Morgunblaðið - 17.01.1984, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984
t
Eiginmaöur minn,
GUÐMUNDUR RAGNAR ANDRÉSSON,
■imaverkstjóri,
lést í Landakotsspítala aö morgni 14. janúar.
Hulda Brynjúltsdóttir.
t
SÆMUNDUR GUDJÓNSSON,
Boróeyrarbas,
lést í sjúkrahúsinu Hvammstanga sunnudaginn 15. janúar.
Börn hins létna.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
ARNDÍS KJARTANSDÓTTIR,
éóur aö Jófríöarstaóavegi 9,
Hafnarfírói,
andaöist á Hrafnistu Hafnarfiröi, laugardaginn 14. janúar.
Sigrún Elfasdóttir,
Guóvaröur Eliasson, Vilfríóur Guönadóttir,
Kjartan Elíaaaon, Hulda Hafntjörö,
Hanna Elfasdóttir, Ingvar Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Systir mín,
ANNA J. LOFTSDÓTTIR,
hjúkrunarkona,
lést í Landspítalanum 14. þessa mánaöar.
Fyrir hönd aöstandenda.
Björn Loftsson.
t
Faöir minn,
SIGURDUR ÓLAFSSON,
Hofi,
Grindavfk,
andaöist í Landspítalanum 15. janúar.
Margrét Siguröardóttir.
t
Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
FRIÐÞJÓFS I. JÓHANNESSONAR,
loftskeytamanna,
Bérugötu 36,
sem andaölst 10. janúar, fer fram frá Fríkirkjunni ( Hafnarfiröi
miövikudaginn 18. janúar kl. 13.30.
Þeir sem vlldu mlnnast hans láti líknarstofnanir njóta þess.
Sigrföur Guómundsdóttir,
Jóhannes I. Friöþjófsson, Rakel Bessadóttir,
Kristjén Friöþjófsson, Regfna Ólafsdóttir,
Sigfríöur Friöþjófsdóttir, Björn Christensen
og barnabörn.
■ Sonur okkar, h
SVAVAR SIGURDSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 19. janúar kl. 10.30.
Siguröur Þorvaldsson, Erla Frsdsrikssn.
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
GUORÚNAR KALDAL,
Laugarésvegi 20,
sem andaöist 10 janúar, veröur gerö frá Fossvogskirkju þriöjudag-
inn 17. janúar kl. 10.30.
Jón Kaldal, Steinunn Kaldal,
Dagmar Kaldal, Ágúst Friöriksson,
Ingibjörg Kaldal
og barnabörn.
Guðrún Aradóttir
— Minningarorð
Fædd 27. apríl 1909
Dáin 2. janúar 1984
Þær voru fallegar, Arasysturn-
ar fimm, þegar þær voru „upp á
sitt besta", eins og sagt var hér
áður fyrr. Ég kallaði þær frænkur
mínar. „Dúdda frænka“ var aðeins
nefnd Guðrún við hátíðleg tæki-
færi. Ég hugsa, að hálfur bærinn
hafi kannast við Dúddu á árunum
fyrir stríð og í stríðsbyrjun, því
hún vann í 14 ár á sama stað, á
horninu á Laugavegi og Klappar-
stíg, í Skóverzlun B. Stefánssonar.
Ég veit, að faðir minn, Björgólfur,
og móðir mín, Oddný, mátu hana
mikils. Og hvernig var annað
hægt? Dúdda var nákvæm í starfi,
strangheiðarleg og alltaf í góðu
skapi. Eftir því, sem meira var að
gera í verzluninni, því betur lá á
Dúddu. Hún geislaði. Og fólk, sem
ekki man eftir útsölunum fyrr á
árum og biðröðunum í stríðinu og
skóslagnum, þegar hin langþráða
sending af skóm loksins kom til
landsins, getur ekki ímyndað sér
það álag, sem þá var á afgreiðslu-
fólkinu. En Dúdda virtist aldrei
vera þreytt.
Foreldrar mínir fóru til útlanda
einu sinni á ári til þess að kaupa
inn vörur fyrir verzlunina. Þá var
það Dúdda, sem gætti bæði bús og
barna, ásamt Önnu systur sinni.
Og þá var gaman. Á kvöldin vildi
ég fá að vera í friði með mína bók,
en Dúdda gat aldrei setið kyrr.
Hún vildi syngja, dansa og spila á
spil. Þetta urðu meiri háttar
kvöldvökur. Dúdda lét okkur
systkinin syngja og læra öll góðu,
gömlu ættjarðarljóðin, hún
kenndi okkur heil ógrynni af alls
konar spilum og leikjum og eitt af
því fyrsta, sem ég man eftir mér
var í fanginu á Dúddu, þegar hún
sveif með mig í dansi um stofurn-
ar við hljóðfall af tangó frá upp-
trekta grammófóninum.
Einn dag, þegar ég var um
fermingu, sagði Dúdda. „Viltu
koma með mér um helgina upp í
Kerlingarfjöll?" Þetta var eitt-
hvað nýtt og spennandi. Það hafði
rignt alla vikuna og ég sagðist ef-
ast um það, að ég fengi að fara í
þessu óveðri. „Það er alltaf sól í
Kerlingarfjöllum," sagði Dúdda,
stutt og laggott. Þá var eftir að fá
samþykki hjá móður minni. Hvað
fegurð fjalla áhrærði, þá var það
ekkert vafamál hjá móður minni,
að fjöllin í Breiðdal væru einu fal-
legu fjöllin á Islandi, sem borgaði
sig að skoða. Hún og faðir minn
höfðu hlaupið um þessi austfirzku
fjöll á kúskinnsskóm sem smalar í
sínu ungdæmi. En maður átti ekki
að gera sér leik að því „að príla í
klettum". En enginn stóðst ákafa
Guðrúnar og sannfæringarkraft,
og henni var treyst til þess að sjá
um að „ekkert kæmi nú fyrir
barnið". Þvílík dýrðarsýn, þegar
við stóðum loks á efsta tindinum í
glampandi sólskini! Nú sá ég
Dúddu í essinu sínu. Hrifnæmi
hennar og lífsgleði fengu að njóta
sín og það síaðist brátt inn í mína
barnsvitund, að maður mætti
aldrei gefast upp fyrr en tindinum
væri náð, að ailir ættu alltaf að
vera í góðu skapi á ferðalögum,
hvað sem á bjátaði, og að það ætti
að umgangast náttúru landsins
með varúð og lotningu. Ef rusl
varð á vegi okkar uppi í óbyggð-
um, þá var sjálfsagt að grafa það
niður. Svo mælti Dúdda.
Þegar ég kvaddi Dúddu í stríð-
inu og hélt yfir úfið haf til lang-
skólanáms í Ameríku sagði hún
hálf kvíðin: „Heldurðu, að þú kom-
ir nokkurn tímann aftur?" Þá
sagði ég við hana: „Engin hætta,
ég kem aftur," án þess að gera mér
grein fyrir því, að hún meðal ann-
arra höfðu fyrir löngu sannfært
mig um það, að ísland var og yrði
bezta landið í heiminum, og að á
íslandi byggi áreiðanlega bezta
fólkið.
Guð fylgi henni Dúddu minni.
Oddný Thorsteinsson
Hveragerði:
Rausnarleg-
ar gjafir frá
Gísla Sig-
urbjörnssyni
ÞANN 13. desember sl. bauð Gfsli
Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar,
fulltrúum ýmissa félaga og stofn-
ana í Hveragerði og Ölfusi til
kaffidrykkju.
Þessi félög og stofnanir voru:
Sundlaugin Laugaskarði, Leik-
félag Hveragerðis, Hveragerð-
iskirkja, Kirkjukór Hveragerðis
og nágrennis, Skátafélag Hvera-
gerðis, Hjálparsveit skáta,
Hveragerði, Foreldrafélag
Leikskólans, Hveragerði, Kven-
félag Hveragerðis, Kvenfélagið
Bergþóra, ölfusi, Kirkjan, Þor-
lákshöfn og Ungmennafélag
Hveragerðis og Ölfuss.
Gísli Sigurbjörnsson afhenti
hverju þessara félaga og stofn-
ana fimmtán þúsund krónur að
gjöf, en áður hefur Gísli stutt
þessi félög og stofnanir á ýmsan
hátt.
Um leið og Gísla Sigurbjörns-
syni er óskað velgengni á ný-
byrjuðu ári, eru honum færðar
alúðarþakkir fyrir þann hlýhug
sem hann sýnir ofangreindum
félögum og stofnunum með
þessum stóru gjöfum.
t
Frænka okkar,
KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR
frá Kirkjubóli 1 önundarfirði,
veröur jarösungin frá Bústaöakirkju þriöjudaginn 17. janúar kl.
13.30.
Vandamsnn.
t
Útför systur minnar og mágkonu okkar,
ÖNNU THORLACIUS,
Ásvallagötu 7,
veröur gerö frá Dómkirkjunni mlövlkudaginn 18. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd okkar og annarra vandamanna,
Þóra Thorlacius,
Sigríöur Thorlaciua,
Jóhanna Thorlacius.
t
Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö, umhyggju og vinsemd viö
andlát eiginkonu minnar,
DORRlÉT KAVANNA.
Kristján Jóhannsson.
t
Innilegar þakklr öllum þelm sem auösýndu okkur samúö og hlýhug
viö andlát og jarðarför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur
og afa,
GUDLAUGS H. GUÐLAUGSSONAR
frá Ysta-Hóll.
Sólvsig Halldórsdóttir og börn,
fósturdóttir, tsngdabörn
og barnabörn.
Lokað
í dag, 17. janúar, frá kl. 13.00—15.00 vegna jarðar-
farar KRISTJÓNS KRISTJÓNSSONAR, forstjóra.
Landleiöír hf.,
Norðurleiö hf.,
Reykjanesbraut 10.
Lokað
vegna jaröarfarar GUÐRÚNAR KALDAL.
Arko, teiknistofa.
Sigrún