Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984
Minning:
Kristjón Kristjónsson
fv. framkvœmdastjóri
Fæddur 8. október 1908
Dáinn 6. janúar 1984
Kristjón Kristjónsson, fram-
kvæmdastjóri, lést 6. janúar sl.
eftir langvarandi veikindi. Hann
fæddist að Útey í Laugardal 8.
október 1908. Foreldrar hans voru
Kristjón Ásmundsson, bóndi að
Útey, Eiríkssonar bónda á Apa-
vatni, Eiríkssonar frá Nesjavöll-
um sonar Gríms bónda Þorleifs-
sonar, hins fræga manns, sem þar
bjó lengi, og kona hans, Sigríður
Bergsteinsdóttir, ljósmóðir, Vig-
fússonar á Torfastöðum í Fljóts-
hlíð, Gunnarssonar að Hvammi á
Landi, sem var þriðji maður frá
Bjarna hreppstjóra Halldórssyni
á Víkingslæk, sem mikil ætt er við
kennd.
Systkini Kristjóns voru: Guð-
mundur, dó ungur, Bergsteinn
kennari, f. 1907, Baldur íþrótta-
kennari, f. 1909, Sigrún húsfrú, f.
1914 og Axel kennari, f. 1919.
Kristjón brautskráðist sem
gagnfræðingur frá Flensborg
1928. Var starfsmaður í Vélsmiðj-
unni Hamri 1929—’31. Hótelstjóri
á Laugarvatni 1934 og ritari fjár-
veitinganefndar Alþingis sama ár.
Hann var sölustjóri í útflutn-
ingsdeild SÍS 1935—’48. Fram-
kvæmdastjóri landbúnaðarsýn-
ingar 1946—’47. Aðalféhirðir SÍS
1948—’53. Framkvæmdastjóri
Regins hf. 1953 og jafnframt
Trésmiðjunnar Silfurtúns hf. frá
1955. 1970 gerðist hann fram-
kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar ís-
lands hf. og því starfi gegndi hann
til ársins 1981. Auk aðalstarfa
sinna voru Kristjóni falin fjöl-
mörg trúnaðarstörf og verða hér
nokkur talin.
Hann átti sæti í framfærslu-
nefnd Reykjavíkur 1939—'42,
sumardvalarnefnd 1942—’4, verð-
lagsnefnd garðávaxta 1940—’46,
Búnaðarráði 1946—’47 og Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins
1947—’51. í stjórn Kaupfélags
Reykjavíkur í 7 ár. Formaður iðn-
aðarfulltrúa 1938—’50 og síðan
Iðnfræðsluráðs 1950—’57. Sat í
gerðardómi í kaupgjalds- og verð-
lagsmálum 1942.1 byggingarnefnd
Iðnskólans í Reykjavík frá 1944.
Formaður Fasteignaeigendafélags
Reykjavíkur í eitt ár og formaður
Félags sérleyfishafa í ellefu ár. í
stjórn Iðnaðarmálastofnunar ís-
lands frá stofnun hennar
1953—’57. Hann sat í stjórn Sam-
einaðra verktaka frá 1957 og í
stjórn Dverghamars sf. sl. 20 ár.
Auk framangreinds sat hann um
árabil í stjóm margra hlutafélaga
á vegum SlS.
Af framangreindu má marka að
Kristjón naut mikils trausts sam-
ferðamanna og var það að verð-
leikum.
Framkoma hans var hæglát og
málflutningur hans bar vott um
þekkingu, hyggindi og góðvilja.
Oft brá hann fyrir sig góðlátlegri
kímni, en var fastur fyrir ef því
var að skipta. Hann var skapríkur,
en góða stjórn hafði hann á því
eins og öðru sem honum var fengið
til gæslu. Kristjón var sístarfandi
og starfsdagurinn oft langur.
Verkefnin réðu þar meiru en vísar
klukkunnar. Margt handtakið fór
einnig til þess að hlúa að og prýða
heimafyrir eða hjá öðrum í fjöl-
skyldunni.
Kristjóni kynntist ég fyrst er ég
réðst til starfa hjá Regin hf. 1954,
en ég vann síðan undir stjórn hans
til 1960.
Líklega er fátt mikilvægara
ungum mönnum við upphaf
starfsævi sinnar en að njóta hand-
leiðslu viturra manna þegar kem-
ur að því að tengja skólanámið
hagnýtum störfum. í þessu efni
var samstarf okkar Kristjóns mér
ómetanlegt. Hann veitti mér á
þessum árum og ætíð síðan með
ráðum og dáð. Það var mér gæfa
að fá að verða honum samferða og
það þakka ég af alhug.
Kristjón kvæntist 6. október
1934 eftirlifandi konu sinni, Elísa-
betu, f. 18., september 1910, ís-
leifsdóttur, kaupm. á Sauðárkróki,
Gíslasonar og konu hans, Engil-
ráðar Valgerðar Jónasdóttur.
Börn þeirra eru: Bragi bókakaup-
maður, Jóhanna blaðamaður og
Valgerður kennari.
Fjölskylda mín sendir fjöl-
skyldu Kristjóns einlægar samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning þess góða
drengs.
Björn Þórhallsson
Kveðja frá sjálfstæðismönnum í
Nes- og Melahverfi.
Þegar við kveðjum Kristjón
Kristjónsson framkvæmdastjóra,
ber okkur félögum hans í hverfa-
félagi sjálfstæðismanna í Nes- og
Melahverfi að minnast sérstak-
lega þessa úrræðagóða og hjálp-
sama öðlings.
Ég kynntist Kristjóni fyrst,
þegar ég var kosinn í stjórn fé-
lagsins árið 1975 og það get ég
með sanni sagt, að aldrei féll
skuggi á okkár samstarf, jafnvel
þó að við ættum kannski ekki allt-
af samleið um smærri skoðanir.
Þegar litið er til baka nú, þá ber
að þakka þá leiðsögn, sem Krist-
jón veitti félagi okkar um árabil,
ekki bara á einu sviði, heldur á
öllum. Alltaf lagði hann það til
mála sem farsælast reyndist.
Enda engin furða, því áður en
Kristjón var kosinn í stjórn fé-
lagsins, hafði hann verið einn af
styrkustu bakhjörlum Sjálfstæð-
isflokksins.
Kristjón var kosinn í stjórn Fé-
lags sjálfstæðismanna í Nes- og
Melahverfi 1974 og starfaði þar til
1980 eða aðeins sex ár. Þetta segir
þó lítið sem ekki neitt um starf
Kristjóns fyrir félagið okkar, því
að frá stofnun þess og til þessa
dags höfum við sjálfstæðismenn í
Vesturbænum notið hollráða og
aðstoðar þessa góða manns.
Ástvinum Kristjóns, eiginkonu,
börnum og barnabörnum votta
sjálfstæðismenn í Nes- og Mela-
hverfi hluttekningu sína. Munið
þið heilan mann, sem kenndi
mörgum holl ráð.
Formaður Félags sjálfstæö-
ismanna í Nes- og Mela-
hverfi, Egill Snorrason.
Pie Jesu, Domine,
Dona eis requiem.
Hann er farinn og handan við
tár okkar bíða hans ljósin — ljós-
in, sem hann sjálfur kveikti.
Tengdadóttir, Valgarður og
Ragnar ísleifur Bragasynir.
Þegar við nú kveðjum Kristjón
afa okkar hinstu kveðju er okkur
efst í huga þakklæti. Þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast
slíkum manni sem í senn varð vin-
ur okkar og hollur ráðgjafi. Hann
var örlátur og ávallt reiðubúinn að
rétta okkur hjálparhönd en eftir-
minnilegast er hve hjartahlýr
hann var og skilningsgóður þótt
áratugir skildu.
Þegar afi kveður eftir gifturík-
an starfsdag skilur hann ekki ein-
asta eftir hjá okkur góðar og fal-
legar minningar heldur og hefur
hann miðlað okkur af þeim verð-
mætum sem ekki verða til fjár
metin. Og nú er okkar að sýna að
við séum þess verðir.
í framtíðinni munum við oft
hugsa til afa og þeirra eiginleika
sem í honum voru ríkastir. Og við
getum hugsað til hans með stolti.
Hrafn Jökulsson,
Ari Gísli Bragason.
Ég man eftir sjálfum mér, dá-
litlu peði, og honum afa. Við rer-
um saman á selabát, fórum í langa
bíltúra og gengum margoft niður í
fjöru. Þetta var gaman. Afi var
skemmtilegur karl og það þurfti
mikil ólæti til þess að hann setti
ofan í við okkur börnin. Við þótt-
umst þá vita að við hefðum unnið
til þess. Annars var hann alltaf
boðinn og búinn að gera okkur,
eins og öðrum, hvaðeina til hjálp-
ar og aðstoðar sem í hans valdi
stóð og lét þá verkin tala. Mér
fannst það öldungis sjálfsagt.
Seinna gerði ég mér grein fyrir
því að auðvitað var það alls ekki
sjálfsagt. En afi minn átti til al-
veg einlæga og skilyrðislausa
hjálpsemi og samúð handa þeim
sem hann batt trúss sitt við, og ég
veit að oft lagði hann fólki lið án
þess að séð yrði að hann kæmi þar
nærri. Hann ætlaðist ekki til
neins í staðinn. Ég skildi æ betur
eftir því sem árin liðu að þar sem
hann afi minn var fór maður með
óvenjulega stórt hjarta.
Nú er hann dáinn og við því er
ekkert að gera. Sorgin er sár en þó
blönduð svolitlum létti vegna þess
að síðustu misserin átti hann við
erfið veikindi að etja og þau
reyndust honum sérstaklega
þungbær. Annars vegar hafði hon-
um varla orðið misdægurt á
ævinni fyrr, og hins vegar leið
honum illa ef hann gat ekki verið
sístarfandi: ýmist fyrir sjálfan
sig, og þá einkum og sér í lagi úti í
náttúrunni, en ekki síður innan
fjölskyldunnar fyrir okkur hin. Ég
veit að hann hefði kosið að lifa
lengur en úr því að svona var kom-
ið hefur hann sjálfsagt orðið
hvíldinni feginn. En ég á eftir að
sakna hans.
Mest, langmest, hefur hún
amma mín misst. Ég vissi alla tíð
að hjónaband þeirra var farsælt
en í bernsku minni áttaði ég mig
ekki á því ástríki sem var milli
þeirra, ekki fyrr en ég var með
þeim nokkra daga austur á Laug-
arvatni eitt sumar fyrir næstum
tíu árum. Á Laugarvatni sáust
þau fyrst og hófu tilhugalíf sitt, og
þessa sumardaga fyrir tæpum
áratug var eins og þau yrðu ung í
annað sinn. Mér skildist þá að þó
þau slægju ekki um sig með stór-
um orðum ríkti í þessu hjónabandi
meiri skilningur og kærleiki en
títt er, jafnvel meðal hjóna sem
eytt hafa saman ævinni. Orð eru
að jafnaði til lítils nýt — ég vona
bara að það sé ömmu minni ein-
hver huggun að hún fékk 49 ár
með góðum manni.
Illugi Jökulsson
Þegar ég frétti andlát Kristjóns
Kristjónssonar, fannst mér sú
frétt koma mjög á óvart, ég vissi
þó að Kristjón hafði átt við mikla
vanheilsu að stríða síðustu mán-
uði, en hann hafði oft mætt erfið-
leikum í lífinu og ég vissi að slíkt
var hann ekki vanur að víla fyrir
sér, aðeins spursmál hvernig
mætti sigrast á erfiðleikum á
hverjum tíma, mér fannst að hon-
um hlyti því að takast að sigrast á
vanheilsu eins og öðrum erfiðleik-
um.
Fundum okkar Kristjóns bar
fyrst saman fyrir um það bil 30
árum, þegar ég byrjaði að starfa
að félagsmálum sérleyfishafa.
Kristjón hafði þá um áraraðir set-
ið aðalfundi Félags sérleyfishafa
sem fulltrúi Kaupfélags Norður-
Þingeyinga og hélt hann áfram að
vera fulltrúi þess fyrirtækis, svo
lengi sem það starfrækti sérleyfis-
ferðir. Á þessum fundum var
Kristjón alltaf kjörinn fundar-
stjóri, þar kom enginn annar til
greina.
Á þessu tímabili voru oft all-
miklir flokkadrættir og ágreining-
ur í félaginu, mér er minnisstætt
hversu góðan þátt Kristjón átti
oft í því að sætta slíkan ágreining.
Á árunum 1957—1960 var af Fé-
lagi sérleyfishafa unnið að því að
hrinda byggingu Umferðarmið-
stöðvarinnar í framkvæmd. í þann
mund er framkvæmdir voru í að-
sigi tók Kristjón sæti Félags sér-
leyfishafa í byggingarnefnd, hann
skipaði það sæti allan byggingar-
tímann. Byggingarnefndin fól
honum umfangsmikil eftirlits-
störf með byggingunni. Á sömu
árum var Kristjón einnig formað-
ur Félags sérleyfishafa.
Þótt Kristjón hafi unnið mikið
og gott starf að félagsmálum og
uppbyggingu Umferðarmiðstöðv-
arinnar færðist hann án efa mest í
fang á þessu sviði, þegar hann tók
við framkvæmdastjórn Bifreiðar-
stöðvar Islands, sem rak af-
greiðslu sérleyfis- og hópferða-
bifreiða í Umferðarmiðstöðinni.
Þessi rekstur hafði oft átt í erfið-
leikum og var erfitt að láta enda
ná saman fjárhagslega. Undir
stjórn Kristjóns batnaði afkoman
Minningabrot:
Hermann Stefánsson
fv. kennari við MA
Oft hefur sagan um piltinn, sem
gekk undir landafræðipróf í
Menntaskólanum á Akureyri, ver-
ið sögð. Hann var spurður hvar á
landinu væri álitið að landfræði-
leg, staðbundin sérkenni væru
óteljandi. Drengur var vel að sér
og svaraði: vötnin á Arnarvatns-
heiði, hólarnir í Vatnsdal og eyj-
arnar á Breiðafirði.
Eftir nokkra þögn spurði próf-
dómarinn hvort hann gæti ekki
nefnt einn stað enn. Piltinum brá,
því ekki munu fleiri staðir hafa
verið tilnefndir í bókum hans, og
svaraði því engu.
Jú, sagði prófdómarinn, það eru
hornin á húsinu hans Hermanns.
Sagan kom upp í huga minn
þegar rifjuð voru upp hin fjöl-
mörgu áhugamál Hermanns Stef-
ánssonar, fyrrum kennara við MA.
Þau virtust eins og hornin á hús-
inu hans, óteljandi.
Hermann Stefánsson hefði í
dag, þann 17. janúar, orðið átt-
ræður, hefði hann lifað. Hann dó í
nóvember sl. eftir langvarandi
sjúkleika. Hann hafði manna
lengstan starfsaldur við MA og
sem íþróttakennari. entist hann
ótrúlega lengi, en starfsaldur
þeirrar stéttar er yfirleitt lágur,
vegna mikils vinnuálags og ekki
nema köppum einum ætlandi að
standast slíkt í marga áratugi.
Ég hafði oft heyrt Hermann
nefndan er hann, eitt sinn, kom á
heimili foreldra minna, ásamt
Þórhildi konu sinni. Ég var leit-
andi og ómótaður er þetta var, en
hreifst mjög af glæsileik og fram-
komu þeirra hjóna, og ekki ólík-
legt að heimsókn þessi hafi orðið
mér örlagavaldur, því næstu árin
sat ég nemandi í MA. Auðvitað
kenndi Hermann íþróttirnar.
í kennslu sinni kom hann ákaf-
lega víða við. Tilgangur hans með
kennslunni var víðtækur. Hann
vildi hrausta sál í heilbrigðum lík-
ama, og talsvert bar á hinum
gamla, sterka ungmennafélags-
anda og þjóðerniskennd, sem m.a.
kom fram í því að þegar vel lá á
honum, lét hann okkur marsera og
syngja ættjarðarsöngva. Það var
ekki fyrr en seinna að skólasvein-
ar skildu til fulls hvað að baki lá.
Ýmsir voru það líka, sem nutu sín
að fullu í söngnum, en höfðu ekki
sama vald á útlimum.
I tvo vetur leigði ég herbergi í
kjallaranum hjá Hermanni ásamt
góðum drengjum. Oft var þá glatt
á hjalla í „kjallara lífsgleðinnar"
— eins og hann hét þá, ekki síst
þegar húsbóndinn gaf sér tíma til
að líta niður til okkar og spjalla.
Aldrei minnist ég þess að áfengi
eða aðrir vímugjafar þyrftu að
koma í kjallarann til að halda lífs-
gleðinni við.
í þann tíma höfðum við kjall-
arabúar stundum á tilfinningunni
að Hermann væri á mörgum stöð-
um í einu. Eitt augnablik heyrðist
hann leika á píanó og syngja með
fagurri tenórrödd — kannski að
fínpússa laglínu fyrir söngæfingu
um kvöldið, andartaki síðar var
hann kominn í vinnugallann til að
mála einn vegg eða stinga upp
garðinn. Næst þegar við litum upp
úr bókunum mátti e.t.v. sjá hann
uppáklæddan á leið á
íþróttabandalagsfund eða frímúr-
arafund — nú eða í skíðagalla á
leið til fjalls. Á meðan hann hélt
heilsu virtist honum aldrei falla
verk úr hendi, og áhuginn var
bundinn mörgum málum; upp-
bygging æskunnar með íþróttum,
útiveru og tengslum við náttúr-
una, söngur, arkitektúr, laxveiðar,
málhreinsun, atvinnulíf þjóðar-
innar, ekki síst sjávarútvegurinn,
allt þetta var honum hugleikið.
Málhreinsun stundaði hann og til
marks um það á hann heiðurinn af
flestum þeim orðum sem notuð
eru í blakíþróttinni, s.s. blak,
hrina, gnat o.fl. Badminton-
íþróttinni gaf hann nafnið hnit, og
er tímabært að það heiti verði al-
mennt upp tekið hér á landi.
Ekki fékkst Hermann mikið við
skáldskap, en þó sýndi hann mér
eitt sinn frumortan brag einn
mikinn og listilega gerðan um
laxveiðar, saminn við sérstakt
tækifæri.
Börn löðuðust oft að Hermanni
og furðulegt hvernig hann gat
virkjað unga óróabelgi við vinnu.
Hann átti það til að kalla þau til
sín og stundum var engu líkara en
hann ræki fyrir þau vinnuskóla.
Mörgum árum eftir stúdents-
próf starfaði ég við MA við hlið
Hermanns, og er það eftirminni-
legt hversu varlega og mjúklega
hann veitti manni hollráð. Hann
var góður í samvinnu.
Eitt sinn barst mér til eyrna að
hann hefði vísað 3-bekkingi eða
busa úr tíma fyrir ólæti. Þetta
varð altalað og barst nokkru síðar
í tal okkar á milli. Já, sagði Her-
mann, ég geri þetta annaðhvort ár
ef þurfa þykir, það nægir. Þetta
var á óróleikatímabilinu um og
upp úr 1970.
Áð áeggjan Hermanns sótti ég
um stöðu hans, er hann lét af
störfum vegna aldurs, og er óhætt
að segja að örðugt var að taka við
af slíkum manni, er hafði markað
svo sterk spor í íþróttalíf, ekki
bara við MÁ heldur þjóðarinnar
allrar á margvíslegan hátt. Fyrstu
árin á eftir leit hann oft inn í
tíma, og var ávallt aufúsugestur.
Ég minnist þess hve áberandi
Hermann var á námskeiðum fyrir
íþróttakennara, um tíma, hversu
vel hann vildi fylgjast með. Þau
sótti hann og var stundum 30—40
árum eldri en aðrir þátttakendur
flestir, og mættu margir hafa
hann þar að fyrirmynd.
Síðustu árin höfum við búið
nánast hlið við hlið á suðurbrekk-
unni, og sáumst oft úti við. Hann
sjúkur, en þó við furðu góða lík-
amlega heilsu fram undir það síð-
asta, enda hélt hann stöðugt
áfram að þjálfa sig með hæfilegu