunarmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Tannlæknafélag íslands: Fyrirlestur Göran Koch HÉK á landi er staddur Göran Koch, prófessor í barnatannlækningum við tannlæknaháskólann í Gautaborg. Hann mun í dag, þriðjudag, flytja erindi um „Topical f1uorides“ fyrir meðlimi Tannlæknafélags íslands. Göran Koch prófessor stjórnar rannsókn á tönnum skólabarna í Reykjavík, sem nú er að hefjast. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhrif 5 mismunandi teg- unda fluortannkrems. 1188 fjöl- skyldur í Reykjavík munu næstu 3 árin fá ókeypis fluortannkrem. Börnin, sem rannsóknin nær yfir, munu fá tilsögn um notkun tannkremsins og leiðbeiningar í munnhirðu. Talið er, að hægt sé að draga úr tannskemmdum allt að 25% með notkun fluortannkrems. Rannsóknina framkvæma 3 ís- lenskir tannlæknar í samvinnu við skólatannlækningar Reykjavík- urborgar. FrétUtilkynning Leikskólinn Glaðheim- ar tekur til starfa Jón Fr. Einarsson byggingameistari afhendir Kristínu Magnúsdóttur form. byggingarnefndar lyklana að leikskólanum. Bolungarvík: ÞANN 30. desember sl. var nýr og glæsilegur leikskóli formlega opnaður hér í Bolungarvík. Leikskólinn sem hlotið hefur nafnið Glaðheimar hóf síðan starf- rækslu 2. janúar sl. Það var árið 1975 að bæjarstjórn Bolungarvíkur fór aö huga að leikskólabyggingu og var það mál í umræðu og undirbúningi bæjar- stjórnar það ár. Árið 1976 skipaði Lionsklúbb- ur Bolungarvíkur þriggja manna nefnd til að stuðla að byggingu leikskóla sem bæjarsjóður hafði ætlað stað við Hlíðarstræti, jafnframt höfðu verið sam- þykktar teikningar eftir arki- tektana Guðmund Kr. Guð- mundsson og Ólaf Sigurðsson. Leikskólanefnd Lionsklúbbs- ins leitaði samstarfs annarra fé- laga í bænum og uppúr því var stofnuð svokölluð framkvæmda- nefnd skipuð fulltrúum frá Lions, kvenfél. Brautin og kvennadeild Slysavarnafélags- Börn að leik í leikskólanum. Samstarfsnefndin hélt sinn fyrsta fund 4. júlí 1977 og var Ingibjörg Sölvadóttir kosin formaður nefndarinnar en Sig- urjón Sveinbjörnsson skipaður einskonar framkvæmdastjóri verkefnisins. Aðildarfélög samstarfsnefnd- arinnar lögðu fram vinnu við mótahreinsun og þ.h. meðan á verkþættinum stóð. I ágústlok 1981 var húsið síðan fokhelt með frágengnu þaki, gleri í gluggum og útihurðum. Á þessu byggingarstigi ákvað framkvæmdanefndin að afhenda bæjarsjóði bygginguna. Bæjarstjórn kaus síðan bygg- ingarnefnd fyrir leikskólann í júní 1982, nefndina skipuðu þau Guðmundur Agnarsson, Jón S. Ásgeirsson og Kristín Magnús- dóttir sem var formaður nefnd- arinnar. Sú breyting varð síðar á nefndinni að Guðmundur Agn- arsson flutti úr bænum og í hans stað tók Örn Jóhannsson sæti í nefndinni. Nefndin auglýsti eftir tilboð- um í fullnaðarfrágang hússins. Eitt tilboð barst í verkið, var það frá Byggingarþjónustu Jóns Fr. Einarssonar, Bolungarvík. Leikskólabyggingin, sem er 234 ferm., er ætluð fyrir 2x20 börn og er byggingarkostnaður miðað við 1. desember sl. kr. 3.549.000,00. Leikskólinn Glaðheimar leysir af hólmi dagheimili sem rekið hefur verið við þröngan kost í gamla skólahúsinu um nokkurra ára skeið. Glaðheimar starfa í tveimur deildum og eru nú þegar full- setnir, auk þess eru nokkrir á biðlista eftir plássi. Starfsstúlkur Glaðheima eru 9 í hálfu starfi auk forstöðukonu, Selmu Friðriksdóttur fóstru, sem er í fullu starfi. — Gunnar Á árinu 1977 var unnið við að gera byggingarlóðina tilbúna. Árið 1978 var Sigurður Ólafs- son byggingarmeistari ráðinn til verksins og við það miðað að gera húsið fokhelt. Þess var óskað í samningnum við Sigurð að hann miðaði framkvæmdir við framkvæmdafé og jafnframt að það sjálfboðastarf sem í boði var nýttist sem best.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.